Morgunblaðið - 03.07.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.07.1999, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Krabbamein Bretar vara ungt fólk við notkun ljósabekkja Hjartalækningar Nýrri tækni beitt við hjarta- skurðaðgerðir Bretar hvattir til að gæta hófs í sólböð- um og notkun ljósabekkja Herferð gegn húð- krabbameini TESSA Jowell, aðstoðarheilbrigðis- málaráðherra Bretlands, hefur skorað á breskar sólbaðsstofur að meina fólki undir 16 ára aldri að nota ljósabekki og vara við því að þeir geti aukið líkurnar á húð- krabbameini. Þessi áskorun er liður í herferð breskra heilbrigðisyfírvalda sem miðar að því að draga úr tíðni húð- krabbameins. Ráðherrann hefur einnig lofað að semja við framleið- endur sólarvamakrema um að lækka verðið á vörum sínum. Joweli segir að markmiðið með herferðinni sé að vemda þá sem era viðkvæmir fyrir sólbrana og öðrum afleiðingum sólbaða, einkum böm og unglinga. „Ég hef sérstaklega áhyggjur af hættunni á húðkrabba- meini vegna útfjólublárra geisla frá sólbekkjum og tækjum sem eiga að gera menn sólbrúna," sagði ráð- herrann í viðtölum við breska fjöl- miðla. „Fólk eykur hættuna á húð- krabbameini með því að nota ljósa- bekki og slík tæki.“ Bannað innan 16 ára Þeir sem reka sólbaðsstofurnar vora beðnir um að fara eftir leið- beiningum yfirvalda, sem mælast til þess að engum undir 16 ára aldri verði leyft að nota ljósabekki. Þeir vora ennfremur beðnir um að sjá til þess að viðskiptavinirnir sæju við- varanir um hættuna sem getur staf- að af bekkjunum og vara þá sem eru í helstu áhættuhópunum við því að þeir geti stefnt heilsu sinni í hættu með því að nota þá. Á meðal þeirra sem era í hættu er fólk með ljósa og viðkvæma húð, rauðhært fólk og mjög freknótt og þeir sem era með marga fæðingar- bletti. Varað við sólbruna barna Bresk heilbrigðisyfirvöld vara einnig við því að sólbrani barna auki líkurnar á þvi að þau fái húðkrabba- mein síðar á ævinni. Þá er meðal annars brýnt fyrir fólki að nota sól- arvamir þegar það er í sólbaði og halda sig í skugganum þegar sólin skín skærast. Nýleg könnun leiddi í ljós að fólk sem notar ljósabekki tíu sinnum eða oftar á ári eykur líkurnar á illkynja sortuæxli, banvænu húðkrabba- meini, um 700%. 170 manns á aldr- inum 15-44 ára dóu af völdum sjúk- Hafin er í Bretlandi herferð til að hvetja fólk til að gæta hófs er það stundar sólböð m.a. með notkun sólkrems. Reuters A Yfírvöld heilbrigðismála á Bretlandi vilja banna ljósa- bekkjanotkun fólks yngra en 16 ára. dómsins á Englandi og í Wales á síðasta ári. Þar era skráð um 40.000 ný húðkrabbameinstilfelli á ári hverju. Stephen Woodward, sem stjómar herferðinni, segir að dauðsföll af völdum húðkrabbameins séu alls ekki óhjákvæmileg. „Menn verða aðeins að forðast útfjólubláa geisla með því að verja sig þegar þeir era úti í sólinni, annaðhvort með því að vera í fötum sem verja þá eða nota sólkrem." Eitt af meginmarkmiðum'bresku stjómarinnar í heilbrigðismálum er að fækka dauðsföllum af völdum krabbameins meðal fólks undir 75 ára aldri um 20% næstu 10 árin. Fylgir andleg vanheilsa Tourette-heilkenninu? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Er hugsanlegt að þeir sem hafa svokallað Tourette-heilkenni (Tourette syndrome) geti einnig átt við andlega vanheilsu að stríða að vissu marki, sem ef til vill má rekja til þessa sjúkdóms? Ég þekki tvo einstaklinga sem báðir hafa Tourette-heilkenni og þeir eru báðir lokaðir fyrir ákveðn- um þáttum í fari sínu eða blindir á eigin hegðun, sem hefur komið þeim afar illa. Þetta kemur fram í mikilli þrjósku, sem jaðrar við þráhyggju, og þeir taka engum sönsum, þótt þessir brestir í fari þeirra hafi beinlínis skaðað þá í daglegu lífi. Er hugsanlegt að þessi andlegi veikleiki þeirra sé í einhverjum tengslum við Tourette-heilkennið? Svar: Kækir eru einkenni Tourette-heilkennisins. Það er skilgreint á þann veg að sjúk- lingurinn hefur marga kæki, bæði ósjálfráðar hreyfingar, svo sem fettur og brettur, og gefur frá sér hljóð eins og snörl og hnuss, en á það einnig til að láta út úr sér ruddaleg orð eða setn- ingar af engu tilefni. Þetta er sjaldgæfur sjúkdómur, en al- gengari meðal karla en kvenna. Orsakir eru ekki þekktar, en talið er að sjúkdómurinn sé arf- gengur og orsakir séu vefrænar fremur en sálrænar, þótt hvort tveggja kunni að fléttast saman. Kækirnir koma oftast fram á barnsaldri og alltaf fyrir 18 ára aldur. Þeir geta verið misjafn- lega slæmir, en þeir eru viðvar- andi yfir lengri tíma og sjúk- lingurinn hefur enga meðvitaða stjórn á þeim. Þessi einkenni valda mikilli vanlíðan og truflunum á sam- skiptum bæði í félagslífi og starfi. Þessi vanlíðan og aðlögun- arerfiðleikar geta leitt til margs- konar viðbragða hjá sjúklingn- um, sem mætti líta á sem vamar- viðbrögð. Meðal algengustu fylgifiska Tourette-heilkennis eru þráhyggja/árátta, hvatvísi í hegðun, árásarhneigð, sem bein- ist bæði að sjúklingnum sjálfum og öðram. Þunglyndi og kvíði eru einnig algeng, og stundum getur sjúklingurinn leiðst út í óhóflega áfengisneyslu, ekki síst vegna þess að áfengisáhrifin draga tímabundið úr kækjunum.. Öll þessi einkenni skapa hins vegar ný vandamál, sem geta átt þátt í að magna upp kækina og gera því illt verra. Líklega er algengasti fylgi- kvilli Tourette-heilkennisins þráhyggja/árátta og er því meira áberandi sem kækirnir eru meiri. Áráttueinkenni hafa verið skýrð svo að þau séu nokkurs konar ónýting á þráhugmynd- um, yfirbót fyrir óleyfilegar þrá- hugmyndir. Kækir líkjast mjög þráhyggju/áráttu hegðun. Þegar sjúklingurinn finnur að spenna byggist upp rétt áður en kækirnir bjótast út, framkvæmir hann eitthvað „ritual“, svo sem að þvo sér um hendurnar, og dregur með því úr spennunni sem fylgir kækjunum, ónýtir áhrif þeirra. Kækir geta verið mjög þrálát- ir og erfiðir viðureignar í með- ferð. Geðlyf geta dregið úr kækjunum og ýmsar tegundir atferlislækninga hafa reynst vel. Kækir eru í eðli sínu ómeð- vitaðir og ósjálfráðir. Því getur verið árangursríkt að gera þá meðvitaða, þannig að sjúkling- urinn sé látinn æfa kækina markvisst, þ.e. hann framkallar þá sjálfur. Með því nær hann nokkurri stjórn á þeim, auk þess sem þreyta myndast við æfingu þeirra, sem einnig vinn- ur gegn þeim. Ekki er síður mikilvægt að meðhöndla fylgi- kvillana sem áður eru nefndir. Árangursríkasta meðferðin við þráhyggju/áráttu er atferlis- meðferð, en einnig er mikilvægt að efla sjálfstraust sjúklingsins til félagslegrar þátttöku. Ef tekst að minnka fylgikvillana er líklegra að meðferð við kækjun- um gangi einnig betur. Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sáltræðinginn uw það sem þeim liggur á þjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum miili klukkan 10 og 17 i síma 5691100 og bréfum eða sfmbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Ennfremur sfmbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, Fax: 5601720.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.