Morgunblaðið - 03.07.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 5fk
Átta milljónir í styrki - mest til móðurskóla
Úthlutun úr Þro-
unarsjóði grunn-
skóla Reykjavíkur
FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur
samþykkti á fundi sínum 21. júní sl.
úthlutun úr Þróunarsjóði gnmn-
skóla Reykjavíkur fyrir skólaárið
1999-2000. Úthlutunin nemur alls 8
milljónum króna og fer stærsti hlut-
LEIÐRÉTT
Vilja ekki fangelsi
í FRÁSÖGN á miðopnu í gær um
skýrslu nefndar um unga
afbrotamenn varð meinleg villa. Þar
segir að nefndin telji vænlegan kost
að komið verði á fót sérstöku
fangelsi eða fangelsisdeild fyrir
börn. Hið rétta er að í
nefndarálitinu segir að nefndin telji
það vænlegri kost að fangar undir
18 ára aldri afpláni refsingu með
vistun á meðferðarheimili en að
komið verði á fót sérstöku fangelsi
eða fangelsisdeild. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
Texti féll niður
Þau mistök urðu við bh-tingu
prjónaþáttarins Spuna að texti með
munsturmynd féll niður. Birtist
hann hér ásamt myndinni.
MUNSTURA
2 y 5 V § § | /v\ 3T i
f T" Wíi -r X" _
v V- 5=3 1 'Jk'il 1
v v V — FT Tj 'il'ii JJ
V V ... Nt Tj /V\ / L L 4-
V y “ ~r T1 /v\ D
5 y 5=^ : /\V\\ iz —H
V V V > /v\ /
.■ 7 ~ “ — V /V\ 7 iE
1 2 L ” _ _ tí /IvK ZLJ LL jj - -
□ = sléttar lykkjur
0 = brugðnar lykkjur
= 2 lykkjur teknar óprjón-
aðar yfír á hægri prjón-
inn, 1 slétt, steypið báð-
um óprjónuðu lykkjun-
um yfir lykkjuna = 2
lykkjur felldar af.
inn, eða 5,9 milljónir til 7 móður-
skóla í fjórum greinum.
Hlutverk móðurskóla er m.a. að
móta stefnu og vera í fararbroddi á
sínu sviði. Einn kennari í hverjum
móðurskóla stýrir starfmu, gerir
áætlanir fram í tímann, skipuleggur
námskeið fyrir kennara í samstarfí
við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og
annast ráðgjöf til annarra skóla en
mjög mikið er lagt upp úr þeim
þætti, segir í fréttatilkynningu.
Hver móðurskóli hlýtur styrk í þrjú
ár til verkefnisins.
Hagaskóli, Hólabrekkuskóli,
Melaskóli og Selásskóli verða allir
móðurskólar í náttúrufræðikennslu
og hlaut hver skóli 800.000 kr.
styrk. Þetta er í fyrsta sinn sem út-
hlutað er til móðurskóla í náttúru-
fræðikennslu.
Auk þess var úthlutað framhalds-
styrkjum til þriggja móðurskóla
sem útnefndir voru á síðasta ári en
það voru Foldaskóli, sem er móður-
skóli í nýsköpun, Grandaskóli, móð-
urskóli í tölvukennslu, og Selás-
skóli, móðurskóli í skólasafna-
kennslu. Þessir skólai’ hlutu allir
900.000 kr. styrk og er þetta í annað
sinn sem þeir hljóta styrk.
Menntamálaráðuneytið valdi Ár-
bæjarskóla sl. haust til að vera
kjarnaskóli í upplýsingatækni á
landsvísu. Hann hlaut 1.000.000 kr.
styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla
Reykjavíkur til þess verkefnis til
viðbótar við jafnhátt framlag frá
ráðuneytinu.
Ártúnsskóli hlaut 600.000 kr.
styrk til að vinna að sjálfsmati og
Álftamýrarskóli hlaut 200.000 kr.
styrk til verkefnis sem nefnist:
Kennarinn og bekkurinn hans.
Markmið þess er að auka gagnvirk
samskipti milli kennara, nemenda
og foreldra.
Loks fékk framhaldsskólinn
Borgarholtsskóli styrk vegna málm-
iðnaðamámskeiða sem haldin eru
fyrir grunnskólanemendur í Grafar-
vogi en verkefnið hefur að megin-
markmiði að auka áhuga grunn-
skólanemenda á iðngreinum.
Aukið þjóðvega-
og hálendiseftirlit
I SAMVINNU við lögreglustjór-
ana hefur ríkislögreglan ákveðið að
auka sérstaklega þjóðvega- og há-
lendiseftirlit í sumar. Umferðar-
deild ríkislögreglustjóra mun nota
sérútbúnar bifreiðir til að fylgjast
m.a. með ökuhraða. Sá útbúnaður
sem notaður verður er hraða-
myndavél og má reikna með þeim
bifreiðum um allt land, segir í
fréttatilkynningu.
