Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 33
__________________LISTIR
I fótspor lávarðar
BÆKUR
Feröasaga
FROST ON MY MOUSTACHE
eftir Tim Moore. Abacus.
Bretlandi 1999 - 280 bls.
FERÐASAGAN líkt og önnur
mannanna verk dregur dám af sinni
samtíð hvað varðar form og inni-
hald. Sögur af svaðilförum og þess
háttar eiga vitaskuld alltaf upp á
pallborðið en ég býst við því að kór-
rétt formúla hinnar póstmódernísku
ferðasögu hljóti að vera eftirlíking
af slíkum sögum. Póstmódernism-
inn hefur stundum verið kallaður
tilvitnunarstefna eða tilvísunar-
stefna með nokkrum sanni. Þessar
hugleiðingar kviknuðu hjá mér þeg-
ar ég las Frost on my Moustache,
The Arctic Exploits Of A Lord And
A Loafer eftir enskan mann, Tim
Moore. Hann hreifst svo af frásögn-
um Dufferins lávarðar um ferðir um
norðurhjarann sem birtust í bók
hans, Letters From High
Lattitutes, að hann ákvað að feta í
fótspor lávarðarins og segja svo
sögu sína. Dufferin lávarður var
einn þeirra aðals- og menntamanna
sem sóttu Islendinga heim á 19. öld-
inni og skrifuðu um reynslu sína.
Auk þess fór hann í þeirri för til
Noregs og Svalbarða.
Því er ekki að neita að hugmynd
Moores gengur ágætlega upp. Bók
hans er fyndin á köflum og hann
dregur upp skondnar myndir af
ferðalaginu. Hann er málglaður
háðfugl og framan af er nánast
brandari á hverri síðu. Sjálfsírónía
er mikill þáttur bókarinnar og
TRÉSKURÐARSÝNING verður
opnuð í Listamiðstöðinni í Straumi
sunnudaginn 4. júlí kl. 13. Þar mun
kennarinn Sigga á Grund sína list-
muni sína ásamt nemendum en
hún hefur að undanförnu haldið
sennilega hefur aldrei
verið skrifuð jafnfyndin
lýsing á sjóveiki þegar
hann annars vegar
ferðast með Dettifossi
til Islands og hins veg-
ar með norsku víkinga-
fari til Björgvinjar. Þá
fannst mér óborganleg
lýsing hans á hjólreiða-
ferð yfír Kjalveg þar
sem tveir óreyndir
hjólreiðagarpar bags-
ast yfir hálendið, hann
og mágur hans, Dilli.
Stundum virka
brandararnir að vísu
eins og höfundur leggi
sig einum of fram við
að vera fyndinn. Einkum er þetta
einkenni á umfjöllun hans um ver-
una á Islandi. Það er samt sem áður
langbesti hluti sögunnar. Hann slær
um sig með ýmsum kímnisögum
sem hafa svo sem verið farandsögur
hér á landi, veltir sér upp úr stafrófi
Islendinga, veðurfarinu, verðlaginu
og því hvernig Islendingar kynna
Reykjavík sem hina nýju London
eða nýju Bankok o.s.frv. Moore get-
ur leyft sér fleiri skemmtilegheit á
kostnað Islendinga en aðrir því að
hann er kvæntur íslenskri konu og
þekkir betur til Islendinga en flestir
þeir útlendingar sem um þá fjalla.
Þannig gerir hann óspart grín að
nýjungagimi landans, fínnst lítið til
höfuðborgarinnar koma og hnýtir í
þjóðernisstoltið. Hann heldur því
raunai- fram að í menningarlegu og
stjórnmálalegu tilliti og jafnvel út
frá kynþáttasjónarmiði sé sjálf-
stæðiskennd Islendinga svo hömlu-
laus að jaðri við hroka. Hann bætir
við að allir hinir kynhreinu íslend-
námskeið í listgreininni. Verkin
gera mönnum kleift, sem áhuga
hafa, að fylgjast með öllu tréskurð-
arferlinu, þ.e. frá óhefluðu borði
með teikningu á að margræðu
listaverki.
ingar séu beinir afkom-
endur víkingahöfðingja
sem vildu fremur hafa
sig á brott frá Noregi
út í óvissuna en að búa
við ofríki Noregskon-
unga. Þessi vitund um
uppranann lifi enn með
íslendingum og ef út-
lendingar verði sérlega
óheppnir í samskiptum
sínum við þá eigi þeir
til að tína fram skjöl
því til sanninda.
