Morgunblaðið - 03.07.1999, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
>
ÓSVALD SALBERG
TÓRSHAMAR
*r
+ Ósvald Salberg
Tórshamar,
Heimagötu 28,
Vestmannaeyjum,
fæddist á Landspít-
alanum 19. ágúst
1998. Hann lést í
Sjúkrahúsi í
London 23. júní
1999. Ósvald var
sonur Ósvalds
Alexanders Tórs-
hamars og Ágústu
Salbjargar Ágústs-
dóttur og var hann
áttunda barn
þeirra hjóna.
Systkini Ósvalds eru: 1) Jó-
hann Ágúst, f. 29.8.
1977. 2) Hildur
Rán, f. 23.4. 1985.
3) Álexander Páll,
f. 1.10. 1989. 4)
Ólafur Eysteinn, f.
11.05. 1992. 5) Sig-
mundur Kristinn, f.
13.10. 1993. 6) Ró-
bert Freyr, f. 19.2.
1995, d. 19.2. 1995.
7) Albert Snær,
fæddur 5.11.1996.
Ósvald Salberg
verður jarðsung-
inn frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum í
dag klukkan 14.
Nú ertu farinn, elsku vinur, og
hefur flutt til herrans á himnum,
þar hefur Róbert Freyr, bróðir
þinn, tekið á móti þér, og afi og
amma líka og fleiri góðir ættingjar
sem á undan hafa farið.
Tíu mánuðir er ekki löng ævi, en
erfiður tími íyrir lítinn dreng. Nú
eruð þið tveir bræðumir farnir frá
okkur til Guðs og við vitum að þar
líður ykkur vel, þar eruð þið í góð-
um höndum. Stóru augun og fal-
lega brosið sjást ekki lengur en í
hjörtum okkar og minningunni lifir
það alltaf. Þú gleymist aldrei, Ós-
vald minn, í minningunni verðið þið
bræður alltaf hjá okkur.
Litlar hendur stijúka ekki leng-
ur um kinnar mínar eða fikta í hári
mínu, en það var Ósvald alltaf van-
ur að gera þegar ég hélt á honum.
Þrátt fyrir mikil og erfið veikindi
var Ósvald Salberg oftast glaður
strákur, hann brosti og spriklaði
og þótti voða gaman þegar pabbi
hans setti hann í bamavagninn og
gekk með hann um ganga Land-
spítalans. Þar hitti hann svo
marga. Honum þótti voða gaman
að hitta vin sinn, hann Sindra Snæ,
á göngunum. Stundum keyrði
Sindri hann í vagninum. Sindra
þótti voða vænt um Ósvald litla og
ég veit að hann á eftir að sakna
hans mikið. Ósvald eignaðist mikið
af vinum á Landspítalanum; Söm
Lind sem er enn á spítalanum,
Torfa Láms sem er farinn heim og
ekki má gleyma Lilju Björt, þau
voru svo mikið saman á stofu.
Ósvald litli, þú áttir mörg systk-
' ini en fékkst lítið að umgangast
þau vegna veikinda þinna og ekki
færðu að vaxa upp með þeim og
leika þér við þau. Núna era þau í
mikilli sorg og sakna þín mikið, þú
fékkst aldrei að koma heim til Eyja
og sást aldrei ömmu þína en afi
þinn kom til Reykjavíkur og heim-
sótti þig. Hildur systir þín grætur
og grætur en Óli bróðir þinn neitar
að trúa því að þú sért dáinn. Þegar
röddin segir: „Komdu! Guð er að
kalla,“ þá verður maður að svara
kallinu og það hefur þú gert, elsku
vinur.
Ósvald var rólegt bam og
kveinkaði sér aldrei, hann átti
erfitt með grát og grét því sjaldan,
hann brosti til allra sem komu að
rúminu hans. Hann var alltaf
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
.'rcniB't iii)., t ::-
ánægður og var svo mikill pabba-
strákur. Honum þótti voða vænt
um pabba sinn. Þeir voru miklir
vinir og núna er mikið tómarúm í
lífi pabba hans, hann á mikið erfitt
og saknar hans óskaplega mikið,
eins og við geram öll. En við vitum
að Guð hjálpar okkur í gegnum þá
erfiðu sorg sem er í hugum okkar
allra.