Backgamm-
on-félag
stofnað
STOFNAÐ hefur verið
backgammon-félag og er
megintilgangur þess að stuðla
að vexti og viðgangi spilsins.
Mótahald verður ein leið til
að ná þessu markmiði og
verður fyrsta mót félagsins
haldið kl. 17 sunnudaginn 4.
júlí á veitingastaðnum Grand
Rokk, Smiðjustíg 6,
Reykjavík. Sigurvegari á
mótinu fær 10.000 kr. að
launum.
I júlí og fram í águst er mikil um-
ferð ferðamanna um þjóðvegi lands-
ins og á hálendinu. Samstarf verður
milli lögreglustjóranna á Suður-
landi um hálendiseftirlit, jafnframt
verður lögð áhersla á að sinna eftir-
liti á vinsælum ferðamannastöðum,
fylgst með akstri utan vegai’, ölvun-
arakstri o.fl. í för með lögreglu
verður læknir. Þannig munu lög-
regluliðin um allt land hafa víðtæka
samvinnu um löggæslumálefni.
Eftirlit á þjóðvegum landsins
mun að venju einkum beinast að
ökuhraða, ölvunarakstri og notkun
öryggisbelta. Einnig ljósanotkun,
vöntun skráningarnúmera og öku-
réttindum. Það sem af er árinu hef-
ur aukið eftirlit lögreglu um allt
land skilað fleiri kærum á ökumenn
miðað við sama tíma í fyrra.
Á síðasta ári var mikill fjöldi al-
varlega umferðarslysa á þjóðvegum
landsins og verður allt gert til að
fækka umferðarslysum, sá árangur
næst ekki nema með samstilltu
átaki alfra sem leið eiga um þjóð-
vegi landsins, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Umferðarráð mun starfa í nánu
samstarfi við lögregluembættin og
mun útvarp Umferðarráðs koma
upplýsingum á fí’amfæri við öku-
menn.
FRÉTTIR
Utvarp nýrrar aldar
KÁRI Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, afhendir Þor-
valdi Gunnarssyni 100 þúsund króna peningaverðlaun fyrir fyrsta sæt-
ið í' keppninni.
27 ÁRA gamall safnvörður frá
Eyrarbakka, Þorvaldur Gunnars-
son, bar sigur úr býtum í þátta-
gerðarsamkeppninni Útvarp nýrr-
ar aldar, sem Bylgjan stóð fyrir í
samstarfi við Islenska erfðagrein-
ingu og Fjárfestingarbanka at-
vinnub'fsins. Bestu þættirnir í sam-
keppninni verða sendir út fimm
næstu sunnudaga á Bylgjunni, seg-
ir í fréttatilkynningu frá Bylgj-
unni.
„Ungt fólk með hugmyndir um
hvemig íslenskt útvarp á að
hljóma á nýrri öld var mjög áhuga-
samt um keppnina en 74 handrit
að klukkustundarlöngum útvarps-
þáttum bámst dómnefnd. Hún
valdi fimm þeirra til framleiðslu.
Allir vom þeir fagmannlega og
vel unnir með góða hugmynd í
granninn, en þáttur Þorvaldar, Út-
varpshöfuðin, þótti falla best að yf-
irskrift keppninnar Útvarp nýrrar
aldar. f verðlaun hlaut hann 100
þúsund krónur, ferð til London til
að kynna sér útvarpsmennsku þar
í landi og starf við þáttagerð á
Bylgjunni. I öðra sæti varð Gunn-
hildur Una Jónsdóttir en hennar
þáttur, Mínar eigin leiðir, er ferða-
þáttur með nýstárlegu sniði.
Aðrir sem hlutu viðurkenningar
í móttöku í húsakynnum Islenska
útvarpsfélagsins í gær voru þau
Guðfinna Rúnarsdóttir, Berghildur
Erla Bernharðsdóttir og Guðjón
Bergur Jakobsson. Verðlaunaþætt-
irnir tveir, auk hinna þriggja sem
komust í úrslit, verða sendir út
fimm næstu sunnudaga á Bylgj-
unni á milli kl. 15 og 16,“ segir þar
ennfremur.
