Morgunblaðið - 03.07.1999, Page 24
24 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Boðaðar sparnaðaraðgerðir rLkisstjórnar Gerhards Schröders kanzlara
Tilraun til að rjúfa „um-
bótateppuna“ í Þýzkalandi
Reuters
KANZLARINN Gerhard Schröder og fjármálaráðherrann Hans Eichel voru ákveðnir á svip er þeir kynntu
spamaðaráform stjórnarinnar, sem þeir sögðu „umfangsmestu umbótaáætlunina í sögu Sambandslýðveldisins".
í síðustu viku kynnti
þýzka ríkisstjórnin
umfangsmikla áætlun
um umbætur á skatt-
kerilnu, sem á að
stöðva skuldasöfnun
þýzka ríkisins. Auðunn
Arnórsson rekur hvað
í áformunum felst og
lýsir pólitískum bak-
grunni þeirra.
MEÐ umfangsmikilli umbótaáætl-
un, sem felur í sér skatta- og út-
gjaldabreytingar sem spara eiga
þýzka ríkiskassanum 30 milljarða
marka, um 1.200 milljarða króna,
strax á næsta ári, reynir nú Ger-
hard Schröder Þýzkalandskanzlari
að reka af sér það slyðruorð í inn-
anlandsmálum, sem fjölmiðlar og
stjórnarandstaða voru farin að
bera á hann með síauknum þunga.
A ríkisstjórnarfundi um miðja
síðustu viku tókst Schröder að fá
samþykki samsteypustjórnar sinn-
ar fyrir hinum metnaðarfullu
áformum, sem hagsmunaaðilar í
þýzku viðskipta- og þjóðlífí hafa
tekið misjafnlega, enda óhjá-
kvæmilegt annað en að slíkar
sparnaðarráðstafanir komi illa við
suma þegna landsins.
Stóru orðin
ekki spöruð
Hálfs árs formennskutímabil
Þýzkalands í ráðherraráði Evrópu-
sambandsins (ESB), sem lauk í
júní, formennska í G7-hópi stærstu
iðnríkja heims, og Kosovo-deilan
hafði haldið athygli kanzlarans frá
brýnum úrlausnarmálum í innan-
landsmálum Þýzkalands - eða því
héldu að minnsta kosti leiðarahöf-
undar þýzkra fjölmiðla og ekki sízt
talsmenn stjórnarandstöðunnar
fram.
Kanzlarinn sparaði heldur ekki
stóru orðin, þegar hann kynnti
áformin á blaðamannafundi í Bonn,
með fjármála-, félags- og heilbrigð-
ismálaráðherra stjórnarinnar sér
við hlið. Um væri að ræða „stærstu
umbótaáætlunina í sögu Sam-
bandslýðveldisins," „áætlun ger-
endanna gegn úrtölumönnunum".
Aformin, sem fjármálaráðherr-
ann Hans Eichel og félags- og at-
vinnumálamálaráðherrann Walter
Riester eru sagðir aðalhöfundarnir
að og kynnt voru undir yfírskrift-
inni „endumýjun Þýzkalands",
höfðu vikum saman fyrir opinbera
kynningu þeirra verið erfitt deilu-
mál milli stjórnarflokkanna, jafn-
aðarmanna og Græningja. Þau fela
í aðalatriðum í sér eftirfarandi
þætti: Lækkun fyrirtækjaskatta,
endurbætur á stöðu fjölskyldunnar
í skattkerfinu, langtímaáætlun um
uppstokkun eftirlaunakerfisins og
hækkun neyzluskatta, einkum á
eldsneyti, sem liður í þeirri stefnu
að leggja meiri áherzlu á „um-
hverfisskatta“.
Schröder lagði á það áherzlu við
kynningu áformanna, að ríkis-
stjómin hefði með þeim brugðizt
við afleiðingum hnattvæðingarinn-
ar og hinnar efnahagslegu og fé-
lagslegu sameiningar Þýzkalands.
Fyrri ríkisstjóm, sem Helmut
Kohl fór fyrir, sendi hann auk þess
tóninn með því að segja að nú væri
liðinn sá tími, sem valdhafarnir
sætu af sér vandamálin án þess að
leysa þau. Nú væm umbætur
komnar í gang, sem fólk myndi al-
mennt ekki gera sér grein fyrir hve
þýðingarmiklar væru fyrr en að
áratugum liðnum. Umbótaáformin
myndu hjálpa yngri kynslóðinni en
tryggði hinum eldri jafnframt
nægilegt félagslegt öryggi.
