Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 28 ERLENT Fyrirætlanir Rússa urðu að engu Reuters UM eitt hundrað rússneskir hermenn sem voru á leið til Kosovo frá Bosníu um miðjan mánuðinn snéru aftur til Bosníu er þeir voru komnir til Bijeljina, skammt frá landamærunum við Júgóslavíu. Hófdrykkja hvorki skaðleg né bein heilsubót HIN ófyrirséða innreið um 200 rússneskra hermanna til Kosovo- héraðs 12. júní sl. var hluti af mun stærri hemaðaraðgerð rússneskra hermálayfirvalda þar sem fyrii-hug- að var að senda a.m.k. 1.000 her- menn til héraðsins. Par áttu her- sveitir Rússa að taka sér stöðu í norðvesturhluta Kosovo og mynda friðargæslusvæði undir rússneskri stjóm. Bandaríska dagblaðið Was- hington Post hefur þetta eftir vest- rænum hermálasérfræðingum sem segja að fyrirætlanir Rússa hafi orðið að engu vegna andstöðu ung- verskra, búlgarskra og rúmenskra stjómvalda við að leyfa Rússum að fljúga í lofthelgi sinni. Telja sérfræðingarnir að er Bandaríkjastjórn hafi fengið veður af fyrirætlunum Rússa hafi hún hvatt ríki Austur-Evrópu óspart til að banna Rússum að fljúga í loft- helgi sinni. Þá hafi bandarískir embættismenn hringt í rússneska starfsbræður sína á „ókristilegum tíma“ laugardaginn 13. júní og tjáð þeim að ef rússnesk stjórnvöld myndu fara út í einhliða aðgerðir, þvert á vilja aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins, (NATO), myndu þau stefna velvilja í þeirra garð, í tengslum við undirritun friðarsam- komulagsins, í voða. Agreiningur er þó enn uppi um hvort fyrirætlanir Moskvustjómar hafi verið á þá leið að skapa eigið umráðasvæði í Kosovo eða hvort hugmýndin hafi verið að styrkja samningsstöðu Rússa í samninga- viðræðum um stjóm hins alþjóðlega friðargæsluliðs í Kosovo. Hverjar sem forsendur aðgerðanna vora tel- ur háttettur embættismaður innan bandaríska utanríkisráðuneytisins í samtali við blaðið að ef Rússum hefði tekist að koma 1.000 hermönn- um til héraðsins, hefði það haft „al- varlegar afleiðingar fyrir stuðning þann sem Rússar hafa“. Talið er að Rússar hafi verið afar nærri því að takast að auka við her- styrk sinn á jörðu niðri er þeir fengu tímabundið leyfi ungverskra stjómvalda til að fljúga sex Ilyus- hin-76 herflutningavélum um loft- helgi Ungverjalands. Bandaríkja- menn komust á snoðir um málið og fóru þess á leit við Ungverja að Rússum yrði bannað að nota ung- verska lofthelgi til liðsflutninganna. Þá er talið að Ungverjar hafi haft samband við rússnesk hermálayfir- völd og tjáð þeim að leyfi ungverska þingsins yrði að liggja fyrir ef af fluginu ætti að geta orðið. Margt er enn á huldu Af frásögnum þeirra að dæma er gerst til málsins þekkja telur Was- hington Post Ijóst að fyrirætlanir Rússa hafi verið skipulagðar í þaula og að málinu hafi verið leyndu til að vekja ekki óþarfa athygli. Þá telja sérfræðingar að aðgerðirnar sem fyrirhugaðar vora hafi verið mun metnaðarfyllri en þær urðu síðan. Enn er þó margt á huldu um til- drög fyrirætlana Rússa og hina eig- inlegu ákvarðanatöku sem að baki lá. Háttsettir embættismenn varn- armálaráðuneytisins í Washington hafa tjáð blaðinu að mikil eining hafi legið að baki ákvörðun Rússa, þ.m.t. Boris Jeltsín forseta, um að senda fjölda rússneskra hermanna til Kosovo er friðarsamkomulagið lá fyrir. Heimildarmenn Washington Post í Moskvu segja að forsetinn hafi samþykkt innreið hinnar 200 manna hersveitar áður en hún hélt frá norðurhluta Bosníu-Her- segóvínu, í símtali við Georgi Shpak, hershöfðingja og yfirmann rússneska herráðsins. I viðtali við rússneskt dagblað sagði Shpak: „Aðgerðin var mjög vel undirbúin. Meginvandinn var að dylja þá staðreynd að liðsflutning- arnir höfðu verið skipulagðir tals- vert áður en af þeim varð.“ Vestrænir sérfræðingar og heim- ildarmenn í Moskvu telja að þáttur Jeltsíns forseta í máli friðargæslu- sveitanna hafi verið mjög lítill, í apríl sl. spurði Jeltsín hershöfðingja sína um áhrifaleysi Rússlands á al- þjóðavettvangi. „Hvers vegna eru þeir ekki hræddir við okkur?