Morgunblaðið - 03.07.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 03.07.1999, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Handtaka í boði Eimskips eða Coke? VEGNA ummæla Kristins H. Gunnars- sonar, þingflokksfor- manns Framsóknar- flokksins, í umræðu- þættinum Fimmtu- dagsumræðan hinn 24. júní 1999 um stöðu mála í fíkniefnaheimin- um, vil ég upplýsa bæði Kristin og aðra um eftirfarandi. Það skal tekið fram að fréttastofa sjónvarps- ins sá ekki ástæðu til að leyfa mér að svara ummælum Kristins. Ljóst er að við sem erum að sinna alla daga vikunnar börnum og ungling- um sem hafa orðið illa fyrir barð- inu á eiturlyfjum og dreifingaraðil- um eiturlyfja fáum upplýsingar um stöðu mála í fíkniefnaheiminum beint frá unglingum sem lifa og hrærast í þeim heimi. Það var að heyra á Kristni að hann teldi að þær upplýsingar sem ég lét frá mér fara í einum af fjölmörgum fréttatímum sem ég hef komið í og tjáð mig um mína reynslu af stöðu mála í fíkniefna- heiminum, bæði varð- andi aldur þeirra sem neyta sterkra fíkni- efna og lækkun á sölu- verði fíkniefna, væru ekki á rökum reistar. Hann sagðist hafa leit- að sér álits sérfræð- inga á þessu sviði. Mér þætti gaman að vita hvaða sérfræðingar það eru og hvort það séu þá „sérfræðingarnir" sem aldrei komast raunverulega í snertingu við vandann. Hægt er að nefna nokkur dæmi um hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni í þessum málum. Við sem vinnum í þessum málaflokki vitum vel hverjir standa að innflutningi Vímuefni Við, sem vinnum í þess- um málaflokki, segir Davíð Bergmann Davíðsson, vitum vel hverjir standa að inn- flutningi og sölu fíkni- efna og það veit lög- reglan einnig. og sölu fíkniefna og það veit lög- reglan einnig. Margir þeirra aðila sem eru orðnir hvað stærstir í fíkniefnaheiminum eiga sér þá for- tíð að hafa áður verið góðkunningj- ar lögreglunnar í mörg ár. Þessir aðilar hafa verið látnir óáreittir í alltof langan tíma vegna getuleysis lögreglunnar. Svo virðist vera sem fullur vilji sé hjá hinum almenna Davíð Bergmann Davíðsson Ljósmyndasýning Morgunblaðsins á Blönduósi , Islands er það lag Okkar menn, félag fréttarítara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu til samkeppni um bestu Ijósmyndir fréttaritara frá árunum 1997 og 1998. í kaffihúsinu við Árbakkann á Blönduósi hefur verið komið upp sýningu á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar. Myndefnið erfjölbreytt og gefst því kostur á að sjá brot af viðfangsefnum fréttaritara Morgunblaðsins sem eru um 100 talsins og gegna mikilvægu hlutverki í fréttaöflun blaðsins á landsbyggðinni. Sýningin stendur til fimmtudagsins 15. júlí og eru myndirnar á sýningunni til sölu. 1 .i.yoii'OJiitií iiiiovsiíii . V:rN<{ 'g(l ,11195!^ ,iUV l'.K--------------------------------------------------------------------------------------------------------UIS ÍHV'IIJB OITJi IMIOII IJia.'J .KIIUJIO' lögreglumanni í að gera eitthvað í málinu og flestir virðast þeir vera álíka þreyttir á þessu vinnuum- hverfi og ég. Astæðan fyrir að- gerðarleysi lögreglunnar er sögð vera fjárskortur og mann- aflaskortur. Eins og áður sagði voru flestir þessara fíkniefnasala góðkunningj- ar lögreglunnar á yngri árum og áttu margir hverjir mjög erfitt uppdráttar í þjóðfélaginu. Nú á dögum lifa margir þeirra eins og kóngar, keyra um á þriggja millj- óna króna BMW og/eða Bensum og eiga dýrar eignir hér og þar um landið, jafnvel utan landsteinanna. Þessir menn borga auðvitað engan skatt því þeir hafa „engar tekjur“ þar sem fíkniefnagróðinn er að sjálfsögðu ekki gefinn upp. Eignir þeirra eru gjarnan skráðar á ein- hverja ættingja eða aðra. Aðgerð- arleysi lögreglunnar er óhugnan- legt og ljóst að það er tilgangslítið að rembast við að halda uppi lögum og reglu þegar ekki er meira að- hafst til að spoma við dreifingu fíkniefna. Ég vil þó meina að við búum í það fámennu landi að það eigi að vera hægt að gera líf þessa fólks, þ.e. dreifíngaraðila fíkniefna, óbærilegt með stöðugu eftirliti lög- reglunnar og klókum lagasetning- um. Það fer ekki hver sem er út í að selja fíkniefni og nokkuð ljóst að nánast alltaf er um að ræða sama fólkið yfir langan tíma. Það era annars vegar þeir sem hafa ánetj- ast fíkniefnum og haldast innan undirheimanna í nokkur ár og hins vegar kóngarnar sem áður voru „smákrimmar" en hafa unnið sig upp í að flytja inn og dreifa efnun- um með hjálp þeirra sem hafa ánetjast þeim. Éf það er fjár- magnsskortur sem veldur því að við getum ekki tekið á þessum mál- um eins og vera ber, þá held ég að það sé kominn tími til að endur- skoða það mál kyrfílega. Ég hef oft lent í því að foreldrar hringja