Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 UR VERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Heldur lakari veiði í gær „Engin ástæða til svartsýni ennþá“ LÍTIL loðnuveiði var á miðunum norður úr Langanesi í gær en nú eru 8 íslensk skip komin á veiðarn- ar. Auk íslensku skipanna eru nokkur norsk skip á miðunum. Þrjú skip héldu af miðunum í fyrr- inótt með fullfermi, Örn KE, Guð- mundur Ólafur ÓF og Súlan EA. Kristinn Snæbjörnsson, stýrimað- ur á Súlunni EA, sagði erfitt að eiga við loðnuna þó ekki þyrfti að kasta oft. „Hún er ekki mjög þétt og því líður oft langt á milli kasta á meðan hún þéttir sig vel. Mér sýn- ist nú ekki vera mikið af loðnu á ferðinni þarna en engu að síður er gott af henni að vita. Veiðarnar hófust litlu norðar í fyrrasumar en þá var ekkert sérstök veiði. Maður veit hinsvegar aldrei hvernig þetta fer, enda ekki hægt að ganga að sumarloðnunni vísri. Mönnum sýn- ist loðnan aftur á móti vera í betra ástandi en hún var síðasta sumar, talsvert feitari og hún hefur því greinilega verið í einhverju æti. Það er því engin ástæða til svart- sýni ennþá,“ sagði Kristinn. Nú eru aðeins eftir rúm 20 þús- und tonn af kvóta íslendinga úr norsk-íslenska síldarstofninum. Þokkaleg síldveiði hefur verið hjá íslensku skipunum síðustu daga en þau hafa þurft að fara langt eftir síldinni eða hátt í 700 sjómílur. Nokkur skip voru á landleið í gær og sögðust skipstjómarmenn tals- vert hafa þurft að hafa fyrir aflan- um og kastað oft. Flest skipin voru í sinni síðustu veiðiferð á vertíðinni og munu leggja til atlögu við loðn- una á næstu dögum. Útvegurinn greiði fyrir rannsóknir og eftirlit Myndi lækka kostnað við íiskveiðistj órnun að mati Ragnars Árnasonar prófessors FÁTT er því til fyrirstöðu að útveg- urinn á íslandi taki þátt í kostnaði við rekstur eftirlits og hafrannsókna og sjái jafnvei um framkvæmd þess- ara þátta. Þetta er mat Ragnars Árnasonar, prófessors við Háskóla Islands, en í skýrslu um kostnað við rekstur fiskveiðistjórnunarkerfisins hér á landi varpar Ragnar fram hug- myndum um aukna þátttöku sjávar- útvegsins í rekstrinum. I skýrslunni veltir Ragnar upp spurningunni hvort útvegurinn eigi að greiða sjálfur fyrir hafrannsóknir og eftirlit á sjó og landi og sjá jafnvel um rekstur á þessum þáttum. Flest bendi til þess að þeir sem njóti ávaxt- anna af þessari starfsemi og borgi kostnaðinn, hafi tilhneigingu til að velja rétt umsvif og gæta hagkvæmni. Þannig mætti lækka kostnað við rekstur fiskveiðistjómunarkerfisins. Ragnar bendir á þrjár leiðir í þessu sambandi. I fyrsta lagi að útvegurinn greiði fyrir rannsóknir og eftirlit en þjónustan verði engu að síður áfram hjá af ríkinu. í öðru lagi að ríkið fjár- magni þjónustuna en framkvæmdin verði á höndum útvegsins og í þriðja lagi að bæði fjármögnun og fram- kvæmd verði í höndum útvegsins. Ragnar telur heppilegast að út- vegurinn sinni hafrannsóknum og eftirliti sjálfur og greiði jafnvel hluta kostnaðarins. Ekki megi gleyma því að Islendingar innheimti nú þegar upp undir einn milljarð króna í gjöld af útveginum á ári. „Það er um helm- ingur þess sem kostar að reka fisk- veiðistjórnunarkerfið á ári. Nýsjá- lendingar og Ástralir stefna að því að útvegurinn greiði allan þennan kostnað sjálfur og reyndar telja Nýsjálendingar sig vera komna mjög nálægt því marki. Um leið er útvegurinn hafður með í ráðum um rekstur þessa kerfis. Eg á erfitt með að sjá að eitthvað komi í veg fyrir að hægt sé að fela útveginum þessa starfsemi alfarið hér á landi. Ef út- vegurinn hefur