Schröder og félagsmálaráðherr-
ann Riester telja sér til tekna, að
með áformunum hækki hin ríkis-
tryggðu eftirlaun á árunum 2000
og 2001 aðeins um það sem svarar
verðbólgunni og að til ársins 2030
muni eftirlaunin lækka úr 70%
heildartekna nú í 67%; samkvæmt
áformum Norberts Blúms, sem fór
með félagsmál í Kohl-stjórninni,
átti þetta hlutfall að lækka í 64%.
Tekjuskattur á fyrirtæki á að
lækka í 25% frá árinu 2001. Með
því færist að sögn þeirra Schröders
og Riesters Þýzkaland í hóp neðsta
þriðjungs Evrópulanda, og reynd-
ar heimsins alls, hvað varðar fyrir-
tækjaskattheimtu.
Tímabært átak
Ekki þykir vafi leika á því, að
eftir hina brösóttu byrjun stjórnar
Schröders fyrstu mánuðina eftir að
hún tók við völdum sl. haust, þegar
svo virtist sem ein höndin væri
uppi á móti hverri annarri í hverju
málinu á fætur öðru, veiti kanzlar-
anum ekki ekki af að sanna að
hann sé fær um að koma erfiðum
innanlandsmálum í gegn, án þess
að ágreiningur og hagsmunaá-
rekstrar í röðum stjórnarliðins
hindri framgang þeirra.
Þar til Oskar Lafontaine, fyrr-
verandi fjármálaráðherra og for-
maður jafnaðarmannaflokksins
SPD, hvarf úr ríkisstjórninni fyrr á
árinu var togstreitan milli hins
áhrifamikla flokksformanns og
kanzlarans Schröders það sem
virtist valda mestu um að erfitt var
að festa hendur á hver raunveruleg
stefna stjómarinnar væri, og hver
væri í raun ábyrgur fyrir henni.
Eftir brotthvarf Lafontaines
leikur ekki lengur neinn vafi á því
hver ber ábyrgð á stjórnarstefn-
unni. En ágreiningur milli manna
innan stjómarinnar, einkum milli
Græningja og jafnaðarmanna en
þó einnig milli þingflokks SPD og
kanzlaraembættisins, hafði verið
áberandi á undanförnum vikum.
Þessi ágreiningur kallaði á gagn-
rýni, og Schröder varð að bregðast
við henni með sannfærandi hætti.
Liður í áætlun hans um að sýna svo
ekki yrði um villzt hver stjómi var
að koma hinum áberandi yfirmanni
kanzlaraembættisins, Bodo
Hombach, í annan stól. Hombach,
sem var einn helzti ráðgjafi
Schröders og hans pólitíska „hægri
hönd“, hafði verið harðlega gagn-
rýndur fýrir að sinna ekki sem
skyldi því hlutverki sínu að miðla
málum milli stjórnarflokkanna.
Með því að koma honum í nýtt
embætti Balkanskagaerindreka
ESB og fá í hans stað minna áber-
andi mann sem líklegra þykir að sé
fær um að sjá til þess að friður ríki
- að minnsta kosti út á við - milli
stjómarflokkanna og milli þings og
kanzlaraembættisins, er liður í
þessari „valdsmannsáætlun" kanz-
larans.
Der Spiegel segir það meðal
mikOvægustu pólitísku hæfileika
Schröders, að geta „bundið marg-
víslegustu staðreyndir og aðstæður
saman í einn heildarpakka," sem sé
óljós hvað pólitískt innihald varðar,
en höfði með árangursríkum hætti
til tilfinninga fólks. Þannig hafi
hann nýtt sér þær aðstæður sem
upp voru komnar eftir tap jafnað-
armanna í Evrópuþingskosningun-
um um miðjan júní, þá athygli sem
sameiginleg stefnuyfirlýsing
Schröders og Tony Blairs, forsæt-
isráðherra Bretlands og leiðtoga
brezka Verkamannaflokksins,
vakti, slæma útkomu þýzku stjórn-
arinnar í skoðanakönnunum og þá
tímamótastemmningu sem ríkti í
Bonn síðustu daga þinghalds þar
fyrir flutninginn til Berlínar, tO að
„rjúfa umbótateppuna" sem árum
saman hefur verið sagt að væri
krónískt vandamál þýzkra stjórn-
mála.
Stjómarandstaðan, sem lengi
hafði getað gert sér mat úr því að
svo virtist sem stjórnin ætti erfítt
með að vera sammála um nokkurt
mikilvægt málefni, brást við sparn-
aðarpakka stjómarinnar íyrst og
fremst með því að halda því fram
að í honum fælust svikin loforð og
verið væri að reyna að blekkja kjós-
endur. Wolfgang Scháuble, formað-
ur KristOegra demókrata (CDU),
sagði áformin grafa kerfisbundið
undan raunvemlegum umbótaviija
í landinu. Friedrich Merz, talsmað-
ur þingflokks CDU í fjármálum,
sagði áform stjómarinnar í raun
ekki spara 30 mdljarða marka, eins
og hún héldi fram - spamaðurinn
yrði nær sjö mOljörðum.