áhyggjufullir vegna neyslu barna sinna, sem eru komin á kaf í afbrot. Þessir foreldrar spyrja ým- issa spurninga, spurninga sem fólk virðist aðeins spyrja sig þegar vandamálið byrjar að snerta það persónulega. Hverjir eru það sem selja börnum þeirra eiturlyf? Þetta er góð spuming en mér hefur reynst erfítt að útskýra fyrir þess- um foreldrum að það eru meðal annars börnin þeirra sem fjár- magna lífsstíl þessara kónga og ég viti vel hverjir þeir eru. Næsta spurning er þá jafnan: Er ekki hægt að koma þessum mönnum á bak við lás og slá? Nei, það er ekki hægt vegna fjárskorts. Mörg dæmi eru úr fíkniefna- heiminum og ætla ég að segja ykk- ur, lesendur góðir, frá einu dæmi af mörgum og mun ég stikla á stóru. Drengur nokkur sem ég er búinn að þekkja til lengi hóf sölu ólöglegra efna þegar hann var 18 ára. Fyrst seldi hann landa í smá- um stíl en í dag er hann 21 árs og þénar um 450.000 kr. á viku að eit- urlyfjasölu undanskilinni. Það er vitað að hann notast við hlaupatík- ur, þ.e.a.s. krakka sem hafa land- ann í umboðssölu. Þessi drengur selur um 300 lítra á viku og er hrá- efniskostnaður þar af talinn vera um 30.000 krónur. Síðan selja bömin okkar landann og fá 200 kr. á hvem lítra. Þessi útreikningur miðast við götuverð á landa sem er 1.500 krónur. Miðað við þessa út- reikninga er ljóst að hann fær 390.000 kr. í skattfrjálsar tekjur á viku ef hann fær 1.300 kr. fyrir hvern seldan landabrúsa. Hann er með margföld mánaðarlaun for- sætisráðherra, en á skattaskýrsl- um virðist hann lifa á loftinu. Margir eiturlyfjasalar og landasal- ar hafa vit á því að fela illa fenginn gróða, en ég vil meina að með rétt- um vinnubrögðum, breyttum laga- setningum (t.d. eignaupptöku) og fjármagni sé hægt að koma upp um þá allflesta. Á sama tíma þurfum við að gera þeim lífið leitt, til að fólk sjái að það borgar sig ekki að standa í þessu. Þar sem lögreglan virðist ekki hafa fjármagn til að stöðva þetta fólk og skattpeningar okkar virðast allaf fara í eitthvað annað, þá lang- ar mig að reifa snjallt ráð sem vini mínum datt í hug. Eins og flestir vita sem fylgjast með taka einkaað- ilar og fyrirtæki virkan þátt í allskyns uppákomum og eru að styrkja hina og þessa þætti í sjón- varpinu. Því ekki að styrkja lög- regluna, t.d. „Þessi handtaka var í boði Eimskips eða Coke?“ Það er von mín að þessi ítrekuðu blaðaskrif mín megi verða til þess að menn, sem takmarkað vit hafa á þessum málum, hætti að trúa í blindni fólki sem af einhverjum ástæðum neitar að viðurkenna vandann. I dag er kominn tími til að gera eitthvað af viti gegn dreif- ingaraðilum fíkniefna, hætta að gera lítið úr vandanum, heldur leggjast öll á eitt og láti verkin tala. Höfundur er unglingaráðgjafí. Ný náttúruverndar- lög taka gildi NÝ lög um náttúruvemd nr. 44/1999 taka gildi 1. júlí. Þau taka við af lögum sem að stofni til era frá 1971. Samkvæmt fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins era helstu nýmæli og breytingar samkvæmt hinum nýju lögum þessar: „1. Réttur manna til umferðar um landið og dvalar, svokallaður al: mannaréttur, er rýmkaður mjög. í lögunum er að finna sérstök ákvæði um umferð gangandi, hjólandi og ríðandi manna, svo og um heimild manna til að slá upp tjöldum og um tínslu beija, sveppa, fjallagrasa og jurta. 2. Skýrar reglur era í lögunum um bann við akstri utan vega. 3. Sérstakur kafli laganna fjallar um landslagsvemd og fleira henni tengt. Þar eru m.a. tilgreindar landslagsgerðir sem njóta skulu sérstakrar vemdar. Ennfremur er þar að finna ákvæði um vemd steina og fjallað um innflutning, ræktun og dreifingu framandi líf- vera. 4. Nýjar og hertar reglur eru um nám jarðefna, þar sem m.a. eru ákvæði um heimildir til efnistöku, áætlun framkvæmdaraðila, frágang efnistökusvæða og tryggingu fyrir honum. Náttúravemd ríkisins mun gera tillögur um frágang efnistöku- svæða sem hætt er að nota og hafa umsjón með frágangi og skal því verki lokið eigi síðar en árið 2003. 5. Mælt er fyrir um að umhverfis- ráðherra skuli leggja sérstaka nátt- úravemdaráætlun fyrir Alþingi fimmta hvert ár, í fyrsta sinn árið 2000, og skal hún vera hluti af nátt- úraminjaskrá. 6. ákvæði um friðlýsingar eru ein- földuð og endurbætt. Sérstaklega er kveðið á um friðlýsingu náttúra- myndana í hafi. 7. Ábyrgð heimamanna á fram- kvæmd náttúraverndarlaga er auk- in, svo og vægi og hlutverk náttúra- vemdamefnda sveitarfélaga. 8. Kveðið er á um aðkomu nátt- úravemdaryfírvalda að gerð skipu- lagsáætlana og breytinga á þeim, svo og við úrskurði um mat á um- hverfisáhrifum. 9. Stjóm Náttúravemdar ríkisins yerður lpgíl ni(fur,“ K (
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.