Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ 1 pltfgmmMííldlí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKULDIR ÞRÓUNARRÍKJANNA LEIÐTOGAR G7-ríkjanna ákváðu á fundi í Þýskalandi um síðustu helgi að afskrifa allt að þriðjung skulda þró- unarríkjanna í samvinnu við Alþjóðabankann. Er talið að ef fleiri ríki ákveða að taka þátt í niðurfellingu skulda verði hægt að fella niður allt að 70% af skuldum 33 fátækustu ríkja heims. Þetta er mikilvægt og nauðsynlegt skref til að gefa fá- tækustu ríkjum veraldar tækifæri til að brjótast út úr ör- birgðinni. Líkt og hagfræðingurinn Jeffrey Sachs benti á í grein hér í blaðinu fyrir skömmu, er það ekki síður hags- munamál Vesturlanda að ríki, t.d. í Afríku, nái tökum á þeim vandamálum sem hrjá þau. Niðurfelling skulda er hins vegar engin töfralausn. Þau ríki sem eru fátækust og skuldugust eru í mjög erfíðri stöðu, þrátt fyrir þróunaraðstoð og lánveitingar síðustu áratuga. Mörgum ríkjum, t.d. í suðaustur Asíu og Suður- Ameríku, hefur hins vegar tekist að brjótast úr viðjum fá- tæktar og hafa byggt upp réttarríki og ábyrga efnahags- stjórn. Sé fjármunum sóað af spilltu og óskilvirku ríkis- valdi, þar sem leiðtogarnir hugsa meira um eigin hag en hinna fátæku þegna, kemur fjárhagsaðstoð í formi styrkja eða niðurfellingar lána að litlu gagni. Að sama skapi má spyrja hvort ekki sé rétt að Vestur- lönd opni markaði sína fyrir afurðum þessara ríkja og geri þeim þannig kleift að afla sér tekna. Þar sem fátæku ríkin geta í upphafí lítið boðið upp á annað en ódýrar landbúnað- arafurðir, hafa dyrnar yfírleitt verið þeim lokaðar. Breyt- ing á því væri áhrifamesta þróunaraðstoðin. SATT VIÐ SERBA FRIÐARGÆZLUSVEITIR Atlantshafsbandalagsins hafa uppgötvað hryllilega glæpi í Kosovo eftir að þær komu inn í þennan landshluta og þar með hafa verið stað- festar þær fréttir sem þaðan bárust um grimmdarverk serbneskra hermanna, lögreglumanna og annarra af- brotamanna, sem alltaf láta að sér kveða við aðstæður sem þessar. Um það er almenn samstaða á Vesturlöndum að draga beri fyrir stríðsglæpadómstólinn þá einstak- linga, hvort sem þeir gegna lágum stöðum eða háum, sem stríðsglæpir sannast á. Það er nauðsynlegt, ekki sízt til þess að hamla gegn slíkum atburðum annars staðar í framtíðinni. Því má hins vegar ekki gleyma að í Kosovo hefur búið fjöldi Serba, sem enga glæpi hafa framið, og hafa flúið heimili sín af ótta við að grimmdarverkanna verði hefnt á saklausu fólki. Alveg með sama hætti og það var óhugs- andi að láta pólitíska leiðtoga Serba komast upp með að flæma Kosovo-Albana á brott frá Kosovo, er heldur ekki hægt að horfa þegjandi á saklaust fólk, sem er af serbnesku bergi brotið, flýja heimili sín eins og Albanam- ir gerðu áður, af ótta við hefndarverk. Friðargæzlusveitir Atlantshafsbandalagsins eru komn- ar til Kosovo til þess að stilla til friðar og gera íbúum Kosovo kleift að flytja aftur heim í hýbýli sín eða á heima- slóðir. Það markmið með starfí friðargæzlusveitanna á að ná til allra íbúa Kosovo, ekki bara Albana heldur einnig Serba. Það verður aldrei friður í fyrrverandi lýðveldum Jú- góslavíu, ef hefndarhugur ræður ferðinni. Eina vonin um frið í þessum heimshluta