Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 48
■k 48 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Jón Rögnvaldur Jósafatsson fæddist á Hofsósi í Skagafirði 19. mars 1936. Hann lést á Sjúkrahúsi Skag- firðinga 17. júní sfð- astliðinn. Faðir hans var Jósafat Sigfússon, f. 14.9. 1902, d. 10.12. 1990, og móðir Jónanna Sigríður Jónsdóttir, *■ f. 25.9. 1907. Hún dvelur nú á öldrun- ardeild Sjúkrahúss Skagfirðinga. Systkini Jóns eru: Bragi Þór Jósafatsson, f.10.2. 1930, búsett- ur í Borgamesi, Guðrún Jónúia Jósafatsdóttir, f. 23.8. 1932, bú- sett í Borgamesi, og Ingibjörg Gunnhildur Jósafatsdóttir, f. 13.5.1940, búsett á Sauðárkróki. 3. júní 1961 kvæntist Jón Sig- ríði Ingimarsdóttur frá Flugu- mýri í Skagafírði, f. 5.6. 1935. Synir þeirra em: 1) Ingimar Jónsson, f. 5.2. 1961, búsettur í Garðabæ. Kona hans er Ingi- Mig langar til að minnast og kveðja frænda minn og vin, Jón Rögnvald Jósafatsson. Minningar æskudaga hrannast upp, ég bjó í Reykjavík en kom strax að vori norður og dvaldi þar oftast sumar- langt hjá ömmu okkar. Foreldrar Jóns og systkin bjuggu á næsta bæ, sem hét Sæland, og var stöð- ugur samgangur. Við vorum oftast saman í bæði starfi og leik, enda fædd á sama ári. Við vorum látin -X hjálpa til eins og hægt var, t.d. að aðstoða ömmu okkai’, sem tók okk- ur með þolinmæði og stillingu á meðan við reyndum að leggja okk- ur fram við að gera vel. Hjá henni lærðum við ýmis störf og að hafa að leiðarljósi vandvirkni og sam- viskusemi. Sendiferðir í Kaupfélag- ið voru okkar helstu verkefni og vildu þær oft dragast á langinn þar sem þetta voru okkur nokkurs kon- ar skemmtiferðir, við komum jafn- vel við á bryggjunni og reyndum að veiða, færið okkar var öngull, sökka og línan undin upp á legg. Oft voru innkaupin nokkuð þung, og notuðum við þá hjólbörur sem við komum áfram með sameigin- legu átaki. Jón kom fyrst tO Reykjavíkur árið sem hann fermdist. Var að- alerindið að láta ljósmynda ferm- ingardrenginn. Ég var mjög stolt að sýna Jóni borgina mína. Við skoðuðum söfn, fórum í bíó, leikhús og síðast en ekki síst í Tívolí, sem var tiltölulega nýr heimur fyrir okkur bæði. Eftir allt þetta spurði Jón mig hvar höfnin væri, bátar og skip voru hans hugðarefni og fannst honum mikið til um. Jón Rögnvaldur var alnafni móðurafa okkar, sem var útvegsbóndi, og rómaður mjög sem slíkur. Hugur Jóns yngra stóð fljótlega til sjó- -. mennsku og er hann varð eldri keypti hann sér nýjan bát ásamt nokkrum félögum sínum. Dvöldu þeir hér um tíma á meðan smíði lauk en báturinn var smíðaður í Hafnarfirði og fékk nafnið Jón for- maður SK 3. Jón var hress og skemmtilegur á góðri stund, mús- íkalskur mjög og spilaði í hljóm- sveitum og þá á trommur í nokkur ár. Eftir að hann kvæntist Sigríði Ingimarsdóttur frá Flugumýri í Skagafirði og þau eignuðust synina ^ Ingimar og Jósafat Þröst, fallega og skemmtilega drengi, var oft glatt á hjalla þegar ég kom í heim- sókn á Hólaveginn með mína fjöl- skyldu. Síðar tók ég upp þann sið að hringja í frænda á fæðingardegi hans, það var alltaf gaman að taka upp þráðinn og spjalla um stund; fannst honum alveg merkilegt að • ég skyldi muna eftir þessum degi. Eg svaraði því til að þar sem hann björg Rósa Frið- björnsdóttir, f. 13.11. 