Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sveiflur í gengi krón- unnar eftir vaxtahækkun Holberg Másson hjá Netverki Ráðningar fylgja stækkun fyr- irtækisins HOLBERG Másson, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Net- verks, hyggst einbeita sér að fjármögnunar- og tæknivinnu fyrir fyrirtækið á næstunni. I frétt blaðsins í gær var rang- lega haft eftir honum að aðrir myndu taka það verk að sér. Holberg hefur dregið sig úr daglegum rekstri, þar sem fyr- irtækið vex ört þessa dagana. Hann gegnir nú stöðu varafor- manns og framkvæmdastjóra stjórnar. David Allen hefur tekið við stöðu framkvæmda- stjóra og Alan Willsher við stöðu formanns stjórnar. Báðir hafa þeir mikla reynslu í stjómun og rekstri fyrirtækja og hafa unnið hjá fyrirtækjum á borð við IBM og Cisco Sy- stems í Evrópu. „Eg reyni að fá til liðs við mig sem hæfast fólk og þetta er liður í því. Við erum stolt yf- ir því hversu hæfir einstak- lingar hafa fengist til starfans. Við höfum verið að ganga frá stórum samningum, sem gerðu nauðsynlegt að flýta því að fá inn fleiri stjómendur," segir Holberg, sem segist ekki geta sagt nánar frá samningunum. GENGI íslensku krónunnar hefur sveiflast nokkuð að undanfömu í kjölfar vaxtahækkunnar Seðlabank- ans 15. júní síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur gengisvísitala krónunnar verið á bil- inu 112,95 til 114,02 frá því Seðla- bankinn hækkaði vextina en virðist nú vera að stöðvast í kringum 113 stiga markið, var þannig til dæmis 113,40 um hádegi í gær. Raunar hefur krónan verið að veikjast frá því snemma í marsmánuði en sam- kvæmt útreikningum FBA, sem birtir eru í síðustu mánaðarskýrslu bankans, virðist sem greina megi nokkurra mánaða sveiflu í gengi krónunnar. Friðrik St. Halldórsson hjá Bún- aðarbankanum segir að í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans hafi krónan styrkst og hafi gengisvísital- an lækkað um nær eitt prósent fyrst á eftir, úr rúmlega 114 í rúm- lega 113. „Ég spái því að krónan verði á þessu bili næstu mánuði. Þó svo að fjárstreymi úr landi vegna verðbréfakaupa sé töluvert, sem ætti að þrýsta genginu niður, eru bankamir og fleiri að taka erlend lán sem vega á móti,“ segir Friðrik. Hækkandi gengi á næstu mánuðum Einar Pálmi Sigmundsson, sér- fræðingur hjá Islandsbanka - F&M, telur einnig að vaxtahækkun Seðlabankans og nýjar lántökur ís- lenskra banka erlendis muni styrkja krónuna. „Við höfum hins vegar ekki trú á mikilli hækkun krónunnar því viðskiptahallinn er enn vandamál og miklar fjárfesting- ar innlendra aðila erlendis halda aftur af krónunni.“ Einar Pálmi segir að margir hafi haft nokkrar áhyggjur þegar krónan var sem veikust í maí síðastliðnum. „Við teljum að eftir vaxtahækkun Seðlabankans og ekki síður vegna yfirlýsinga forráðamanna hans í kjölfarið um að þeir vilji sjá krónuna styrkjast, muni krónan ná jafnvægi. Þessar yfirlýsingar nú eru mun af- dráttarlausari en yfirlýsingar bank- ans í febrúar sem að sumra mati voru nokkuð misvísandi. Svo virðist sem misvísandi yfirlýsingar bankans í febrúar hafi komið í veg fyrir að gengið hækkaði þá og raunar haft gagnstæð áhrif,“ segir Einar Pálmi. Hreyfingin eðlileg í máli Einars Amar Olafssonar, sérfræðings hjá FBA, kom fram að hreyfingin á gjaldeyrismarkaðnum eftir að Seðlabankinn hækkaði vext- ina hafi verið eðlileg, enda hafi við- skipti aukist í kjölfar hækkunarinn- ar. „Krónan var tiltölulega stöðug en þó lítillega að veikjast vikumar á undan vaxtahækkuninni en þess ber að geta að veltan á markaðnum var mjög lítil. Sveiflumar nú stafa af mjög auknum viðskiptum meðan