tryggan eignarrétt í kvótum hefur hann enga ástæðu til að ganga á höfuðstólinn í hafinu. Þvert á móti hafa útvegsfyrirtækin meiri ástæðu til að byggja upp fiski- stofnana en ríkisstjórnir hafa. Sjón- deildarhringur ríkisstjóma er sjald- an lengri en til fjögurra ára og oftast styttri. Þeir sem reka útgerðarfyrir- tæki horfa hinsvegar mun lengra fram á veginn,“ segir Ragnar. Útvegurinn ákvarði heildaraflann Hann segir vel hægt að hugsa sér kerfi þar sem útvegurinn reki haf- rannsóknir, geri tillögur um heildar- afla en ríkisvaldið hafi hinsvegar ein- hverskonar neitunarvald. „Fiski- stofnarnir eru ekki bara til að hafa af þeim fjárhagslegan arð, heldur verð- ur einnig að taka tillit til náttúru- verndarsjónarmiða, en í þeim felast ýmiss konar verðmæti fyrir land og þjóð. Þá verða menn að velta fyrir sér hvort útvegsmennimir eru lík- legir, á grundvelli sinna fjárhagslegu hagsmuna, til að taka ákvarðanir um leyfilegan heildarafla sem em í sam- ræmi við náttúruvemdarsjónarmið eða ekki. Við höfum þegar sér að slíkt á ekki við um hvalveiðar, þar sem ákveðin náttúmverndarsjónar- mið ganga mun lengra í verndunar- átt en sjónarmið þeirra sem vilja fénýta þessa náttúmauðlind. Við höf- um miklu síður orðið varir við slíkt þegar að fiski kemur og reyndar þvert á móti. Sjávarútvegurinn og sjávarútvegsfyrirtækin hafa nefni- lega oft áhuga á meiri verndun fiski- stofna en fiskifræðingar telja æski- lega. Fiskifræðingar og líffræðingar era gjaman sáttir við stöðu sem jafngildir hámarksjafnstöðuafla. Frá sjónarmiði efnahagslegrar hagsæld- ar og gróða fyrirtækjanna er hins- vegar betra að veiða jafnvel minna en það og láta stofnana vaxa betur.“ Ragnar segir það hinsvegar skipta vemlegu máli hvernig staðið yrði að slíku fyrirkomulagi og hvemig það yrði sett upp. „Ef ríkisvaldið hefði ekki aðeins neitunarvald, heldur einnig vald til að setja annan heildar- afla ef því líkar ekki það sem útveg- urinn leggur til, þá getur málið þró- ast þannig að ríkið setur alltaf kvót- ann og það er þveröfugt á það sem lagt var upp með. Það yrði því að út- færa slíkt fyrirkomulag mjög vand- lega,“ segir Ragnar. Kostnaður við rekstur fiskveiðistjórnunar- kerfa á islandi, í Noregi og á Nýfundnalandi EFTIRLIT A LANDI OG SJO Noregur HAFRANNSÓKNIR 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Sem hlutfall (%) af aflaverðmæti milljt inird illara Noreq ur Nýfur dnala id '90 '91 ’92 '93 '94 '95 '96 STJÓRNUN FISKVEIÐA 20- 15 ; milljrjnír dóllara —ss* —fr | Norðgur j ndnalánd j i ísLand * T 4 BSStÖf '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 Sem hlutfall (%) af aflaverðmæti | Nýfundnalánd '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 Reuters THABO Mbeki, nýkjörinn forseti Suður-Afríku, heilsar þingmönnum áður en hann flutti stefnuræðu sína í gær. Við hlið forsetans er Zan- ele kona hans, en á bak við hana stendur varaforsetinn Jacob Zuma. Mbeki flytur stefnuræðu sína S-Afríka mun láta meira að sér kveða Höfðaborg. Reuters. THABO Mbeki, nýkjörinn forseti Suður-Afríku, sagði í stefnuræðu sinni í gær að nauðsynlegt væri að koma til móts við fátækustu ríki heimsins. Hann sagði að Suður-Afríka myndi láta meira að sér kveða um málefni Afríkuríkja og leggja sitt af mörkum til að leysa deilur í álfunni. „Við getum ekki sætt okkur við að stríð, ofbeldisátök og gripdeildir séu varanlegt ástand í tilveru Af- ríkubúa,“ sagði Mbeki. Eins og í innsetningarræðu sinni í síðustu viku hét hann því að áhersla yrði lögð á upprætingu glæpa, spillingar og atvinnuleysis, og á eflingu