Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Islendingur dúx í V er slunarháskólan- um í Kaupmannahöfn FRETTIR Mikið spurt um sólarlandaferðir í vætutíðinni syðra Nánast allt selt fyrir löngu SIGURGEIR Guðlaugsson fékk hæstu einkunn við útskrift úr Verslunarháskólanum í Kaup- mannahöfn síðastliðinn föstudag, fékk 10,8 sem hann segir að sé gróflega áætiað kringum 9,5 á ís- lenskan mælikvarða. Sigurgeir segir námið hafa verið stíft, inn- tökuskilyrði séu ströng en af 50 nemendum sem hófu námið voru 35 sem luku því. „Þetta var þriggja ára nám á nýrri h'nu, „international business“, eða alþjóðaviðskiptum og er ekki mjög ólíkt viðskipta- fræði en munurinn er sá að allt námið er alþjóðlegt. Við vorum ekki að læra sérstaklega um neinn ákveðinn markað heldur alþjóðleg viðskipti enda er heimurinn allur að smækka í þessum efnum,“ sagði Sigurgeir er Morgunblaðið ræddi við hann. Hann segir yfirlýst markmið námsins vera að búa til stjórnendur sem þurfa jafnvel ekki framhaldsnám og eiga að geta starfað sem stjórnendur hjá fyrir- tækjum í alþjóðaviðskiptum. Hann segir inntökuskilyrðin ströng, lik- lega þau ströngustu á Norðurlönd- unuin og komist aðeins um 10% umsækjenda að. Námið segir hann Ifka stíft og byggt upp á talsvert annan hátt en i hefðbundnu við- skiptafræðinámi. Ráðinn til FBA „Þetta eru fjórar annir á hverju ári og námið er skipulagt þannig að við tökum stranga sjö vikna kúrsa í tveimur fögum í senn sem lýkur með prófum.“ Sigurgeir seg- ist aðspurður eiga að hefja störf næstkomandi mánudag á fyrir- tækjasviði Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins en bankinn bauð hon- um heim til viðræðna fyrir tveim- ur mánuðum og var þá gengið frá ráðningu hans. Hann sagði að fyr- irtæki í Danmörku hefðu haft sam- band við sig og fleiri úr hópnum en hann hefði strax verið ákveðinn í að koma heim. Sagði hann að sér litist vel á sig hjá FBA. Auk Sigurgeirs fengu fjórir aðr- ir nemendur yfir 10 í lokaeinkunn og næsthæsta einkunnin var 10,5. Sigurgeir segir að hæst sé gefið 11 en þó sé til í dæminu að gefið sé upp í 13. „Það er er eiginlega aldrei gefið en helst, þegar nem- andinn er farinn að kenna kennar- anum eitthvað nýtt í prófunum og ljóst er að nemandinn veit meira en hann.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGURGEIR Guðlaugsson, dúx í Verslunarháskólanum í Kaup- mannahöfn, en hann útskrifað- ist þaðan síðastliðinn föstudag. TALSVERT aukin eftirspurn hef- ur verið hjá ferðaskrifstofum eftir sólarlandaferðum eftir þráláta vætutíð sunnanlans síðustu daga og vikur. Fulltrúar nokkurra ferðaskrifstofa, sem Morgunblað- ið ræddi við í gær, segja að ferða- möguleikum sé tekið að fækka þar sem síðustu sætin séu að selj- ast upp, einkum í ferðir til sólar- stranda. „Við vorum nánast búin að selja allt fyrir löngu því fólk ákveður sig snemma. En þeir sem eru í fríi núna og ætluðu kannski að ferð- ast innanlands eru búnir að fá nóg og vilja komast í sól,“ sagði Guð- rún Sjgurgeirsdóttir, deildarstjóri hjá Úrvali-Útsýn. Hún sagði að vegna mikillar sölu væri því ekki hægt að sinna öllum sem vildu en engum væri vísað frá og reynt að finna úrlausn. „Við fyllum í eyð- urnar, eigum viku hér og viku þar og þannig getum við vonandi bjargað sem flestum." Reynt að finna einhver úrræði „Hér er nánast allt búið fram í ágúst,“ sagði Andri Már Ingólfs- son, framkvæmdastjóri Heims- ferða, „og síðustu viku hefur verið stóraukin eftirspurn og það undr- ar kannski engan í því tíðarfari sem verið hefur.