Morgunblaðið - 03.07.1999, Page 46
:6 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
JON
SIGURÐSSON
+ Jón Signrðs-
son fæddist í
Ólafsvík 8. desem-
ber 1941, en ólst
upp í Borgamesi.
Hann iést á hjarta-
deild Sjúkrahúss
Reykjavíkur hinn 9.
júní síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Bústaðakirkju
21. júní.
„Vantar þig eitt-
hvað?“
„Nei, ekkert elsku
drengurinn minn.“
„Þá sjáumst við á morgun.“
Það er undarlegt til þess að
hugsa að þetta skuli hafa verið síð-
ustu orðin okkar feðganna, töluð
eftirmiðdags þann dag er pabbi
lést. Ég heimsótti hann á hjarta-
deildina ásamt afastrákunum hans,
Guðjóni Bjarka og Jóni Axeli, og
stönsuðum við hjá þeim gamla í
rúman hálftíma. Það lá vel á hon-
um og við spjölluðum um daginn og
veginn, fátt merkilegt, enda ekkert
^sem benti til að þetta yrði okkar
síðasta samverustund. Pabbi ræddi
aðeins um brúðkaup systur minn-
ar, en það var honum hjartans mál
að ég myndi tala til hennar í veisl-
unni í hans stað og ég sá að honum
var rórra við það að vita að ég var
búinn að hugleiða hvað ég ætlaði
að segja. Fyrr um daginn hafði ég
farið til að máta föt og sagði ég
honum af því að ég hefði talið
drengjunum mínum trú um að ég
yrði að vera í brúðarkjól í brúð-
kaupinu, en það hafði þeim ekki lit-
á. Afastrákamir sögðu afa síðan
stuttlega af hversdagsævintýrum
sínum, en það mátti merkja að þeir
voru ögn feimnir við þann gamla,
enda ekki vanir því að sjá hann
hggjandi í fleti að degi til nema ef
væri í Berjanesi þar sem honum
þótti gott að fá sér kríu að degi til
og þá sérstaklega þegar vömbin
hafði verið kýld. Þegar frásögninni
var lokið var lagt á ráðin um næstu
ferð í Skorradalinn, en þangað
voru drengimir alltaf viljugir að
fara. Gömul afrek úr æsispennandi
fótboltakappleikjum vom rifjuð
upp og síðan vora lögð drög að
smíði fleiri sverða, en drengjunum
^Jþótti afi vera fremstur sverða-
smiða. Þegar þessari ráðstefhu var
lokið spjölluðum við
pabbi stuttlega saman
aftur og spurði hann
mig hvemig gengi.
„Bæriiega," var svarið
eins og venjulega. Við
töluðum síðan aðeins
um þau verkefni sem
framundan vom hjá
mér og að venju réð
hann mér heilt og
hvatti mig til dáða. Því
næst fór hann aðeins
yfir það sem í vændum
var hjá honum, en
hann beið þess að
komast í aðgerð eftir
nokkra daga. Þegar hér er komið
sögu brestur mig minni og kem ég
ekki fyrir mig hvað rætt var um
næst, en ég reikna með að það hafi
ekkd verið neitt merkilegt, enda
ekki tilefni til að reyna að kryfja til
mergjar öll þau mál sem okkur
snertu, nægur yrði tíminn til þess
seinna. Altént kom nú að kveðju-
stund og við strákamir kvöddum
afa með kossi eins og venja er til í
okkar fjölskyldu. Þegar við gerðum
okkur líklega til að fara kallaði afi
til litlu afastrákanna sinna: „Þið
vitið að þið þurfið að vera í bleikum
kjólum í brúðkaupinu eins og
pabbi, er það ekki?“ en hann sá
tækifæri til að stríða þeim og lét
það svo sannarlega ekki úr greip-
um renna. Stærri afastrákurinn
ramdi, setti undir sig hausinn og
bjó sig undir að stanga stríðnis-
púkann en sá minni ranghvolfdi
augunum og virtist vona að það
leyndist nú ekki sannleikskom í
þessu. Afi hafði augsýnilega gaman
af þessu og viðbrögð fómar-
lambanna ýttu enn frekar undir
kátínu hans. En nú snerumst við á
hæli og ég spurði:
„Vantar þig eitthvað?"
„Nei, ekkert elsku drengurinn
minn.“
„Þá sjáumst við á mprgun.“
Ólafur Jón.
„Æi! Komdu og kysstu mig,“
segir Jón kankvís á svip og með
glettnisblik í augum. Hlær lágum
hlátri - og skellir svo á mann
rembingskossi - hreppstjórakossi
eins og við kölluðum hann.
