Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 40
\ 40 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Endurmenntun Um 140 manns frá 25 þjóðlöndum eru samankomnir hérlendis á ráðstefnu um endurmenntun og er þetta fjölmennasta ráðstefna af þessu tagi sem haldin hefur verið. Ragna Sara Jónsdóttir spjallaði við nokkra sem koma að ráðstefnunni en miklar framfarir hafa átt sér stað á þessu sviði undanfarin ár. Framsýnir endumýj a þekkinguna • Endurmenntun er mikilvæg brú á milli rannsókna og vinnumarkaðar • Fólk á öllum aldri getur valið sér tíma til að stunda nám TVISVAR sinnum á hverju ári koma meðlimir EUCEN-samtakanna sam- an og hafa gert frá árinu 1991. EUCEN stendur fyrir „European University Continuing Education Network", sem á ís- lensku þýðir Samtök um endur- menntun í evrópskum háskólum sem er sjálfstæð eining og vinnur m.a. að því að bæta gæði endur- menntunar. Yfír 160 háskólar og aðrar stofnanir eru aðilar að sam- tökunum. I ár er ráðstefna samtak- % anna haldin hér á landi og taka um 140 manns þátt í henni þar sem hún fer fram í húsnæði Endurmenntun- arstofnunar og Háskóla Islands nú um helgina. Að sögn Kristínar Jónsdóttur endurmenntunarstjóra Háskóla Is- lands er ráðstefnan í ár sú fjöl- mennasta sem haldin hefur verið af þessu tagi. Undirbúningur hefur staðið yfir í rúmt ár en ráðstefnur af þessu tagi hafa áður verið haldn- ar í mörgum Evrópulöndum og er þessi sú sautjánda í röðinni. Yfír- skrift ráðstefnunnar að þessu sinni er „Lærum hvert af öðru“ og segir Kristín að á þessu sviði sé mjög mikiivægt að ólík lönd læri af ^ reynslu hinna. Guðrún Yngvadóttir staðgengill endurmenntunarstjóra tekur undir þetta með Kristínu og segir að milli- landasamstarf sem slíkt sé mjög mikilvægt, sérstaklega í löndum þar sem stofnanir eru einar á sínu sviði. „Þetta er gott tækifæri fyrir okk- ur öll og styrkir samvinnu land- anna.“ Hún segir að á milli þess að ráðstefnur séu haldnar sé samt sem áður mikið samstarf á milii landa. Til dæmis hafi verið unnið að tólf verkefnum innan samtakanna í ákveðnum verkefnaflokkum síðast liðin þrjú ár sem kallast „The Nuce“ og stendur fyrir „Thematic network project in University Continuing ^ Education." Þar hafi meðal annars verið unnið að gerð handbókar fyrir stjómendur endurmenntunarstofn- ana og notkun margmiðlunar í end- urmenntun verið þróuð og er verið að ljúka vinnu við sum þessara verkefna á ráðstefnunni. Þörf fyrir endurmenntun eykst sífellt Að sögn Kristínar hefur þróunin undanfarin ár verið sú að þörfin fyr- ir og vitundin um endurmenntun aukist mjög hratt og nauðsynlegt sé , fyrir starfsfólk að endurmennta sig til að halda hæfni sinni í starfi. Til marks um þetta tekur hún dæmi um fjölgun nemenda hjá Endur- menntunarstofnun. Nemendafjöld- inn hefur tvöfaldast fjórða hvert ár og í fyrra voru þeir 11.600 en End- urmenntunarstofnun er fjölmenn- asti skóli landsins. Frá endurmenntunarstofnuninni Bosch i Gimpera í Barcelona á Morgunblaðið/Ásdís Genevieve Jdn Torfi Auroi-Jaggi Jónasson endurmenntun, menn beri saman bækur sínar og læri mikið hver af öðrum. Jákvætt viðhorf til endurmenntunar hérlendis Nú sé það orðið miklu ljósara en áðiu- að endurmenntun sé „alvöru liður í menntakerfinu“ eins og hann orðar það. „Endurmenntun er ekki lengur einhver aukagrein og flestir eru sammála um að þróunin næstu fimm til tíu árin verði hröð og að vægi og vinsældir endurmenntunar muni enn halda áfram að aukast," segir Jón Torfi. Jón Torfi segir að könnun sem nýlega var gerð um stöðu endur- menntunar hérlendis hafi sýnt að afstaða fólks til endurmenntunar væri geysilega jákvæð. Fólk væri í raun áfjátt í að sækja námskeið af mjög margvíslegum toga. Þá kom í ljós jákvætt viðhorf atvinnurek- enda til endurmenntunar, sem töldu mjög jákvætt að starfsfólk þeirra sækti námskeið. Jón Torfi segir að þó hafi komið í ljós nokk- urt misræmi milli viðhorfa fulltrúa atvinnulífsins og almennra starfs- manna um hvað það væri sem skipti mestu máli. Hann segist þó telja að á því ætti að vera auðvelt að ráða bót. Menntun fyrir allan aldur Framtíðarsýn viðmælenda Morg- unblaðsins um þróun endurmennt- unar á næstu árum er á svipaða lund. Palomar, Auroi-Jaggi og Jón Torfi eru sammála um að mynstur menntunar sé að breytast. Fólki á öllum aldri gefist tækifæri til að stunda nám hvenær sem er á lífsleið- inni og ekki sé lengur miðað við að ungmenni ljúki allsherjamámi á þrí- tugsaldri. Tilhneigingin nú sé frem- ur í þá átt að fólk klári ákveðið nám, bæti við