menntakerfisins. Þá sagði hann að undirmönnuð lögregla landsins yrði endurskipulögð og að ný lög yrðu sett um fjárglæfra, peningaþvætti og ólöglegan vopnaburð. Mbeki ítrekaði stefnu sína um „heiðarlega, gegnsæja og ábyrga ríkisstjórn". Hann kvað meginmark- mið stjórnarinnar í efnahagsmálum vera að auka fjárfestingu og skapa ný störf. Forsetinn ýjaði að því að ríkisútgjöld yrðu ef til vill aukin, en að einkavæðingu ríkisfyrirtækja yrði flýtt. Þjálfari Korbut hafnar ásökunum Moskvu. The Daily Telegraph. ÞJÁLFARI Olgu Korbut, sem náði heimsathygli á áttunda áratugnum fyrir glæsilega frammistöðu sína í fimleikum, hafnar öllum ásökunum hennar, sem settar voru fram í ný- legu blaðaviðtali, um að hann hafi ekki aðeins þjálfað efnilegar fim- leikastúlkur heldur einnig reynt að þjálfa þær upp sem hugsanlegar hjákonur sínar. „Fyrirlitleg hegðun hennar á sér engin takmörk," sagði Renald Knys, fyrrverandi þjálfari Korbuts, sem uppgötvaði hæfileika hennar er hún var tíu ára gömul. Knys, sem nú er 67 ára gamall, sagðist miður sín yfir ásökunum Korbut um að hann hefði einnig leitað eftir kynferðislegu sambandi við Korbut og þær stúlkur sem hann þjálfaði. „Ég veit ekki hvers vegna hún sagði þetta um mig. Ef til vill er fólk búið að gleyma henni. Kannski vantaði hana peninga,“ sagði Knys. Knys sagði Korbut hafa verið þrjóskan og óagaðan nemanda sem stundum hefði mætt á æfingar í engu ástandi til að æfa. „Þú myndir ekki trúa því hversu erfitt var að eiga við hana, með sínar geðsveifl- ur og ókurteisi,“ sagði Knys. Knys viðurkenndi að hafa gefið henni kinnhest einu sinni á síðari ámm ferils hennar, en þá þjálfaði hann Korbut líkamlega en eigin- kona hans, Tamara, fylgdist með andlegri líðan hennar. Árið 1972 vann Korbut til þrennra gullverðlauna á ólympíu- leikunum í Mu 'nchen og varð heimsfræg fyrir brosmildi sína og bamslegt yfirbragð. Að sögn Knys á hún vinsældir sínar honum að þakka. „Það var ég sem sagði henni að hegða sér svona, sýna fram- komu sem enginn annar hefði. Ég hvatti hana til að sýna af sér þokka og eldmóð,“ sagði Knys. Flugmenn American hrjótandi í háloftunum NOKKRIR flugmenn bandaríska flugfélagsins American Airlines hafa sofið undir stýri, samkvæmt frásögn blaðsins USA Today en blaðið vitnar til skjala samtaka atvinnuflugmanna sem það hefur komist yfir. I skýrslu flugmannasamtakanna (APA) segir að fyrst og fremst megi kenna stefnu félagsins hvað hvíldar- tíma varðar um það að flugmenn dotti undir stýri í háloftunum. í einu dæmi er ónafngreindur flugmaður, sem óvænt var kallaður út vegna forfalla og látinn fljúga til áfangastaðar í Mið-Ameríku. Svefn- höfgi rann á hann yfír Mexíkó og féll hann í svefn. „Þegar ég vaknaði leit ég yfir til flugstjórans. Hann steinsvaf líka. Ég geri ráð fyrir að við höfum verið samtímis sofandi í hálfa klukk- stund,“ segir flugmaðurinn um atvik- ið í skýrslu til APA. Talsmaður American Airlines seg- ir fullyrðingar APA um að flugmenn félagsins fái ónóga hvíld vera „tómt þvaður"........ Atvik af þessu tagi verða tekin til sérstakrar rannsóknar bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA) á flug- rekstri og áhafnastýringu flugfélags- ins. Ákveðið var að efna til hennar í framhaldi af brotlendingu flugvélar American í Little Rock í Arkansas- ríki 1. júní sl. Öryggisstofnun sam- göngumála (NTSB) rannsakar hvort flugmannaþreyta hafi verið sam- verkandi þáttur í slysinu því flug- mennirnir höfðu verið að störfum rúmar 13 klukkustundir er þotan fórst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.