Morgunblaðið - 03.07.1999, Qupperneq 56
-*>6 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Kasparov
tekur forystuna
í Frankfurt
SKAK
Frankfurt
FRANKFURT
SKÁKMÓTIÐ
29. júní - 2. júlí
^ KASPAROV og Karpov mættust
í þriðja sinn við skákborðið á
fimmtudaginn í sjöundu umferð
Frankfurt skákmótsins. Eins og
fyrri viðureignir þeirra í mótinu
endaði skákin með jafntefli. Tölu-
vert hefur verið fjallað um þetta
skákmót í þýskum fjölmiðlum og
ljóst er að innbyrðis viðureignir Ka-
sparovs og Karpovs vekja mikla at-
hygli. Þannig sagði eitt þýskt dag-
blað frá því, að þegar þeir hófu skák
sína í fyrstu umferð hafi allir Ijós-
myndarar og blaðamenn þyrpst í
Nánari upplýsingar um þessa
skemmtilegu keppni má finna á
heimasíðu Taflfélagsins Hellis:
www.simnet.is/hellir.
Hannes nálgast
2600 skákstig
FIDE hefur nú gefið út nýjan
stigalista, sem tekur gildi nú í júh'.
Eins og á undanfömum listum er
Jóhann Hjartarson stigahæstur ís-
lenskra skákmanna.
Það eru tvær afar ánægjulegar
breytingar á listanum fyrir okkur
Islendinga. Hannes Hlífar Stefáns-
son stefnir nú hraðbyri í hóp sterk-
ustu skákmanna heims og vantar
einungis 16 stig til þess að ná 2600
stiga markinu. Hann er nú með
2584 stig og hefur hækkað um 37
stig frá síðasta lista, sem telst um-
talsverð hækkun í þessum styrk-
Frankfurt skákmótið, 29.6.-2.7.1999
Siemens risarnir
Nr. Nafn Stiq 1 2 3 4 Vinn. Röð
1 Gary Kasparov 2812 'h ’/2 1 'h 'h 'h 1 'h'h 5 'h 1.-2.
2 Vladimir Kramnik 2751 'h 'h 0 1 'h 1 'h 'h 0 4’/2 1.-2.
3 Anatolv Karpov 2710 ’/2 ’/2 ’/2 O'hO 'h 1 'h 4 3.-4.
4 Viswanathan Anand 2781 O'h'h '/Í'h1 'h 0 'h ! 4 3.-4.
Meistaraflokkur
Nr. Nafn Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 Vinn. Röð
1 Fritz 6 Forrit M 1 'h 'h 1 1 1 0 1 'h 'hi 8 1.
2 Veselin Topalov 2700 0 'h 0 01 1 1 1 1 'h 1 7 2.
3 Peter Leko 2694 'h 0 1 O'h 'h 1 1 'h 1 'h 6,5 3.
4 Peter Svidler 2713 0 1 0 1 h oíu 'h 1 1 'h 514 4.
5 Judit Polqar 2677 0 0 'hO 1 1 1 0 0 1 'h 5 5.
6 Alexander Morozevich 2723 1 0 0'h h 0 1 00 'h 1 414 'f <d
r 7 Christopher Lutz 2610 0h 00 0 00 1 1 1 íl 1 414 6.-7.
8 Michael Adams 2716 'h 0 'h 0 'h 'h 0 'h 'hO 0 3 8.
kringum skákborðið. Við hitt skák-
borðið sátu „aðeins“ Kramnik og
Anand, annar og þriðji sterkasti
skákmaður heims, en enginn sýndi
þeim áhuga og þeir urðu að láta sér
nægja hvor annars athygli. Allir
áhorfendur skynjuðu þá miklu
spennu sem lá í loftinu.
Þýsku blöðin fjalla einnig nokkuð
um einstaka keppendur. Peter Leko
er sagður mælskur og tala mikið, en
Karpov svarar sérhverri spumingu
blaðamanna af þolinmæði og veitir
eiginhandaráritanir á báða bóga.
Kasparov fær fremur lága einkunn.
jillann lætur sem hann sjái ekki þeg-
ar hann er beðinn um eiginhandará-
ritun og sýnir blaðamannafundum
lítilsvirðingu.
I sjöundu umferð mótsins bar það
helst til tíðinda að Anand sigraði
Kramnik með ótrúlega lítilli fyrir-
höfn. Þegar Anand hafði notað inn-
an við tvær mínútur af umhugsun-
artímanum var hann kominn með
gjömnnið tafl. Samtals notaði An-
and fjórar mínútur á skákina.
