Morgunblaðið - 03.07.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 23
ERLENT
Yfir Trirable, sem og auðvitað öllum
öðrum, vofði nefnilega hin umdeilda
Drumcree-ganga Oraníumanna í
Portadown. Skiptir í því sambandi
máli að Portadown er einmitt í kjör-
dæmi Trimbles; kjördæmi þar sem
búa flestir harðlínumanna úr röðum
sambandssinna, og þar sem menn eru
allt annað en ánægðir með að bresk
stjómvöld skyldu banna Óraniumönn-
um að ganga fylktu liði í gegnum
hverfi kaþólskra á sunnudag.
Hafa menn reyndar látið þess getið
að það hefði gert Trimble mun auð-
veldar fyrir í samningaviðræðunum í
þessari viku, ekki síst gagnvart harð-
línumönnum í eigin flokki, hefði hann
getað fengið því framgengt að Óram'u-
menn fengju að ganga sína leið.
Þreyta og Örvænting
Sannkallaðir maraþonfundir hafa
farið fram í Belfast í þessari viku enda
öllum ljóst að til h'tils er að semja um
frið ef mönnum tekst ekki að setja í
farveg þau ákvæði sem tryggja eiga
að friðurinn sé varanlegur, og sem
taka á þeirri óánægju sem var undir-
rót vargaldarinnar til að byrja með.
Þurftu viðsemjendur að lifa með
þeirri vitneskju að mistækist þeim
ætlunarverk sitt gátu þeir átt von á
hörðum átökum strax um helgina.
Vopnahlé öfgahópa voru jafnframt í
húfi.
Tony Blair var heldur þreytulegur
þegar hann mætti til fundar í Stor-
mont í gær, og kannski ekki furða
enda hafði hann setið nánast stans-
laust á fundum síðan hann kom til
Belfast á mánudag. Hann hafði sett
deilendum „endanlegan" frest til að
leysa ágreiningsefni sín sem rann út á
miðnætti á miðvikudag en áfram hélt
hann þó, og var sem breski forsætis-
ráðherrann hefði ákveðið með sjálfum
sér að hann færi ekki frá Belfast fyrr
en einhver vísir að samkomulagi lægi
fyrir.
Eftir því sem klukkustundimar liðu
greip hins vegar nokkur örvænting,
og ekki síður þreyta, deilendur og
mun Blair í gær og fyrrakvöld hafa
beitt öllum ráðum til að þrýsta á
Trimble. Jafnframt mun Bill Clinton
Bandaríkjaforseti hafa hringt ítrekað
í Trimble og gert honum ljóst að nafn
hans yrði ritað í sögubækur skrifaði
hann undir það samkomulag, sem
virtist vera að taka á sig mynd. Á
sama hátt var Trimble áreiðanlega
minntur ítrekað á hverjum yrði um
kennt, ef viðræðumar fæm út um
þúfur.
Þykja þessir atburðir um margt
minna á síðustu stundimar áður en
Trimble skrifaði undir friðarsam-
komulagið sem kennt er við föstudag-
inn langa í fyrra. Þá, eins og nú,
strandaði á sambandssinnum. I það
skiptið gaf Trimble sig að lokum en
allt fram á síðustu stundu í gær vom
menn ekki vissir um að hið sama
myndi gerast nú.
Trimble var tregrir til að
treysta orðum Sinn Féin
Eftir fímm daga erfíða samningalotu í
Belfast hillti loks undir samkomulag í gær
----------------------------------7--
um myndun heimastjórnar á Norður-Ir-
landi og afvopnun IRA. Davíð Logi Sig-
urðsson segir að allt fram á síðustu stundu
hafí sambandssinnar átt erfítt með að trúa
loforðum Sinn Féin um að IRA myndi
sannarlega hefja afvopnun.
EFTIR að Kanadamaðurinn John de
Chastelain birti skýrslu sína í gær um
afvopnun öfgahópanna á Norður-ír-
landi vöknuðu vonir enn á ný um að
hægt yrði að finna lausn á deilum leið-
toga stríðandi fylkinga um myndun
heimastjómar og afvopnun írska lýð-
veldishersins (IRA). Sagði í skýrslu
hershöfðingjans fyrrverandi að
ástæða væri til að ætla að IRA og
öfgahópar sambandssinna myndu
sannarlega afvopnast að fullu fyrir
maílok á næsta ári og vakti það vonir
um að hægt yrði að telja David
Trimble, leiðtoga stærsta flokks sam-
bandssinna (UUP), á að samþykkja
myndun heimastjómarinnar með að-
ild Sinn Féin, stjómmálaarms IRA,
gegn loforðum um að IRA byrji af-
vopnun fyrr en síðar.
