Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 33 Rannsókn á vegum bresku geðhj álparsamtakanna Mind Tryggingafélög mismuna geðsjúkum FÓLK sem átt hefur við geðræn vandamál að stríða sætir ósann- gjarnri mismunun af hálfu trygg- ingafélaga, að því er bresku geð- hjálparsamtökin Mind greina frá. Segja samtökin að í ljós hafi komið, að mörgum hafi verið neitað um tryggingar, eða þeir mátt sæta skil- yrðum, vegna þess að þeir hafi ein- hverntíma á ævinni átt við geðsjúk- dóma að etja. Er þetta ein af niðurstöðum um- fangsmikillar athugunar á hvers konar mismunun er geðsjúkir sæta. Fulltrúi Mind tjáði breska ríkisút- varpinu, BBC: „Það var okkur tölu- vert áfall að komast að því hversu mörgum hefur verið neitað um tryggingar og lent í fjárhagskrögg- um vegna veikinda - jafnvel þótt 20 ár séu liðin frá því þetta fólk veikt- ist síðast." Að sögn fulltrúa samtakanna er vandinn að hluta til vanþekking á geðsjúkdómum. „Fyrirtækin vilja gæta hagsmuna sinna, en þetta er allt of langt gengið. [Fyrirtækin] hafa oft engan skilning á geðræn- um vandamálum og hversu algeng þau eru.“ Einn af hveijum þrem Sérfræðingar í geðsjúkdómum segja að einn af hverjum þrem Bretum muni einhverntíma á æv- inni stríða við geðrænan vanda. Fulltrúi Mind sagði að sum fyrir- tæki tækju ekkert tillit til þess, að geðveiki geti komið í köstum. Hún geti dunið yfir einu sinni, en síðan ekki söguna meir, eins og til dæmis taugaáfall. „En fordómarnir eru svo miklir að viðkomandi er dæmdur um alla framtíð þótt hann sé alls ekki í meiri hættu en aðrir,“ sagði fulltrú- inn. A eyðublöðum tryggingafélag- anna væru oft nákvæmar spuming- ar um líkamlega sjúkdóma, en að- eins ein spurning um geðsjúkdóma. Oft væri það já/nei-spuming um hvort viðkomandi hafi einhvern- tíma átt við geðræn vandamál að etja. „Otrúlegt" misrétti „Misréttið er alveg ótrúlegt. Ef maður er heiðarlegur em minni lík- ur á að maður geti fengið trygg- ingu, og þetta getur jafnvel haft áhrif á hluti á borð við greiðslu- kort,“ sagði fulltrúi Mind við BBC. Hún benti á, að hefði tiltekinn einstaklingur til dæmis fótbrotnað fyrir tuttugu ámm skipti það ekki máli er kæmi að tryggingum. Mál- um væri öðru vísi háttað er varðar geðheilsu. Geta höfðað mál Talsmaður Samtaka breskra tryggingafélaga sagði félögin byggja áhættumat sitt á áreiðan- legum upplýsingum. „Tryggingafé- lögin taka ekki skyndiákvarðanir. Þau reiða sig á nýjustu ráðlegging- ar sérfræðinga," sagði talsmaður- inn. Hann bætti því við, að mjög erfitt væri að meta hversu alvarlegur geðrænn vandi væri. Um gæti verið að ræða allt frá vægu þunglyndi til geðhvarfasýki, og ef einhver væri haldinn af alvarlegum geðsjúkdómi gæti það haft áhrif á áhættumat og tryggingafélagið kynni að fara fram á nánari upplýsingar frá læknum, til dæmis um hvaða meðferð hafi verið reynd og hver árangur af henni hafi verið. Talsmaður tryggingafélaganna sagði ennfremur, að félögunum væri í mun að fólk keypti trygging- ar og þau „vildu forðast" að setja undanþáguskilyrði, sem geta komið í veg fyrir að tryggingataki fái full- ar bætur. I áhættumati tryggingafélag- anna yrði að vera fólgin tölfræðileg greining á þeirri „auknu áhættu“ sem tryggingataki væri talinn vera í, því ef fólki þætti því mismunað af tryggingafélagi gæti það höfðað mál á hendur félaginu, á grundvelli laga er banna mismunun vegna fötlunar. Bætti talsmað- urinn því við, að einungis um 5% fólks væri synjað um tryggingu eða sætti undan- þáguskilyrðum. Fulltrúi geð- hjálparsamtak- anna sagði hins vegar, að fólk hik- aði við að höfða mál á hendur stór- um fyrirtækjum og að einungis örfá þeirra mála, er höfðuð væru á for- sendum laganna um bann við mis- munun, ynnust. Bresk stjórnvöld hafa heitið því að herða lögin. Silíkonið talið vera skaðlaust Washington. AP. SILÍKONÍGRÆÐSLUR í brjóst valda ekki alvarlegum sjúkdómum en algengt er að igræðlingurinn opnist og leki, sem getur valdið verkj- um og orðið til þess að bijóstin afinyndist og konur þurfi að gangast undir aðra skurðaðgerð. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarisku lækna- vfsindastofnunarinnar Institute of Medicine. Stofn- unin leggur til að bandarisk- um konum, sem óska eftir si- líkonígræðslu, verði gert að undirrita yfirlýsingu um að þær samþykki aðgerðina eftir að hafa lesið upplýsing- ar um hættuna á lekanum. Órökstuddar fullyrðingar Þúsundir bandarfskra kvenna segjast hafa fengið ýmsa alvarlega sjúkdóma, allt frá krabbameini til liða- gigtar, af völdum si- líkonígræðslu en í skýrsl- unni segir að ekkert bendi til þess að þær fullyrðingar eigi við rök að styðjast. Deilt hefur verið um hugs- anlega skaðsemi si- líkonigræðslu í áraraðir og ólíklegt er að skýrslan bindi enda á þá deilu. Margir höfðu þó beðið hennar með talsverðri eftirvæntingu þar sem hún er talin viðameiri og hlutlægari en fyrri skýrslur um þetta efni. % > Reuters Hvernig er best að grennast? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Ég hef alltaf verið mikil útivistar- og íþróttamann- eskja og stundað reglulega erfiða þolfimi. Ég hætti að reykja fyrir 2 árum og það gekk vel því að ég var dugleg að hreyfa mig (engin aukakíló). Ég fór svo í háskóla- nám nú í haust og þar sem enginn tími hefur verið til iðkunar á hreyfingu hafa aukakílóin 5 (kg) fengið að koma óáreitt. Það sem fer mest í taugarnar á mér í sam- bandi við þau er að mikill hluti fit- unnar sest á magann og mjaðmir og finnst mér ég stundum vera orðin ófrísk (ættareinkenni á kvk). Er möguleiki á að mjólkuraf- urðir þenji magann út eða jafnvel brauð eða pasta. Hvaða hitaein- ingafjölda á dag á ég að borða ef það er enginn brennsla á móti. Ávextir á morgnana ? Fasta? Áttu gott ráð fyrir mig um skjóta úrlausn þar sem sumarið og sólin er í nánd þannig að stuttbuxumar og bikínið fái að njóta sín. P/S Hvernig kodda á maður að sofa með! háan eða lágan? Svar: Kona í fullu fjöri sem stundar skrifstofustörf eða bók- nám brennir u.þ.b. 2000 hitaein- ingum (kílókalóríum eða kcal) á dag og þarf því að fá eitthvað minna en það með daglegri nær- ingu ef hún á að grennast, t.d. 1500-1700. Það hefur margsinnis verið sýnt fram á að megrun sem gengur rólega og tekur langan tíma er mun vænlegri til lang- tímaárangurs en harðir megrun- arkúrar sem grenna um mörg kíló á stuttum tíma. Þeir sem grennast mikið á stuttum tíma eru næstum alltaf fljótir að bæta því á sig aftur. Fasta eða megrun- arfæði með minna en 1000 hita- einingum á dag eru bæði hættu- leg og ekki vænleg til árangurs nema í mjög stuttan tíma. Sölu- menn keppast um að bjóða megr- unarduft og pillur, oftast dýru verði, en allar þessar skyndi- lausnir eiga það sameiginlegt að langtímaárangur er sáralítill eða enginn. Bréfritari ætti ekki að stefna á hraðari árangur en u.þ.b. hálft kíló á viku. Langtímaárangur Nikótínlyf í raun er sama úr hvaða fæðu- tegundum hitaeiningamar koma (mjólkurafurðum, pasta, brauði eða öðru) en hollustunnar vegna er best að forðast alla fitu og syk- ur en leggja meiri áherslu á ávexti, grænmeti, kornmat og magurt kjöt og fisk. Ekki má heldur gleyma líkamlegri áreynslu þegar færi gefst. Koddar eru mjög einstaklings- bundin fyrirbæri en almennt séð er ekki heppilegt að venja sig á háan kodda. Spurning: Hvaða áhrif hafa nikótínlyf á líkamann? Er hugsan- legt að langtímanotkun þeirra geti verið skaðleg - jafnvel eins skaðleg og reykingamar sjálfar? Svar: Skaðlegu efnin í tóbaki og tóbaksreyk eru annars vegar tjömefni og hins vegar nikótín. Tjöruefnin era krabbameinsvald- andi en nikótín hefur ýmis konar skaðleg áhrif á hjarta- og æða- kerfið auk þess sem það er eitt af mest ávanabindandi fíkniefnum sem við þekkjum. Reykingar auka þvi hættu á lungnakrabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Nikótin eykur ekki hættu á krabbameini þannig að þeir sem hætta að nota tóbak og nota nikótínlyf í staðinn losna við krabbameinshættuna. Áhrif nikótíns á hjarta- og æðakerfið era sennilega jafn skaðleg hvort sem það kemur úr tóbaki eða nikótínlyfjum og þess vegna er langtímanotkun þeirra ekki æski- leg. Nikótínlyf era ætluð til að hjálpa fólki að hætta að reykja og er yfirleitt ekki gert ráð fyrir lengiá notkun en frá 3 mánuðum upp í eitt ár, eftir lyfjategund. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sinar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com Opið: mán.- fim. 10.00 - 18.30 fös. 10.00-19.00 lau. 10.00-18.00 KRINGWN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.