Jón var ávallt hress og kátur,
eins og hann var þegar við, Harald-
ur bróðir minn og ég, hittum hann
óvænt á göngu í Kringlunni. „Viljið
þið kaffi og tertu? Ég býð,“ segir
Jón snöggt. Og þegar við voram
ekki nógu fljótir til svars hélt hann
áfram: „Já eða nei? Boðið stendur
ekki til eilífðar drengir." „Já! Já!“
svömðum við einum rómi.
Við sátum góða stund saman í
kaffistofunni. Sötraðum kaffi og
hámuðum í okkur rjóma-súkkulaði-
tertur, stundum kallaðar stríðstert-
ur vegna stærðar sinnar og ómæl-
anlegrar orkugjafar, og áttum við
skemmtilegar umræður saman um
menn og málefni. Jón að vanda var
vel upplýstur um gang dægurmála
og fróður um mannfólk í sviðsljósi
líðandi stundar, sem og fólk er hef-
ur dregið sig í hlé frá aðalsviði dag-
legs vafsturs. Þannig var Jón ávallt
í fasi. Snöggur upp á lagið, fljótur
að taka ákvarðanir, skemmtilegur
og fróður í samræðum, og með
kímnigáfu vel yfir meðallag.
Vinskapur okkar óx með árunum
og varð kærari, jafnvel eftir að við
hjónin fluttum utan. Þó að sam-
verastundum fækkaði, þeim mun
betur nutum við að eiga stund sam-
an ef færi gafst, hvort sem það var
er Jón kom við hjá okkur í stuttar
heimsóknir þegar hann átti erindi
vestur um haf, - og var þá mikið
spjallað, íhugað og áformað, og á
stundum teknar ávarðanir er réðu
um stefnur teknar fyrir framtíðina,
svo sem í atvinnumálun og öðra, -
eða við veisluhöld í Rituhólum 3 í
tilefni heimsókna okkar til föður-
landsins, þegar þau hjónin Ollý og
Jón smöluðu saman öllum gömlu
vinunum til mannfagnaðar og gleð-
skapar. Rausn og myndarbragur
þeirra hjóna á sér engan samjöfn-
uð, og á fáum heimilum er maður
eins velkominn gestur og á heimili
Ollýjar og Jóns.
Jón var vinmargur og hélt
tryggð við vini sína og kunningja,
örlátur á tíma sinn og ósínkur á
ráðgjöf og heimsóknir. Hann var
maður samtíðarinnar, honum var
umhugað um samfélagið og hann
var óspar á þátttöku sína í félags-
málum.
Sem þiggjandi hafði Jón hæfi-
leika sem fáum era gefnir. Hann
kunni að hlusta. Ekki einungis til
þess að heyra, heldur einnig til
þess að meðtaka skoðanir annarra,
íhuga þær og skilja, og alltaf opinn
íyrir nýjum hugmyndum og tilbú-
inn að brjóta málefni til mergjar.
Ollý mín, við elskum ykkur Jón
af sönnu hjarta og biðjum almættið
að vaka yfir þér og börnum ykkar,
Ólafi Jóni, Ásgeiri og Elísu, svo og
Blómabúðin
öarðskom
v/ Fossvogski^kjwgarð
Sími; 554 0500
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Svem'r Olsen,
útfararstjóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Utfararstofa Islands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
^AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Aðsendar greinar á Netinu
v^mbl.is
THELMA RUN
SIG URGEIRSDÓTTIR
+ Thelma Rún
fæddist á Akra-
nesi 16. júní 1999.
Hún lést á Landspít-
alanum 17. júní síð-
astliðinn.
Foreldrar hennar
eru Sigurgeir
Ragnar Sigurðsson
f. 29.10. 1964 og
Herdís Jónsdóttir f.
4.4. 1969. Systkini
Thelmu Rúnar eru
Anna Ósk f. 8.10.
1986, Thelma
Hrund f. 23.1. 1992,
d. 14.9. 1992 og
Daníel Aron f. 19.3. 1994.
Utförin fór fram frá Akranes-
kirkju þriðjudaginn 22. júní
1999.
\LLTAf= e/7T«MÓÐ A/ý7~7~
Okkur langar í örfáum orðum að
kveðja litla sólargeislann okkar,
hana Thelmu Rún, sem lést á
Landspítalanum 17. júní.
Þú veittir okkur öllum mikla
gleði þann stutta tíma sem þér
auðnaðist að vera á meðal okkar
en nú ert þú komin til systur þinn-
ar, hennar Thelmu Hrundar, svo
nú leikið þið tvær systumar ykkur
saman hjá Guði. Hafðu þökk fyrir
þann tíma sem þú náðir að vera
hjá okkur og fylltir
þann tíma ást og ham-
ingju. Vertu sæl,
elsku sólargeislinn
okkar, við elskum þig
öll.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú þér ég sendi,
bæn frá mínu bijósti sjáðu,
blíði Jesú að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Kveðja,
pabbi, mamma,
Anna Ósk
og Daníel Aron.
