Morgunblaðið - 29.06.1999, Síða 19

Morgunblaðið - 29.06.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 19 Landsvist stofnað á Húsavík NYTT fyrirtæki, Landsvist ehf., hefur verið stofnað á Húsavík og er markmið þess að vinna og miðla landsupplýsingum, sinna hugbúnaðar- og netþjónustu, hönnun og gerð kynningarefnis og veita verkfræðilega þjónustu. Að stofnun fyrirtækisins standa; Hljóðvist og hönnun Húsavík, Orion ráðgjöf ehf., Prim ehf. Reykjavík, og Ypsilon ehf. Kópavogi. Tveir Starfsmenn munu þegar hefja störf hjá fyrirtækinu, sem verður til húsa að Höfða 2, og framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn Ólafur Júlíusson, tækni- fræðingur. Fyrirtækið bauð nokkrum bæj- arbúum til móttöku á veitinga- staðnum Thor í Húsavíkurhöfn og Árni Jónsson, verkfræðingur, stjórnarformaður Landsvistar ehf., skýrði viðstöddum frá til- gangi fyrirtækisins, verksviði þess og fyrirhugaðri þjónustu. Bæjarstjórinn Reinhard Reyn- isson ávarpaði viðstadda og sagði að Landsvist ehf. væri velkomin landvist á Húsavík og vonaði að fyrirtækið ætti eftir að þróast eins og til væri ætlast. framkvæmda- stjóri Flugleiðahótela BJORN Theódórs- son, framkvæmda- stjóri Flugleiðahót- ela hf., lætur af störfum hjá félaginu hinn 1. ágúst næst- komandi og við starfi hans tekur Kári Kárason. í fréttatilkynn- ingu frá Flugleiða- hótelum segir að Björn hafi starfað hjá Flugleiðum um 30 ára skeið og verið fr amkvæmdastj óri hjá félaginu síðast- liðin 20 ár, nú síðast hjá Flugleiðahótel- um. Kári Kárason er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands og réðst hann til Flugleiða sumarið 1994. Hann var deildarstjóri í fjár- reiðudeild 1994- 1996 en frá árinu 1996 hefur hann gegnt stöðu for- stöðumanns inn- kaupa- og eldsneyt- isdeildar á fjármála- sviði félagsins. Kári hefur verið stjórn- arformaður Flug- leiðahótela hf. frá stofnun fyrirtækis- ins í byrjun árs 1998. Hann er kvæntur Ingu Kjartansdóttur og eiga þau tvö börn. Flugleiðahótel hf. reka 7 heilsárshót- el. Það eru Hótel Loftleiðir, Hótel Esja, Flughótel Keflavík, Hótel Flúðir, Hótel Kirkj ubæj arklaust- ur, Hótel Höfn og Hótel Hérað. Auk þess rekur félagið 15 sumarhótel víðs vegar um landið undir nafninu Hótel Edda. Árleg velta Flugleiðahótela er um 1,2 milljarðar króna og að meðal- tali starfa um 250 manns hjá félaginu. Björn Theódórsson Kári Kárason Sýnishorn úr söluskrá 1. Útgerðarmenn. Til sölu er heil veröld út af fyrir sig sniðin fyrir ykkur. Bryggja, síldarverkunarhús, fiskverkunarhús, geymslur, íbúðar- húsnæði. 2. Ljósmyndafyrirtæki sem einnig er með stúdíó, framköllunarþjónustu og innrömmun. Mikíð að gera, góðar tekjur. Selst vegna veikinda. Þekkt fyrirtæki sem ekki þarf sérmenntaðan eiganda. Tækjalisti á staðnum. 3. Verktakafyrirtæki á hjólum. Sjálfstætt byggingarþjónustu- og verk- takafyrirtæki til sölu. Næg vinna. Frábærtæki. Laust strax af sérstök- um ástæðum. 4. Framleiðslufyrirtæki í plasti. Framleiðir plastbönd fyrir útgerðarfélög og byggingarframleiðslu. Einn maður í vinnu. Mikill vélakostur sem fylgir. 5. Heildverslun með mikið af sérstökum hlutum sem enginn annar er með. Þekkt dæmi sem þarfnast mikillar sölumennsku enda skemmtileg vinna. Laust strax. 6. Stór og mikil gjafa- og blómaverslun til sölu í stóru húsnæði. Hægt að bæta við sig vöruflokkum t.d. antík, húsgögnum eða frumbyggja- styttum. Frábær staðsetning í borginni, þar sem fólkið er á daginn. Söluaukning á milli ára. 7. Heimabakstur með rúgbrauð og skonsur. Arðvænleg atvinna fyrir duglegt fólk. Laust strax. Góð viðskiptasambönd fylgja með. Öll tæki sem þarf. 8. Einn þekktasti skyndibitastaður borgarinnar. Selur mikið af hamborg- urum, léttum steikum og fiskmeti. Einnig ís og sælgæti. Góð staðsetn- ing, siðlegur vinnutími og huggulegur staður. Upptýsingar aðeins á skrifstofunni. HJÍÍTiT7^~ŒmB71 SUOURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Dilbert á Netinu mbl.is ngólfur Helgi Tryggvasow karfisiræðingur hjá Ræsi sifellt fleiri viðskiptavinir okkar kunna að mcta. Kynntu þér strax hcildarlausnir Canon Canon Skaftahlíð 24 • Sími 569 7700 http://www.nyherji.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.