Morgunblaðið - 03.07.1999, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga myndina Hi-Lo Country
með Woody Harrelson, Patríciu Arquette og Billy Crudup í aðalhlutverkum.
Villta vestrið
líður undir lok
THE Hi-Lo Country fjallar um tvo
kúreka og vini, Big Boy (Woody
Harrelson) og Pete (Billy Crudup),
sem búa og starfa í Nýju-Mexíkó
rétt eftir seinni heimsstyrjöldina.
Þeir eru miklir vinir og ganga sam-
an í gegnum þykkt og þunnt, kunna
allt sem hægt er að kunna um lífið á
hestbaki úti á sléttunni, sem er
h'fsmáti sem er að deyja út á þessum
tíma, en þeir eru hins vegar úti á
þekju í ástarmálunum eins og kem-
ur í ljós þegar þeir verða ástfangnir
af sömu konunni.
Myndin er byggð á sögu eftir Max
Evans, sem var upphaflega kúreki,
seinna kvikmyndaleikari en loks rit-
höfundur og málari.
Leikstjóri er Stephen Frears,
einn þekktasti leikstjóri Breta og
höfundur mynda eins og My Beauti-
ful Laundrette, Dangerous Liasons,
The Grifters, Marey Reilley og The
Van. Frears er upphaflega lögfræð-
ingur sem fékk áhuga á leikhúslífi
og eftir nokkur ár í starfi þar með
mönnum á borð við Lindsay Ander-
son og Albert Finney sneri hann sér
að sjónvarpsvinnu og þaðan lá leiðin
í kyikmyndirnar.
í hlutverki Monu, konunnar sem
vinirnir tveir takast á um, er Pat-
ricia Arquette, sem þekkt er úr
myndum eins og Lost Highway, Ed
Wood, The Secret Agent og The
Indian Runner. Pati-icia er systir
Rosanne Arquette og Davids, sem
leikur um þessar mundir í myndinni
Never Been Kissed.
Kúrekinn Pete er leikinn af Billy
Ci'udup. Þetta er fyrsta aðalhlut-
verk Crudups en hann hefur áðui'
leikið smærri hlutverk í myndunum
Sleepers, Everyone Says I Love
You með Woody Allen og Inventing
the Abbots.
Woody Harrelson er hins vegar
stjai-na myndarinnar, þekktur úr
myndum eins og The People vs.
Larry Flynt, Kingpin, White Men
WOODY Harrelson og Patricia Arquette í hlutverkum sínum í mynd-
inni The Hi-Lo Country.
Can’t Jump, Wag The Dog, Natural
Born Killers og fleiri. Woody er
þekktur fyrir ýmislegt, allt írá
áhuga sínum fyrir lögleiðingu
maríjúana, baráttu gegn dauðarefs-
ingu, baráttu fyrir aukinni notkun á
hör í ýmiss konar vefnað og fleiri
umhverfismálum og þykir almennt
heldur skrýtinn náungi. Þegar hann
er ekki að leika hefur hann helst
áhuga á að taka þátt í starfi hljóm-
sveitar sinnar þar sem hann er
söngvari og lagahöfundur. Umhverf-
ismálin eru hon-
um samt efst í
huga um þessar
mundir og í
þágu þeirra vill
hann nota sem
mest af þeirri
athygli sem
leikHstin beinir
að honum.
KUREKAR
eiga undir högg
að sækja í
Nýju-Mexíkó
upp úr seinni
heimsstyrjöld-
WOODY Harrelson Ieikur
Big Boy.
Frumsýning
fi|riöi[® t suMaiVeb
áMcD NaidST
McFLURRY sæl iæt sís
Hreint lostætil McDonald’s
ísréttur eins og þeir gerast
bestir; ís með sælgætisívafi.
Þú getur valið þér tvær af
eítirtöldum bragðtegundum:
Mulið Smarties, mulið Crunch,
lakkrísbita, jarðarbeija-,
súkkulaði- eða karamellusósu.
AA
|McDonald’s
aðeins
Austurstræti 20
Suðurlandsbraut 56
i-1 i—i m
| ■ | I
BOSCH 608
Líttu í GSM hornið í Holtagörðum þar sem
þessi sterki og duglegi sími fæst nú á
sérstöku tilboði.Símanum fyigir TALfrelsis
símkort, síma-númerog 1.000 kr. inneign
til að tala fyrir.
Aðeins
5.900kr.
Símann er
eingöngu hægt
að nota með
símkorti frá TALi.
* Þyngd169g Vasareiknir
» Stórskjár • Allt að 74 klst. rafhlaða
Auðveldur aðgangur að Menu 4 klst. taltími
* Númerabirtir • Tekur á móti og sendir SMS
* Talhólf
BONUS
Holtagörðum