Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 41 H UMRÆÐAN Hugleiðingar eftir kosningar ÞÁ HEFUR þjóðin fengið nýja ríkisstjóm, sem tók við völdum af sjálfri sér hinn 28. maí S.I., eftir alllangt samn- ingaþóf, hvort góðærið frá fyrri árum eða eitt- hvað annað hefur þvælst fyrir þeim er ekki vitað, kannski stöð- ugleikinn, ekki hefur út- færsla á samkomulag- inu tafið þá, því sam- kvæmt því sem Morg- unblaðið hefur eftir for- sætisráðherra laugar- daginn 29. maí segir: „Forsætisráðherra sagði stefnuyfirlýsing- una yfirleitt ekki tilgreina sérstakar útfærslur, hér væri um stefnu að ræða en ekki beina verkefnaskrá." Formaður Framsóknarflokksins segir í sama blaði, þ.e. Morgunblað- inu 29. maí: „Það er rétt að skatta- lækkanir á röngum tíma geta aukið þenslu." Það hefur talist til hygg- inda að sjá fótum sínum forráð, og segja má að þessar tilvitnuðu setn- ingar úr löngum viðtölum foringj- anna séu dæmigerðar um orðaflaum um lítil loforð, og því ekki bundnir af neinum loforðum. En mig minnir að forsætisráðherra hafi íyi-ir kosning- ar stungið loforðadúsu upp í aldraða og aðra láglaunahópa þess eðlis að þeir mættu reikna með á næstu mánuðum og misserum verulegum réttarbótum, ég vænti þess og vona að þetta hafi ekki gleymst í sigur- vímu kosninganna. Ekki er það óvanalegt að sjónarmið og skoðanir snúist upp í andhverfu sína, og ég man ekki betur en um það hafi verið rætt innan raða ráðamanna að stefna bæri að því að sameina og fækka ráðu- neytum, en vindar blása ekki alltaf af sömu átt og eru stundum fljótir að breyta um stefnu, eins og fór fyrir núver- andi í’íkisstjóm, því við endurfæðingu hennar fylgdi hún að sjálfsögðu náttúrulögmálinu og fjölgaði sér um tvo og em nú 12 og hafa aldrei verið fleiri. Þetta kostar að sjálfsögðu nokkra tugi milljóna fyrir þjóð- ina. Varðandi „stöðug- leikann", sem var eitt vinsælasta orð í mál- flutningi ríkisstjómarflokkanna fyr- h- kosningar, virðist nú eftir fréttum Kosningaloforð Ég reikna ekki með því, segir Guðmundur Jóhannsson, að neinn óski eftir að verðbólgan læðist að okkur og fái vængi og fljúgi frjáls. að dæma að blikur séu þar á lofti, og ýmsir telja að ríkisstjómin sé þai' í forastu með að blása þar í glæður, og ekki er fráleitt að svo sé. Svona tO upprifjunar má vekja athygli á nokkram atriðum. Ætli það hafi ekki verið í marsmánuði sem þáver- andi forseti Alþingis hafði orð á því að nauðsyn bæri til að hækka laun alþingismanna, og í tilefni þessara Guðmundur Jóhannsson ummæla hafði ég orð á því í blaða- grein í apríl s.l. að kjaradómur væri svo vanur að valda úlfúð og óróa í þjóðfélaginu með dómum sínum að hann munaði ekkert um að gera það einu sinni enn. Það stóð heldur ekki á þeim að framkvæma gjörninginn, en þeir vora svo tillitssamir við þjóð- ina að birta þetta lítilræði ekki fyiT en daginn eftir kosningamar. Er það trúverðugt að háaðlinum hafi ekki verið kunnugt um hvað til stóð, og hvort hann hafi látið álit sitt í ljós og hvaða áhrif þetta hefði almennt séð á spennu í þjóðfélaginu? Það er svo önnur hlið á málinu að hækkun- in ein og sér til hvers og eins er svona álíka og laun era hjá láglauna- hópunum. En það er fleira en laun yfírstéttarinnar sem gefur vísbend- ingu um óstöðugleika, hér skal nefna iðgjöld bifreiðatrygginga, bensín, rafmagn og hitaveitu, við all- ar þessar hækkanir tengjast