Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 45 M HELGA KÁRADÓTTIR + Helga Káradótt- ir fæddist í Vestur-Holtum Vestur-Eyjafjalla- hreppi 30. maí 1904. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 13. júní síðast- liðinn, 95 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Kári Sigurðsson, útvegs- bóndi og formaður í Vestmannaeyjum, f. 12.7. 1880 í Selshjá- leigu í Vestur-Land- eyjum, d. 10.8. 1925, og kona hans, Þórunn Pálsdóttir, f. 12.11. 1879 í Vest- ur-Holtum undir Eyjafjöllum, d. 15.3. 1965. Börn þeirra Kára og Þórunnar voru sautján og eru hér upp talin í aldursröð: Ingi- leif, f. 10.6. 1903, d. 16.6. 1903, Helga, sem hér er kvödd, Ósk- ar, múrarameistari og bygging- arfulltrúi í Vestmannaeyjum, f. 9.8. 1905, kvæntur Önnu Jes- dóttur, Ingileif, f. 21.10. 1906, gift Birni Jónssyni, kaupmanni, Sigurbjörn, kaupmaður í Reylyavík, f. 31.5. 1908, d. 21.4. 1997, kvæntur Margréti Ólafs- dóttur, f. 22.8. 1911, d. 22.8. 1992, Þórður, f. 10.8. 1909, drukkn- aði með línuveiðaran- um Papey 22. febr. 1933, unnusta hans var Jóna Kristjáns- dóttir, f.5.9. 1911, d. 1.7. 1991. Þeirra son- ur er Þórður, bóndi í Syðra-Langholti, f. 21.10. 1933, Guðni, bakarameistari, f. 10.9. 1910, Nanna, f. 1.3. 1912, d. 14.6. 1978, gift Gústaf Ágústssyni, Sölmund- ur, f. 23.4. 1913, d. 7.4. 1914, Laufey, f. 10.3. 1914, d. 14.8. 1917, Arnkell, f. 4.4. 1916, d. 12.3. 1917, Rakel, f. 4.9. 1917, d. 10.8. 1980, gift Þorkeli Sigurðssyni, Jón Trausti, aðalbókari Pósts og sima, f. 10.2. 1920, kvæntur Bjarghildi Stefánsdóttir, Kári, f. 44.7. 1921, d. 27.2. 1924, Guðríð- ur Svala, f. 16.7. 1922, Kári Þórir, múrarameistari, f. 9.5. 1924, kvæntur Önnu Eiríksdóttur, og Karl, f. 24.7. 1925, d. 16.2. 1935. Helga ólst upp hjá foreldrum sínum í Vestur-Holtum, en þegar hún var sex ára gömul fluttust þau austur í Landeyjar og það- an 1913 til Vestmanneyja. Þar var hún strax í æsku stoð og stytta foreldra sinna. Ung kynntist Helga manni sín- um, Þórði Ársælssyni frá Ön- undarstöðum, f. 22.2. 1905, og gengu þau í hjónaband 23.4. 1936. Þau hófu búskap á Ön- undastöðum í A-Landeyjum. Helga og Þórður eignuðst þijú börn. Elstur er Karl, f. 25.2. 1937 á Önundarstöðum, hélt heimili með móður sinni á Eyr- arbakka, þá Ársæll.trésmíða- meistari, f. 29.1. 1943 á Önund- arstöðum, kvæntur Eygló Karlsdóttur, búsettur í Reylqa- vík, og Anna Matthildur hús- móður og talsímakona, f. 19.12. 1946 á Borg, maður hennar er Ágúst Stefánsson leigubifreiða- sljóri í Reykjavík, f. 22.5. 1937, börn þeirra eru Þórður, f. 15.12. 1967, Helga, f. 25.1. 1971, og ívar Þór, f. 15.3. 1973. Á Ön- undarstöðum búa þau Helga og Þórður í tíu ár, en flytjast það- an 20. júlí 1946 að Borg í Hraunshverfi við Eyrarbakka og þar búa þau allt til ársins 1975 en þá andast Þórður hinn 29.3. 1975. Árið eftir flyst Helga að Háeyrarvöllum 44 á Eyrarbakka og bjó þar með Karli til dauðadags. Útför Helgu verður gerð frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nokkur minningarorð um Helgu mömmu, ástkæra tengdamóður mína. Þegar ég fyrst kom í heimsókn til Helgu með tilvonandi eigin- manni mínum, Ársæli, var hún komin á tíræðisaldur. Hún var hress og lífsglöð og virtist vera við góða heilsu. Frá fyrstu kynnum bauð hún mig alltaf velkomna á sitt heimili, með sínu óþvingaða og kærleiksríka viðmóti. Allt frá þeim tíma hafa komurnar á Bakkann, í sjávarþorpið