í áttundu umferð sigraði Ka-
sparov Kramnik og komst þannig
einn í efsta sæti.
í níundu umferð sigraði Kramnik
Karpov, eftir að sá síðamefndi hafði
enn eina ferðina lent í heiftarlegu
' fímahraki.
Tefld er fjórföld umferð á mótinu,
ein einföld umferð á dag. Tefldar
em atskákir. Þegar einn keppnis-
dagur er eftir hefur Kasparov eins
vinnings forystu og því virðist
stefna í enn eitt gullið hjá honum á
þessu ári.
I meistaraflokki er Fritz skákfor-
ritið efst með átta vinninga. Forritið
nær þessum árangri þrátt fyrir að
stöðumat þess þyki standa stór-
meisturunum langt að baki og það
geri sig einstaka sinnum sekt um
-^kyssur sem miðlungsskákmenn
-íiiundu aldrei gera. Styrkleiki þess
byggist á mjög öflugri fléttutækni,
sem gerir meira en að bæta upp
aðra veikleika þess.
Kasparov gegn heiminum
Kasparovs hefur nú leikið sjötta
leik sínum gegn heiminum:
^ l.e4 c5 2.RÍ3 d6 3.Bb5+ Bd7 4.
Bxd7+ Dxd7 5. c4 Rc6 6. Rc3
leikaflokki á stigalista FIDE. Helgi
Ass Grétarsson hefur hækkað enn
meira í stigum og bætir sig um
hvorki meira né minna en 62 stig.
Þar með er hann kominn með 2521
skákstig og er nú orðinn fimmti
stigahæsti skákmaður landsins.
Það skal tekið fram að FIDE
leiðrétti margsinnis stigalistann í
janúar, sem þessar stigahækkanir
byggjast á, og erfitt var að átta sig
á hver hin endanlega útgáfa var.
Vonandi hefur tekist betur til að
þessu sinni hjá FIDE.
1. Jóhann Hjartarson 2630
2. Hannes H. Stefánsson 2584 (19)
3. Margeir Pétursson 2535
4. Jón L. Ámason 2529
5. Helgi Áss Grétarsson 2521 (47)
6. Helgi Ólafsson 2494 (18)
7. Karl Þorsteins 2493
8. Pröstur Þórhalisson 2489 (12)
9. Jón Viktor Gunnarsson 2411 (13)
10. Björgvin Jónsson 2392
Talan aftan við stigin sýnir
hversu margar skákir voru reiknað-
ar til stiga hjá viðkomandi skák-
manni að þessu sinni.
Atkvöld hjá Helli á mánudag
Taflfélagið Hellir heldur atkvöld
mánudaginn 5. júlí og hefst mótið
kl. 20. Mótið er haldið í Hellisheim-
ilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd.
Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir
þar sem hvor keppandi hefur 5 mín-
útur til að ljúka skákinni og síðan
þrjár atskákir, með tuttugu mín-
útna umhugsun.
Sigurvegarinn fær verðlaun, mat
fyrir tvo frá Pizzahúsinu. Þá hefur
einnig verið tekinn upp sá siður að
draga út af handahófi annan kepp-
anda sem einnig fær máltíð fyrir tvo
hjá Pizzahúsinu. Þar eiga allir jafna
möguleika, án tillits til árangurs á
mótinu.
Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé-
lagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og
yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300
fyrir 15 ára og yngri). Allir eru vel-
komnir.
Síðasta atkvöld Hellis var haldið í
júní. Þá sigraði Stefán Kristjáns-
son. Andri Ass Grétarsson varð
annar og Magnús Örn Úlfarsson
þriðji.
Daði Örn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
í DAG
VELVAKANÐI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-13
frá mánudegi til föstudags
Sjúklingar
í fyrirrúmi
ÉG hafði samband við
Velvakanda fyrir stuttu
vegna þess að ég lenti í
slysi og var látin fara
ósjálfbjarga heim af slysa-
deild. Ég lenti í hinum
mestu erfiðleikum út af
þessu, en nú hef ég hugs-
að mér að stofna hags-
munasamtök sjúklinga og
nú þegar hefur margt fólk
haft samband við mig og
margir hafa áhuga á að
vera með í slíkum samtök-
um. Ég vissi að ástandið
væri slæmt í þessum mál-
um, en ekki eins hræðilegt
og ég hef heyrt síðustu
daga.