er að fólkið, sem þar býr og er af ýmsu bergi brotið, fýlgi hinu stórkostlega fordæmi blökkumanna í Suður-Afríku, sem í stað þess að ná fram hefndum, þegar þeir höfðu fengið völdin í sínar hendur, komu fram af stórhug og örlæti við þá sem áður höfðu sýnt þeim meiri fyrirlitningu en víðast þekkist í samskipt- um manna og níðst á þeim á alla lund. Þess vegna má Atlantshafsbandalagið ekki gleyma því að í þessum löndum er mikill fjöldi Serba sem er saklaust fólk, sem ekkert hefur gert af sér. Þetta fólk á rétt á því að fá að lifa í friði í landi sínu, ekki síður en Albanar sem búa í Kosovo. Skiptar skoðanir um skiptingu Reykjavíkur 11 ÞESSI hluti Reykjavikur verður í framtíðinni annað hvort hluti af kjördæminu Vestur-Reykjavík eða Deilt um hvort skipta eigi borg- inni þversum eða langsum Gert er ráð fyrir því að Reykjavík verði skipt í tvö kjördæmi fyrir næstu alþingis- kosningar en kjördæmamörkin verða vænt- -------------------t----n--- anlega ákveðin á næsta þingi. I grein Ornu Schram kemur fram að ekki eru allir á eitt sáttir um hvemig skipta beri borginni; hvort henni eigi að skipta langsum eða þversum. SKIPTING REYKJAVÍKUR í TVÖ KJÖRDÆIVII ALÞINGI staðfesti ný stjórn- skipunarlög um miðjan þennan mánuð sem fela m.a. í sér þær breytingar að kjördæmi landsins verði fæst sex en flest sjö. í stað þess að kveða nánar á um skiptingu kjördæmanna í stjórnar- skránni, eins og viðgengist hefur síð- ustu fjóra áratugina, er almenna lög- gjafanum falið, í nýju stjórnskipunar- lögunum, að ákveða mörk kjör- dæmanna, en þó er heimilt að fela landskjörstjóm að ákveða kjördæma- mörkin í Reykjavík og nágrenni. Löggjafarvaldið hefur enn ekki gengið frá breytingum á kjördæma- mörkum landsins, þótt stjórnarskráin geri ráð fyrir að kjördæmin verði flest sjö en ekki átta eins og nú er, en fyrir- hugað er að Alþingi ræði slíkar breyt- ingar á komandi haustþingi. I drögum að frumvarpi til laga um breytingar á kosningalögum, sem svokölluð kjördæma- og kosningalaga- nefnd lagði fram til kynningar á Ai- þingi sl. vetur, eru gerðar nákvæmar tillögur að sameiningu landsbyggðar- kjördæmanna og skiptingu hins svo- kallaða Suðvesturkjördæmis á suðvest- urhomi landsins en um Reykjavík seg- ir einungis að henni skuii sldpt í tvennt; í Reykjavík austur og Reykjavík vestr ur. Þar segir einnig: „í lok hvers árs skal landskjörstjóm ákveða mörk kjör- dæma í Reykjavík. Skulu mörkin við það miðuð að kjósendur í hvom kjör- dæmi um sig að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, séu nokkum veginn jafnmargir. Gæta skal þess, eftir því sem kostur er, að kjör- dæmi sé sem samfelldust heild, en kjósendatala annars kjördæmisins að baki þingsæti má þó ekki fara fram úr tveimur af hundraði af samsvarandi kjósendatölu hins kjördæmisins." Þótt drögin geri ráð fyrir því að Reykjavík verði skipt þversum þ.e. í austur- og vesturkjördæmi em uppi há- værar raddir um að borginni verði frek- ar skipt langsum þ.e. í norður- og suð- urkjördæmi. Þeir sem aðhyllast fyrr- nefndu hugmyndina segja m.a. máli sínu til stuðnings að með því að skipta borginni þversum, þ.e. í austur og vest- ur, væri verið að halda saman í einu lqördæmi menningar- og