Morgunblaðið - 29.06.1999, Page 26

Morgunblaðið - 29.06.1999, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Litlu mun- aði í Manila AIRBUS 310-þota bandaríska flutningafyrirtækisins Federal Express fór út af brautarenda í lendingu á flugvellinum í Manila á Filippseyjum í gær. Engan sakaði, en miklar skemmdir urðu á vélinni, að sögn flugvall- arstarfsmanna. Þotan var að koma frá San Francisco í Bandaríkjunum. Ekki hafa verið gefnar út opinberar yfirlýsingar um orsök óhappsins, en flugvall- arstarfsmenn sögðu vélina hafa runnið út af brautinni, sem hafí verið hál vegna rigningar. Vélin stöðvaðist nokkra metra frá steingarði sem skilur að flug- völlinn og hraðbraut. Settur framkvæmdastjóri fugvallarins sagði: „Flugmaðurinn má þakka fyrir að lendingarhjólin skyldu grafast í jörðina, annars hefði hann kannski lent úti á hrað- brautinni.“ A-Tímorar hefja friðarviðræður Jakarta. Reuters, AP. Svartfellingar þoka sér Qær sambandsríkinu XANANA Gusmoa, leiðtogi aðskiln- aðarsinna á Austur-Tímor, sagði í gær að friðarviðræður stríðandi fylkinga Austur-Tímora hefðu ekki gengið eins vel og vonast hefði verið til en gætu enn ráðið úrslitum um hvort friður kæmist á fyrir at- kvæðagreiðsluna eftir tvo mánuði um framtíð landsvæðisins. Viðræðumar hófust á föstudag og markmiðið með þeim ér að binda enda á mannskæð átök milli að- skilnaðarsinna og stuðningsmanna Indónesíustjómar á Austur-Tímor. Gusmoa sagði að fyrstu fundimir hefðu verið mjög mikilvægir þótt þeir hefðu ekki gengið eins vel og vonast hefði verið til. Hreyfingar aðskilnaðarsinna væm enn stað- ráðnar í að gera allt sem þær gætu til að tryggja frjálsa og lýðræðis- lega þjóðaratkvæðagi’eiðslu á veg- um Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um hvort Austur-Tímor ætti að vera hluti af Indónesíu eða fá sjálfstæði. Biskupar kaþólsku kirkjunnar á Austur-Tímor standa fyrir viðræð- unum, en þær fara fram án þátttöku Indónesíuhers, sem stjómar land- svæðinu og hefur verið sakaður um að hafa stutt vopnaðar hreyfingar Austur-Tímora, sem era andvígar því að landsvæðið fái sjálfstæði. Tug- ir manna hafa fallið í átökunum síð- PÁFAGARÐUR gerir nú hvað hann getur til að koma í veg fyr- ir frekari útbreiðslu bókar sem vakið hefur mikla reiði yfirvalda kaþólsku kirkjunnar en í bókinni er flett ofan af meintum hneyksl- ismálum ýmissa kirkjunnar manna. Eru nokkrir háttsettir þjónar Páfagarðs sakaðir um samkynhneigð, kynferðisglæpi, framasýki og fjármálamisferli í bókinni, sem heitir „Á hverfanda hveli í Páfagarði". Sérstakur dómstóll Páfagarðs hefúr boðað á sinn fund Luigi Marinelli preláta, sem sagður er hafa ritað bókina. Hefur Marinelli verið skipað að koma í veg fyrir frekari dreifingu bókarinnar og tryggja jafnframt að hún verði ekki þýdd á önnur tungumál. Fullyrt er að Marinelli, sem settist í helgan stein á síðasta ári, hafí ritað bókina í bræðiskasti enda sé hann ósáttur við að hafa ekki hlotið frekari frama innan ustu tvo mánuði og þúsundir hafa flúið í framskógana af ótta við árásir. Ramos-Horta í fyrstu heimsókninni frá 1975 Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta, útlægur leiðtogi að- skilnaðarsinna, var leyft að fara til Indónesíu til að taka þátt í viðræð- unum. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur til landsins frá því Indónesar hernámu Austur-Tímor árið 1975. Fimmtán stuðningsmenn Indó- nesíustjórnar efndu í gær til mót- mæla við flugvallarhótel í Jakarta, þar sem friðarviðræðurnar fara fram, og héldu á borðum með víg- orðum gegn Horta. Þeim var ekki leyft að fara inn í hótelið og þeir sögðust ætla að efna til fjölmennari mótmæla við bygginguna í dag. Sendiherra Portúgals, Ana Gomes, sagði á fundinum í gær að ekki hefði enn verið hægt að tryggja að þjóðatkvæðagreiðslan gæti farið friðsamlega fram þar sem hætta væri á átökum á mörgum svæðum. Ráðgert hafði verið að at- kvæðagreiðslan yrði 8. ágúst, en Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, ákvað í vikunni sem leið að fresta henni um að minnsta kosti tvær vik- ur vegna átakanna. kaþólsku kirkjunnar. Marinelli hefur fyrir sitt leyti ekki neitað aðild að gerð bókarinnar en seg- ir að verið sé að gera sig að blóraböggli, og að augljóst sé að fleiri en einn maður komu að rit- un sögunnar. Þeir sem kunnugir eru innvið- um Páfagarðs segja auðvelt að þekkja um hverja verið sé að ljalla í bókinni, þótt viðkomandi séu í fæstum tilfellum nafn- greindir. I bókinni er m.a. stað- hæft að einn háttsettur kirkjunn- ar