sig síðar og endumýi þekk- ingu sína með írekara námi eða námskeiðum langt fram eftir aldri. Jón Torfi segist þó helst hafa áhyggjur af því að kerfið verði of einsleitt og taki um of mið af hefð- bundnu háskólanámi. Hann telur gíf- urlega mikilvægt að viðhalda fjöl- breytninni, því þannig geri menntun- in mest gagn. Spáni er hingað kominn Armando J. Palomar til þess að taka þátt í ráð- stefnunni. Hann segir að gífurleg þróun hafi átt sér stað á sviði end- urmenntunar á Spáni síðast liðin ár og sviðið hafi beinlínis blásið út. Stofnunin sem Palomar starfar hjá er sjálfstæð stofnun sem starfrækt er innan Barcelona-háskólans og var hún stofnuð árið 1983. Þegar stofnunin hóf starfsemi þá sem hún rekur í dag árið 1993 vora kennslu- stundir á ári um 2.000, í fyrra vora þær komnar upp í 35.000. Fjölgun nemenda er að auki gríðarleg og stofnunin er nú með 25 kennslustof- ur til að mæta eftirspum. Genevieve Auroi-Jaggi frá End- urmenntunarstofnun Genfar-há- skóla getur einnig staðfest mikinn vöxt og eftirspum eftir endur- menntun í Sviss á undanfömum ár- um. Segir hún að þátttakendum á námskeiðum stofnunarinnar hafi fjölgað úr 50 manns árið 1992 í 4.000 á síðasta ári. Auroi-Jaggi seg- Morgunblaðið/Kristinn „ÞAÐ er mjög nauðsynlegt til að halda gæðum end- urmenntunar á háu stigi,“ segir Miller. þegar gert það. Fyrirtæki í Bandaríkjunum eyddu til dæmis um 58 billjónum dollara í endurmenntun árið 1997. Af þessum sökum, og þar kem ég að punkti númer Qögur, þurfa háskólar og endur- menntunarstofnanir á þeirra vegum að setja gæða- staðal fyrir slíka menntun. Það er nyög nauðsynlegt til að halda gæðum endurmenntunar á háu stigi,“ segir Miller. Milier segir að þetta séu helstu atriðin í sögu end- urmenntunar í Bandaríkjunum sem Evrópulöndin geti dregið lærdóm af að sínu mati. Þó bendir hann á að tæknivæðingin hafi að undanförnu opnað ný svið á þessum vettvangi. Þær nýjungar feli í sér marga og í raunf óendanlega möguleika, sem Bandaríkja- menn hlakki til að taka þátt í í framtíðinni. UM 140 manns frá 25 þjóðlöndum eru saman- komnir hér- lendis á ráð- stefnu um endurmennt- un sem lýkur á morgun, sunnudag. Kristín Jónsdóttir Gudrún Yngvadóttir Armando J. Palomar ir einnig að í Sviss sé litið á endur- menntun sem mikilvæga brú milli rannsóknastarfs og hins almenna vinnumarkaðar. Nauðsynlegt sé að bæta og viðhalda sérhæfðri þekk- ingu og nú sé þörf á starfsfólki sem er vel að sér um nýja þekkingu í sínu fagi alls staðar í Evrópu. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- _ og menntunarfræði við Háskóla Islands, er einn af fyrir- lesuram ráðstefnunnar. Hann segir gæði og útbreiðslu endurmenntun- ar á íslandi býsna góða og við séum framarlega í flokki meðal ná- grannaþjóðanna á því sviði. Hann segir að þessi ráðstefna og aðrar í sama dúr hafi mikla þýðingu fyrir Reynslunni miðlað til Evrópu EINN þekktasti endurmenntunarfrömuður heims er Bandaríkjamaðurinn Harold Miller og heldur hann erindi á ráðstefnunni sem fer fram nú um helgina. Miller var formaður NUCEA, „National University Continuing Education Association" í rúm tuttugu ár og hlaut m.a. Julius M. Nolte-verðlaun samtakanna fyrir framlag sitt til sviðsins. Að sögn Miller má rekja sögu endurmenntunar í Bandaríkjunum til loka 19. aldar; þó ekki einungis þar vestra heldur einnig í Bretlandi, en bæði Oxford- og Cambrídge-háskólarnir buðu upp á endurmennt- un á þessum tima. í Bandaríkjunum má rekja upphaf endurmenntunar til átaks ríkisins til þess að mennta bændur og iðnaðarmenn upp úr aldamótunum 1900. Síðan þá hefur menntastofnunum Qölgað gífurlega í Bandarfkjunum, þar með talið þeim sem sjá um end- urmenntun, en að sögn Millers starfa þær oftast inn- an háskóla eða samhliða þeim. Vegna þessarar löngu sögu og þeirrar miklu reynslu sem Bandaríkjamenn búa yfir var Harold Miller beðinn um að skýra frá þeim Iærdómi sem Bandarfkjamenn hefðu dregið af endurmenntunar- starfi í gegnum tfðina á ráðstefnunni. Miller segir að fyrst og fremst megi nefna að svið endur- og sí- menntunar fari sffellt stækkandi og vaxandi. I öðru lagi segir hann að eftirspum eftir endur- menntun sé orðin svo mikil að háskólar og stofnanir á þeirra vegum geti ekki annað henni allri. Því sé nauðsynlegt fyrir þær stofhanir að taka upp sam- vinnu við fyrirtæki, aðra háskóla og yfirvöld til að standa að þessari menntun. I þriðja lagi segir Miller: „Ef við mætum ekki þessari eftirspurn, þá munu aðrir gera það og hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.