Morgunblaðið - 03.07.1999, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 59 <
ERLENDAR
Skúli Helgason skrifarum
nýjustu plötu Red Hot Chili
Peppers, Californication.
Ævinlega!
ÞETTA er ekki sagan endalausa
eins og hjá Stones, en Red Hot Chili
Peppers er orðin 16 ára gömul sveit
og getur meira að segja montað sig
af því í ellinni að hafa verið braut-
ryðjaridi fyrir stefnu sem reyndar
féll saman áður en ættmóðirin gat
sagt: Viltu nammi, væni? Eða man
einhver eftir Living Colour og Faith
No More, sem tóku upp eftir Red
Hot ChOi Peppers þennan fönk-
metal-bræðing, sem rejmdar sleikir
utan í pönk og jaðarpopp þegar svo
ber undir?
Reyndu aftur
Red Hot Chili Peppers varð til í
Los Angeles og gaf út fyrstu plöt-
una 1984, en sú sem nú kemur á
markaðinn 15 árum seinna er hin
sjöunda í röðinni þegar safnplötum
er sleppt. Þetta er fyrsta plata
sveitarinnar síðan 1995 og það sem
meira er, hún markar endurkomu
gítarleikarans frækna John Frusci-
ante, sem hætti eftir að sveitin gaf
út sína bestu og vinsælustu plötu,
Blood sugar sex magic, árið 1991.
Rick Rubin sér líka um upptöku-
stjórn eins og þá. Hér er því komin
gullaldaruppstilling sveitarinnar
átta árum síðar.
Blessuð platan
Ég get fúslega játað að það var á
mér hálfgerður fýlusvipur þegar ég
fékk þessa plötu í fangið og ég reikn-
aði alveg eins með að finna af skapn-
aðinum stæka peningalykt með til-
heyrandi skammti af málamiðlunum
og niðurlægingu. Hér væri komin
gamla sagan um „miðaldi-a“ poppar-
ana sem reyna að lífga við gull-
kálfinn frá í gær. Já, en hvemig er
blessuð platan? (innskot-óþekkti les-
andinn) Fyrst er frá því að segja að
hún er betri en ég óttaðist.
Mínusamir fyrst: Platan er
óþarflega löng. Það er nú gallinn við
þessa geisladiska að það kemst
Don Johnson
faðir á ný
RÓLYNDISDAGAR hjónakorn-
anna Dons Johnsons og Kelley
Phleger eru senn á enda því
þau eiga von á sínu fyrsta
barni. Don sem er 49 ára giftist
Kelley í aprfl en hún er 31 árs
barnaskólakennari. Hann á
fyrir tvö börn; með Patti D’Ar-
banville á hann Jesse sem er
sextán ára og með leikkonunni
Melanie Griffith á hann dóttur-
ina Dakota.
f 9\(ctturgalinn *|
Smiðjuvegi 14, ^ópavogi, sími 587 6080
í kvöld leikur
danssveitin
Cantabile
frá Akureyri
Opið frá kl. 22—3
Munið opið sunnudagskvöld
Næturgalinn þar sem stuðið er
og alltaf lifandi tónlist
alltof mikið efni á þá og eftir eina
umferð líður manni álíka vel og þeg-
ar maður hefur þrælað sér í gegn-
um „king size“-flögupoka frá Amer-
íku. Þessa plötu hefði mátt stytta
um svona 4 lög mér að meinalausu.
Annað: Sumir textanna eru frómt
frá sagt helber bjánaskapur og
slagorðasull um margþvæld mál
eins og gerviveröldina í Hollywood,
dóp og dömur. Dæmi: Titillagið
Californication, sem er með slakari
lögum plötunnar.
Þumall til himins
Plúsarnir: Platan er býsna fjöl-
breytt og bandið er í mun betra
formi en á síðustu plötu, stemmn-
ingin smitar út frá sér og sums
staðar koma drengimir m.a.s. á
óvart þrátt fyrir háan aldur. Frusci-
ante kemur eitursterkur inn og
samleikur hans við Flea bassaleik-
ara er víða magnaður. Platan er
gegnumsneitt mjög áheyrileg og
sérstaklega eru eftirtektarverð lög
þar sem gamli fönkmetalstíllinn er
kvaddur. Þar er fyrst að telja
jazzlagið angurværa Porcelain, um
hvíta krakk-neytendur, sem er
hreinasta perla, Savior, nýstárlegt
lag með flottri raddsetningu, og
kassagítarballöðuna Road trippin.
Svo er auðvitað smellurinn Scar
Tissue, sem flestir hafa heyrt, fínt
popplag sem eltir mann úr öllum út-
varpstækjum þessa dagana. Auðvit-
að eru þarna kraftmeiri lög og mörg
góð, eins og upphafslagið All
around the world og Parallel Uni-
verse.
Bjóðum þeim heim!
Gegnumsneitt er Califomication
beinskeytt og mjög áheyrileg plata
sem ætti að gleðja flesta Red Hot
Chili Peppers aðdáendur og virðist
gera það, a.m.k. hér heima þar sem
platan fór beint á topp breiðskífu-
listans. Má ég að lokum biðja um
það að einhver bjóði drengjunum
hingað til tónleikahalds. Þeir ku
vera að springa úr orku og leikgleð-
in frussast af þeim á þessari plötu.
Yilji menn krefja mig um stjömur
fyrir plötu þessa segi ég þrjár.
MICHAEL Douglas horfir
aðdáunaraugum á Cath-
erine Zeta-Jones er þau
mættu saman til frumsýn-
ingar á Svikamyllu í Bret-
landi á dögunum. Michael er
25 árum eldri en Catherine.
Eiga í sér-
stöku vináttu-
sambandi
LEEKKONAN Catherine
Zeta-Jones hefur staðfest að
eiga í „sérstöku vináttusam-
bandi“ við leikarann Michael
Douglas. „Hann er sú mann-
gerð sem auðvelt er að láta
sér líða vel nálægt,“ sagði
hún í viðtali við tímaritið
Hello!. „Michael hefur alltaf
reynst mér mjög vel. Hann
hefur stutt mig þegar ég hef
þamast vinar og hann er
töfrandi persóna og mikill
herramaður.“ Catherine sem
fer með aðalhlutverkið á móti
Sean Connery í Svikamyllu
segist hafa kynnst Michael á
kvikmyndahátíð á síðasta ári.
Miðasala opin frá kl. 16.30-23.15 Sífni 530 1919
MED 5 SESTASTJORNUM
FRÁ EISTLANDI
HATItJARSYNINS
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
1100 kr. fyrir fullorðna
700 kr. fyrir börn