“ spurði Jeltsín en fékk engin svör. Hjá bandarískum og rússneskum samningamönnum, sem funduðu í Helsinki um síðustu helgi og leituð- ust við að finna lausn á stjórn frið- argæslumálsins í Kosovo og því hvert hlutverk Rússa ætti að vera í héraðinu, gekk hvorki né rak í við- ræðum fyrr en William Cohen, vamarmálaráðherra Bandaríkj- anna, fór fram á að eiga einkafundi með Igor Sergejev, rússneskum starfsbróður sínum. Nærvera rúss- neskra harðlínumanna innan hers- ins hafði fram að þeim tíma komið í veg fyrir nokkurn árangur. Jafnvel á þeim tíma er talið að Jeltsín hafi lagt hart að Sergejev að samþykkja ekkert nema Rússum yrði úthlutað umráðasvæði í Kosovo. Annað væri ótækt. Annað kom hins vegar á daginn. Eftir afar langa samningalotu sögðust þeir Sergejev og Igor Ivanov utanríkisráðherra þurfa að eiga lokasímtal við Jeltsín forseta og fá endanlegt samþykki hans fyr- ir samningnum sem gerði ekki ráð fyrir rússnesku umráðasvæði. I við- tali við Washington Post var einn hinna bandarísku samningamanna spurður um það hvort ráðherramir hefðu rætt við Jeltsín. „Þeir tjáðu okkur að þetta hefði verið Jeltsín,“ sagði embættismaðurinn. HÓFLEG áfengisneysla er ekki heilsubætandi, öfugt við það sem ýmsar rannsóknir hafa bent til, og mikil drykkja tvöfaldar lík- urnar á því, að karlmenn deyi af völdum hcilablóðfalls, að því er segir í niðurstöðum nýrrar rann- sóknar og breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Ekkert bendir heldur til þess að hófdrykkja sé hættuleg. Rannsóknin var umfangsmikil og stóð í 21 ár. Þykir hún hafa staðfest að mikil áfengisneysla sé mjög skaðleg heilsunni, en niður- stöðurnar stangast á við niður- stöður fyrri rannsókna, sem höfðu bent til þess að hjartasjúk- dómar væru fátíðari hjá þeim sem drukku reglulega og í hófi. Niðurstöðurnar nú benda ekki til umtalsverðrar aukningar á hættu á hjartasjúkdómum meðal þeirra karlmanna sem drukku mest, af þeim sem rannsóknin náði til, en þeim sem drukku meira en 35 drykki á viku var tvisvar sinnum hættara við að deyja af völdum heilablóðfalls. Rannsóknin var kostuð af breskum samtökum á svið rann- sókna á heilablóðfalli, og sögðu samtökin niðurstöðurnar vekja athygli á tengslunum milli áfeng- isneyslu og heilablóðfalls, eink- um meðal ungs fólks. Svipuð áhætta George Davey Smith, prófess- or við félagslæknadeild Bristol- háskóla, er einn höfunda ritgerð- arinnar um rannsóknina, er birt- ist í læknaritinu Brítish Medical Journal, og sagði hann í viðtali við BBC að hvorki hafi fundist vísbendingar um að hófdrykkja væri heilsusamleg né skaðleg. „Við komumst hins vegar að því, að þeir sem mest drukku voru í yfír tvisvar sinnum meiri hættu en aðrir á að deyja af völd- um heilablóðfalls, og það eru ekki lítilvægar niðurstöður," sagði Smith. Hann sagði enn- fremur að niðurstöðurnar væru í samræmi við niðurstöður alþjóð- legra rannsókna, sem hafi beht til þess að dánartíðni væri hærri meðal manna í Finnlandi, sem drukku reglulega það mikið áfengi að þeir fengju timbur- menn daginn eftir, og manna í Rússlandi sem drukku mikið í einu. Niðurstöður nýju rannsóknar- innar benda til þess, að þeir sem ekki drekka og þeir sem drekka í hófi, eða allt að 14 drykki á viku, séu í svipaðri hættu, og skipti þá engu hvort þeir drukku bjór, léttvín eða sterk vín. En þeim sem drukku yfir 22 drykki á viku, eða sem svarar hálfri flösku af léttvíni á dag, var hætt- ara með hverjum sopa. Rannsakendurnir segja að fyrri rannsóknir kunni að hafa bent til heilsubætandi áhrifa hóf- drykkju vegna tölfræðilegs mis- skilnings. Niðurstöður margra þessara rannsókna hafi sýnt að dánartíðni væri lægri meðal hóf- drykkjumanna en bindindis- manna og ofdrykkjumanna. En við túlkun þessara niðurstaðna hafi ef til vill ekki verið tekið til- lit til þess, að veikt fólk er lík- legra til bindindis. Það forðist áfengi sjúkdóms síns vegna; ekki sé um að ræða að það sé veikt vegna bindindis. ---------------- Bóluefni gegn leghálskrabba- meini? Rejiters. VISINDAMENN gera nú prófanir á nýju bóluefni sem gæti hjálpað til við að útrýma leghálskrabba- meini í konum, sem er næstban- vænasta krabbameinstegundin í konum, á eftir brjóstkrabbameini. Um tvö hundruð þúsund konur deyja af völdum leghálskrabba- meins á ári hverju en tiltekinn vír- us (HPV) veldur leghálskrabba- meini og smitast vírusinn við sam- farir. Virkar bóluefnið áðurnefnda þannig að það fær líkamann til að mynda ónæmi við vírusnum með því að telja honum trú um að vírus- inn hafi gert árás á ónæmiskerfið. Takist prófanir á bóluefninu vel er vonast til að hægt verði að bólu- setja unglinga áður en þeir byrja að stunda kynlíf, og þannig yrði komið í veg fyrir útbreiðslu vírus- ins, og um leið hið banvæna leg- hálskrabbamein. iæyarhöfða 2-112 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.