áhrif stjómvalda. Og í þessum skrifuðu línum 10. júní kom frétt á bylgjum ljósvakans frá Hagstofu Islands þess eðlis að mæld verðbólga síð- ustu þrjá mánuði svaraði tU 7,2% verðbólgu á ársgrandvelli. Telja stjómvöld þessi tíðindi markleysi, eða alvarlega ábendingu um hættu- merki? Eg reikna ekki með að neinn óski eftir að verðbólgan læðist að okkur og fái vængi og fljúgi frjáls, af þeim draug höfum við fengið nóga reynslu. Það væri því kaldhæðnis- legt, að það sem ríkisstjómin hefur hælt sér mest af, þ.e. stöðugleikinn (sem hún á þó minnstan heiðurinn af), verði þess valdandi að öllu verði hleypt í uppnám. Að sjálfsögðu von- ar maður það besta. En þó forsætis- ráðherra telji að aldraðir hafi aldrei haft það jafn gott og nú, þá er það langt í frá að þeir njóti réttlætis og jafnaðar á við aðra, en það er það sem við krefjumst. Ég reikna ekki með að ég þurfi að tíunda það hér, hvar pottur er brot- inn í þeim efnum. Höfundur er eftirlaunaþegi. Hefur raunveruleikinn á röngu að standa? ÞAÐ STEFNIR í að Skattstjórinn í Reykja- vík áætli gjöld nærri 2.000 atvinnurekenda í borginni vegna þess að þeir hafa ekki skilað skattframtölum sínum innan tilskilins frests. Ég hef fyrir þessu trausta heimildarmenn. Mér er ekki kunnugt hvort ástandið er betra í öðram skattumdæmum. Þeh’ atvinnurekendur sem ekki hafa skilað framtölum í Reykjavík eru ekki verri en aðrir menn. Þeir hafa flestir sett sín framtöl í hendur endm-skoðenda og annarra sem vinna við að telja fram til skatts. Endurskoðendurnir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til þess að ljúka framtalsgerðinni. Þeir hafa lagt nótt við dag en það dugar ekki til. Það blasir við að of fáum er ætl- að að vinna of mikið og of hratt. Skattkerfið miðast við að allir skili framtölum sínum á sama tíma og að allir fái álagningu á sama deginum. Þannig hefur skipinu verið siglt og nú er það strandað á skeri. Það sem hér er nefnt, og fleira sem ekki verður talið upp í stuttri blaðagrein, er til skaða fyrir skatt- kerfíð. Skattstofurnar fá ekki til sín hæft starfsfólk í stað þess sem hættir. Það er atgervisflótti úr þeim atvinnugreinum sem nærri skatt- skilum koma. Þess vegna þarf að breyta stefnunni og taka mið af raunveraleikanum. Vandamálin sem við er að etja era ekki ný af nálinni og í langan tíma hafa yfirvöldin velt fyrir sér breytingum til einföldunar, en lítið aðhafst sem til bóta horfir. Helstu breytingarnar sem hafa ver- ið gerðar í nafni framfara eru ný og ný skýrsluform. Hugmyndin er að allt verði einfaldara, en reyndin er að raun- veraleikinn verðm- flestum ósýnilegur í öllu talnagumsinu. Það hafa orðið jákvæðar breytingar eins og þær að skattskil lögaðila dreifast yfir átta mán- aða tímabil, frá febrúar til september, en þai’ á móti hefur komið ný skattheimta með enn aukinni og flóknari skýrslugerð. Nægir í því sambandi að nefna fjármagnstekjuskatt samfara auknum verð- bréfaviðskiptum ein- staklinga. Það er ekki heiglum hent að afla upplýsinga til skýrslugerðar vegna fjármagnstekjuskattsins. Greina þai-f frá öllum viðskiptum meðan upplýsingakerfi verðbréfa- fyrirtækjanna eru í burðarliðnum Skattamál Tölvur eru til þess að þjóna fólki, segir Þor- steinn Haraldsson. Fólkið á ekki að þjóna tölvunum. og fjarri því að vera gallalaus. Þá er fólk í sumum tilvikum krafið um upplýsingar sem era ófáanlegar, það