Tilvísanir til bókar
Dufferins lávarðar eru
margvíslegar og
mynda eins konar
ramma utan um sög-
una. Samanburður hans við lávarð-
inn þar sem Dufferin ræðir ekki um
annað en ánægju sína og gleði yfír
ferðinni en Moore aftur á móti sér
fátt annað en vandræði dregur upp
skemmtilegar andstæður. Raunar
sér Moore oft meira sameiginlegt
með sjálfum sér og bölsýnum þjóni
Dufferins, Wilson að nafni, sem lá-
varðurinn gerir óspart grín að í bók
sinni. Raunar finnst mér sá þáttur
sögunnar spegla eiginlega meir
stéttarskiptingu ensks samfélags
sem enn virðist vera fyrir hendi en
Moore gerir sér grein fyrir.
Nokkuð finnst mér að vísu botn-
inn detta úr sögunni þegar Moore
heldur til Noregs og Svalbarða. Þar
þekkir hann minna til svo að stað-
reyndaupptalning sem augljóslega
er dálítið handbókarkennd setur um
of mark sitt á frásögnina. Kannski
heldur ekki frá miklu að segja.
Hvað sem því líður er hér á ferð-
inni prýðileg nútímaleg ferðasaga
byggð á skemmtilegri hugmynd.
Þótt stundum gangi æringjaháttur-
inn fram af manni er ekki annað
hægt en að fá samúð með ferðalang-
inum sem dregur upp mynd af sjálf-
um sér sem 20. aldar slæpingja og
hrakfallabálki andspænis hinum
glæsilega hefðarmanni viktoríutím-
ans sem állar leiðir eru færar.
Skafti Þ. Halldórsson
Tréskurðarsýning í Straumi
Tim
Moore
Nýjar bækur
BYGGÐASAFNIÐ í Gröf tók við gjafabréfi um að safninu verði afhent-
ar allar myndir sem birtast í ritverkinu á tölvutæku formi. Frá vinstri:
Þorsteinn Jónsson, ritstjóri, Kristján E. Guðmundsson, útgáfustjóri
Byggða og búa, Guðjón Emilsson, forstjóri byggðasafnsins, og kona
hans, Sigríður Guðmundsdóttir.
Ritverk um
Arnesinga
• HRUNAMENNI-II er fyrsta
útgáfa í ritverki um ættir Arnes-
inga og ábúð í Árnessýslu, en
áætlað er að það ritverk komi út
á næstu 4-5 árum.
I ritverkinu Hrunamenn I—II er
rakin ábúðarsaga Hrunamanna
frá 1890 til vorra daga. Sagt er frá
ábúendum hvers bæjar og afkom-
endum þeirra og rakinn æviferill
látinna ábúenda. Þá er þar ítarefni
um félagsstarfsemi í hreppnum
alla tuttugustu öldina og atvinnu-
saga hreppsins rakin. Mikið er um
alls konar ítarefni í ritinu, segir í
fréttatilkynningu.
Ritverkið er miklið mynd-
skreytt, en í bókunum eru nærri
2.700 myndir, mannamyndir,
myndir af bæjum og úr þjóðlífi í
Hrunamannahreppi í rúm hund-
rað ár.
I tilefni af útkomu ritverksins
hélt sveitarstjórn Hrunamanna-
hrepps fjölsótta útgáfuhátíð að
Flúðum laugardaginn 26. júní sl.
Þar var m.a. einstaklingum er
mjög höfðu að verkinu komið af-
hent eintak af hátíðarútgáfu
verksins. Þá afhenti Þorsteinn
Jónsson, ritstjóri, Byggðasafninu í
Gröf gjafabréf fyrir hönd bókaút-
gáfunnar, þar sem safninu eru af-
hentar á tölvutæku formi allar
ljósmyndir sem birtast í ritverk-
inu, til útstillinga.
Að lokum bauð sveitarstjórn
Hrunamannahrepps hátíðargest-
um upp á veitingar.
Útgefandi er Byggðir og bú ehf.
Ritstjóri verksins er Þorsteinn
Jónsson en ættarskrá með honum
tók saman Halldór Gestsson,
fræðimaður á Flúðum.
