Morgunblaðið - 03.07.1999, Side 28
28 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÓÐLEIKUR UM FISK
MIKILVÆGASTA að-
gerðin til að varðveita
ferskleika fisks er að
kæla hann strax eftir
veiði og halda honum köldum eða
sem næst 0°C. Geymsla á heilum
fiski í ís er talin besta kæligeymsl-
an og má telja geymsluþol fisks við
bestu aðstæður um 14 daga í ís en
flök geymd í ís geymast mun
skemur eða 10 til 12 daga. Meðferð
og geymslutími fram að þeim tíma
að neytandinn kaupi fiskinn í fisk-
búð skiptir því miklu máli þegar
leiðbeina á hversu lengi er unnt að
geyma fisk heima fyrir neyslu.
Best er að neyta hans strax. I ís-
skápum í heimahúsum er algengt
að hitastig sé 4 til 5°C eða jafnvei
hærra ef ísskápurinn er mikið opn-
aður. Ef fiskurinn er ferskur (há-
mark 5 daga) þegar hann er settur
í ísskáp er raunhæft að hægt sé að
geyma hann 1 til 2 sólarhringa í ís-
skápnum. Það skiptir miklu máli
að umbúðir séu þéttar svo að fisk-
urinn þorni ekki. Til að lengja
geymsluþolið og varðveita fersk-
leikann aðeins lengur er gott ráð
að koma fyrir klaka í íláti í ís-
skápnum og setja flökin í vatns-
þéttum umbúðum ofan í klakann
og bæta síðan klaka á eftir þörfum.
Einnig er hægt að frysta fiskinn
en hafa verður í huga að hæg
frysting í frystihólfi er ekki góð
meðferð og hefur áhrif á áferð
fisksins.
Frystur fiskur
Ferskleiki fisks fyrir frystingu
er það sem skiptir mestu máli.
FRÓÐLEIKSPUNKTAR
• umbúðir þurfa að
vera þéttar svo fiskur-
inn þomi ekki við
geymslu, til að bæta
geymsluþol er gott að
setja flökin ofan á
ísmola í vatnsþéttum
umbúðum.
• hæg frysting á fiski
í frystihólfum er ekki
góð meðferð, feitur
fiskur héfur ekki jafn-
langt geymsluþol,
æskilegt er að þíða
frystan fisk við lágt
hitastig, t.d. í ísskáp
yfir nótt.
• Magur fiskur: ýsa
og þorskur
• Feitur fiskur: lax,
lúða, steinbítur og síld
ar. Feitur fiskur hefur ekki eins
langt geymsluþol og magur fiskur.
Fita í feitum fiski er mjúk (ómett-
uð) og því viðkvæm fyrir súrefni,
ljósi og hita. Við slæmar aðstæður
þránar mjúka fitan og verður
bragðvond, illa lyktandi efni mynd-
ast sem geta verið skaðleg heilsu
manna. Feitur fiskur getur geymst
6 til 9 mánuði ef hitastig er lágt og
stöðugt og fiskurinn í góðum
pakkningum.
Að þíða fisk
Æskilegast er að að þíða fisk
hægt fyrir matreiðslu við lágt hita-
stig, t.d. með því að láta hann liggja
í ísskáp yfir nótt. Með þessu tapar
hann minnstu af sínum upprunalegu
gæðum og lítil hætta er á óæskileg-
um örveruvexti. Þíðing í örbylgju-
ofni er mjög vandmeðfarin þar sem
ójöfn hitadreifing veldur því að mis-
þykk fiskstykki eða flök þiðna mis-
hratt og geta þunn stykki verðið
nánast soðin meðan aðrir hlutar eru
enn frosnir. Sumar matreiðsluað-
ferðir eins og suða í potti leyfa að
fiskurinn sé settur frosinn í mikinn
hita. Hugsanlega geta orðið óæski-
legar áferðarbreytingar á fiskinum
við slíkar aðferðir, einkum ef um
sjófryst flök er að ræða. Það sama á
við um þiðinn fisk og ferskan, að
geyma þarf hann við eins lágt hita-
stig og unnt er. Sjófrystur fískur
sem frystur er mjög fljótt eftir veiði
geymist lengst eða svipað og ný-
veiddur ferskur fiskur. Frysting
hefur samt ákveðin áhrif á áferð
fisksins þannig að hann verður
þurrari og seigari. Þeir dagar sem
fiskur er geymdur fyrir frystingu
skerða geymsluþol hans að sama
skapi þegar hann er síðan geymdur
eftir þíðingu.
