Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ J 58 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MESSUR Á MORGUN Guðspjall dagsins: Yerið miskunnsamir. Lúk. 6 ÁSKIRKJA: Safnaðarferð um Suð- urnes. Lagt upp frá Áskirkju kl. 9.30. Guðsþjónusta í Hvalsneskirkju kl. 11. Kvöldverður við Bláa lónið. Ámi Bergur Sigurbjömsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ferm verður Hanna Dís Hannesdóttir, Lindarbyggð 14, Mosfellsbæ. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organleikarí Marteinn H. Friðriksson. Dómkórinn — syngur. Æðruleysismessa kl. 21 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Sr. Karl V. Matthíasson prédikar. Léttur söng- ur, reynslusaga og fyrirbænir. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.15. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son annast guðsþjónustuna. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Ámi Arinbjamarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sögustund fyrir bömin. Schola cantorum syngur. Flutt tónlist við Davíðssálma í tengslum við málþing um Daviðssálma þessa helgi. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Jón f- D. Hróbjartsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Halldór Óskarsson. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu. Umsjón Svala S. Thomsen. Organisti Ólafur Finnsson. Kaffisopi eftir guðsþjón- ustu. LAUGARNESKIRKJA: Engin guðs- þjónusta vegna sumarleyfa starfs- y fólks Laugameskirkju. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu. Umsjón hefur Kristín Bögeskov djákni. Organisti Reynir Jónasson. SELTJARNARNESKIRKJA: Kvöld- messa kl. 20. Prestur sr. Guðný Hallcjrímsdóttir. ÓHAÐI SÖFNUÐURINN: Gúllas- guðsþjónusta kl. 11. VIÐEYJARKIRKJA Messa kl. 14 á Jónsmessuhátíð Viðeyingafélagins. Sr. Hjalti Guðmundsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þóri 1 Stephensen. Organisti Marteinn H. Friðriksson, sem stjómar söng Dómkórsins. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. FRÍKIRKJAN ■ Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Allir velkomnir. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organleikari Pavel Smid. Prestarnir. ! BREIÐHOLTSKIRKJA: Messur falla niður vegna sumarieyfa starfs- fólks fram í miðjan ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum pró- t fastsdæmisins. ,! DIGRANESKIRKJA: Kl. 20.30 kvöldsöngur með altarisgöngu. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kvöld- messa kl. 20.30. Umsjón Ragnar Schram. Organisti Pavel Smid. Prestamir. ■i GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Hörður Bragason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Guðsþjón- usta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 16. Prestur sr. Vigfús Þór Ámason. Organisti er Hörður Bragason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Prestamir. HJALLAKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. Hörður Hjartarson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safn- aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna sum- arleyfa starfsfólks fellur guðsþjón- ustan niður, en kirkjan verður opin á messutíma. Sóknarprestur. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Guðsþjón- usta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Altarisganga. Kangakvar- tettinn syngur. Organisti við athafn- imar er Gróa Hreinsdóttir. Prestam- ir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Samúel Ingimarsson, forstöðumaður fríkirkjunnar Vegar- ins, mun predika. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Sam- koma kl. 20. Lofgjörð, predikun og fyrirbæn. Allir velkomnir. KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. FÍLADELFÍA: Aimenn samkoma kl. 20, lofgjörðarhópurinn syngur. Ræðumaður Ágústa Harting frá Bandaríkjunum. Allir velkomnir. At- hugið breyttan samkomutíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræð- issamkoma sunnudag kl. 20. Wout- er van Gooswillingen talar. Lof- gjörðarhópurinn leiðir söng. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam- koma kl. 20 í kvöld. Margrét Ólöf Magnúsdóttir vitnar um trú sína. Fjölbreyttur söngur. Guðlaugur Gunnarsson krístniboði talar um efnið Persónuleg kyrrðarstund. Tak- ið biblíuna með. Athugið breyttan samkomutíma. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18 einnig á þýsku kl. 18. MARIUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. Jósefskirkja var vígð 3. júlí 1993. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavfk: Skólavegi 38. Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morg- unsöngur kl. 11. Sr. Þórhallur Heim- isson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Sjá guðsþjón- ustu í Hafnarfjarðarkirkju. Sigurður Helgi Guðmundsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sr. Hans Markús Hafsteinsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fenningamnessa 27. júní kl. 11. Fermd verða Elsa Antonsdóttir, Borgarvegi 32, Njarðvík. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudag- ur 27. júní: Sjösofendadagur. í tilefni kristnitökuhátíðar verður sameigin- leg útiguðsþjónusta við vörðu sr. Sigurðar B. Sívertsen í Leiru kl. 17. Safnast verður saman við Golfskál- ann í Leiru kl. 16.30. Gengið verður að vörðu sr. Sigurðar B. Sívertsen, sem hann lagðist við eftir að hafa villst af leið milli Hafna og Útskála á sínum tíma. Kórar Keflavíkur- og Útskálasókna syngja. Ragnar Snær Karlsson, safnaðarfulltrúi Keflavík- ursóknar, segir söguna og lesið verður úr rítningunni. Varðan verður hlaðin að nýju og steini með áletr- uðu versi sr. Sigurðar um atburðinn verður komið fyrir efst í henni. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Kaffisopi að lokinni messu í safnað- arheimili. Morgunbænir kl. 10 þriðjudag til föstudags. Kirkjan er opin alla daga frá kl. 9-17. Sóknar- prestur. í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Jói ríki eða Jói í Bónus! UNDIRRITAÐUR sá ný- lega í sjónvarpi viðtal við tvo bræður sem reka mat- vöruverslun í vesturbæ Reykjavíkur. í viðtalinu fullyrtu bræðurnir að vöruverð hjá þeim væri í 70% tilfella það sama og í stórmörkuðum. Það væri aðeins í völdum vöruflokk- um sem vörur væru seld- ar við lægra verði í stór- mörkuðum vegna skrums og auglýsingamennsku. Þetta væri verðugt rann- sóknarefni. Það sem vakti þó sér- staka athygli mína í þessu viðtali var ábending kaup- mannsins, þegar hann var spurður hvort hann hefði keypt hlutabréf í Baugi. Hann svaraði því til að hann biði eftir því að bréf- in lækkuðu í verði og yrðu boðin á sérkjörum, Bón- usverði í Holtagörðum. Þessir menn væru jú þekktir að því að selja ýmsar vörur innlendra framleiðenda og annarra við lágu verði, stundum svo lágu að innlendir birgjar hafa kiknað undan ofureflinu. Því skyldu þeir þá ekki selja bréfin við sanngjömu verði, verð- bréfasalar segja bréfin dýr í dag. En þá rann það upp fyrir mér að þessir menn gefa ekkert. Þegar kemur að því að selja þeirra eigin hluti eins og t.d. hluta- bréfín í Baugi, þá er ann- að uppi á teningnum. Bréfin em seld á upp- sprengdu verði, yfirgengi segja verðbréfasalarnir. Ég las það í blaði að hlut- ur þeirra feðga í fyrirtæk- inu væri metinn á 2,5 milljarða króna. Það er enginn smá hagnaður á aðeins tíu árum, en fyrir- tæki þeirra var stofnað með aðeins einnar miiljón- ar króna stofnhlutafé. Hagnaðurinn hefur því verið u.