“ Andri sagði að tekist hefði að fá tilbaka um 50 sæti hjá spænskri ferðaskrifstofu sem selur ferðir milli Islands og Barcelóna. Hann sagði eftirspurn nú helst frá fólki sem komið væri í frí og vildi komast strax í sólina. í sama streng tók Helgi Jó- hannsson, framkvæmdastjóri hjá Samvinnuferðum-Landsýn. Þar á bæ sagði hann reynt að finna ein- hver úrræði í flugi og gistingu. „Við höfum getað útvegað fólki sæti til sólarstranda með því að flytja sig eitthvað til milli gististaða en ef það gengur ekki vill fólk bara komast til London eða eitthvað burt í betra loftslag en hér ríkir nú.“ Helgi segir að þeir sem komn- ir séu í frí og hafi kannski ætlað að ferðast innanlands vilji nú skyndi- lega komast eitthvað til útlanda og margir tali um að deila fríi sínu milli ferða innanlands og utan. „Þannig púslum við einhverju sam- an fyrir fólk og gefumst ekki upp þótt verulega sé farið að þrengjast um möguleikana." Prófasturinn í Isafjarðarpró- fastsdæmi hættir SÉRA Baldur Vilhelmsson hætt- ir sem prófastur í Isafjarðarpró- fastsdæmi á sjötugasta afmælis- daginn, 22. júlí, en verður áfram prestur í Vatnsfirði þar til prestakallið verður lagt niður. Hann var fyrst settur prestur í Vatnsfirði í júníbyrjun 1956, þá nýútskrifaður guðfræðingur úr Háskóla íslands. Vatnsfjarðar- sókn er með fámennari og af- skekktari prestaköllum á landinu að sögn sr. Baldurs og því stend- ur til að leggja það niður. Sókn- arpreststíð sr. Baldurs lýkur 1. ágúst en hann hefur verið settur prestur ótímabundið áfram. Hann segist finna fyrir eftirsjá en þó sé hann ekki ákveðinn í að vera áfram í Vatnsfirði eftir að preststíð lýkur. Þegar sr. Baldur var spurður hvað honum fyndist um það að prestakallið í Vatns- firði skuli verða lagt niður sagði hann að vissulega væri eftirsjá í því en það væri erfitt að snúa hjóli mannfækkunar við, sérstak- lega á Vestfjörðum. Hann man tímana tvenna því þegar hann tók við embætti voru tún slegin með orfi og ljá. Samhliða prestsstörfunum sinnti sr. Baldur kennslu og sat í stóli skólastjóra í forföllum. Hann segist hafa slegið til þegar hann var beðinn að kenna einn vetur en svo hafi þeir bara orðið svona margir. Þó að Baldri finnist fallegt í Vatnsfirðinum þá hefur sjórinn gert mönnum grikk. Hann segir margar sjóferðir vera sér minn- isstæðar því aldan sé svo kröpp og oftar en ekki þurfti að snúa við. Baldur segist hafa verið feginn Morgunblaðið/Sverrir. SERA Baldur Vilhelmsson lætur af embætti í Isafjarðarprófasts- dæmi 22. júlí nk. að taka við prófastsembættinu fyrir um tíu árum því að hann hafi haft lítið að gera í prests- skap, sérstaklega á vetrum. Ekki var lengur fermt í Vatnsfirði og ekki skírt nema einu sinni til tvisvar á ári og þá helst börn gamalla nemenda Baldurs eða fólks sem á rætur í Djúpi. Baldur er ættaður norðan úr Skagafirði. Það hvarflaði þó aldrei að Baldri fyrir alvöru að sækja burtu. „Einu sinni eða oft- ar var hringt úr Skagafirðinum en ég sinnti því ekki,“ segir sr. Baldur að lokum. Ágreiningur milli Ríkisutvarps og Landssíma um landspildu á Vatnsenda Þinglýsing Landssíma verði gerð ógild RÍKISLÖGMAÐUR og Ríkisendur- skoðun hafa komist að þeirri niður- stöðu að samgönguráðuneytinu, fjár- málaráðuneytinu, fyrir hönd ríkis- sjóðs, og Landssíma Islands hf. hafi verið óheimilt að að gefa út yfirlýs- ingu 13. maí 1998 þess efnis að 7,5 hektara landspilda úr landi Vatns- enda væri eign Landssíma íslands hf. Ríkissjóður var áður skráður eigandi hennar. Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra, fór fram á það í framhaldi af áliti ríkislögmanns að forráðamenn fyrirtækisins létu fjar- lægja þessa skráningu úr bókum sýslumannsins í Kópavogi. Ólafur Þ. Stephensen, forstöðumaður upplýs- inga- og kynningarmála Landssím- ans, segir að Landssíminn hafi farið fram á að koma að sínum sjónarmið- um í málinu áður en þinglýsingin verði fjarlægð úr bókum. Afsal fyrir landspildunni var gefið út 12. nóvember 1929 til ríkissjóðs. í afsalinu er tekið fram að landspildan sé keypt til að reisa þar útvarpsstöð og hluti kaupverðs er greiddur með því að undanþiggja seljanda, svo lengi sem hann lifir, greiðslu árgjalds fyrir notkun útvarpsviðtækis. í bréfi útvarpsstjóra til mennta- málaráðherra 15. janúar 1999 segir að Ríkisútvarpið hafi farið með spild- una sem sína eign allar götur frá því landið var keypt, að þar séu eingöngu mannvirki til útvarpsrekstrar, að Ríkisútvarpið hafi eignfært landið í ársreikningum sínum og að Ríkisút- varpið hafi greitt af landinu fast- eignagjöld. í bréfi forstjóra Landssíma íslands hf. til Ríkisútvarpsins 7. apríl 1998 segir hins vegar að spildan sé í eigu Landssímans og hafi verið talin til eigna hans frá upphafi og sé svo sam- kvæmt fasteignaskrá ríkisins og Fasteignamati ríkisins. í áliti ríkislögmanns segir að sam- kvæmt ljósriti úr þinglýsingarbók Kópavogskaupstaðar fyrir jörðina Vatnsenda var ríkissjóður skráður eigandi fyrir umræddri 7,5 hektara landspildu frá árinu 1933 til þing- lýsingar 18. maí 1998. „Samkvæmt framanrituðu, og þá með sérstakri vísan til orðalags í af- salinu frá 12. nóvember 1929, til skráningar í þinglýsingarbók, til notkunar landspildunnar eins og henni er lýst í bréfi útvarpsstjóra og til þess, að Ríkisútvarpið hefur greitt fasteignagjöld af landinu, verður ekki ráðið, að umræddir 7,5 hektarar lands hafi verið eign Póst- og síma- málastofnunar við setningu laga nr. 103/1996 um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar. Skráning í fasteignaskrá ríkisins eða hjá Fasteignamati ríkisins verður ekki talin eignarheimild, ef hún er ekki studd öðrum gögnum. Verður þá ekki séð að heimilt hafi verið á grund- velli ákvæðis 15. gr. laga nr. 103/1996 að gefa út yfirlýsinguna frá 13. maí 1998 þess efnis, að landspildan sé eign Landssíma íslands hf. Skýra lagaheimild þarf til að breyta skráðri eignarheimild n'kissjóðs að fasteign- um, sbr. ákvæði 40. gr. stjórnarskrár- innar,“ segir í áliti ríkislögmanns. Kemur upp er RÚV semur við Tal „Það hefur verið litið svo á alveg frá upphafi af hálfu Landssímans að þetta land hafi verið eign Símans. Það sem menn hafa fyrir sér í þeim efnum er skráning í eignaskrá ríkisins og hjá Fasteignamatinu. Nú hefur hins vegar komið í Ijós að Ríkisútvarpið hefur sömuleiðis lengi litið á þetta land sem sína eign. Þessi mismunandi afstaða kemur upp á yfirborðið í fyrra þegar kemur í Ijós að Ríkisútvarpið hefur samið við Tal um að koma fyrir tækjabúnaði á Vatnsenda. Landssím- inn sendi þá Ríkisútvarpinu og Tali athugasemd um það og taldi sig eig- anda landsins og þar af leiðandi ætti Tal að semja við Landssímann," segir Ólafur. í framhaldi af þessu leitaði Lands- síminn til fjármálaráðuneytis og sam- gönguráðuneytis um að landið yrði þinglýst sem eign Landssímans. Ólaf- ur segir að sá skilningur hafi verið lagður í málið að landið væri hluti af þeim eignum sem Póstur og sími hefði yfirtekið þegar gömlu ríkis- stofnuninni var breytt í hlutafélag. Landið væri þar af leiðandi í eigu Landssímans núna. Andmælaréttur ekki virtur „Okkar lögmaður hefur gert ráðu- neytinu grein fyrir þeirri afstöðu okk- ar að þegar Ríkisendurskoðun og rík- islögmaður mynduðu sér þetta álit var ekki leitað álits né umsagnai- Landssímans og fyrirtækinu ekki gefinn kostur á því að koma að gögn- um þar að lútandi. Með vísan til stjómsýslulaga, um andmælarétt og fleira, höfum við farið fram á að okk- ur gefist kostur á því að tjá okkur um málið og koma að okkar sjónarmiðum gagnvart ráðuneytinu áður en lengra sé haldið," sagði Ólafur. Landssíminn bíður nú svars frá ráðuneytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.