markaðsaðilar em að koma sér saman, ef svo má segja, um hvaða virði krónan eigi að hafa. Við eigum von á því að sveiflumar haldi áfram eitthvað næstu daga en teljum að krónan eigi annars eftir að styrkj- ast nokkuð á komandi mánuðum,“ segir hann. Ekki líkur á að krónan styrkist Amar Jónsson, hjá Viðskipta- stofu Landsbanka Islands, segist ekki telja að krónan muni styrkjast á næstu mánuðum. „Við höfum lagt megináherslu á að vaxtamunur milli Islands og annarra landa er mjög mikill og það mun eflaust styrkja krónuna eitthvað á næstunni. Hins vegar höfum við bent á hættumerki samhliða miklum viðskiptahalla og einnig er að okkar mati ástæða til að hafa áhyggjur af versnandi sam- keppnisstöðu íslenskra fyrirtækja vegna vaxtamunarins. Þessir þættir gætu veikt krónuna þegar til lengri tíma er litið," segir Amar. Lítil áhrif af viðskiptum með bréf DeCODE Nokkuð skiptar skoðanir vom meðal viðmælenda Morgunblaðsins um hvaða áhrif nýleg viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu DeCODE fyrir um 6 milljarða króna hafi haft á gengi krónunnar. Nokkrir töldu að þau viðskipti hefðu dregið úr áhrifum af vaxtahækkunum Seðla- bankans að einhverju leyti eða seinkað þeim nokkuð. í Morgunkomi FBA í vikunni er að finna umfjöllun um þetta. Þar segir að ljóst sé að ef allri þessari upphæð yrði í einni svipan skipt yfir í dollara sé ljóst að það hefði nokkur áhrif á gengi krónunnar. „A móti kemur að fjármálastofnanir munu sjálfar eiga á milli þriðjung og helming bréfanna um nokkurt skeið, en þær munu vafalítið skuld- setja sig til jafns í dollumm, til að halda gjaldeyrisjöfnuði stöðugum. Sumir annarra fjárfesta munu einnig ætla að taka erlend lán fyrir hluta kaupanna. Enn fremur skal þess getið að bréfin verða greidd á nokkurra vikna tímabili. Af ofan- sögðu má vera ljóst að gjaldeyrisút- streymis vegna þessara viðskipta mun lítt eða ekki verða vart á mark- aði með íslenskar krónur,“ segir í Morgunkomi. Viðmælendur vom hins vegar sammála um að engin áhrif yrðu af breyttri samsetningu gengisskrán- ingarvogar á stöðu krónunnar þar sem um mjög óvemlegar breyting- ar væri að ræða. íslensk heimili skulduðu 440 milljarða um síðustu áramót Di eg-ur saman með eignum og skuldum EIGNIR OG SKULDIR HEIMILANNA Skipting eigna heimilanna Skipting skulda heimila í árslok 1998 víð lánakerfið 1998 Fjáreignir__, Tryggingafélög 2,8% —[— Eignarleigur 1,6% LÍN Lifeyris-/ sjóðir /9,0% Banka- kerfið .24,3%/ Húsnæðis- lánasjóðir 53,3%; Eignir samtals 1.388 mílljarðar kr. Skuldir samtals 440 milljarðar kr. NY GENGISSKRANINGARVOG Byggt á viðskiptum 1998 Mynt Út- flutnings- vog Inn- flutnings- vog Gengis- skráningar- vog Breyting frá fyrri vog Bandaríkin USD 25,88 23,50 24,69 0,61 Bretland GBP 14,01 11,99 13,00 -0,39 Kanada CAD 1,78 0,90 1,34 -0,03 Danmörk DKK 7,92 8,81 8,37 -0,79 Noregur NOK 6,95 7,74 7,34 -0,92 Svíþjóð SEK 2,04 5,41 3,73 -0,12 Sviss CHF 3,69 1,31 2,50 0,15 Evrusvæði* EUR 33,78 34,92 34,35 2,20 Japan JPV 3,95 5,42 4,68 -0,71 ‘Breyting miöast viö þátttökulönd í evrusvæöi Gengisskráningarvog endurskoðuð Evra í stað EMU-mynta SKULDIR íslenskra heimila námu um 440 milljörðum króna í lok árs 1998, samkvæmt bráðabirgðatölum. A sama tíma námu eignir heimil- anna um 992 milljörðum króna, ef eign í lífeyrissjóðum er undanskilin, en 1.338 milljörðum króna að henni meðtalinni. Hrein eign heimila á ís- landi, eða eignir að frátoldum skuld- um, nam því 552 milljörðum án líf- eyrissjóðseignar, en 948 að henni meðtalinni, að því er fram kemur í júníhefti Hagtalna mánaðarins, sem Seðlabanki Islands gefur út. Skuldirnar voru 138,8% sem hlutfall