1963. Synir þeirra eru Atli Björn, f. 2.11. 1987, Jón Rúnar, f. 17.2. 1993, og Davíð, f. 23.7. 1994. 2) Jósa- fat Þröstur Jónsson, f. 16.7. 1965, búsett- ur í Danmörku. Unnusta hans er Trine Vene Ulstrup. Sonur hans er Logi Már, f. 12.7. 1989. Móðir hans er Hrafnhildur Kjart- ansdóttir, f. 14.10. 1968. Jón lærði húsasmíði en stund- aði sjómennsku til ársins 1977 er hann hóf störf þjá Utgerðar- félagi Skagfirðinga. Árið 1988 hóf hann störf hjá Sauðárkróks- höfn sem aðstoðarhafnarvörður og gegndi hann því starfi þang- að til á siðasta ári er hann lét af störfum sökum veikinda. títför Jóns fer fram frá Sauð- árkrókskirkju laugardaginn 26. júní kl. 14. ætti í hlut og ég vissi hvaða mánað- ardagur væri, þá myndi ég hringja hvar sem ég væri stödd í heimin- um. Það var dásamlega skemmti- legt að koma til Jóns og Lillu í sumarhúsið sem mér finnst algör paradís. Við hjónin mættum í 60 ára afmæli Jóns. Fjölmenni var að fagna með afmælisbarninu og fjöl- skyldu hans. Ræður haldnar og síðast en ekki síst stóð yngri sonur- inn upp og söng svo fallega fyrir pabba sinn í tilefni dagsins. Ég kom líka norður í tilefni 90 ára af- mælis Jónönnu móðursystur minn- ar fyrir tæplega tveim árum þar sem bömin hennar og tengdabörn héldu henni veglega veislu. Jón var veislustjóri og tókst það mjög vel eins og honum var einum lagið. Við Sturla og dætur okkar sam- hryggjumst eiginkonu, sonum, tengdadætrum, litlu sonarsonun- um fjórum, sem voru sólargeislar afa síns, og síðast en ekki síst elskulegri móðursystur minni Jónönnu, bömum hennar og tengdabömum og fjölskyldum þeirra. Ég bið góðan Guð að blessa þau og styrkja í sorg þeirra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þínfrænka, Guðrún Erna. Mig langar að minnast vinar míns og mágs, Jóns R. Jósafats- sonar, með örfáum orðum. Hann var ekki fyrir mörg orð heldur komst beint að kjama máls- ins, því sem skápti máli. Trúr var hann og traustur á hverju sem gekk. Alltaf rólegur og yfirvegaður. Fjöratíu ár era liðin síðan ég kom á Hólaveg 14 og kynntist Ingi- björgu systur hans. í 16 ár voram við nábúar, Jón á Hólavegi 32 og ég á Hólavegi 30. Það vora góðir tímar og góðir grannar, sem treyst var á. Þar skapaðist vinátta, sem ekki vora höfð mörg orð um, en ég fann oft fyrir. Þar léku synir okkar sér saman og áttu sín bemskuár. Snemma beindist hugur Jóns að sjónum eins og hann átti kyn til. í því sambandi ber að minnast afa hans og nafna Jóns Rögnvaldar Jónssonar, útvegsbónda á Hofsósi. Á Hofsósi kynntist hann fyrst sjón- um og lífi sjómannsins, hversu það gat verið erfitt og hættusamt. En áður en til sjómennskunnar kom lærði hann húsasmíði og var meistari í þeirri iðngrein. Vann við iðn sína um tíma, en hugurinn var alltaf við sjóinn. Sjómennskan átti hug hans allan. Hann eignaðist nokkra báta á lífsleiðinni, ýmist einn eða í sameign með öðram. Landkrabbi eins og ég er, og að auki sjóhræddur, læt ekki draga mig á sjó, nema með manni sem traustsins er verður. Fyrir mörg- um áram bauð Jón mér á færi á mb. Hreggviði, sem hann átti þá. Haldið var „fram í álinn“ sem kall- að er. Þar var stansað stutt við því Jón sagði „að nú væri ekkert að fá“. Við föram út með Reykja- strönd, sagði