Neyðarástand nkir í
þessum efnum. Ég vil
hvetja fólk sem þekkir til
þessara mála til að hafa
samband við mig, því nú
er að hefjast undirbún-
ingsvinna til að stofna
þessi samtök. Einnig hafa
margir haft samband við
mig vegna biðlista sjúkra-
húsanna og hvet ég jafn-
framt það fólk til að hafa
samband við mig.
Það sagði mér læknir að
stjómvöld hlustuðu ekki á
starfsfólk Sjúkrahúss
Reykjavíkur, því ekki vil
ég skella skuldinni á
starfsfólkið sem vinnur
undir þessu álagi. Sparn-
aðaraðgerðum ríkisstjórn-
arinnar er um að kenna.
Ég er í síma 5875801
eða 6985998.
Sigrún Ármanns
Reynisdóttir.
Rautt Export
box óskast
Á EINHVER rautt Ex-
port rótarbox frá Johnson
og Kaaber? Boxið óskast í
skiptum eða til kaups.
Upplýsingar í síma
5538237 næstu daga, Ásta.
Einnig blómið fljúgandi
diskur, óskast í skiptum á
sama stað.
Tapað/fundið
Gleraugu töpuðust
GLERAUGU í brúnni um-
gjörð töpuðust fyrir
skömmu. Þeirra er sárlega
saknað. Upplýsingar í
síma 8974150. Fundarlaun.
Úlpa og myndavél
ÉG var í heimsókn hjá
frænku minni á Blönduósi í
byrjun júm' og týndi úlp-
unni minni, sem er ljósblá
vatteruð sumarúlpa, merkt
mér, og alveg nýrri mynda-
vél, sem er Ijósgrá og
silfruð í svörtu hulstri. Ef
einhver hefur fundið þetta
þá vinsamlegast hringið í
síma 5550502 éða 6986190.
Kassandra Lff, 7 ára.
Gæludýr
„Kátur kisi“ er týndur
TAPAST hefur Abbessin-
íu-köttur, blágrár, og ber
nafnið „Kátur kisi“. Hann
týndist frá Drangagötu í
Hafnarfirði. Þessi köttur
er úr ræktun Ólafs Njáls-
sonar, Nátthaga, og eru
einungis 10 kettir af þessu
kyni hér á landi. I öðru
eyra kattarins er merki:
R9H043. Finnandi vinsam-
legast hringi í síma
8978811 - 5655448 eða
8625729. Fundarlaunum er
heitið.
Kattavinir athugið!
VIÐ erum yndislegustu
innikattahjón í heiminum,
tveggja ára og eins og
hálfs árs gamlir og okkur
brávantar framtíðarheim-
ili vegna óviðráðanlegra
ástæðna. Upplýsingar í
síma 5655257.
SKÁK
(Jm.vjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á ofur-
sterku atskákmóti, Siemens
mótinu í Dortmund í Þýska-
landi í síðustu viku. Stiga-
hæsti skákmaður heims,
Gary Kasparov (2.812) hafði
hvítt og átti leik gegn
Vlad/mir Kramnik (2.751).
Svartur lék síðast 34. -
Dd8-c7?? sem var grófur af-
leikur.
35. Hxd5! - exd5 36.
Rd4+ og svartur gafst upp,
því 36. - Kd8 er svarað með
37. Re6+!
Þegar tefldar höfðu verið
níu umferðir af tólf á þessu
móti fjögurra sterkustu
skákmanna heims var stað-
an þessi: 1. Kasparov 5!4 v.,
2. Kramnik 4!4 v., 3.-4. Kar-
pov og Anand 4 v.
HVITUR
leikur
og vinnur.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI er enn á báðum átt-
um í gagnagrunnsmálinu. Nán-
ar tiltekið hefur hann enn ekki gert
upp við sig hvort hann segir sig úr
grunninum.
Verst þykir Víkverja að þurfa að
ákveða hvort hann segir böm sín úr
grunninum eða ekki. Hann telur sig
hafa fylgst grannt með þessu máli
en játar að hann áttar sig enn ekki á
hverjir hagsmunir bama hans em í
þessu samhengi. Og hver em rétt-
indi þeirra í ljósi þess að foreldrar
þeirra eiga að taka þessa ákvörðun
fyrir þau?
Er hugsanlegt að það eigi eftir að
koma með einhverjum hætti niður á
bömum Víkverja ákveði hann að
halda þeim í gagnagmnninum, nú
eða þá að segja þau úr honum? Get-
ur verið að böm hans komi í fram-
tíðinni til með að kunna honum litl-
ar þakkir fyrir þá ákvörðun? Getur
þessi ákvörðun Víkverja jafnvel
leitt til misklíðar síðar?