þar sem ilmurinn frá sjónum og hreina loftið, sem hress- ir sál og líkama, verið tengt anda og persónu þessarar dásamlegu konu sem ég hefði svo gjarnan vilj- að eiga lengur að sem tengdamóð- ur. AJltaf undraðist ég starfsþrek hennar því ekki virtist annað koma til greina hjá henni en að taka á móti manni með öðrum hætti en fullu borði af kökum sem hún hafði bakað sjálf og alla sunnudaga og hátíðisdaga var hún að elda og steikja hinn fínasta hádegismat. I þessu sýslaði hún og naut sín við hússtörfin þrátt fyrir sinn háa ald- ur. Allar bækurnar á náttborðinu hennar minntu mann á andlegan þrótt hennar og gott minni. Helga fylgdist vel með þeim málum sem efst voru á baugi og átti auðvelt með að blanda geði við unga sem aldna. Þannig leið tíminn og heimsókn- irnar á heimili mæðginanna, Helgu og Kalla, urðu eins og sjálfsagður og ómissandi hluti af tilverunni. Þórður Ársælsson, maður Helgu, var löngu látinn þegar ég tengdist fjölskyldunni. Einn örlagaríkan dag kom reið- arslagið, sem átti eftir að breyta öllu, þegar fréttin barst um að Helga hefði dottið og beinbrotnað á handlegg og fæti. Efthr erfiðai- læknisaðgerðir dvaldi hún á Sjúki’ahúsi Suðurlands þar til yfir lauk. Á sjúkrahúsinu fékk hún frá- bæra umönnun og með dugnaði sín- um ásamt góðri hjálp starfsfólksins á sjúkrahúsinu komst hún á fætur og virtist á góðum batavegi. 30. maí átti Helga 95 ára afmæli, hún var þá enn á sjúkrahúsinu en fékk heimfararleyfi á afmælisdag- inn sinn. Nú finnst mér að dagurinn hafi verið eins og- gjöf Guðs til hennar því hann einn gat vitað að hverju stefndi. Það var eins og öll- um rigningardumbungnum væri sópað í burtu með ósýnilegri hendi og sólin látin taka völdin því það hafði rignt mikið um morguninn. Dagurinn var góður og gleðiríkur. Hún gekk um húsið sitt og hallaði sér í rúmið sitt og umvafin vinum og vandamönnum eyddi hún þess- um síðasta afmælisdegi sínum. Við sem komum til að samgleðjast henni þennan dag njótum þeirra forréttinda að geta átt hann í minn- ingunni um hana, þessa mætu og sjálfstæðu konu sem þekkt var fyr- ir örlæti sitt og umhyggjusemi. Nú er Helga heima hjá Drottni, hún játaði trú á Jesú Krist sem frelsara sinn og trúði á mátt bæn- arinnar. Ég trúi að á himnum hitti hún ástvini sína sem á undan henni eru gengnir, en við sem erum hér eftir á jörðu geymum minninguna um hana í hjörtum okkar og bíðum endurfunda. Guð faðir blessi okkur öll og styrki sem hana syrgjum. Eygló Karlsdóttir. Lyftum upp hjörtum í hæðimar nú, horfum á Jesú í lifandi trú. Sjáum hann stríða við syndir og neyð, sjáum hann líða á krossinum deyð. Pökkum og lofsyngjum drottin í dag, dýrðlegan flytjum nú lofgjörðar brag. Honum, sem lifði og leið fyrir oss, og Iífið sitt blessaða endaði á kross. Kristur vor eilífa elskunnar lind, alla vill hreinsa af þrautum og synd. Alla vill leiða í ljósið til sín, lífs, þar sem eilífðar fegurðin skín. Biðjum því konur og biðjum því menn, blessaða frelsarann styrkinn um enn. Kveikjum í hjörtunum kærleikans þrá, kærieik og trúna fær heimurinn þá. Drottinn minn,blessaðu land vort og lýð, lamaðu öfi þau,sem hyggja á stríð. Vemdaðu, blessaðu og veittu oss brauð, vísdóm og trúna á andlegan auð. (Þ.P.) Þessi sálmur eftir Þórunni Páls- dóttur, móður Helgu, er dýrlegur lofsöngur og bæn til drottins vors og frelsara og hvatning til allra góðra manna að treysta honum og trúa og