af ráðstöfunartekjum heim- ila í lok ársins 1998. Skuldirnar voru 80,1% árið 1990 og 20,6% árið 1980, mælt með sama mælikvarða. Hafa skuldir því nálega sjöfaldast í hlutfalli við ráðstöfunartekjur á átján árum. Skuldir heimila voru 44,4% af eignum heimilanna, án tillits til inn- eigna í lífeyrissjóðum, í lok árs 1998, en 31,7% sé tekið tillit til eignar forráðamanna heimila í líf- eyrissjóðum landsmanna. Arið 1990 voru skuldimar 27,8% og árið 1980 voru þær 8,3%, án tillits til eignar í lífeyrissjóðum. Skuldir heimilanna jukust um 13,2% milli ára að nafnverði, en um 3% sem hlutfall af ráðstöfunartekj- um og má rekja minni aukningu hlutfallslega til óvenju mikillar aukningar ráðstöfunartekna heimil- anna á seinasta ári. Eignir og skuldir heimila Húsnæði eru tæp 45% af eignum heimilanna, en lífeyrissjóðseignir eru í öðru sæti. Þar sem mark- aðsvirði hlutabréfa í eigu forráða- manna heimila er mun hærra en framtalið nafnverð þeirra, og þar sem 25 þúsund búslóðir eru óvá- tryggðar og þar með ómetnar eru eignir heimila líkiega vantaldar um nálægt 500 milljarða króna. Stærstur hluti skulda heimilanna er við íbúðalánasjóði, en skuldir við bankakerfið koma þar á eftir. Þrátt fyrir nálega sjöföldun skulda sem hlutfall af ráðstöfunartekjum frá 1980 til 1998 hefur árleg greiðslu- kvöð ekki vaxið eins mikið, vegna lengri lánstíma og lægri vaxta, seg- ir í Hagtölum. Aiþjóðiegur samanburður Séu skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum þeirra skoð- aðar milli landa sést að þetta hlut- fall skulda 35% árið 1997 á Ítalíu, 69% í Frakklandi, 103% í Banda- ríkjunum,, 111% í Bretlandi, 116% í Kanada, 136% á íslandi árið 1997 og 109% í Japan, en sú tala er frá 1996. GENGISSKRÁNINGARVOG ís- lensku krónunnar hefur verið end- urskoðuð í ljósi utanríkisviðskipta ársins 1998, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Seðlabanka íslands. Síðast var vogin endur- skoðuð í júní á síðasta ári, en nýja vogin mun mæla gengisbreytingar þar til næsta endurskoðun fer fram, sem verður um svipað leyti á næsta ári. Þær breytingar hafa verið gerð- ar á gengisskráningarvoginni að evran mun leysa af hólmi gjald- miðla þeirra Evrópuríkja sem eiga aðild að Efnahags- og myntbanda- laginu, en sú breyting hefur einnig í för með sér að írska pundið og austurríski skildingurinn eru tek- in óbeint inn í gengisskráninguna. Við þetta hækkar vægi evrunnar í voginni nokkuð, en áður var við- skiptum við Austurríki og Irland deilt niður á þær myntir sem mynduðu SDR, þ.e. bandaríkjadal, þýskt mark, japanskt jen, fransk- an franka og sterlingspund. Þeir gjaldmiðlar sem falla út úr voginni nú með tilkomu evrunnar eru finnska markið, franski frank- inn, belgíski frankinn, hollenska gyllinið, þýska markið, ítalska lír- an, portúgalski eskútóinn og spænski pesetinn. Ekki stefnubreyting Ingimundur Friðriksson, að- stoðarbankastjóri Seðlabanka Is- lands, leggur áherslu á að ekki sé um breytta gengisstefnu að ræða og segir breytingamar í samræmi við reglur sem settar voru fyrir nokkrum árum um ákvörðun gengisskráningarvogar. ,J\rið 1991 var tekin upp mjög einfölduð gengisskráningarvog sem aðeins innihélt dollar, jen og ECU. Hún var endurskoðuð árið 1995 og þá var um leið ákveðið að vogin skyldi endurskoðuð einu sinni á ári í ljósi viðskipta ársins á undan. Þetta tryggir að vogin er löguð að samsetningu utanríkis- viðskipta á hverjum tíma. Breyt- ingamar nú, sem eru þær fjórðu frá ‘95, era fyrst og fremst tækni- legar og ekki er um nein grund- vallaratriði að ræða,“ segir Ingi- mundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.