Því betur sem neytendur þekkja
fisk og meðhöndlun hans því meiri
kröfur geta þeir gert til framleið-
enda og seljenda. Upplýsingar um
uppruna, aldur og meðferð fisks
ásamt merkingum eiga eftir að
verða kröfur neytenda í framtíð-
inni.
físki er það viðhorf að hann skemmist
hratt. Þess vegna er mikilvægt að fólk læri
að meðhöndla fískinn þannig að ferskleik-
inn vari sem lengst. I þessari þriðju grein
af sex frá Rannsóknastofnun Fiskiðnaðar-
ins er fjallað um hvernig geyma á físk.
Þannig má búast við lengstu
geymsluþoli á fiski sem frystur er
strax eftir veiði. Ef hitastig er
stöðugt og um -25°C og fiskinum
vel pakkað þannig að sem minnst
súrefni komist að honum má
geyma magran fisk í ár eða jafnvel
allt að 18 mánuði. Hins vegar má
búast við ákveðnum breytingum á
áferð hans eftir 6 til 9 mánuði í
geymslu og hann verður þurrari og
seigari. Við langvarandi frysti-
geymslu myndast einnig frysti-
geymslubragð og -lykt sem stafa af
myndun ákveðinna efnasambanda.
Einnig getur orðið þurrkur á yfir-
borði fisks og skeldýra sem kemur
fram sem hvítir blettir, svo nefndar
frostskemmdir.
I frystigeymslum í heimahúsum
er hitastig yfirleitt yfir -25°C.
Geymslutími í heimafrystum er því
styttri en áður var nefnt og þá sér-
staklega ef pakkningar eru slæm-
Eitt af því sem dregur úr áhuga fólks á
Gamlir draumar
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
Mynd/Kristján Kristjánsson
GAMALL draumur hjá garði sat.
SAGA drauma er löng og margar
ritaðar heimildir eru til um
drauma Islendinga og draumfar-
ir. Fari maður á bókasafn og kíki
í bækur um þjóðlegan fróðleik má
eyða löngum stundum við lestur
drauma fólks víðsvegar af landinu
á öllum tímum. Þórður Tómasson
frá Vallnatúni, betur þekktur í
Skógum, er einn þeirra manna
sem skrásett hefur drauma fólks
og í bókinni „Frá horfinni öld“,
útgefinni 1964, rekur hann að
nokkru ævi og drauma Elínar
Þorsteinsdóttur, fædda á Voð-
múlastöðum 16. júlí 1881. Einn
drauma hennar ber yfirskriftina
„Sæng á sjónum“ og er svo í
hennar frásögn. „Sigurjón Jóns-
son uppeldisbróðir minn settist að
í Vestmannaeyjum og giftist þar
Jónínu Ástgeirsdóttur frá Litla-
bæ. Bróðir hennar, Magnús, var
formaður á vélbátnum Sæborgu.
Sigurjón var þar vélstjóri.
Snemma árs 1909 dreymdi mig
uppi á Varmá, að ég var komin til
Reykjavíkur og var þar á ferli
niðri í Hafnarstræti, ein míns liðs.
Þarna mætti ég Sigurjóni og varð
himinglöð, því mér þótti hafa orð-
ið langt milli funda, eins og líka
var. Tókum við tal saman og höfð-
um margs að minnast. Eg bað
Sigurjón, blessaðan að koma með
mér upp að Varmá og gista hjá
okkur eina nótt. Hann svaraði
ákveðið: ,;Ég má ómögulega vera
að því. Ég á uppbúna sæng á
sjónum“. I töluðum orðum benti
hann til landsuðurs. Opnaðist mér
þá sýn yfir hauður og haf, austur
til Landeyjasands. A sundinu
milli lands og eyja vaggaði uppá-
búin sæng á bárum. Yfír hana var
breitt þverröndótt brekán, eins
og í gömlu baðstofunni í Skógum.
Mér hraus hugur við þessu,
fannst, að þarna yrði engum vær
svefn og herti á því, að Sigurjón
tæki það ráðið, er betra var. Ekki
var nærri því komandi, hann end-
urtók orð sín og kvaddi mig inni-
lega. Horfði ég döpur í bragði á
eftir honum og var leið í skapi,
þegar ég vaknaði, bjóst ég við að
þetta væri feigðardraumur. Um
haustið þetta sama ár fóru þeir
félagar á Sæborgu með vörur
austur í Vík í Mýrdal. f heimför
hrepptu þeir vonzku veður og bar
af réttri leið. Af því fara þó engar
glöggar sögur, en Sæborg fannst
rekin mannlaus á fjörur Þykkbæ-
inga í RangárvaUasýslu. Enginn
vissi, hvar þeir félagar hefðu bor-
ið beinin, fyrr en sumarið eftir.