þ.b. 250 milljónir á ári eða 21 milljón króna í hverjum mánuði. Mér reiknast til að það sé 118% ávöxtun á hverju ári í þau tíu ár sem fyrirtækið hefur starfað. Að sjálfsögðu er ekkert nema gott um þetta að segja og rétt að samgleðj- ast þeim félögum. Hins vegar þegar maður sér til- burði þeirra til að kaupa hverja verslunarkeðjuna á fætur annarri og til þess að drottna yfir öllu og öll- um þá er mælirinn fullur. Svo hlær Jóhannes að öllu saman. Væri réttara að kalla hann Jóa ríka frem- ur en Jóa í Bónus. Víðförli. Sameining pósthúsanna í HVERFUM með póst- númer 104 og 108 hafa íbúum borist tilkynningar um að sameina eigi póst- húsin í nýju húsnæði að Grensásvegi 9. Ég vil taka það fram að það er álíka langt fyrir mig þangað og var áður í pósthúsið. Það sem ég er að hugsa um er hvernig verði með bflastæði þama. Síðastliðinn vetur átti ég erindi í þessa húsa- lengju í það minnsta einu sinni í viku og er þetta versti staður sem ég veit um hvað varðar bflastæði enda fjölmörg fyrirtæki staðsett þama, eða tíu sem ég man eftir. Ég vona að það komi þama stöðumælar svo að einhver hreyfing verði á bflum, annars tel ég víst að álag á pósthúsið í Ár- múla aukist til muna þar sem það er svo nálægt. íbúi í hverfi 104. Helgi og SVR HELGI Pétursson skrifar grein í Morgunblaðiðið 23. þ.m. um góða stjórn R- listans á leiðakerfi SVR. Þetta eru hin mestu öfug- mæli. Nú þurfa farþegar að skipta tvisvar til þrisvar sinnum um vagn sem áður var hægt að komast með einum vagni. Svo segir hann að vagnar gangi á 10 mínútna fresti um sum hverfi. Hann gleymir þeim hverfum sem R-listinn er búinn að leggja niður ferðir um. Nú síðast Múlahverfið, þar sem eru fyrirtæki í hverju einasta húsi, sem fólk þarf mikið að sækja sökum sérhæfni sinnar. Svo er þar skóli og Gigtarfélagið sem vagninn stoppaði al- veg við, og þökk sé sjálf- stæðismönnum fyrir það. Síðan kvartar Helgi undan launakostnaði vagnstjóra sem ná ekki 90.000 krónum á mánuði fyrir þetta geysilega ábyrgðarstarf. Og hvað hefur þú sjálfur? Kjartan Magnússon hafði rétt fyrir sér með gagnrýni sinni. Farþegi. Þakklæti til greinarhöfunda GUÐRÚN Hagalínsdóttir vill koma á framfæri þakklæti til Oddbergs Ei- ríkssonar vegna greinar hans, Áradals óður, í Morgunblaðinu miðviku- daginn 23. júní. Einnig vill hún þakka Bimu Þórðar- dóttur vegna greinar hennar, Geislavirkar frið- arárásir. Siðast en ekki síst vill hún þakka Pétri Péturs- syni þul, vegna greinar hans í Morgunblaðinu þann 17. júní, Drengskap- ur og daglegt mái. Það mætti halda að allt þetta fólk væri ættað af Vestfjörðum eins og ást- kær forsetinn okkar, Jón heitinn Sigurðsson. Takk fyrir ógleymanlega helgi UM SÍÐUSTU helgi var ég staddur í Vestmanna- eyjum á frábæru ferming- arafmæli hjá 1955-ár- ganginum. Mig langaði til að þakka fyrir ógleyman- lega ferð og móttökur. Sjáumst sem fyrst aftur. 0505557399. Tapað/fundið Bakpoki tapaðist SVARTUR lítill bakpoki tapaðist miðvikudaginn 23. júní á Breiðvangi í Hafnarfirði. í pokanum eru m.a. vinnufot. Upplýs- ingar í síma 5655272. Gullarmband tapaðist GULLARMBAND tapað- ist að kvöldi 19. júní í mið- bæ Hafnarfjarðar eða í Fjömkránni. Það em hangandi hlutir á arm- bandinu og er það ca. 1 sm breitt. Upplýsingar í síma 5643605 Dýrahald Sætar kisusystur SÆTAR og skemmtilegar kisusystur, tveggja mán- aða, kelnar og kassavan- ar, vflja komast á gott heimili. Upplýsingar í síma 5686869. Víkverji skrifar... SAGAN kennir að ísland hafi byggst er norrænir menn fengu sig fullsadda af konungsvaldi í