getur t.d. átt við um upphaflegt kaupverð hlutabréfs sem viðkom- andi hefur erft. Fárið er á margra vitorði, en lítið er um það talað. Og þrátt fyrir allar breytingar og nýj- ungar hefur fjöldi starfsmanna Skattstjórans í Reykjavík verið óbreyttur frá árinu 1990. Fólk leitar ekki eftir atvinnu á stöðum sem bjóða upp á vandamál og áreiti með- an betra er í boði. „Stjórnmálamaðurinn og trúar- leiðtoginn sitja í vernduðum faðmi orða og setninga. Ef kenningin passar ekki við raunveruleikann hefur raunveraleikinn á röngu að standa. Kenningin beygir sig ekki fyi-ir staðreyndum," eins og Einar Már Guðmundsson bendir á í Laun- sonum orðanna, bls. 35. Það er um- hugsunarvert að skömmu fyrir daga tölvunnar var skilum allra einstak- linga lokið snemma í apríl og sið- ustu fyrirtækin skiluðu snemma í maí. Fyrir tíu áram höfðu tímamörk síðustu fyrirtækjanna færst aftur til miðs júnímánaðar. í dag er ástandið með sjálfstæða atvinnurekendur eins og rakið er hér að framan og frestur endurskoðenda vegna lögað- ila stendur fram í september. Bráð- læti og tæknihyggja valda vanda. Tæknihyggjan birtist í óraunsærri trú á að tölvur leysi öll mál fyrir- varalítið; jafnvel fyi-irvaralaust. Tölvur era til þess að þjóna fólki. Fólkið á ekki að þjóna tölvunum. Skattayfirvöld, löggjafai-valdið, og við endurskoðendur höfum bragðist í varðstöðu okkar. Við höfum því miður ekki unnið saman að breyt- ingum sem hæfa kröfum tímans og mæta þörfum fólks. Það er rétt- mætt og sanngjarnt að skattstjórar taki refsilaust við öllum framtölum sjálfstæðra atvinnurekenda sem berast íyrir lok álagningar þetta ár- ið. Það biti höfuðið af skömminni ef ríkið hagnaðist á ástandinu. Nú þarf að bretta upp ermar. Fyrst er að hyggja að fólki. Niðurstaða rann- sókna tímaritsins Fortune á fyrir- tækjastjórnun sem birtist í nýjasta tölublaði þess (21. júní 1999) styður orð mín: „People first, strategy second.“ Höfundur er endurskoðandi. Þorsteinn Haraldsson HIV fer ekki í mann- greinarálit Eru margir smitaðir? FIMMTU hverja sekúndu smitast ein- hver í heiminum af HIV og alls hafa nær 50 miEjónir smitast í gegn- um tíðina. Um helming- ur þeirra sem smitast í dag era unglingar og er álíka smithlutfall milli kynja. Tala gagnkyn- hneigðra er um 80% allra HlV-jákvæðra. Hér á landi hafa 128 manns greinst með HIV frá upphafi. Und- anfarin ár hafa 6-10 einstaklingar greinst árlega. Það sem af er þessu ári hef- ur greinst fleiri en einn einstakling- ur á mánuði og er það miður. Hverjir smitast? Hér á landi, eins og annars stað- ar, smitast stöðugt fleiri gagnkyn- Alnæmi Yfir 70% HlV-smitaðra í Evrópu eru á Spáni, —7-----------——-------------- Italíu og í Frakklandi. Sigurlaug Hauksddttir hvetur fólk til að sýna aðgát ef það stofnar til skyndikynna. hneigðir, karlar, konur og ungt fólk. Tæplega helmingur HIV;jákvæðra era undir 30 ára aldri. I dag era 25% smitaðra gagnkynhneigðir og 20% eru konur. Á þessu ári hafa eingöngu greinst gagnkynhneigðir, mest konur, og eru flestir undir þrí- tugu. HIV er því ekki lengur bara sjúkdómur homma og sprautufíkla eins og sumir halda. Allir sem stunda óábyrgt kynlíf era í áhættuhópi. Það er óábyrgt kynlíf þegar höfð era mök við aðra en trausta maka/sambúðaraðila án þess að smokkur sé alltaf viðhafður á réttan hátt. Hér skipta aldur, kyn, stétt, hjúskaparstaða og kynhneigð engu