Aðildarríki OSPAR
hraða aðgerðum
gegn geislamengun
AÐILDARRÍKI OSPAR-samnings-
ins um vernd Norðaustur-Atlants-
hafsins samþykktu að hraða aðgerð-
um til að draga úr losun á geislavirk-
um efnum á fundi sínum í Hull í
Bretlandi, sem er nýlokið. Á fundin-
um var einnig samþykkt ný 25 ára
áætlun til að draga úr neikvæðum
umhverfísáhrifum olíu- og jarðga-
svinnslu í hafmu en aðildarríki
OSPAR höfðu áður samþykkt sh'kar
framkvæmdaáætlanir varðandi
hættuleg efni, geislavirk efni, nær-
ingarefnaauðgun og vernd lífríkis
hafsins á fundi umhverfisráðherra
OSPAR-ríkjanna í Sintra í Portúgal í
fyrra.
,Á ráðherrafundinum í Sintra
skuldbundu Bretar og Frakkar, sem
eru einu þjóðirnar í OSPAR sem
stunda endurvinnslu á kjarnorkuúr-
gangi (í Sellafield og Cap de la
Hague), sig til að hætta nánast alveg
losun geislavirkra efna fyrir árið
2020. A fundinum í Hull lögðu írar
fram tillögu, sem unnin var í nánu
samráði við Islendinga og Dani, um
að Ospar-ríkin legðu aukna áherslu á
að ná markmiðum sínum varðandi
aðgerðir gegn geislamengun og
reyndu að hraða shkum aðgerðum
þannig að markmiðin næðust vel fyr-
ir árið 2020, einkum varðandi endur-
vinnslu kjarnaefna. Þessi tillaga var
samþykkt.
Fimmtán ríki, ásamt Evrópusam-
bandinu, eiga aðild að OSPAR-samn-
ingnum. A næsta ári kemur út
skýrsla á vegum skrifstofu samn-
ingsins um ástand umhverfís Norð-
austur-Atlantshafsins sem verður
hin fyrsta sinnar tegundar þar sem
vísindaleg heildarúttekt verður gerð
á umhverfisþáttum úthafssvæðis,"
segir í fréttatilkynningu frá Um-
hverfisráðuneytinu.
Nýtt hafnaráð
skipað
SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur
skipað nýja fulltrúa og varafulltrúa
í hafnaráð. í ráðið voru skipuð þau
Sigríður Finnsen og Einar K. Guð-
finnsson en sem varamenn þeir Jó-
hann Guðmundsson, Kristinn Jón-
asson og Ásgeir Logi Ásgeirsson.
Samgönguráðherra skipar
hafnaráð sér til ráðuneytis um
hafnamál. í hafnaráði skulu eiga
sæti fimm fulltrúar og jafnmargir
varamenn. Þar af skulu tveir til-
nefndir af Hafnarsambandi sveit
arfélagá til fjögurra ára í senn að
loknum sveitarstjórnakosningum.
Þrír fulltrúar skulu skipaðir án til-
nefningar að loknum alþingiskosn-
ingum og skal einn þeirra vera for-
maður ráðsins.
Eftir að nýr ráðherra tekur við
embætti eiga sér aðeins stað breyt-
ingar á ráðherratilnefndum fulltrú-
um.
Auk fyrrnefndra aðila eiga sæti í
hafnaráði: Jón Birgir Jónsson,
Hannes Valdimarsson og Ólafur M.
Kristinsson. Varamenn eru þeir
Gísli Gíslason og Brynjar Pálsson.
llkynning um hlutafjárútboð og skráningu hlutafjár á Verðbréfaþingi íslands ■ >
Sölusamband íslenskra liskframleiðenda hf.
kt. 580293-2989
Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfirði
Fjárhæð útboðsins er 165.413.044 kr. að nafnverði og er um að ræða nýtt hlutafé.
Hluthafar hafa forgangsrétt til hlutafjárkaupa í hlutfalli við skráða
hlutafjáreign sína í hlutaskrá SÍF hf. í lok dags 2. júlí 1999.
Útboðsgengi til forgangsréttarhafa er 6,20.
Forgangsréttartímabil: 7. júlí 1999 til og með 21. júlí 1999.
Þeir hluthafar sem hyggjast nýta forgangsrétt sinn þurfa að skila útfylltum
áskriftareyðublöðum til Búnaðarbankans Verðbréfa fyrir kl. 16.00 hinn 21. júlí
1999. Greiðsluseðlar verða sendir út þegar úrvinnslu áskrifta lýkur og verður
greiðsla að berast fyrir 4. ágúst 1999.
Umsjón með útboðinu hefur Búnaðarbankinn Verðbréf, kt. 490169-1219,
Hafnarstræti 5, 3. hæð, 155 Reykjavík, sími 525 6060, fax 525 6099.
Nálgast má útboðslýsingu hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum,
hjá SÍF hf. og á netslóðinni www.bi.is eftir 7. júlí 1999.
BíiNAMRMNKINN
VERÐBRÉF
- byfixir ú irauxti