Það var gaman að fylgjast með
þér vaxa og dafna og sjá framfarir
hjá þér. Þú sýndir svo mörgu
áhuga, varst duglegur að teygja
þig í hluti og fylgdist alveg með
hvað hjúkkumar vora að gera þeg-
ar þær komu með lyfin þín eða
vora að tengja mjólkina í sánduna
þína. Þér þótti voða gaman þegar
fólk sýndi þér áhuga á ganginum í
vagninum og þegar Sindri kom að
leika við þig. Þér þótti líka voða
gaman hjá Hildi systur þinni, þar
leið þér vel, og hvað þér þótti gam-
an þegar Óli og Alexander vora að
leika sér að spilum á gólfinu; þá
fylgdist þú vel með hvað þeir voru
að gera. Þú heillaðir alla sem þig
sáu. Það var sama hvort það voru
ættingjar eða ókunnugir, allir
glöddust með þér. Þú varst algjör
hetja, stóðst eins og klettur úr hafi,
alveg sama hvað gekk á og hve
veikur þú varst, stundum mikið
veikur og tvísýnt um líf þitt. Alltaf
stóðstu upp úr eins og klettur.
Núna sitjum við héma öll saman í
sorg, mamma, pabbi og systkinin,
en þú ert farinn og kemur aldrei
aftur og það verðum við að sætta
okkur við. Guð passar þig fyrir
okkur núna, það vitum við öll. Guð
ætlar okkur öllum eitthvert hlut-
verk hér á jörð og þegar það er bú-
ið kallar hann og við hverfum á
braut en fáum önnur hlutverk hjá
honum. Nú ert þú farin að sinna
öðra hlutverki og gleðja aðra með
blíða brosinu, fallegu augunum og
ljósa úfna hárinu. Ég veit að þér
líður vel núna, laus við allar spraut-
ur, slöngur, dælur og vélar.
Elsku Ósvald minn, ég gleymi
þér aldrei, þú mátt ekki gleymast,
það sé ég um. Það er erfítt að sjá á
eftir þér. Ég baðaði þig í síðasta
sinn rétt fyrir aðgerðina og þú
varst svo ánægður, þú sendir okk-
ur pabba þínum svo fallegt bros og
svo baðaðir þú út öllum öngum en í
augum þínum var svo skrýtinn
glampi. Það var eins og þú vissir
hvað biði þín og þú vildir eiga síð-
ustu stundimar glaður með okkur.
Við minnumst þeirra stunda alltaf,
þeim gleymum við ekki. Það er
sagt að tíminn lækni sár, en sum
sár læknar tíminn aldrei, hann get-
ur deyft, en aldrei læknað. Að
horfa á eftir bami sínu í dauðann
er mjög sárt, það er sár sem tíminn
deyfir en læknar ekki.
Það voru margar litlar hetjur á
Landspítalanum sem börðust eins
og þú. Karólína er komin aftur,
Alexander er gangandi kraftaverk,
Linda Hrönn og Harpa Lind hafa
náð bata og era farnar heim og
fleiri komu og fóra, sumir í langan
tíma en aðrir í stuttan en öllum
þessum bömum þakkar þú fyrir að
hafa fengið að vera með. Öllu
starfsfólki á barnadeild 13E á
MINNINGAR
Landspítalanum þökkum við fyrir
ómetanlega hjálp. Læknarnir Gulli
og Hróðmar og hjúkrunarkonurn-
ar Guðrún og Hrönn fá sérstakar
þakkir. Elsku Ósvald minn, ég
kveð þig núna, litli fallegi drengur,
þú lifir í minningunni. Mamma
elskar litla drenginn sinn.
Bless ástin mín.
Mamma.
Elsku litla hetjan mín. Já, þú
varst hetja sem margir aðrir
mættu taka sér til fyrirmyndar.