Noregi. Víkverji hefur áður verið í vafa en er nú sannfærður um að þessi kenning sé röng; hann hallast frekar að framkomnum skýringum í þá veru að forfeður vorir hafi flúið góða veðrið í gamla landinu. Máli sínu til stuðnings vísar Vík- verji til þeirrar ákvörðunar ráða- manna ríkissjónvarpsins að sýna beint frá brúðkaupi þeirra Ját- varðar Bretaprins og Sophie Rhys-Jones á dögunum. Ókunnug- ir hefðu ef til vill ætlað að þetta fólk kæmi okkur ekkert við en beina útsendingin í sjónvarpinu hlýtur að gefa til kynna að þjóðin hafi almennt og yfirleitt lifandi áhuga á erlendu hirðlífi og kónga- fólki. Nú kann að vera að Víkverji oftúlki þá ákvörðun að sýna beint frá brúðkaupi þessa breska yfir- stéttarfólks. Ef til vill var þetta efni boðið falt íyrir lítið fé. Ríkis- sjónvarpið getur ekki státað sig af því að bjóða upp á mikið af athygl- isverðu efni í beinni útsendingu. Einna helst er það að fullorðnir menn komi reglulega saman í sjón- varpssal og fylgist af andakt með bílum keyra sama hringinn í nokkrar klukkustundir. Á dögun- um var ung söngkona send til Isra- el til að hoppa þar á palli í þrjár mínútur ásamt frakkaklæddum mönnum sem fettu sig og brettu á ógnarhraða í fremur óljósum til- gangi. Sýnt var beint frá þessari samkundu, sem útlendar þjóðir hafa almennt til marks um að kímnigáfan lifi enn góðu lífi í Evr- ópu. xxx VÍKVERJI telur að brúðkaup þeirra Játvarðar og Sophie Rhys-Jones hafi ekki verið sérlega fréttnæmur atburður. Ljóst er að ægilegar hörmungar þurfa að ríða yfir bresku konungsfjölskylduna áður en Játvarður verður konung- ur. Víkverji telur yfirgnæfandi lík- ur á því að líflæknar í Buckingham- höllu muni hér eftir sem hingað til standa sig í stykkinu. Vísar hann til drottningarmóðurinnar til sann- indamerkis því að þar fari sterkt kyn en þrátt fyrir háan aldur mun hún fara sem fjallageit um dýrð- lega sali og ganga breskra kon- ungshalla. Víkverja er kunnugt um að kon- ungleg brúðkaup þyki jafnan allrar athygli verð í Bretlandi þar sem einstakt tækifæri gefist til að leggja mat á klæðnað fyrirfólksins sem boðið er til athafnarinnar. Stórir hópar fólks þar í landi hafa enda atvinnu sína af því að fylgjast með því hvort tiltekin hefðarkona klæðist kjól eða drakt, beri hatt á höfði eða skrýði sig fjöðrum af óræðum uppruna. Víkverji játar hins vegar að honum var ókunnugt um að gestimir í brúðkaupi Ját- varðar og Sophie Rhys-Jones væru líka heimilisvinir á Islandi. Til að tryggja að vinafólk bresku hástétt- arinnar hér á landi missti ekki af neinu var athöfnin sýnd tvisvar í ríkissjónvarpinu. XXX HITT er svo annað mál að öllum góðum sögum lauk forðum með brúðkaupi. Kvenhetjur hurfu af sjónarsviðinu eftir að hafa náð því alsælunnar ástandi og fleira var ekki af þeim að segja. Hét ekki síð- asta Öddu-bókin ,jVdda giftist“? Var Adda þá ekki búin að vinna helstu afrek sín í lífinu; að læra að synda og gerast flugfreyja? Aftur verður Víkverji að játa að hann hélt að kvenímyndir hefðu breyst eitthvað á síðustu árum. Myndi nýjasta Öddu-bókin þá ekki heita „Ádda í Kosovo“ væri hún skrifuð nú? Fyrst svo er verður „Adda verður verðbréfasali" trúlega aldrei skrifuð. Víkverji fær ekki greint annað en að þau Játvarður prins og Sophie Rhys-Jones séu um flest hið vörpulegasta fólk. Hann fær hins vegar ekki séð að tilvera þess og framganga hljóti að vera honum sérstakt umhugsunar- eða áhuga- efni. Áhugi íslensku þjóðarinnar á útlendu kóngafólki og skipuleg við- leitni til að innleiða hirðsiði hér á landi í tengslum við ákveðin emb- ætti sýnist honum mun forvitni- legra viðfangsefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.