Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 14
14 PRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ RANNVEIG Valdimarsdóttir með dætur sínar, Fanneyju og Sóllilju Krist- björnsdætur, Sigrún Eðvarðsdóttir og Ragnheiður Jóhannesdóttir sem heldur á Katrínu Ramos, dóttur sinni. HELGI Zimsen, flokksstjóri í Grasagarðinum, stýrir Valgarði Gislasyni og Hallvarði Ásgeirssyni af festu og öryggi. Morgunblaðið/Jóra HJÓNIN Kristján Stefánsson og Kristín Jensdóttir voru í Grasagarðinum með Guðrúnu dóttur sinni. VISTMENN og starfsfólk af Hjúkrunarheimilinu Skjóli fengu sér hress- ingu i garðinum. Blómlegt mannlíf í Grasagarðinum Sumarblíðan hefur loks gert vart við sig í borginni. Erla Skúladóttir rölti um Grasagarðinn í Laugardal í gær og ræddi við fólk sem naut veðursins. Laugardalur SIGRÚN Eðvarðsdóttir, Rannveig Valdimarsdóttir og Ragnheiður Jóhannes- dóttir sátu ásamt dætrum tveggja siðarnefndu, Fann- eyju, Sóllilju og Katrínu, í skjóli trjáa í Grasagarðin- um og fengu sér snæðing. Stöllurnar eru allar úr Mosfellsbæ en fannst kjörið að njóta sólarglætunnar í Laugardal og viðra börnin um leið. Þær segjast ekki oft leggja leið sína í Grasa- garðinn, Ragnheiður kom þangað síðast í líffræði- kennslu i menntaskóla. Mæðurnar tvær segjast hins vegar vel geta hugsað sér að heimsækja garðinn oftar, rifja upp líffræði- þekkinguna og deila henni með börnum sinum. Sól- lilju, sem er orðin tveggja ára, fannst gaman að skoða fuglana á vatninu og vinkonurnar úr Mosfellsbæ voru sammála um að Grasagarðurinn væri til mikillar prýði. Næst urðu á veginum hjón frá Akureyri sem skoðuðu Grasagarðinn af áhuga og þekkingu ásamt dóttur sinni sem búsett er á Spáni. Kristján Stefáns- son og Kristín Jensdóttir voru verðlaunuð fyrir garð sinn á Akureyri snemma á sjötta áratugnum þegar garðeigendur í bænum fengu í fyrsta sinn viður- kenningar fyrir garðrækt. Þau heimsóttu Grasagarð- inn í Laugardal í fyrsta skipti í gær og lýstu ánægju sinni með hann. „Hann er óskaplega fal- legur," sagði Kristín og Guðrún dóttir hennar tók undir það. Þeim þótti garð- urinn koma skemmtilega á óvart þótt hann stæðist ekki samanburð við Lysti- garðinn á Akureyri, enda miklu yngri. Guðrún er í stuttri heim- sókn á Islandi en hún býr rétt fyrir utan Barcelona. Þar ræktar hún plöntur í garði sínum en segir garð- ræktina býsna frábrugðna ræktuninni hér, meira sé um rósir og ávexti í suð- rænu loftslaginu á Spáni. Starfsmenn Grasagarðs- ins sjá til þess að hann sé gestum til ánægju og yndis- auka. Helgi Zimsen er flokksstjóri i garðinum, hann segir um 15 manns sinna þessum verkum í sumar. Hann vakti athygli blaðamanns á því að Grasa- garðurinn er stærsta lif- andi plöntusafn á landinu. Þúsundir tegunda plantna þrífast þar; íslenska flóran auk eriendra plantna sem meðal annars má finna i grjóthliðum í garðinum. Valgarður Gislason og Hallvarður Ásgeirsson starfa undir verksljórn Helga. í þeirra verkahring er að búa til beð, moka mold, færa plöntur og grisja. Þeir glöddust yfir betri tíð en fannst þó veðr- ið í sumar ekki hafa verið svo slæmt, „það var bara hressandi", sögðu þeir. Strákarnir viðurkenndu þó að þeir létu sig dreyma um óvenjugott veður í júlí. Kaffihús að nafni Café Flóran er rekið í Grasa- garðinum á sumrin. Það er opnað alla daga vikunnar klukkan 10 og er opið til klukkan 6 utan þriðjudaga og fimmtudaga, en þá er opið fram á kvöld. Margir nutu veitinga kaffihússins í góðviðrinu í gær, þeirra á meðal vistfólk og starfsmenn Hjúkrunar- heimilisins Skjóls. Að sögn starfsfólksins koma hópar frá heimilinu í garðinn á hverju sumri, mismunandi oft eftir veðri. Þetta var fyrsta heimsókn sumarsins, enda hefúr varla gefið til útiveru í borginni í sumar fyrr en nú. Eimbað opnað í Sundlaug Grafarvogs Aðsókn hefur aukist NYTT eimbað var tekið í