í dag kveðjum við elsku litlu
frænku okkar og sonardóttur, hana
Thelmu Rún. Hún fæddist á
Sjúkrahúsi Akraness 16. júní og
lést á Landspítalanum 17. júní.
Stuttur var sá tími sem við feng-
um að hafa þig á meðal okkar en
sá tími var yndislegur og mikil var
gleðin og hamingjan hjá foreldram
þínum og systkinum. Gleðin skein
úr augum þeirra þegar þú fæddist
í þennan heim. Um hádegi 17. júní
var okkur tilkynnt að flytja þyrfti
þig til Reykjavíkur og nokkram
klukkustundum síðar var hringt og
tilkynnt um lát þitt. Kom þessi
tengdabömum, bamabömum og
öðram vandamönnum, og að gefa
ykkur styrk og þrek á sorgar- og
saknaðarstundu.
Lífið heldur alltaf áfram hvort
sem það er á jarðríki eða í himna-
ríki, og ef hann Jón okkar er samur
við sig, þá er hann sjálfsagt í
hrókasamræðum við Sánkti-Pétur
og er að ráðleggja honum um hag-
ræðingu við gæslu Gullna hliðsins.
Að lifa í fjarlægð frá föðurlandi og
foðurhúsum kennir manni að meta
og varðveita minningamar betur
en ella. Og þó að sárt sé að sjá á
eftir góðum dreng og söknuður
fylli hjartað, þá eigum við eingöngu
góðar og ljúfar minningar um Jón,
sem verða varðveittar í gleðibanka
hugans til upprifjunar um alla
framtíð.
Með ást og virðingu.
Aðalsteinn S. Ólafsson,
Margrét Ágústsdóttir.
Sú harmafregn barst mér að
morgni fimmtudagsins 10. júní að
Jón væri dáinn. Við þessi sorgartíð-
indi flugu í gegnum hugann margar
góðar minningar um einstakan
mann, mann sem var alltaf tilbúinn
að rétta öðram hjálparhönd, sama
hvað bjátaði á. Ég á honum svo
óendanlega mikið að þakka fyrir öll
þau skipti sem hann og Ollý opnuðu
heimili sitt fyrir mér. Alltaf var
manni tekið með hlýju og var vel-
kominn í Rituhólana.
Ég kynntist Jóni á unglingsárum
mínum þegar ég og Elísa dóttir
hans urðum vinkonur. Það var svo
sérstakt að kynnast Jóni því mann-
gæskan var svo mikil og heimilið
alltaf opið fyrir vini og vandamenn.
Og alltaf hafði hann tíma. Mér er
minnisstætt þegar ég og Elísa vor-
um að vinna í Miklagarði, þá fékk
ég far með Jóni heim og maður var
nú svolítið upp með sér þegar
framkvæmdastjórinn gaf sér tíma
til að bíða eftir kassadömunni svo
hún gæti fengið far. Eða þegar það
var brjálað að gera á föstudegi, þá
gerði Jón sér lítið fyrir og skokkaði
niður af skrifstofunni og fór að
raða í poka fyrir viðskiptavinina.
Þetta lýsir Jóni svo vel. Hann var
alltaf til staðar og alltaf tilbúinn að
hjálpa til og aldrei fór hann í
manngreinarálit.
Seinna varð ég heimagangur hjá
þeim hjónum og enn í dag líður
mér eins og ég sé komin heim að
koma í Rituhólana. Það var svo
ómetanlega gott að eiga Ollý og
Jón að og er ég þakklát fyrir að
hafa notið þeirra forréttinda að
kynnast Jóni. Ég mun alltaf varð-
veita minninguna um góðan mann í
hjarta mínu og ætla ég að verða
sonum mínum eins gott fordæmi
og hann var sínum bömum.
Elsku Ollý, Elísa, Óli Jón, Ás-
geir, Valtýr, Gerður, Ásgeir Ingi,
Vignir Daði, Guðjón Bjarki, Jón
Axel og fjölskylda, megi góður guð
styrkja ykkur í sorginni.
Ingibjörg Salóme.
Jón Sigurðsson var öflugur liðs-
maður hvar sem hann fór. Áhuga-
samur og heill, kraftmikill og holl-
ur þeim hagsmunum og málstað
sem hann kaus að verja hverju
sinni. Hann var meðalmaður á
hæð, þéttvaxinn en kvikur í hreyf-
ingum, snareygður og bar með sér
áhuga á mönnum og málefnum.