Jón. Er ekki að orð- lengja það, að báturinn var fylltur af fiski á stuttum tíma. Ég hef oft hugsað um það, hvernig Jón vissi að þama var fiskur. Þetta atvik lýsir hversu ákveðinn hann var og vissi hvað hann var að gera. Öragglega hefur Jóni ekki fundist þetta merkilegt, en mér fannst það. Jón var náttúrabam og naut þess að vera úti í náttúranni. Hann var veiðimaður fram í fíngurgóma, eins og sagt er. Lét sér ekki nægja að stunda sjóinn, heldur gekk til ijúpna á vetram og stundaði lax og silungsveiðar á sumrin ef tími gafst til. Mín fjölskylda naut góðs af veiðimennskunni. Oft færði hann okkur fisk, svartfugl og svo rjúpur í jólamatinn í áraraðir. Jón tók upp þann skemmtilega sið að koma í heimsókn til okkar eftir hádegi á aðfangadag, með syni sína. Hefur þetta haldist áram saman og var þetta einn af föstu punktunum á aðfangadag. Á mínu heimili var beðið eftir þessari heimsókn. Þegar Jón hætti á sjón- um varð hann hafnarvörður hjá Sauðárkrókshöfn og var það svo lengi sem heilsan leyfði. Hann var félagi í Lionsklúbbi Sauðárkróks og starfaði þar meðan stætt var. Þar var hann góður félagi og gladdi menn með nærvera sinni, glettni og skemmtilegum tilsvör- um. Þó Jón væri rólyndur og yfirveg- aður var alltaf stutt í spaugið. Úr sjóði minninganna væri hægt að taka ýmislegt, eins og t.d. ferðalög sem við hjónin fóram með Jóni og Lillu um Strandir og Vestfirði svo og austur á land. Hratu þá af munni Jóns margir gullmolar um menn og málefhi. Vora þetta skemmtilegar ferðir, sem gott er að minnast. 3. júní árið 1961 giftist hann Sig- ríði Ingimarsdóttur frá Flugumýri. Byggðu þau sér fyrst hús ásamt Braga bróður Jóns að Hólavegi 32 og síðar einbýhshús að Ártúni 17. Heimili þeirra bar vott um góðan smekk þeirra hjóna og samheldni. Þau byggðu sér sumarbústað að Flugumýri. Þægilegan og fallegan bústað þar sem þau hjón hafa gert sér og sínum fallega „paradís“. Skagafjörðurinn - fjörðurinn fagri - er þeirra heimabyggð. Fyrir 13 áram greindist Jón með krabbamein. í öll þessi ár hefur Jón barist hetjulega og af einstöku hugrekki við þennan mikla vágest og sýnt sérstaka stillingu og dugn- að. í baráttunni stóð hann ekki einn. Við hlið hans stóð Lilla eins og klettur, svo og synir hans og fjölskyldur. Jón hefur nú stýrt fleyi sínu styrkum höndum i höfn, en alltof snemma. Skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi segir í kvæði sínu Lofgjörð, sem m.a. er lofsöngur til sjávarins, þess starfsvettvangs sem Jón valdi sér: Ég beygi kné mín og blessa þig, mikli sær, þinn bamslega frið og tröllslega grimmdaræði. Ég undrast þinn mátt, þá dýrð, sem frá djúpinu slær á dauðlega menn. Ég elska söng þinn og kvæði. Sú hugsun er stór, sem vitnar um sál þína ogsvip, sá söngur fagur, er minnir á bylgjuniðinn. Með bárum þínum berast mín draumaskip. Sá berst til sigurs, sem tilbiður aflið og frið- inn. Eftir því sem lengra líður á tím- ann - æviskeiðið - finnum við oftar fyrir söknuði, þegar vinir og félag- ar berast burt með tímans straumi. Allt samkvæmt lögmáli lífsins. Vin- ir sem alltaf hafa verið til staðar og á sínum stað, era horfnir. Kæri vinur. Þú ert nú horfinn „annað að starfa“, en rið stöndum eftir hnípin og hljóð. I hugum okk- ar, sem nutum