þjónn loki sig reglulega inni á skrifstofu sinni í Páfagarði ásamt ungum drengjum í því skyni „að sinna mikilvægum störfum." Loks er í bókinni greint frá þeirri valdabaráttu og því bak- tjaldamakki sem fram fór í Páfa- garði eftir andlát Jóhannesar Páls páfa fyrsta. Er jafnvel varp- að fram efasemdum um að dauða páfans hafí borið að með eðlileg- um hætti. í KJÖLFAR ósigurs Serba í Kosovo-stríðinu þykir nú ýmislegt benda til að stjórnvöld í Svartfjalla- landi hafi nú aukið andstöðu sína við júgóslavnesk stjórnvöld og um það sé nú rætt meðal ráðamanna í Podgorica að segja Svartfjallaland úr Sambandsríki Júgóslavíu og lýsa yfir sjálfstæði landsins. í Svartfjallalandi búa um 600.000 manns - flestir af serbneskum upp- rana - og í gegnum tíðina hafa íbú- ar landsins sýnt Serbum pólitíska hollustu. Er Júgóslavía, sem var og hét, var brotin upp í einingar árið 1991 ákváðu stjómvöld í Belgrad og Podgorica að starfa áfram saman undir merkjum Júgóslavíu, sam- bandsríkis Serbíu og Svartfjalla- lands. Nú eru hins vegar teikn á lofti um að Sambandsríkið sé brátt liðin tíð, ekki síst ef Slobodan Milos- evic forseti þess mun áfram ríkja á valdastóli í Belgrad. „Við verðum að forða okkur und- an faðmlagi hans eins fljótt og auðið er,“ sagði Miodrag Vukovic, leiðtogi Jafnaðarmannaflokks Svartfjalla- lands og náinn ráðgjafi Milo Djuka- novics, forseta landsins, í viðtali við Washington Post sem birtist í sl. viku. „Fyrirsjáanlegt er að enginn mun fjárfesta í Júgóslavíu og þess vegna eiga ríkin enga samleið á meðan Milosevic er til staðar.“ Undirbúningur hafinn? Hefur blaðið það eftir háttsettum embættismönnum í Svartfjallalandi að starf sé hafið sem miði að því að varpa hinu gamla fyrirkomulagi Sambandsríkisins fyrir róða og stefna hins vegar á lauslegt sam- band ríkjanna sem væri eitthvað í ætt við Evrópusambandið (ESB). Samkvæmt slíku fyrirkomulagi yrði Svartfjallaland pólitískur jafnoki Serbíu og hefði auk þess algert full- veldi yfir eigin landssvæði. Ef Serbía hafnar slíku fyrirkomulagi - sem reyndar er fastlega búist við - er talið afar líklegt að Svartfellingar muni krefjast sjálfstæðis, ekki síðar en nk. haust. Telja sérfræðingar í málefnum Balkanskaga að slíkt geti valdið miklum óstöðugleika á svæðinu og hefur verið bent á að jafnvel þótt styrkur Milosevics hafi minnkað mikið vegna eftirmála átakanna í Kosovo, eigi hann enn vísan stuðn- ing um 20-30% kjósenda í Svart- fjallalandi, ef marka má nýlegar skoðanakannanir. Er stuðningurinn einna mestur meðal fátækra og lítið menntaðra sem búa í norðurhluta landsins, nærri serbnesku landa- mæranum. Meðan á átökunum í Kosovo stóð hafnaði Djukanovic, forseti Svart- fjallalands, því alfarið að lýsa yfir stríðsástandi í landinu, þrátt fyrir ítekaðar kröfur þess efnis frá stjómvöldum í Belgrad. Sú ákvörð- un Djukanovics að halda Svart- fjallalandi utan stríðsins var hættu- spil - í ljósi talsverðs stuðnings við Milosevic í landinu - sem nú virðist hafa borgað sig. Eiga stjórnvöld í Svartfjallalandi von á ríkum alþjóð- legum fjárstuðningi auk þess sem Djukanovic er nú talinn vera sá sem stóð uppi í hárinu á Milosevic og verndaði þjóð sína fyrir þjóðemisof- stæki stjórnvalda í Belgrad. Ráðamenn í Belgrad gagnrýna hins vegar Djukanovic og stjórn hans mjög og lýsa forsetanum sem „svikara" og hæðast að því að hann telji sig ve'ra frjálslyndan í ljósi for- tíðar hans innan kommúnistaflokks- ins í Júgóslavíu. Jafnvel meðal þeirra Svartfell- inga er styðja Djukanovic hefur verið bent á að forsetinn stima- mjúki eigi nokkuð mislitan feril að baki. Djukanovic var í forystu þeirra Svartfellinga er gerðu innrás í Bosníu árið 1991 og tóku - ásamt Júgóslavíuher - króatísku hafnar- borgina Dubrovnik herskildi. Djukanovic var útnefndur forsæt- isráðherra aðeins 29 ára gamall og stjómaði umfangsmiklu smygli á meðan viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna ríkti í Júgóslavíu snemma á áratugnum. En á sama tíma er litið svo á með- al umbótaaflanna í Svartfjallalandi að Djukanovic sé sá eini er hafi burði til að forða landinu undan Milosevic. Nigel Kennedy heldur tónleika í Belgrad BRESKI fiðluleikarinn Nigel Kennedy hélt tönleika ásamt Fíl- harmoníusveit Belgrad í Sava- tónleikahöllinni í höfuðborg Ser- bíu á sunnudag. Meðal gesta var Milan Milutinovic, forseti Serbíu, og eiginkona hans, Olga, sem sjást hér á innfelldu myndinni. Bók um Páfagarð veldur uppnámi Rdm. The Daily Telegraph.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.