notkun í Sundlaug Grafar- vogs á fimmtudag. Þar með er nær fulllokið fyrsta áfanga sundlaugarinnar. Enn er þó eftir að bæta búningsaðstöðu fyrir fatlaða en því verki verður lokið í sumar. Að sögn Hafliða Hall- dórssonar, forstöðumanns Iþróttamiðstöðvarinnar í Grafarvogi, eru bamalaug og vatnsrennibraut á teikni- borðinu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvenær ráðist verður í framkvæmdir við þær. Sundlaug Grafarvogs var opnuð í maí á síðasta ári. Hafliði segir aðsókn í laug- ina sífellt aukast og fasta- gestum fjölga. Nú hittast um 30 manns í heita pottin- um fyrir klukkan átta hvem morgun. Anægja ríkir með- Morgunblaðið/Erla Skúladóttir HAFLIÐI Halldórsson, forstöðumaður íþróttamið- stöðvarinnar í Grafarvogi, við nýja eimbaðið. al laugargesta með hið nýja hefur sæti fyrir 12 manns. eimbað, að sögn Hafliða. Grafarvogslaug er hverf- Frítt er í gufubaðið sem islaug sem ætlað er að þjóna Grafarvogur þörfum allra aldurshópa. í sundlauginni er skipulögð starfsemi fyrir börn; skóla- sund á veturna og sundnám- skeið á sumrin auk æfinga sem stundaðar eru í laug- inni árið um kring. Börn eru því stór hluti laugargesta. Haíliði segist hafa orðið var við að fleira eldra fólk legði leið sína í Grafarvogs- laug eftir að öflugur nudd- pottur komst í gagnið um áramót og enn frekar nú með tilkomu eimbaðsins. Hafliði bendir á að við hönn- un Grafarvogslaugar hafi verið litið til reynslu af öðr- um sundlaugum borgarinn- ar og hún sameini því það sem best hefur reynst ann- ars staðar. Nuddpotturinn sé til að mynda sambærilegur pott- inum í Breiðholtslaug en eimbaðið eigi sér fyrirmynd í Laugardal. Engir pallar í ár Mosfellsbær EKKI verða settir upp áhorfendapallar í nýja íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ á þessu ári, að sögn Sigurðar Guð- mundssonar, íþróttafull- trúa bæjarins. Enn verð- ur því keppt í gamla hús- inu þótt þröngt geti orðið um áhorfendur þar. Verið er að kanna hvort grundvöllur sé til að ráðast í að reisa palla í nýja íþróttahúsinu fyrir 1.000 manns á næsta ári en fullbúið á húsið að rúma 2.000 áhorfendur. Iþróttahúsið var tekið í notkun í október á sl. ári og er nú í notkun sem kennslu- og æfingahús- næði. Kostnaður við að koma húsinu í það horf var um 230 milljónir kr. og var Mosfellsbæ stór biti, að sögn Sigurðar. Hann segir enn hægt að keppa í gamla húsinu, sem rúmar hátt í 600 manns, þótt nokkuð þrengi að áhorfendum á heimaleikjum Aftureld- ingar í handknattleik. Einsetning kallar á aukastofur Austurbær TIL stendur að setja upp tvær aukastoíúr við Austurbæjarskóla síðar í sumar. Skólinn hefur verið einsetinn í þrjú ár og er nú svo komið að húsnæðið rúmar ekki alla nemendur skólans með góðu móti að sögn Guðmundar Sighvats- sonar skólastjóra. Af þeim sökum hefur verið sótt um að fá tvær lausar kennslustofur sem væntanlega koma í júlí og verða staðsettar á bflastæðunum við skól- ann. Nemendum hefur þó ekki fjölgað verulega frá síðasta ári og taldi Guðmundur fjöldann ekki vera langt frá nem- endafjölda síðasta árs. Hann sagði þó að ým- islegt gæti breyst ennþá í þeim málum, því mikil hreyfing væri á fólki og að fjöldi nemenda við skólann yrði ekki ljós fyrr en með haustinu. Fáar leiðir til lausnar Vesturbær KRÖFUR bygginga- reglugerðar um fjölda bílastæða eru uppfylltar við íþróttasvæði Knatt- spyrnufélags Reykjavík- ur í Frostaskjóli. Nýlegt deiliskipulag er til af svæðinu og skipu- lagsyfirvöldum borgar- innar þótti lausnin sem þar er boðið upp á full- nægjandi. Því fer þó fjarri að bflastæði séu næg á öllum heimaleikj- um knattspyrnuliðs fé- lagsins. Að sögn Margrétar Þormar hjá Borgar- skipulagi eru fáar leiðir færar til lausnar bfla- stæðavandanum, þétt- byggt er í kringum svæð- ið og lóðir í einkaeign.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.