vináttu þinnar mun minningin um drenglund þína lifa. Farðu í friði, friður guðs þig blessi. Lillu, Inga og Jósa og fjölskyld- um votta ég samúð mína, svo og tengdamóður minni Jónönnu og öðram aðstandendum. Sveinn Friðvinsson. Sannleikann vildirðu segja en sitja ekki og þegja. Þ6 brekkan sé há þú beygir ei hjá. Órlögin aldrei þig beygja. (H.J.) Þegar dóttir mín var lítil kallaði hún hann „Nonna ljós“. Ég tel það réttnefni - hann var mikið ljós en jafnframt mikil hetja. Hann kvaddi núna á þjóðhátíðardaginn, eftir áralanga baráttu. Mér fannst sá dagur henta honum vel. Stundum verður maður dálítið reiður og spyr „af hverju mátti hann ekki sofna heima í rúminu sínu“? en það er ekki okkar að vita svörin. Við héld- um að hann kæmist ekki aftur norður í vetur eftir hvert áfallið öðra verra en „Nonni ljós“ var á öðra máli. Heim fór hann akandi með Lillu sinni og átti þolanlega daga heima á Krók. Þangað vildi hann komast - þar átti hann heima. En Nonni átti líka annað heimili þar sem var bústaður þeirra Lillu neðan við gilkjaftinn á Flugumýri. Þar átti hann ófá handtökin, húsið byggði hann sjálfur og þar var endalaust hægt að dytta að. Ég sé hann fyrir mér nú seinni árin, bít- andi á jaxlinn en alltaf tilbúinn að taka þátt. Oft var mikið hlegið og skrafað þegar „Flugumýrar- brenna“ var undirbúin um verslun- armannahelgi ár hvert og lét þar Nonni síst sitt eftir liggja, því þar á bæ var sko húmorinn í góðu lagi. En nú verður skarð fyrir skildi. Um Nonna verður annars ekki rætt án þess að Lillu sé getið, hún hefur staðið við hlið hans gegnum þykkt og þunnt. Stundum hefur brotið á bára en oftast siglt lygnan sjó. Elsku Lilla mín, síðustu vikur og mánuðir hafa verið erfiðir en þú hefur eflst við hverja raun. Um ykkur bæði verður sagt: „Hetjur sem kunna ekki að kvarta.“ „Nonni ljós“, hjartans þakkir fyrir samferðina. Þú varst stund- um dálítið stríðinn en samt svo góður. Gakktu á Guðs vegum. Steinunn mágkona. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umveQi blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó sviði mín sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þ.S.) Þegar mig langar að setja á blað nokkur kveðjuorð til þín, kæri Nonni Jós, (en það var hann ætíð kallaður af okkur á Grandarstígn- um) kemur fyrst og fremst upp þakklæti fyrir að hafa átt þig að heimilisvini í hartnær fjöratíu ár. En á þeim áram hófust kynni Nonna og systur minnar, Lillu, sem stóðu til æviloka hans. Og þegar hugurinn reikar að þessum tíma átti maður sannarlega samastað á Hólaveginum hjá Nonna og Lillu, þar sem þau voru búin að koma sér upp fallegu heim- ih. Alltaf var sjálfsagt að rétta okk- ur hjálparhönd. Minnisstæð er mér biðin eftir framburði mínum, en þá var ég til húsa hjá þeim Nonna og Lillu. Vik- urnar urðu þrjár sem ég beið þreytt og leið á biðinni, og kominn jólamánuður, og er þá gjaman mik- ið að gera á heimilum. Állt var jafii sjálfsagt sem að mér sneri hjá hús- JON ROGNVALDUR JÓSAFATSSON ráðendum. Rúmu ári síðar bankaði ég aftur upp á Hólavegi 32. Sömu erinda og áður er getið og var þá einnig með Lindu dóttur mína með mér rúmlega ársgamla, og hún ekki farin að ganga. Mér er minnisstætt hvað Nonni gaf sig mikið að henni og reyndi