leggja alit sitt ráð í hendi hans. I mínum huga eru erindi hans öll, eins og leiðarsteinar í lífi Helgu. Lífsgleði hennar, sem ekki einasta lyfti hjarta hennar til hæða í von og kærleika, heldur ekki síður allra þeirra sem kynntust henni og voru henni samferða á lífsleiðinni og hrifust af hlátri hennar og glettni, en sem alltaf var þó svo græsku- laus. Hluttekning hennar í pínu frels- arans á krossinum, þakkir og Iof- söngur til hans fyrir allt sem henni auðnaðist á lífsleiðinni duldust heldur engum. Bænin og einlægnin í öllu hennar trúarlífi og framkomu var þá líka sterkur og ríkur þáttur í hennar fari og ekki má gleyma ást hennar til landsins, átthaganna, fjölskyldunnar og hinna mörgu vina og ættingja, málleysingjanna og allra þeirra sem voru minnimáttar, blómanna og gróðurs jarðai’. Allir þessir eðliskostir sem svo ríkan svip settu á lífshlaup Helgu, hræra nú huga okkar allra sem kveðja hana við dánarbeð. Eins og fram hefur komið fluttist fjölskyldan út í Vestmannaeyjar 1913 en þar gerðist Kári faðir hennar formaður á bátum og síðar útvegsbóndi. Þar reisti hann húsið Hvíld en eignaðist síðar jörðina Presthús og var fjölskyldan lengi við hana kennd. Á þessum tímamót- um í lífi og högum fjölskyldunnar var Helga á tíunda árinu og elst systkina sinna. Það liggur því í hlutarins eðli að fljótt var hún kvödd til verka, strax og kraftar leyfðu. Á svo stóru heim- ili var jafnan fjölmenni, börnin fæddust eitt af öðru og sjómenn of- an af landi áttu sitt heimili þar á vertíðum, en auk útvegs og sjó- mennsku, rak Kári einnig búskap á jörð sinni. Allt þetta kallaði á enda- lausa vinnu og strit. Helga var vilj- ug og létt til verka, fljót að bregð- ast við og aðstoða á hverjum stað. En til viðbótar við allt það sem hún vann og létti undir á heimilinu í Presthúsum bæði við heimilisstörf og fénaðarhald þá fór hún bráðung að vinna fyrir aðra, bæði í vistum út í Eyjum og einnig uppi á landi. Hún var tO að mynda á Bakka og Ön- undarstöðum auk þess að nema síð- ar í eitt ár á hússtjórnarskóla í Reykjavík, sem þótti djarft uppá- tæki sveitastúlku í þá daga. Þá vann Helga um tíma á Landspítal- anum í Reykjavík og var hún stundum eftir það kölluð til að ann- ast veikt fólk, því hún þótti hand- takagóð með afbrigðum og nær- gætin við sjúka. Það var fjölskyldunni stórt og átakanlegt áfall þegar Kári féll frá, langt um aldur fram, aðeins 44 ára gamall. Þegar það gerðist var Helga á 22. aldursári og reyndi nú enn meir á kjark hennar og þraut- seigju. Hún og Sigurbjörn bróðir hennar tóku þá að sér forustuhlut- verkið með móður sinni að stýra heimilinu og systkinahópnum fram úr aðsteðjandi vanda. Það gerðu þau með svo miklum sóma að orð var á haft. Presthúsasystkinin voru að sagt var óvenju kraftmikil og glaðvær og ekki var Helga síst, svo var áhuginn og orkan mikil, að oft eftir erfiðan og langan vinnudag fór hún og tók þátt í íþróttum og æfði m.a. handbolta undir leiðsögn Frið- riks Jesonar og mun handknatt- leikslið það hafa verið hið fyrsta í íslenskri íþróttasögu. Þá stóð hinn stóri systkinahópur reyndar einnig oft fyrir ýmsum leikjum og uppá- kom'Um, allt upp í það að setja upp leikrit í stofunni í Presthúsum. Rúmum tíu árum eftir fráfall Kára, föður Helgu, gengur hún að eiga Þórð Ársælsson á Onundarstöðum í Landeyjum en hann hafði hún þekkt frá unglingsárum. Hefja þau búskap á þeirri jörð vorið 