Honum var lagið að umgangast
fólk og stofna til kynna; hann var
félagsmálamaður í þess orðs bestu
merkingu. Erfiðleikum mætti hann
af einurð og karlmennsku.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
fyrir nærfellt tuttugu árum og
brautirnar skárast oft eftir það.
Við sátum um skeið saman í skóla-
stjórn Fjölbrautaskólans í Breið-
holti. Jón bjó þar og hafði einlægan
metnað fyrir hönd hverfísins og
skólans. Hann hafði glöggan skiln-
ing á því hversu mikilvægt væri að
efla metnað í skólastarfinu og bæta
aðbúnað og árangur svo skólinn
gæti betur búið némendurna undir
kröfur morgundagsins.
Jón réðst til Landssímans fyrir
rúmu ári og starfaði þar sem
stjórnandi á markaðssviði. Hann
var vakinn og sofinn í því að gæta
hagsmuna fýrirtækisins, bæði í og
utan vinnu. Á landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins nú í marsmánuði var
hann manna virkastur í umræðu
Um framtíðarþróun fjarskipta, rök-
fastur en hpur í vörninni þegar
honum þótti óhóflega sótt að Sím-
anum. Hann var enda þátttakandi í
mótun framtíðarstefnu og skipu-
lags Landssímans og öflugur tals-
maður viðskiptamanna og nýrra
viðhorfa á því sviði. Samtarfsmenn
hans hafa því misst góðan félaga,
sem var öðram fyrirmynd um já-
kvæða afstöðu til samferðamanna
og daglegra viðfangsefna.
Jón Sigurðsson lést langt um
aldur fram aðeins 57 ára gamall.
Hann skilur eftir sig minningu um
góðan dreng, sem ævinlega var
reiðubúinn þegar eftir var leitað,
mann sem auðgaði umhverfi sitt
með glaðværð og góðvild.
Þórarinn V. Þórarinsson.
fregn sem reiðarslag yfir okkur
öll.
Elsku Sigurgeir, Herdís, Anna
Ósk og Daníel Aron. Við biðjum
algóðan Guð að vaka yfir ykkur og
styrkja. Hugur okkar og bænir
era hjá ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson.)
Amma, afi, Magnús, Björg, Óm-
ar, Jórunn, Elínborg, Ásgeir,
Hugrún, Eyjólfur, Marteinn,
Kristin og börnin.
Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða,
Lof sé Guði, búin ertu’að stríða.
Upp til sælu sala
Saklaustbamándvala.
Lærðu ung við engla Guðs að tala.
(M. Joch.)
Hann var sólríkur, morgunninn
sem þú komst í heiminn, elsku litla
vina. Tilhlökkunin og gleðin yfir
komu þinni var svo mikil, enda
varstu dásamleg, falleg og virtist
vera svo heilbrigð. Þess vegna
varð næsti dagur hræðilegur, þú
varst flutt í skyndi á Barnaspítala
Hringsins en þar var ekkert hægt
að gera fyrir þig, ástin mín, ekki
einu sinni hægt að skíra þig, en
foreldrar þínir voru búin að gefa
þér nafn systur þinnar sem þau
misstu líka fyrir sjö árum. Maður
spyr hvað hægt sé að leggja á eina
fjölskyldu. Að missa eitt barn þyk-
ir hverjum og einum nóg, en tvö,
Guð minn, það er of mikið. Þeir
sem fylgst hafa með Herdísi,
Sidda og börnunum geta ekki ann-
að en dáðst að æðruleysi þeirra,
styrk og dugnaði í þessari miklu
sorg. Hvað getum við gert fyrir
þau? Þetta er sú spurning sem all-
ir ástvinir þeirra hugsa um. Ekk-
ert? Jú, ást okkar, hana eiga þau
óskipta, vináttu og alla þá hjálp
sem við getum veitt. Okkur langar
sérstaklega til að þakka starfsfólki
Sjúkrahúss Akraness fyrir ómet-
anlega hlýju og dásamlega umönn-
un, ekki bara við foreldrana heldur
alla sem komið hafa í heimsókn til
þeirra.
Elsku hjartans Herdís, Siddi,
Anna Ósk og Daníel Aron. Við biðj-
um algóðan Guð að senda ykkur
styrk í sorginni.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesú að mér gáðu.
(Asm. Eiríkss.)
Blessuð sé minning þín, litla
vina.
Alma amma og Jón afi. Garðar,
Ólína og börn. Ósk, Torfi og
börn. Guðmundur og sonur.