Víkverja sýnast þetta gildar
spumingar, ekki síst þar sem ýmis-
legt virðist vera á huldu um hvernig
þær upplýsingar verða notaðar sem
færðar verða inn í gagnagrunninn.
Þá munu þær upplýsingar sem inn í
gmnninn em komnar vera óaftur-
kræfar hafi Víkverji skilið málið
rétt.
Víkverja er því vemlegur vandi á
höndum. Sannast sagna hefur hann
verið að bíða eftir því að réttir aðil-
ar svömðu grein eftir Sigríði Þor-
geirsdóttur, lektor í heimspeki, sem
birtist í Morgunblaðinu ekki alls
fyrir löngu. Þar færði Sigríður rök
fyrir að réttindi bama væm ekki
trveerð með beeiandi sambvkki for-
eldra um að upplýsingar um af-
kvæmi þeirra yrðu færðar í gagna-
grunninn.
í þessari grein beindi Sigríður
Þorgeirsdóttir þeirri spumingu til
Þórhildar Líndal, umboðsmanns
bama, hvort hún hefði gert athuga-
semdir við réttindaleysi bama í
gagnagrunninum. Jafnframt spurði
hún hvað umboðsmaður barna
hygðist gera til að tryggja að for-
eldrar gætu tekið „upplýsta
ákvörðun" fyrir hönd barna sinna.
Víkverji telur að þessar spurningar
eigi fullan rétt á sér og væntir þess
að umboðsmaðurinn svari þessum
athugasemdum Sigríðar Þorgeirs-
dóttur. Fyrr telur Víkverji sig ekki
hafa fast land undir fótum í þessu
máli.
xxx
NÚ hefur verið ráðinn til starfa
„menningarfulltrúi lands-
byggðarinnar á þróunarsviði
Byggðastofnunar". Loks getur Vík-
verji sofið rólegur. Nú hlýtur ís-
lenskri menningu að vera borgið.
Víkverji veltir fyrir sér hvemig titill
þessi hljóði á sænskri tungu en
þangað hlýtur hann að vera sóttur.
Aður en Víkverji þroskaðist hélt
hann í bamaskap sínum að menn-
ingin þrifist ágætlega úti á landi.
Víkverji verður m.a.s. að játa og það
ekki kinnroðalaust að hafa sótt leik-
og listsýningar í dreifbýlinu og haft
af þeim nokkra skemmtun. Nú hafa
fræðingarnir og stjómmálamenn-
imir sem Víkverji kýs alltaf og
treystir algjörlega frætt hann um
að menningarleysið á landsbyggð-
inni sé svo aledört að koma burfi
dreifbýlinu sérstaklega til hjálpar.
Sú hjálp berst að sjálfsögðu frá
Reykjavík, menningarborginni
miklu. Víkverji er þakklátur fyrir að
vera laus við þann hlægilega mis-
skilning að eitthvað sem heitir ís-
lensk menning fái þrifist í sam-
komusölum og félagsheimilum úti á
landi án þess að ríkisvaldið komi
þar nærri. Honum sýnist líka sem
málsvarar landsbyggðarinnar séu
honum sammála um nauðsyn þess
að hámenningin verði flutt út með
skipulegum hætti frá suðvestur-
hominu í hinar dreifðu byggðir
landsins. Víkverji fagnar því ráðn-
ingu „menningarfulltrúa lands-
byggðarinnar á þróunarsviði
Byggðastofnunar" og hlakkar til að
geta farið um landið án þess að
draga sífellt að sér kæfandi fnyk
menningarleysisins.
Jafnframt þessu veltir Víkverji
því fyrir sér hvort ekki megi koma
nágrönnum okkar í Færeyjum og á
Grænlandi til hjálpar á þessu sviði.
Eins og allir vita halda þessar þjóð-
ir uppi einhverju sem þær telja til
menningar í hallærislegri upphafn-
ingu eigin sveitamennsku. Er ekki
við hæfi að ráða nokkra „menning-
arfulltrúa landvinningadeildar á út-
þenslusviði Byggðastofnunar" til að
koma þessu fólki til aðstoðar? Vík-
verji minnir á að við Islendingar
höfum skyldum að gegna sem for-
ustuþjóð og menningarlegt stór-
veldi í þessum heimshluta. Að auki
ber okkur skylda til að kynna ein-
stæða menningu okkar öðmm þjóð-
um. Og það er eins gott fyrir þær
að kunna að meta það fórnfúsa
starf.