Þrátt fyrir öll þín veikindi og erfiði
brostir þú alltaf í gegnum sársauk-
ann. Þú reyndir að gera gott úr
öllu saman, elsku litli drengurinn
minn. Pabbi saknar þín óskaplega
mikið og þú munt alltaf eiga vissan
stað í hjarta mínu. Þetta var yndis-
legur tími, þessir tíu mánuðir sem
ég átti með þér. Það gaf mér mjög
mikið þegar ég var að koma til þín.
Að sjá brosið þitt þegar ég birtist,
þú ljómaðir allur, og þú varst allur
á iði. Því þú vissir að nú átti að fara
á rúntinn í vagninum um gangana
á spítalanum og hitta annað fólk.
Þér þótti svo gaman að sitja í bláa
stólnum þar sem þú sást svo vel í
kringum þig á ganginum. Það var
alveg unaður hvað öllum þótti vænt
um þig, enda ekki annað hægt. Það
stoppuðu allir til að tala við þig,
ljósið mitt, og þú brostir til allra.
Mér þykir þetta mikið óréttlæti,
að þú skulir vera hrifsaður í burtu,
þú áttir svo mikla möguleika á því
að verða eins og önnur börn, en
svona er þetta blessaða líf. Ég held
að almættið hafi gert mistök í því
að taka þig frá mér. Ég á eftir að
spyrja almættið hvað hann meinti
eiginlega með þessu, þegar minn
tími er kominn. Þú sem fórst í
gegnum allar þessar aðgerðir og
svæfingar en settist svo alltaf aftur
upp í bláa stólinn og brostir fram-
an í heiminn, þú reyndir að gera
gott úr þessu öllu saman.
Manstu á jólunum þegar þú
týndist í öllu pakkaflóðinu sem þú
fékkst, eða á páskunum þegar trúð-
urinn gaf þér páskaeggið, sem þú
máttir ekki borða, þá varstu nú al-
deilis hissa. Eða þegar við gengum
fram hjá glerbúrinu á fremri deild,
alltaf kom hún Ema og knúsaði
þig, henni þótti svo vænt um þig.
Það þótti mér voða vænt um. Takk,
Ema. Þú eignaðist svo marga vini
þessa tíu mánuði sem þú varst hjá
okkur, til dæmis Sindra, Torfa,
Láras, Lilju Björt, Söru Lind,
Hörpu Lind, Lindu Hrönn, Kar-
ólínu, Lára og fleiri og fleiri. Síðan
fórum við til London og allt virtist
svo bjart. Þér vora gefnir svo mikl-
ir möguleikar á því að aðgerðin
tækist, en hún fór á annan veg en
búist var við. Ég gleymi því aldrei
þegar mamma þín baðaði þig í síð-
asta sinn, þú brostir svo fallega og
lékst á als oddi. Ég mun aldrei
gleyma augnaráðinu þínu þennan
örlagaríka morgun, þú horfðir á
okkur mömmu þína til skiptis og
það var svo skrýtinn glampi í aug-
unum, eins og þú vissir hvað í
vændum væri.
Jæja, Ijósið mitt. Pabbi kveður
þig með söknuð 1 hjarta. Ég gæti
skrifað miklu meira um þig en ég
ætla að hafa það útaf fyrir mig, því
þetta er svo sárt.
Mig langar að þakka öllum sem
önnuðust Osvald litla á Landspítal-
anum. Sérstakar þakkir fá lækn-
arnir Gulli og Hróðmar, Guðrún P.,
Hrönn Hreiðarsdóttir, Anna Axels-
dóttir og Auðlín. Emu langar mig
að þakka sérstaklega fyrir öll
knúsin sem hún gaf Ósvaldi litla,
og hvað hann var sérstakur í þín-
um augum. Mig langar líka að
þakka öllu því fólki sem þótti svo
vænt um litla drenginn minn.
Kristínu langar mig að þakka fyrir
að klippa Ósvald fyrir utanlands-
ferðina, eða eins og þú sagðir:
„Hann verður að vera fínn í útlönd-
um.“ Takk fyrir, öll þið sem báðuð
svo mikið fyrir honum.