Lík Magnúsar fannst þá í vatni
skammt frá Skúmsstöðum í
Landeyjum, ásamt einhverju af
plöggum Sigurjóns. Rættist
þannig ótti minn um, að hann
fengi vota gröf.“
„Tvö börn“ senda drauma
1. Mér fannst ég vera stödd
heima og hjá mér var vinur
manns míns, Hafsteinn. Dóttir
mín lá á gólfinu og sagði að barnið
væri að koma. Ég athugaði það og
sá í barnið, íyrst í fingurna. Hún
fæddi bamið mjög hratt, ég tók
barnið og hlúði að því, þetta var
stúlka, en strax á eftir sá ég að
annað bam kom. Það virtist ekk-
ert lífsmark með því er dóttir mín
tók í fætur þess með annarri
hendi og hélt á fylgjunni í hinni
hendinni. Hún sló baminu til og
virtist þá koma eitthvað lífsmark.
Ég tók bamið síðan og hlúði að
því. Fannst mér við hringja á
sjúkrabíl og ég fór að sofa þegar
þær vom farnar. Þegar ég vakn-
aði lá hún hjá mér með stelpumar
þrjár (hún er nýbúin að eiga eina
stelpu), mig undraði að hún væri
ekki á spítalanum en hún sagði að
allt hafi verið í lagi með sig og
þær. Síðari stúlkan virtist vera
eldra fóstrið og var naflastrengur-
inn losnaður við fæðinguna.
2. Mig dreymdi að maður sem
ég er ástfangin af kæmi til mín
með tvær dætur sínar, ca. á aldr-
inum 5-7 ára. Þær vom mjög fal-
legar með sítt og mikið ljóst hár.
Fannst mér að þær yrðu mínar og
við tókum þær og settum í bað og
þvoðum á þeim hárið. 3. Mér
fannst ég fara í heimsókn til mág-
konu minnar, hún sýndi mér tvö
ungbörn, drengi. Hún átti annan
og heitir hann Mikhael (hún á
þann dreng en hann er orðinn
eldri), hinn drengurinn var með
mikið rautt hrokkið hár. Hún
sagði mér að dóttir hennar ætti
drenginn, ég undraðist að 6 ára
gamalt barn gæti átt barn og
skýrði hún þá út að faðirinn væri
12 ára og gekk það því upp.
Ráðning
Þessir þrír draumar spegla
bæði áhyggjur og gleði. Þeir snú-
ast um velfarnað þinna nánustu
en einnig eigin hag og gerðir.
Fyrsti draumurinn lýsir
áhyggjum (nafnið Hafsteinn
merkir áhyggjur) og þær bein-
ast að dóttur þinni, hvort henni
takist ætlunarverk sitt og allt
fari sem til er ætlast. Inn í þetta
blandast eigin upplifun tengd
fæðingum sem ruglar mann í
ríminu en þótt dóttir þín fari
óhefðbundnar leiðir (hún sló
baminu til) í ætlan sinni, þá er
ekkert sem bendir til annars en
allt fari vel (hún lá við hlið þér)
og þú sért laus allra mála
(naflastrengurinn losnaður). í
draumi tvö ertu á eigin vegum
að gera upp hug þinn um
ákveðna hluti. Ákvörðunin sem
þú tekur reynist rétt (þér
fannst þær verða þínar) og af
þér er létt (þvoðum þeim um
hárið) fargi. Þriðji draumurinn er
svo eins og samantekt á fyrstu
tveim og lýsir tímanum eða að-
dragandanum sem fyrrnefnd mál
hafa tekið og væntingum um
framhald (6 ára barnið og 12 ára
barnið). Nafnið Mikhael og rauða
hárið boðar mikinn kraft og
mikla gleði sem verður úkoman
úr þessu drauma dæmi.
•Þeir lesendur sem vifja fá
drauma sfna birta og ráðna sendi
þá með fullu nafni, fæðingardegi
og ári ásamt heimilisfangi og dul-
nefni til birtingar til:
Draumstafír
Morgunblaði
Kringlunm 1
103 Reykjavík
Einnig má senda bréfin á netfang:
krifri@xnet.is