Stranda áformin í
Sambandsráðinu?
Og stjómir margra sambands-
landanna 16, sem að sjálfsögðu
hafa sitt að segja um slíkar kerfis-
breytingar, era gagnrýnar. Þó
virðist meirihlutastuðningur í Sam-
bandsráðinu, efri deild þýzka
þingsins sem skipuð er fulltrúum
sambandslandsstjórnanna, tryggð-
ur, þótt naumur sé. í bOi að
minnsta kosti. Sumarfrí þingsins
er nú hafið og það mun vafalaust
taka fram á haust að koma öllum
þáttum umbótaáformanna í lög. Og
í september fara fram lands-
stjómakosningar bæði í Branden-
burg og Saarlandi, þar sem SPD er
við stjórnvölinn.
Meirihlutinn í Sambandsráðinu
er í hættu, takist stjómarnandstöð-
unni að gera sér mat úr mögulegri
óánægju meðal kjósenda í þessum
héraðum - svipað og henni tókst að
gera í Hessen fyrr á þessu ári, þar
sem CDU sigraði eftir harkalega
áróðursherferð gegn áformum
stjórnarinnar um breytingar á lög-
um um ríkisborgararétt. Það var
reyndar tap SPD og Græningja í
þeim kosningum, sem skilaði Hans
Eichel til Bonn, en hann var for-
sætisráðherra Hessen. Hvort
tveggja Brandenburg, sem áður
var hluti Austur-Þýzkalands, og
Saarland era mjög háð fjárstreymi
frá alríkisstjórninni og því valda
hin umfangsmiklu sparnaðaráform
mönnum í herbúðum SPD í þess-
um héruðum áhyggjum, nú þegar
kosningabaráttan er framundan.
Leita or-
saka kláf-
ferjuslyss
RANNSÓKN hófst í gær á
hugsanlegum orsökum kláf-
ferjuslyssins í St. Etienne í
frönsku Ölpunum á fimmtu-
dag þar sem tuttugu manns
fórast þegar kláfferja féU
áttatíu metra tO jarðar, í því
sem nefnt hefur verið versta
kláfferjuslys allra tíma í
Frakklandi. Sagði einn rann-
sóknarmanna að fyrsta skref-
ið yrði að taka niður þá hluta
kláfferjunnar, sem vora uppi,
til að kanna hvort þeir væra
farnir að láta á sjá. Flestir
þeirra áttatíu hermanna, sem
komu á slysstað á fimmtudag,
vora enn á svæðinu í gær og
var markmið þeirra m.a. að
verja rannsóknarmenn á slys-
staðnum fyrir ágangi forvit-
inna ferðamanna.
Átta fórust
í flugslysi
í Burma
ÓTTAST var að aOir átta far-
þegar Fokker-flugvélar ríkis-
flugfélagsins í Burma hefðu
farist þegar hún brotlenti í
vestur-Burma í gær. Mun
flugvélin hafa brotlent um 560
kflómetra norðvestur af Ran-
goon, um fimm mínútum áður
en flugmaður vélarinnar
hugðist lenda á Sittwe-flug-
veOi.
Þjóðverjum
fer fækkandi
ÞÝSKA hagstofan sagði í gær
að íbúum Þýskalands hefði
fækkað í fyrra, áttunda árið í
röð, þar sem fjöldi andláta
héldi áfram að vera hærri en
fjöldi fæðinga í landinu. Enn
fremur fluttu fleiri frá Þýska-
landi en til þess, og vora íbúar
Þýskalands 82,037 mOljónir í
fyrra en voru 82,057 árið þar
áður.
Hálf milljón
menntskæl-
inga á byssu
NÆSTUM hálf milljón
bandarískra menntaskóla-
nema segist eiga skotvopn og
þeir sem eiga við áfengis-
vanda að stríða eru helmingi
líklegri til að eiga byssur, að
því er fram kemur í nýrri
rannsókn sem gerð var við
Harvard-háskóla.
Estrada með
frumlega lausn
á barnavanda
JOSEPH Estrada, forseti Fil-
ippseyja, bað íbúa landsins í
gær um að hafa hemil á hvöt-
um sínum. „í hreinskilni sagt
getur verið að við höfum ekki
tíma til að byggja næg hús
þar sem við erum svo upptek-
in við að búa til börn,“ sagði
forsetinn, eftir að hafa skoðað
byggingar, sem reistar vora
til að hýsa heimdislausa, í einu
úthverfa Manila. „Hér era
aOtof mörg börn, kannski
þurfum við að hafa örlítinn
hemil á hvötum okkar,“ bætti
Estrada við.