Jæja ljósið mitt, pabbi kveður að
sinni, en við mætumst alveg öragg-
lega aftur, þá set ég þig sko ekki í
bláan stól, þá verður það hásæti því
þú ert hetja sem átt skilið að sitja á
hæsta stalli og sjá yfir allt og alla.
Guð verndi þig, elsku litli dreng-
urinn minn.
Pabbi.
Ég man þegar ég sá þig fyrst, þú
varst lítill á vökudeild og varst mjög
veikur, þú lást í rúminu vakandi og
horfðir á mig. Ég spurði pabba
hvort ég mætti halda á þér og hann
sagði já. Ég var svo glöð að fá að
halda á þér en þennan dag átti ég að
fara til Éyja. Svo fékk ég ekki að sjá
þig lengi, lengi en loks þegar ég
fékk að sjá þig varstu orðinn stærri
og leist miklu betur út. Ég faðmaði
þig og fékk að halda á þér. Ég var
svo glöð að fá að halda á þér og ég
var svo glöð að sjá þig að ég tárað-
ist. En loks komstu upp á bama-
deild og allir fengu að sjá þig. Þar
fékk ég alltaf að halda á þér og ég
gat keyrt þig í vagninum um gang-
ana og leikið við þig og þá brostirðu
svo fallega til mín.
Við fengum að fá þig í íbúðina í
Reykjavík og þar hugsaði ég vel um
þig. Ég klæddi þig í og úr, skipti á
þér og svæfði þig, ég hugsaði um
þig eins og bamið mitt og mér þótti
svo vænt um þig. Ég þráði að fá þig
í ferminguna mína, en þú máttir það
ekki því þú varðst allt í einu svo
veikur, en eftir fermingu fékk ég að
koma til þín og ég var alltaf hjá þér.
Ég man þegar ég var að kveðja
þig þegar þú varst að fara til
London í hjartaaðgerðina, ég kyssti
þig eins og ég gat og svo fór ég og
ég get aldrei séð þig meir. Þegar þú
fórst frá okkur varstu nýbyrjaður
að hlæja eins og venjulegt fólk. Ó,
hversu mikið ég sakna þeirra
stunda sem ég var með þér.
Eg kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
I öllum sálmum sínum
tónn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Egvaktioftogbað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.
í gegnum móðu’ og mistur
ég mikil undur sé.
Eg sé þig koma, Rristur,
með krossins þunga tré.
Afennidaggirdrjúpa,
og dýrð úr augum skín.
A klettinn vil ég kijúpa
og kyssa sporin þín.
Eg fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
ogvemdarhverjarós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.
(D. Stefánss.)
Þín elskulega systir,
Hildur Rán.
Elsku Ósvald Salberg.
Við fengum lítið að kynnast þér,
en það sem við heyrðum og það
sem við sáum á myndum var yndis-
legt, þú varst mikið veikur en samt
oftast brosandi og kátur. Við kom-
um einu sinni í heimsókn til þín á
spítalann og sú heimsókn situr föst
í minni okkar, þar sem þú lást í
fangi okkar og skoðaðir okkur. Því
miður urðu heimsóknirnar ekki
fleiri en þessi var sérstök.
Elsku litli Ósvald, nú ertu farinn
á annan og betri stað þar sem þú
þarft ekki að þjást og beijast, þar
sem Róbert Freyr, bróðir þinn, tek-
ur á móti þér og við vitum að vel
verður hugsað um ykkur bræðuma.
Elsku litli Ósvald, við biðjum
fyrir þér, að þú hafir fundið frið og
gleði. Við hlökkum til að hitta þig
aftur hjá Guði. Friður sé með þér.
Elsku mamma (Sabba), pabbi
(Boddi), Hildur, Alexander, Óli,
Simmi og Albert Snær, guð gefí
ykkur styrk og hjálpi ykkur í sorg-
inni og söknuðinum. Friður veri
með ykkur.
Jóhann Ágúst og Elva Björk.
Elsku litli frændi minn.
