Morgunblaðið - 29.06.1999, Side 48

Morgunblaðið - 29.06.1999, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens E/aJS OG 1 1 S/)G£>/... J<± JL -i §S Grettir Hundalíf ...OG NUMER HINNA HEPPNU PESSA VTKU EPU.. ) ...ALLAR ÞESpAR MILLJÓNIR, 7 HUGSAÐU PER BARA HVAÖ VTÐ GÆTUM GERT FVRIR PÆR Pað er sama sagan í hverri viku. Þau líða inn í drauma- veröld, eyða auðcefum sínum í stór hús, stóra bíla og dýr ferðalög Pví miður endist það ekki lengil ..OG LOKATALAN ER..27 TRÚIÖU PVT?! - EKKI EINU SINNI EIN TALA Ljóska BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Skíðagöngur á Ok og Skjaldbreið snemmsumars Frá Reyni Eyjólfssyni: BAÐAR þessar fallegu hraundyngj- ur eru í um 70. km loftlínu-fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Okið (1198 m) er við Kaldadalsveg en bezt er að koma að Skjaldbreið (1060 m) eftir línuveginum, sem liggur frá Kaldadalsvegi austur í Haukadal og er norðan til í fjallinu. Báðar þessar leiðir eru ágætlega jeppafærar og einnig má vel skrönglast þær á sæmilega háum fólksbílum. Þar sem vegurinn liggur næst Oki er hann í um 700 m hæð en í um 550 m hæð næst Skjaldbreið. Þegar leiðimar eru opnaðar fyrir umferð í júní - júlí er snjór í þessum fjöllum nánast niður í veg í meðalárum. Vegna lítils halla (5-7 gráður) eru þessi fjöll kjörin til ferðalaga á gönguskíðum. Þau eru einnig alger- lega hættulaus þar sem engar gjár né þverhnípi eru þar á venjulegum gönguleiðum. Þó verður að hafa hugfast að þetta eru öræfi og mjög er þama villugjamt í dimmviðri. En séu viðeigandi öryggistæki með í för er ekkert að óttast. Eg hef gengið á Skjaldbreið á skíðum í niðaþoku í von um að upp birti, sem brást, en þetta var samt mjög skemmtileg ferð. Ég hef gengið á þessi fjöll á skíð- um að sumarlagi mörg undanfarin ár og stundum náð tveimur ferðum með viku millibili, en því miður hverfur snjórinn mjög fljótt úr þeim eftir að vegurinn opnast. Bezta leið- in á Ok liggur á það úr suðaustri, þ.e. rétt austan við nípuna Bræðra- virki og þaðan norðvestur á há- punkt fjallsins, sem er varðan við gígskálina. Fjarlægðin er um 4,5 km og hækkun tæplega 500 m. A Skjaldbreið er gengið rétt vestan við Sandgíg, sem er sandorpinn hóll rétt sunnan línuvegarins og þaðan í hásuður unz komið er að gígnum mikla efst í fjallinu. Hækkun er hér líka um 500 m en vegalengdin er heldur styttri. Göngutími upp er í báðum tilvikum ein og hálf til tvær klst. ef hægt er farið. Ferðin niður á skíðunum er að sjálfsögðu mjög skemmtileg, hægt að „krussa" sitt á hvað og á Skjaldbreið tókst mér einu sinni að fara tvo hringi um- hverfis fjallið! Útsýni af þessum fjöllum er frá- bært í góðu veðri og má með sanni segja að þau séu hvort öðru betra í þessu tilliti. Af Skjaldbreið ber mik- ið á Þórisjökli í norðri, Hlöðufelli í austri, Skriðu í suðri og Botnssúlum í vestri. Þingvallasvæðið blasir við í suðvestri. Af Okinu sést líka mildll fjallasalur: Eiríksjökull í norðaustri, Geitlandjökull og Prestahnúkur í austri, Þórisjökull í suðaustri og Skarðsheiði í vestri svo fátt eitt sé nefnt. Mér er ekki kunnugt um að Ferðafélag íslands eða Útivist hafi efnt til skíðaferða á þessi fjöll að sumarlagi. Þeirri hugmynd er hér komið á framfæri í fullvissu þess að skemmtilegri ferðir eru vandfundn- ar. REYNIR EYJÓLFSSON, Eyrarholti 6, Hafnarfirði. Vafasamir viðskipta- hættir bflaumboðs Frá Helga Skúlasyni: SÍÐASTLIÐIÐ haust keypti ég bfl hjá Bifreiðum og landbúnaðarvél- um af gerðinni Hyundai Accent ár- gerð ‘96. Nú nýverið ákvað ég að skipta um bfl og fer á milli bílaum- boða að leita mér að nýjum bfl með þennan sem uppígreiðslu. Alls staðar var mér hafnað um slík við- skipti þar sem bflar af þessari gerð eru svo gott sem óseljanlegir. Ég sneri mér því til B&L með það fyrir augum að að fá nýjan bfl af sömu gerð þar sem þeir hafa verið að auglýsa gylliboð á slíkum bílum. Eftir að hafa rætt við sölu- mann og bfllinn hafði verið sölu- skoðaður kom í ljós að þeir voru til- búnir að taka hann upp í nýjan með um 30% afföllum en bflinn hef ég átt í tíu mánuði og ekið honum um 9.000 km. Athygli mína vakti að nokkuð stór hluti affallanna var vegna bil- ana sem í ljós komu nú en ekki í söluskoðun fyrirtækisins fyrir 10 mánuðu s.s. biluð stýrisvél, demparar, öxulpakkdós o.fi. sem að mínu viti er óeðlilegt á bfl sem alls hefur verið ekið 35.000 km. Einnig var hann felldur um 40.000 kr. í verði vegna smárispu á hurð sem bílamálari segir mér að hægt sé að laga fyrir 5.000 kr. Vegna þessara bilana fór ég að grennslast betur fyrir um feril bfls- ins og kom þá í ljós að hann hafði lent í tjóni fyrir um þremur árum sem eðlilegt er að rekja þessar bil- anir til. Þessu tjóni var mér ekki sagt frá þegar ég keypti bílinn og segir sölustjóri mér í dag að þeir hafi ekki vitað af því heldur og vill þannig firra fyrirtækið ábyrgð en er þó tilbúinn að minnka afföllin, en þó aðeins að hluta. í mínum huga var mér seldur bíll með leyndum galla og er ábyrgðin hjá séljanda og bað ég því sölustjóra um riftun á kaupum en því var neitað. Vera má að að stórt bifreiðaum- boð eins og B&L telji sig geta boð- ið almúganum hvað sem er í krafti þess að fólk veigrar sig við að fara í kostnaðarsöm málaferli en ég hyggst leita réttar míns og dæmi nú hver fyrir sig hvar hann liggur. HELGI SKÚLASON, Engihjalli 17, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.