máli. Sumarfrísferðir til útlanda Nú era sumarfríin að ganga í garð og þá era margir sem fara til útlanda. Þá er stundum eins og fólk passi sig ekki eins vel í kynlífi og það annars myndi gera. Fólk er í fríi og vill geta slakað á. Það er skiljanlegt og allt gott um það að segja. En það má samt ekki slaka á án aðgæslu á þessu sviði. Ef stofnað er til skyndikynna án þess að smokkur sé alltaf viðhafður og á réttan hátt er tekin óþarfa áhætta á HIV-smiti. Ein kvöldstund án að- gæslu getur verið nóg. Áfengis- neysla og önnur vímuefni eru einnig áhættuþættir sem geta sljóvgað dómgreind. Þess má geta að yfir 70% af HIV- smiti hér í Evrópu er á Spáni, Ítalíu og í Frakklandi. Þá má heldur ekki gleyma því að það eru alltaf ein- hverjir sem era smitaðir án þess að vita af því. Nýju lyfin Árið 1996 komu mjög virk lyf á markaðinn hér á íslandi. Þau halda veirunni oftast niðri þannig að hún herjar ekki á líkamann eins og hún gerði áður. Þessi lyf verður að taka reglulega 2-3 sinnum á dag alla daga ársins. Það er mikilvægt að taka fram að þessi nýju lyf era ekki lækning eins og e.t.v. margir halda, en þau virka vel á flesta. Þó era samt fáeinir sem þola ekki lyfin eða þau gagnast þeim takmai’kað til þess að halda veiranni í skefjum. Einstaka upp- lifa mismiklar auka- verkanir af lyfjunum eins og ógleði, niður- gang, útbrot og doða og komið hefur fyrir að veiran myndar þol gegn lyfjunum, þannig að þau virka ekki lengur. Þá getur veiran herjað í líkamanum óáreitt sem getur endað með al- næmi - lokastigi sjúk- dómsins. Alnæmi er þegar vamarkerfi lík- amans er orðið það veikt að ýmsir sjúkdóm- ar eins og lungnabólga og krabbamein geta gert vart við sig. Þessir sjúkdómar geta verið lífshættulegir. Tilfinninga- og félagsleg áhrif HlV-smits t Það að vera HlV-smitaður er ekki einfalt, hvorki tilfinningalega eða á annan hátt. Fyrir flesta er sjúkdómsgreiningin mikið áfall. Margvíslegar spurningar vakna sem taka þarf afstöðu til og það þarf að læra að lifa með sjúkdómnum. Þetta era t.d. spumingar eins og: - Get ég stundað kynlíf og þá hvers konar kynlíf? Get ég sætt mig við það kynlíf sem ég verð að stunda? Get ég eignast maka/sambúðaraðila með þennan sjúkdóm á bakinu? Vill ■ ■ mig einhver? Hvað með barnseign- ir? Er óábyrgt að eignast bam? Hvernig tekst ég á við fordóma í umhverfinu? Verður mér hafnað af fjölskyldunni, vinum, ættingjum, starfsfélögunum? Hverjum á ég að segja frá sjúkdómnum? Fæ ég vinnu? Kem ég til með að þola lyfin? Hvað með aukaverkanirnar? Hvað lifi ég lengi? Hvemig get ég skipu- lagt framtíð mína? Mun einhver lækning á sjúkdómnum finnast í framtíðinni? Flestum þessum spurningum er hægt að svara, en ekki öllum. Líf með HIV krefst nýrrar aðlögunar á mörgum sviðum sem tekur tíma. Hvemig gengur fer eftir ýmsum þáttum eins og persónuleika hvers og eins, hvernig tekist hefur að takast á við fyrri áföll og hvernig staða viðkomandi er þegar HIV greinist. Stuðningur frá umhvei-finu getur hér skipt sköpum. Að fá HIV er oft flóknara mál en margir gera sér grein fyrir. Eina ráðið til þess að fyrirbyggja að smitun geti átt sér stað, er að hver og einn líti í eigin barm og stundi ávallt ábyrgt kynlíf. Höfundur er deildarfélagsráðgjafi á Sjúkrahúsi Reykjavikur. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Sigurlaug Hauksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.