Mig tekur það mjög sárt að þú
sért farinn frá okkur eftir svona
stuttan tíma, aðeins 10 mánaða
gamall. Þitt litla góða hjarta var
svo veikt að þú varðst að fara á
betri stað, því þér var ætlað betra
hlutverk hinum megin. Þú sem
fékkst ekki að koma heim til Eyja,
vegna veikinda þinna. Ég fékk
ekki að sjá þig vegna þess hversu
veikur þú varst. En nú veit ég að
þú ert á góðum stað með bróður
þínum, honum Róbert Frey. Mér
finnst mjög leiðinlegt að hafa ekki
kynnst þér á þessum tíu mánuðum
sem þú hreinlega barðist fyrir lífi
þínu.
Amma, afi, Sabba, Ósvald og
böm. Guð veiti ykkur styrk í gegn-
um þennan erfiða tíma.
Blessuð sé minning þín, elsku
litla dúlla.
Nú dagur þver og nálgast nótt,
til náða sem að kveður drótt,
Ó, faðir ljóss og alls, sem er,
gef öllum frið og hvíld í þér.
Ó, guð sem skjaldarskuggi þinn
oss skyldi myrkrið nú um sinn,
gef þessi nótt oss verði vær,
eins vorum bræðrum nær og fjær.
Með fóðurhendi byrg oss brár
og blítt við næsta morgunsár
með endur hresstan þrótt og þrek
sem þín og ljóssins börn oss vek.
(Steingr. Thorst.)
Þín frænka,
Nanna Sigurjónsdóttir.
Litli vinur okkar, Ósvald, þá er
komið að kveðjustund. Rifjast þá
upp minningar um okkar kynni
sem hófust í janúar þegar Sara
Lind lagðist inn á spítálann og
dvaldi langdvölum með þér í her-
bergi. Okkur varð fljótt ljóst að
þrátt fyrir þín erfiðu veikindi
varstu sannkallaður sólargeisli. Þú
heillaðir alla með þínu fallega brosi
og virtist þurfa svo lítið til að gleðj-
ast.
I dauðans faðm nú fallið er
og fólt og kalt þar sefur
það bam, ó, Guð, sem gafstu mér
og glatt um stund mig hefur.
Ó, faðir, lít í hkn til mín,
og lát þú blessuð orðin þín
mér létta sviðann sára,
er sárra fær mér tára.
(Sb. 1886 - H. Hálfd.)
Með þessum fáu orðum kveðjum
við þig, Ósvald. Minningin um þig
verður alltaf á vissum stað í hjarta
okkar. Biðjum við Guð að blessa
fjölskyldu þína og gefa henni styrk.
Sara Lind, Sigurmunda
(Sirrý) og Eggert.
Mig langar til að minnast lítillar
hetju í nokkrum orðum. Hetju sem
barðist en varð að lokum að játa
sig sigraða.
Það var hringt í mig í hádeginu
hinn 23.júní og mér færðar þær
fréttir að Ósvald Salberg hefði lát-
ist um morguninn. Það er ekki
hægt að lýsa þvi með orðum hvem-
ig mér leið, en tómleiki, söknuður
og sorg komast næst því að lýsa til-
finningum mínum. Eftir að ég lagði
frá mér símtólið voru mín fyrstu
viðbrögð að taka sjö mánaða dóttur
mína í fangið og hvísla að henni
með kökki í hálsinum og tár í aug-
unum að vinur hennar væri dáinn.
í febrúar síðastliðnum veiktist
dóttir mín og þurfti að leggjast
inn á ungbarnadeild Landspítal-
ans. Þar bjuggum við í sex vikur
og kynntumst Ósvaldi litla. Þrátt
fyrir veikindin var hann alltaf
hress og kátur, smellti í góm og
sveiflaði pálmanum sínum. Þegar
hann var með litla plast-pálmatréð
sitt töluðum við um að nú væri
hann með pálmann í höndunum.
Það var svo gaman að honum, að
það var ekki annað hægt en að
þykja vænt um þennan yndislega
dreng sem mátti reyna margt á
stuttri ævi. Hann var þó lánsamur
að eiga svona góða fjölskyldu.
Faðir hans var hjá honum á hverj-
um degi, frá því snemma á morgn-