Bókin er prentuð hjá Guten-
herg - Steindórsprent, en bók-
band annaðist Félagsbókbandið
Bókfell.
Skrifað með vinstri hendi
BÆKUR
Þýtt skálilverk
SKUGGAR Á GRASI
eftir Karen Blixen. íslensk þýðing:
Gunnlaugur R. Jónsson. Mál og
menning, 1999, 115 bls.
ÞEGAR Karen Blixen yfirgaf
Afríku líkti hún því við að hægri
hönd hennar væri hægt limuð af og
hún skrifar: „Aldrei framar gæti ég
setið hest eða skotið úr byssu og
héðan í frá yrði ég að skrifa með
vinstri hendi.“ Feril sinn sem rit-
höfundur hóf Blixen eftir að hún
fluttist frá Afríku. Fyrsta bók
hennar, Sjö furðusögur (1935), var
sagnasafn sem hún skrifaði upp úr
þeim ævintýralegu frásögnum sem
til urðu þegar hún á síðkvöldum í
Afríku skemmti vinum sínum. Bók-
in vakti mikla athygli, en það var
kannski með næstu bók, Jörð í Af-
ríku (1937), sem Blixen eignaðist
samastað í hjörtum lesenda.
Skuggar á grasi (1960) er byggð
á lífi Karenar Blixen í Kenýu, líkt
og Jörð í Afríku, og kallast efni og
þemu þessara tveggja bóka á að
mörgu leyti. Hér er um að ræða
fjórar sjálfstæðar skáldlegar frá-
sagnir. Sú fyrsta, Farah, var upp-
haflega ílutt sem útvarpserindi í
danska ríkisútvarpinu árið 1950.
Þetta er mannlýsing, lýsing á
sómalska þjóninum Farah Aden,
sem var „hægri hönd“ Blixen þau
18 ár sem hún bjó í Afríku. Um leið
er frásögnin sjálfslýsing því í huga
skáldkonunnar voru Farah og hún
tvennd, einn liður í hinni löngu
keðju húsbænda og þjóna sem
finna má hvarvetna í lífinu og
skáldskapnum. Þetta er órjúfanleg
tvennd félaga sem
þrátt fyrir miklar and-
stæður - bæði með til-
liti til stöðu og lífs-
reynslu - mynduðu
saman hina sönnu ein-
ingu. Karen Blixen
vísar til don Quixote
og Sancho Pansa, Don
Juan og Leporello og
fleiri frægi'a para bók-
menntanna máli sínu
til stuðnings.
Mannlýsinguna
víkkar Karen síðan út
með því að segja frá
samfélaginu í Kenýu á
dvalartíma hennar og
ættbálkum innfæddra,
sérstaklega Sómalíætt-bálknum
sem Farah tilheyrði. Lýsingin er
full aðdáunar og virðingar fyrir
þeim innfæddu. Einna mest hreifst
hún af fólki af Sómalí-ætt og segist
hún sjá skyldleika með því og þeim
norrænu hetjum sem sagt er frá í
íslenskum fornsögum. Lýsingin á
Farah sjálfum er hins vegar dýpk-
uð með ýmsum sögum sem honum
tengjast og þar nýtur hinn
skemmtilegi frásagnarstfll höfund-
ar sín vel.
Hinar þrjár frásagnir bókarinn-
ar nefnast: „Barua A Soldani“,
„Vinarbragðið mikla“ og „Bergmál
frá hæðunum". Hin fyrstnefnda
segir frá þakkarbréfi sem danski
kóngurinn sendi Blixen eftir að
hún hafði fært honum ljónsfeld að
gjöf. Innfæddir leiguliðar hennar
trúðu því að bréfið hefði þann eig-
inleika að lina kvalir sjúkra og seg-
ir hún mjög skemmtilega frá tilurð
þeirrar tiltrúar. Að
sögunni um bréfið er
ljóðrænn inngangur
sem fjallar um sam-
band veiðimannsins við
bráð sína.