félagslegri heild, svo dæmi sé tekið, en þeir sem aðhyllast síðamefndu hugmyndina hafa m.a. áhyggjur af því. að stópting Reykjavíkur í austur- og vesturhluta ýti undir skýra stéttastóptingu í borginni. Nánar verður farið út í rök með og á móti þessum hugmyndiun síðar í þessari grein en áður en lengra er haldið ber að geta þess að svo virðist sem þessar ólíku hugmyndir gangi eitthvað á flokkslínur, enda áttu allir þingflokkar sem sátu á þingi á síðasta kjörtímabili fulltrúa í þeirri nefnd sem lagði til þversum stóptinguna í áður- nefndum drögum. Þá má nefna að ekki eru allir á eitt sáttir um að Reykjavík verði yfír höfuð skipt í tvö kjördæmi en ekki verður farið nánar út í þær deilur hér. Ekki gott að kljúfa félags- og menningarlegar heildir Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi, er einn þeirra sem telur að skipta eigi Reykjavík í austur- og vesturkjördæmi, en miðað við þá hug- mynd er víst að mörkin verði fyrst í stað dregin þvert yfir borgina ein- hvers staðar í námunda við Grensás- veg. Ólafur Öm bendir á að með því að velja hinn kostinn, þ.e. að draga lín- una langsum yfir borgina, sé verið að kljúfa ýmsar félagslegar- og menning- arlegar heildir í borginni. Til dæmis yrðu skólahverfi klofín sem og sóknir og þau hverfi sem annars stæðu sam- an að ýmsum félags- eða íþróttamál- um. „Það væri ómögulegt að ætla sér að kljúfa þetta allt saman upp á milli manna,“ segir hann. „Þetta er auk þess þvert á það sem menn eru að tala um úti á landi. Þar eru menn að tala um að ná saman í eitt kjördæmi þeim landshlutum sem eiga eitthvað sam- eiginlegt en hér í Reykjavík á allt í einu að snúa dæminu við.“ Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, er sama sinnis og Ólafur Öm og segir það ektó koma til greina að stópta Reykjavík í norður- og suðurkjördæmi. „Mér frnnst það vænlegri kostur að stópta Reykja- vík í austur og vestur," segir hún og tekur sem dæmi að henni finnist eðli- legra að „heildstæðir" borgarhlutar eins og vesturbærinn, Þingholtin og Hlíðamar eða eldri hlutar borgarinnar tilheyri sama kjördæminu. Katrín tek- ur þó fram að sér finnist rétt að borg- arfulltrúar Reykjavíkur komi formlega að þessari umræðu um skiptingu Reykjavíkur og bendir aukinheldur á að íbúar Reykjavíkur hafi sennilega sitthvað um þetta mál að segja. í þessu sambandi er vert að taka fram að borgarráð sendi frá sér um- sögn um fyrirhugaðar kjördæma- og kosningalagabreytingar til sérnefndar Alþingis um stjórnskipunarlög í janú- ar sl., þar sem áhersla er lögð á að hugsanleg skipting Reykjavíkur í tvö kjördæmi megi ekki leiða til togstreitu eða hagsmunaátaka innan borgarinn- ar. Þá segir í greinargerð umsagnar- innar að borgarráð telji mikilvægt að fram fari viðræður milli borgaryfir- valda og Alþingis áður en gerðar verða breytingar á lögum um kosning- ar til Alþingis. Helgi Hjörvar, borgar- fulltrúi R-listans, kveðst í samtali við Morgunblaðið ekki eiga von á öðru en að málið verði rætt með formlegum hætti milli þingsins og borgarinnar þegar þar að kemur. Aðspurður segir Helgi að úr því að stópta verði borginni í tvö kjördæmi þyki honum fysilegri kostur að skipta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.