1936. Skal nú farið hratt yfir sögu en á miðsumri 1946 eftir tíu ára búskap þar bregða þau búi og flytjast að Borg í Hraunshverfi og með þeim synir þeirra Karl og Ársæll. Á Borg fæðist þeim dóttirin Anna Matt- hildur og á Borg andast Þórður. Árið eftir stendur Helga á 73. ald- ursári og hafði þá búið á Borg í 30 ár, en selur þá jörðina og flyst að Háeyrarvöllum 44 á Eyrarbakka þar sem hún bjó síðan með syni sín- um Karli til dauðadags, og voru þau hvort öðru styrkur og stoð í lífsbar- áttuninni. Þess má og geta hér að til viðbót- ar við uppeldi sinna bama tóku þau hjón að sér og ólu upp sem sitt barn, systurson Helgu, Sigurð Þor- kelsson, auk þess að hjá þeim var fjöldi sumarbarna sem átti þar góða og eftirminnilega vist. Ég sem hér festi á blað þessar fátæklegu línur úr lífsbók merkrar konu, finn til vanmáttar og sárs- auka nú þegar ég hugsa til löngu liðinna daga og pabbi var að fara niður að Borg og heimsækja Helgu frænku, af hverju tók ég ekki í út- rétta hönd hans og fór með honum í stað þess að festa hugann við ann- að, þá hefði ég notið kynna og ná- vista við þessa góðu frænku mína og fjölskyldu hennar mun lengur á lífsleiðinni. Auðvitað átti ég þá að hlíta ráði pabba. Helga náði háum aldri, eitt af hennar mörgu lífgrösum var geðslagið sem var sérstakt, hún var alltaf hress og glöð á hverju sem gekk, lífsgleðin geislaði frá henni og hún hreif aðra með sér í kátínu og galsa og hlátur hennar smitaði alla af þessari einlægu gleði. Hún sagði skemmtilega frá og kom með hnyttnar athugasemdir. Þá var hún félagslynd og áhuga- söm um réttindamál kvenna og hafa hennar gömlu og kæru kvenfé- lög, bæði austur í Landeyjum og á Eyrarbakka, heiðrað hana. Hún var handavinnukona hin ágætasta, vel- virk og vandvirk að hverju sem hún gekk og hún bakaði til heimilisins flatkökur og sætabrauð fram á síð- asta dag. Hún var sérstaklega gest- risin og gjafmild og fólk laðaðist að henni enda jafnan mikill gesta- gangur á heimili hennar og hún hafði unun af að halda veislur og var þá kosturinn ekki skorinn við nögl, og er þá skemmst að minnast síðustu veislunnar á 95 ára afmæl- inu sem hún hélt brotin á handlegg og fæti. Þá var hún ættfróð og hafði svokallað stálminni, og til hennar var alltaf hægt að leita vantaði samhengið í söguþráðinn þegar málefnin voru rædd. Helga var ákaflega hreinleg og snyrtileg með sjálfa sig og sitt heimili, sem hún vildi hafa vel um gengið og nota- legt. Hún átti barnaláni að fagna, og voru þau öll samstiga og sam- stillt með að gera henni lífið sem léttast ekki síst nú hin síðustu ár þegar ellin þyngdi sporin. Á bræð- urna halla ég ekki þótt ég nefni dótturina Önnu því svo glöð var Helga og þakklát henni fyrir alla hjálp hennar og umhyggju um dag- ana. En Helga átti líka fleiri lífsgrös í kringum sig og það voru nágrann- arnir á Eyrarbakka. Ómetanleg var henni hjálp og umhyggja Erlu og Möggu og nefni ég þær alveg sérstaklega hér svo og vinátta, hjálpsemi og tryggð hinna fjöl- mörgu kvenna og karla sem komu til hennar og Kalla og fylgdust með og glöddu þau á marga lund. Þessu góða fólki á Bakkanum og annars staðar frá, leyfi ég mér að þakka og biðja blessunar Guðs. Þá eru og þakkir sendar til starfsfólks og lækna Sjúkrahúss Suðurlands fyrir frábæra hjúkrun og aðhlynningu. Við hjónin sendum ykkur börnum Helgu og fjölskyldum, ættingjum öllum og vinum hugheilar