að lokka hana til dáða með að sleppa sér. Sín fyrstu spor steig hún síðan þegar ég var komin á fæðingardeildina og hafði þá að- stoð Nonna og Jósa föður hans. Þetta er lítið minningarbrot af svo ótal mörgum sem ég á Nonna tengd. Synir okkar vora jafnaldrar og miklir félagar og vinir. Og svo þegar við Bjössi urðum fyrir þeirri sorg að missa þennan eldri son okkar, stóð Nonni eins og klettur við hlið okkar með sinni ómetan- legu hógværð en húmorinn aldrei langt undan. Margar samvera- og ánægju- stundir höfum við átt í sumarbú- stöðum okkar að Flugumýri, notið þess að vaka saman vor- og sumar- nætur, við söng og spjall, Nonni Jós lét þá gjaman flakka góðar sögur og brandara frá sinni æsku og ung- lingsáram á Króknum. En hann hafði þann húmor sem gaf slíkum stundum svo mikið gildi og þegar hann sagði frá var ætíð hlustað. Ég minnist verslunarmanna- helganna í bústöðum okkar, kominn laugardagur og styttist í sameigin- legt grill. Nonni Jós, Bjössi og Jón Stefáns komnir í ham. Smám saman reis brennan, gamla vegavinnutjald- ið og síðan var kveikt í griUinu. Allar eru þessar samverustundir ógleym- anlegar og víst er, að þær verða með öðram hætti eftir að Nonna Jós nýt- ur ekld lengur við á meðal okkar. En ég veit að við tökum höndum saman um að halda minningu hans á lofti og það gerum við best með því að halda gleðistundir. Elsku Nonni, nú ert þú laus úr veikinda viðjum, eins og segir í er- indinu sem ég valdi og segir svo mikið. Þessi tími hefur verið þrautaganga í nær þrettán ár, þó misjafnlega þung. Þú átt aðdáun mína alla fyrir þann baráttuvilja og æðruleysi sem þú sýndir til hinstu stundar. Hafðu þökk mína og fjöl- skyldu minnar. Hvíl í friði. Elsku Lilla, Ingi, Inga, Jósi, Trine og afadrengir, á ykkur öll hefur reynt mikið og þá almest á þig, Lilla mín. Þið hafið öll staðið sem eitt. Ég og fjölskylda mín biðjum al- góðan guð að gefa ykkur styrk á sorgarstund. Eg læt hér fylgja ljóðlínur ortar við andlát afa og langafa okkar og vona að þær verði ykkur huggunarorð. Þeim öllum er sárast sorgin sker sólstafir bjartastir skína í ljósbroti þess sem liðið er líturðu draumana þína. (Sveinn Bjamason.) Lilja Ingimarsdóttir. Mig langar að minnast með örfá- um orðum mágs míns, Jóns Jósafatssonar, eða hans Nonna eins og hann var alltaf kallaður af fjöl- skyldu og vinum. Hann kvaddi þennan heim að morgni þjóðhátíð- ardagsins, 17. júní eftir, 13 ára bar- áttu við hinn erfiða sjúkdóm, krabbameinið. Allan þann tíma sýndi hann mikið æðraleysi og rósemi og heyrðist ekld kvarta og stundaði vinnu þar til seint á síð- asta ári, enda held ég að það hafi verið hans ákveðna hugsun að sigra í þessari baráttu þótt hann hafi að lokum mátt lúta í lægra haldi. Ég kynntist Nonna fyrst ungum manni um tvítugt á heimili foreldra hans. Á þeim áram var hann í Iðn- skólanum og spilaði á trommur í hljómsveit. Fáum árum síðar gift- ist hann Lillu og þau eignuðust synina Inga og Jósa. Bræðumir Nonni og Bragi byggðu um þetta leyti saman hús að Hólavegi 32 og bjuggu fjölskyldum- ar hvor á sinni hæðinni í 8 ár, eða þar til við fluttum í Borgames og þau nokkra síðar byggðu sér fallegt einbýlishús við Ártún, þar sem allur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.