„Vinarbragðið
mikla“ segir frá þeim
tíma þegar komið var
að lokum dvalar
Karenar Blixen í
Kenýu. Þeirri sáru til-
finningu sem fylgdi
missi búgarðsins lýsir
hún með frásögn af
læknisverkum sem
hún stundaði meðal
innfæddra. Þegar þeir
gerðu sér ljóst að hún
myndi yfirgefa landið hættu þeir
að trúa á læknisverk hennar. Þetta
varð henni ljóst þegar fjölskylda
ungs drengs sem þjáðist af bruna-
sárum hafnaði hjálp hennar og
smurði kúamykju í sárin í stað um-
búða og áburðar sem hún hafði lagt
til. Atburðurinn varð í huga Karen-
ar djúpstætt tákn þess að allt
hennar starf í Afríku væri unnið
fyrir gýg. Framhaldið lýsir því
þegar hinir innfæddu, af virðingu
og umhyggju fyrir henni, komu til
hennar margir saman með minni-
háttar meiðsl og báðu um hjálp:
„Ég komst auðvitað ekki hjá því að
finna að það var verið að leika á
mig. Ég var höfð að fífli en það var
gert með veglyndi og reisn.“
Síðustu frásögnina, „Bergmál
frá hæðunum“, hefur Blixen á því
að lýsa ríku og fögru draumlífi sínu
en hún segir að algjör skil séu á
milli veruleika draumanna og raun-
veruleikans; að hana dreymi aldrei
fólk eða umhverfi sem hún þekki
úr vöku. Á þessu varð hins vegar
ein athyglisverð undantekning.
Eftir að hún flutti frá Afríku hafði
hún samband við hina innfæddu
vini sína bréfleiðis. I síðari heims-
styrjöldinni féllu póstsamgöngur
hins vegar niður og í langan tíma
bárust henni engar fregnir frá Af-
ríku. Það var þá sem vinir hennar í
Kenýu tóku að birtast henni í
draumum.
Skuggar á grasi er tvímælalaust
meðal athyglisverðustu bóka
Karenar Blixen. I þessu hnitmið-
aða og fallega verki birtast öll
hennar bestu höfundareinkenni:
frábærar mannlýsingar, djúp
íhygli, skörp samfélagsgreining,
frábær húmor og einstakt næmi
fyrir því óvænta og táknræna í
mannlífinu. Þýðing Gunnlaugs R.
Jónssonar er á vönduðu og fallegu
máli og kemur texta höfundar til
skila á sannfærandi hátt. Helst
mætti finna að því að lítið er lagt í
útgáfuna, ég hefði viljað sjá þessa
bók í fallegu bandi og einnig sakna
ég mynda af málverkum Blixen af
innfæddum vinum hennar sem
prýddu dönsku og ensku frumút-
gáfumar. En því ber að fagna að
verk þessa sérstæða höfundar eru
aftur farin að koma út á íslenskri
tungu og vonandi verður framhald
þar á því enn eru mörg þeirra
óþýdd.
Soffía Auður Birgisdóttir
Orgelverk
á Kirkju-
listahátíð
Á FIMMTU tónleikum Kirkjulista-
hátíðar sunnudagiim 4. júlí kl.
20.30 flytur Mark A. Anderson frá
Bandaríkjunum
orgelverk. Á efn-
isskránni eru verk
eftir Clérambault
og Bach frá
barokktímabilinu,
rómantísk verk
eftir Reger og Vi-
erne og aðgengi-
legt nútímaverk
eftir enska tón-
skáldið Simon Preston, sem starfað
hefur sem organisti Westminster
Abbey. Lokaverkið á tónleikunum
eru tveir þættir úr 3. sinfóníu Louis
Vieme, en hann var organisti í
Notre Dame þegar hann samdi
verkið. Mark A. Anderson kennir
orgelleik við orgeldeild háskólans í
Westminster og er organisti og
kórstjóri við Oldungakirkjuna í
Chestnut Hill í Fíladelfíu. Þá hefur
hann kennt við Guðfræðiháskóla
öldungakirkjunnar í Austin í Texas
og við Centre College í Danville í
Kansas. Hann hefur einnig verið
organisti við kirkjur í Kentucky,
Texas og í Kaliformu. Mark A.
Anderson hefur komið fram á tón-
leikum og haldið námskeið víða um
Bandaríkin og Kanada, í Þýska-
landi, Japan og Puerto Rico og á Is-
landi. Þá hefur leik hans einnig
verið útvarpað bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum.
Mark A. Anderson mun jafn-
framt leika á hádegistónleikum í
Hallgrímskirkju í dag, laugardag-
inn 3. júlí, kl. 12.
Karen
Blixen
Mark A.
Anderson