samúð- arkveðjur, harmur er að kveðinn. Guð styrki ykkur og varðveiti, munum að hans ráð eru best. Elsku frænka, nú á hásumarssól- stöðum þegar dagur ríkir og skugginn á hvergi skjól kveður þú þennan heim, þú fæddist inn í vorið með birtunni, lömbunum og far- fuglunum, þú varst sólarbarn, þú lifðir með reisn sem þú hélst til hinstu stundar. Megi algóður Guð sem þú trúðir og treystir fyrir öllu þínu hér á jörð, opna augu þín í nýjum heimi á v nýju vori. Árni Valdimarsson. Elsku amma, ég get ekki tníað því að þú sért farin, búin að kveðja þennan heim, þú sem alltaf hefur verið til staðar í mínu lífi eins og traustur klettur, góðhjörtuð og hjálpsöm við þína nánustu og aðra. Þrátt fyrir háan aldur varstu ung í anda og fylgdist vel með öllu sem var að gerast í kringum þig og hjá öðrum. Þú varst svo dugleg og kraftmikil kona, sást um þitt eigið heimili, allt þar til þú brotnaðir og fórst á sjúkrahús fyrir rúmum mánuði. En jafnvel þar sýndir þú; z. _ mikinn dugnað, varst komin á fæt- ur og farin að ganga um með stuðn- ing á undraverðum tíma. ÞesS vegna er svo erfitt að trúa því að þú skyldir kveðja núna, þú sem ætlaðir að verða 100 ára. Það dáðust allir af kraftinum í þér og skarpskyggni eða eins og Birgir, maðurinn minn, orðaði það: „Amma þín er gáfuð kona og er mjög gaman að ræða við hana um, ýmsa hluti enda tekur hún eftir meiru en mann grunar.“ Elsku amma, þér fannst svo ' gaman að barnabarnabörnunum þínum og Kári litli 9 mánaða var í miklu uppáhaldi en hann er nafni föður þíns og bróður. Þér þótti vænt um þá nafngift og í hvert sinn sem þú sást hann hafðir þú orð á því hversu fallegur hann væri. Síð- ast var hann að grípa í tærnar á þér uppi í sjúkrarúmi þér til mikill- ar ánægju. Amma, við viljum einnig þakka þér fyrir góðan stuðning sem þú veittir okkur í veikindum Önnu Ágústu, dóttur okkar, fyrir tæpum fimm árum. Hún mun alltaf minnast þín. Það var alltaf svo gott að koma í heim- sókn til þín á Eyrarbakka. Þú tóksþ. K svo vel á móti okkur með kökum og kræsingum. Ég man líka eftir mér sem lítilli stelpu í heimsókn hjá þér og afa á Borg, að sitja á hesti með bræðrum mínum, að leika mér í hlöðunni og fá volga kúamjólk í litl- um grænum bolla á bekk í fjósinu. Já amma, þú upplifðir margt á þinni löngu ævi. Þú varst næstelst af 17 systkinum sem mörg hver dóu ung og önnur seinna á lífsleið- inni. Þú tókst þá ábyrgð á heimilis- haldinu ásamt móður þinni og hjálpaðir við að annast yngri systk- ini þín. Síðar giftist þú afa, Þórði Ársælssyni, og eignaðist þín eigin börn, barnabörn og barnabarna- börn. Nú ertu búin að kveðja þenn-1 an heim en ég veit þér líður vel, þú komst til mín í draumi og sagðir við mig að það að upplifa dauðann hafi verið eins og kraftaverk og það eitt segir mér að þú sért á góð- um og fallegum stað með afa þér við hlið. Við systkinin viljum þakka vin- konum ömmu og nágrönnum fyrir aila þá hjálp og góðan félagsskap sem þau veittu ömmu okkar í gegn- um árin og elsku Kalli fræridi, Guð gefi þér styrk á þessum tímamótum og í veikindum þínum. Elsku amma, við kveðjum þig öll og þökkum fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Guð geymi þig. Helga Ágústsdóttir og Ijöl- skylda, Ivar Þór Ágústsson og fjölskylda og Þórður Ágústsson. • Fleirí minningargreinar um Helgu Káradóttur bíða birtingar ogl(l munu birtast i blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.