Afar erfitt er að henda reiður á hvað
átti sér stað á bakvið tjöldin í samn-
ingaviðræðunum í þessari viku, sem
fóra fram í stjómarbyggingum við
Stormont-kastala í útjaðri Belfast. Þó
var orðið Ijóst að í raun strandaði á
Trimble og félögum hans í samninga-
nefnd UUP, Sinn Féin hafði lagt fram
tilboð sem bæði Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, og Bertie Ahem,
forsætisráðherra írlands, töldu afar
álitlegt og sem sambandssinnum væri
ekki stætt á að hafna. Fullyrða frétta-
skýrendur að allt frá því á miðviku-
dagskvöld hafi viðræðumar í raun
snúist um að koma málum þannig í
kring að Trimble gæti skrifað undir
samkomulag.
Á fimmtudagskvöld, þegar svo virt-
ist sem viðræðumar væra í raun fam-
ar út um þúfur, var augljóst af fasi
Gerrys Adams, leiðtoga Sinn Féin, að
hann átti erfitt með að sætta sig við
hversu tregur Trimble var til að gang-
ast að samkomulagi. Adams taldi sig
hafa gengið eins langt og hægt var og
mun hann hafa talið að bæði Blair og
Ahem væra sáttir við tilboð hans, og
að þeir væra sannfærðir um að hægt
væri að treysta orðum hans. Því
strandaði einungis á Trimble. Spum-
ingin sem lýðveldissinnar vora að
spyrja sig var þessi: Ef þeim hafði
tekist að sannfæra forsætisráðherra
Bretlands um að hægt væri að treysta
orðum þeirra, hvers vegna í ósköpun-
um þrjóskaðist Trimble við?
Sinn Féin lofaði afvopnun IRA
í viðræðum sínum við Trimble mun
Adams hafa boðist til að leggja fram
yfirlýsingu þar sem fullyrt væri að
Ekki til marks um
breytta stefnu Rússa
WILLIAM Cohen, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, segist ekki
telja að flug tveggja rússneskra
sprenguflugvéla inn fyrfr íslenskt
loftvarnarsvæði sé til marks um
breytta stefnu rússneskra stjórn-
valda gagnvart Vesturlöndum.
Hann kvaðst telja flugið hafa átt
að reyna á viðbragðsgetu Bandaríkj-
anna, og bætti því við að fljótt hefði
verið brugðist við.
Tveir rússneskir „Birnir,“
sprengjuflugvélar af gerðinni Tupo-
lev TU-95MS, flugu inn á loftvarnar-
svæði Islands sl. föstudag. Tvær
F-15 orrustuþotur varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli flugu í veg fyrir
Birnina og fylgdust með ferðum
þeirra. Rússnesku vélarnar flugu
umhverfis landið og fylgdu banda-
rísku þoturnar þeim út af loftvarnar-
svæðinu.
Cohen nefndi, í viðtali við CNN í
fyrrinótt, að þetta væri í fyrsta sinn
„í fimm eða sex ár“ sem rússneskar
sprengjuflugvélar hefðu verið stein-
snar frá Bandaríkjunum. Wesley Cl-
ark, yffrmaður herafla Atlantshafs-
bandalagsins (NATO), sagði flug
rússnesku vélanna til marks um
„óvenjulega mikinn vilja til að taka
áhættu".
Bandaríska blaðið Washington
Post fjallaði ítarlega um flug vélanna
og greindi frá því að flugið hefði
valdið nokkram áhyggjum hjá ráða-
mönnum í Washington. Talsmaður
bandaríska þjóðaröryggisráðsins
sagði hins vegar að þarlend stjórn-
völd teldu þetta léttvægt atvik.
„[Rússar] vilja að eftir sér sé tekið
sem afli sem takast þurfi á við,“
sagði Cohen um hugsanlegan tilgang
flugsins. „Við tökumst á við þá.“
Sinn Féin gæti sannfært IRA um að
afvopnast fyrir maílok árið 2000. Jafn-
framt að herinn væri reiðubúinn að
semja um tímaáætlun þar sem skjal-
fest væri nákvæmlega hvenær og
hvemig þessi afvopnun ætti að fara
fram.
Sá hængur var hins á að Adams var
ekki reiðubúinn til að láta Trimble
þetta tilboð í té skriflega fyrr en hann
hefði fullvissu fyrir því að Trimble
myndi ganga að því. „Við útskýrðum
fyrir þeim að við gætum ekki gert
þetta tilboð skriflega vegna þess hve
þessi mál era viðkvæm," sagði Adams
í fyrrakvöld. Trimble var því tækni-
lega séð ekki að segja ósatt þegar
hann sagði seint á miðvikudagskvöld
að hann hefði ekki „séð“ nein slík til-
boð frá Sinn Féin. Adams fullyrti þó
að Trimble þyrfti ekki að velkjast í
vafa um hvað myndi verða í tilboðinu,
og mátti sjá að Ádams var reiður yfir
ólíkindalátum Trimbles.
Það virðist alveg Ijóst að þegar Bla-
ir ræddi um það á fimmtudag að
deilendur hefðu stigið „söguleg, risa-
vaxin skref' í þessum viðræðum, og
að samkomulag væri innan seilingar,
átti hann við það tilboð sem Sinn Féin
var þá þegar búið að leggja fram. Þau
tíðindi höfðu nefnilega gerst að Gerry
Adams hafði fullyrt að hann gæti
fengið IRA til að afVopnast. Harðvít-
ugustu hryðjuverkasamtök í Vestur-
Evrópu, Irski lýðveldisherinn, vora
reiðubúin til að láta af hendi vopnin
sem herinn hefur eytt þrjátíu árum í
að sanka að sér. Hér vora sannarlega
mikil tíðindi að gerast.
Trimble átti við raun-
verulegan vanda að etja
Ástæða þess að Adams vildi ekki
leggja tilboð sitt fram skriflega, nema
hann hefði fullvissu fyrir því að gengið
yrði að því, var sú að hann vildi ekki
að þetta tilboð yrði skjalfest einhvers
staðar, þannig að hægt væri að vísa til
þess yrði sest niður til samninga síðar
meir. Staðreyndin var nefnilega sú, og
svo virðist sem Blair hafi haft af því
nokkrar áhyggjur, að allsendis óvíst
væri að slíkt tilboð frá Sinn Féin yrði í
boði seinna.
Reuters
ÞRATT fyrir að vísir að samkomulagi um myndun heimastjórnar og
afvopnun IRA lægi fyrir á Norður-Irlandi í gær vofir yfír íbúum hér-
aðsins hin umdeilda Drumcree-ganga Óraníumanna í Portadown, sem
orðið hefur vettvangur harðra átaka undanfarin sumur. Reynt verður
fram á síðustu stundu að flnna málamiðlun sem bæði kaþólikk-
ar og mótmælendur í Portadown geta sætt sig við.
En eins og The Irish Times hafði
eftir ónefndum sambandssinna þá
vildi UUP ekki trúa „kraftaverkinu
mikla“ nema þeir sæju það svart á
hvítu. Trimble vildi fá loforðið skrif-
legt, og hann vildi að IRA undirritaði
það. Sambandssinnar hafa reyndar
ávallt litið á Sinn Féin og IRÁ sem
tvær hliðar á sömu mynt en í þessari
viku brá Trimble á það ráð að segja
sem svo: Leiðtogar Sinn Féin halda
því ætíð fram að þeir tali ekki fyrir
hönd IRA, hvers vegna ættu sam-
bandssinnar þá að taka orð Sinn Féin
um afvopnun IRA trúanleg?
Vandamál Trimbles í hnotskurn er
það að jafnvel þótt hann sætti sig við
tilboð Sinn Féin, og væri reiðubúinn
til að láta af kröfunni um að afvopnun
IRA eigi sér stað áður eða samhliða
myndun heimastjómarinnar, þá er
vitað að nokkrir felagar hans í þing-
flokki UUP era það ekki. Liggur fyrir
að ef fleiri en fimm af tuttugu og átta
þingmönnum UUP á n-írska heima-
stjómarþinginu sætta sig ekki við
samkomulagið þá era dagar Trimbles
sem leiðtoga UUP taldir og öll sam-
komulag um myndun heimastjómar
fallin hvort eð er.
I þessu ljósi er skiljanlegt hvers
vegna Trimble vildi hafa í höndimum
loforð Blairs fyrir því að hann myndi
setja löggjöf í gegnum breska þingið
sem tryggðu sjálfkrafa að ef IRA
stæði ekki nákvæmlega við gefin lof-
orð, og afhenti öll vopn á tilsettum
tíma, væra skilmálar samkomulagsins
um myndun heimastjómarinnar með
aðild Sinn Féin umsvifalaust fallnir úr
gildi. Einungis með þess háttar
vamagla í farteskinu taldi Trimble sig
reiðubúinn til að mæta þeim í flokki
sínum sem ekki vildu hvika frá kröf-
unni um „vopn fyrst, svo heima-
stjóm“, og var hann hikandi þó.
Lrttu viö í Intersport Hjá okkur
færðu allt í ferðalagið: Tjöld,
svefnpoka, bakpoka,
gönguskó, fylgihluti,
útivistarfatnað o.fl. o.fl.
ÞlN FRlSTUND - OKKAR FAG
VINTERSPORT
Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is
Opid; Mánud. - fimmtud. 10-18 FÖstud. 10-19 Laugard. 10-16.
Mario Puzo
látinn
Ncw York. AP.
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Mario Puzo, sem skrifaði með-
al annars söguna um Guðföð-
urinn, lést á heimili sínu á
Long Island í gær. Hann var
78 ára. Auk Uuðföðursins, sem
kom út 1969 og hefur selst í
um 21 milljón eintaka um allan
heim, skrifaði hann sjö skáld-
sögur og hafði nýlokið einni er
hann lést. Hún kemur út á
næsta ári. Puzo var fæddur í
New York, og voru foreldrar
hans ítalskir innflytjendur.