Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JÖKULSPORÐARNIR fyrir ofan Jarlhettur. Vel sést hvernig vatnið seytlar alls staðar undan jökiinum í stað þess að renna í nokkrum farvegum. Hlaup í Hagafellsjökli eystri Miklir vatna- Morgunblaðið/Helgi Björnsson GULLFOSS hefur breytt algerlega um lit í kjölfar hlaupsins. vextir og aurburður UNDANFARINN mánuð hefur Hagafellsjökull eystri í Langjökli hlaupið fram um 1.100 metra. Því hafa fylgt miklir vatnavextir og aurburður. Yfir- borð Hagavatns hefur hækkað mikið og er svo kom- ið að vatn flæðir meðfram göngubrú Ferðafélags íslands, sem liggur yfir Farið, ána sem rennur úr Hagavatni. Þegar jökullinn hljóp siðast, árið 1980, eyðilagðist brú Ferðafélagsins. Reist var ný brú sem gæti eyðilagst í þessu hlaupi. Helgi Björnsson, jöklafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, segir fulla ástæðu til að vara við ferðum yfír brúna. Auk þess að ganga fram í Hagavatn hefur, að sögn Helga, allur jökuljaðarinn norðvestur af svokölluðum Jarlhettum gengið fram og hafa myndast skriðjökulstotur niðri á söndunum, en áð- ur lá jökullinn uppi í hlíðum. Vatnið úr Hagavatni rennur í Farið, þaðan í Sandavatn og úr því í Hvítá og er Gullfoss nú mó- rauður á að líta. Að sögn Helga hafa veiðimenn nokkrar áhyggjur af hvaða áhrif þetta hlaup hefur á veiði í Hvi'tá og Ölfusá. Hleypur um 30 metra á sólarhring Raunvísindastofnun hefur unnið að mælingum á Hagafellsjökli í samvinnu við Landsvirkjun og segir Helgi að þeir hafi orðið varir við það sl. haust að framhlaup væri hafið, það hafi svo dottið niður í vetur en byijað aftur í maí. Jökullinn hefur gengið fram um 30 metra á sólarhring, sem er sama lengd og hann gengur vanalega fram um á ári. Skýringu hlaupsins segir Helgi þá að vatns- rennsliskerfi undir jöklinum hafi eyðilagst. Vana- lega renni vatn í nokkrum vatnsrásum undir jöklin- um en vegna spennu sem myndist í jöklinum hafí þær máðst út, með þeim afleiðingum að vatnið dreifist undir jöklinum í stað þess að renna greitt fram í einstökum farvegum. Jökullinn renni því fram á vatnspúðanum sem myndast undir honum en vatnið virki eins og smurning undir jökulinn. Spennan í jöklinum á sér þær skýringar að jökull- inn nær ekki að bera fram það sem safnast á hann af snjó yfir veturinn svo árum skiptir. Síðast þegar Hagafellsjökull eystri hljóp, árið 1980, færðist hann fram um 900 metra. Nú nær jök- ullinn jafnlangt fram og hann gerði 1942, en hann hopaði á tímabilinu 1942-1975. Árið 1975 hljóp hann 1.100 metra. heimitisbankinn JÖKULLINN er nú genginn ofan í Hagavatn en lá áður uppi í hlíðinni fyrir ofan. Hnífstunguárás í Vík Málið talið liggja ljóst fyrir LOKIÐ er yfirheyrslum yfir konu, sem misþyrmt var af manni sínum í sumarhúsi í Vík í Mýrdal aðfara- nótt síðastliðins sunnudags. Kon- an var flutt á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur á sunnudag og yfirheyrð á þriðjudag. Að sögn lögreglu lá árásarmálið nokkuð ljóst fyrir þegar maður hennar var handtekinn á sunnudag en að loknum yfirheyrslum yfir konunni skýrðist málið enn frekar. Búist er við að rannsókn máls- ins ljúki fljótlega og verður það sent ríkissaksóknara til áfram- haldandi meðferðar. Tvö börn á aldrinum 7 til 10 ára dvöldu með hjónunum í sumarhús- inu, hið yngra dóttir þeirra og hið eldra skyldmenni. Þeim var komið fyrir í umsjá barnaverndarfulltrúa í Vík þangað til aðstandendur sóttu þau þangað á sunnudag. Að sögn lögreglunnar urðu þau ekki vitni að árásinni, sem kom upp í kjölfar ágreinings hjónanna. Borgarstjóri ítrekar áminningu sína til Faxamjöls hf. vegna mengunarbrota Gæti misst starfsleyfí BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur sent Faxamjöli hf. bréf þar sem segir að hún myndi mæla gegn endumýjun starfsleyfis verk- smiðjunnar þegar þar að kæmi, yrði um ítrekuð brot verksmiðjunnar að ræða á ákvæðum mengunarvarna- reglugerða og lögum um hollustuhætti og mengunar- vamir. Núgildandi starfsleyfi rennur út í september ár- ið 2000. Tilefni áminningarinnar var að dagana 26. og 27. júní lagði mikinn óþef frá verksmiðjunni, m.a. yfir miðbæinn í Reykjavík. í bréfinu veitti borgarstjóri verksmiðjunni ítrekaða áminningu en verksmiðjunni var veitt áminn- ing fyrir samskonar athæfi hinn 25. ágúst 1997. „Þeim sem búa og starfa í miðbæ Reykjavíkur og í vesturbænum er ljóst að ýldulykt frá verksmiðjunni er mun algengari en framangreindar áminningar segja til um en segja má að keyrt hafi um þverbak í þessum til- fellum," sagði í bréfi borgarstjóra. „Verði um frekari brot að ræða af hálfu verksmiðj- unnar á ákvæðum mengunarvarnareglugerðar og lög- um um hollustuhætti og mengunarvamir mun ég beina því til Heilbrigðiseftirlits að til viðeigandi ráðstafana verði gripið,“ sagði ennfremur í bréfi borgarstjóra. www.bi.is Þess gætt að vinna eingöngu ferskt hráefni Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Faxamjöls hf., sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þess yrði gætt í framtíðinni að vinna eingöngu ferskt hráefni til að koma í veg fyrir ólykt frá verk- smiðjunni vegna vinnslu á skemmdu hráefni, enda sé verksmiðjan búin nýjum og háþróuðum mengunar- vörnum og ástæðunnar því ekki að leita í búnaðinum sem er í notkun. „Við höfum lært af þessum langa laugardegi [26. júnf| fynr tæpum tveimur vikum og munum takmarka þær farmastærðir sem hingað koma. Við höfum tekið skipið [Faxa] með 7-900 tonna afla og gengið ágætlega, en þarna kom hann hins vegar með 1200 tonn og það voru þessi síðustu 3^00 tonn sem reyndust okkur svona erfið. Þetta voru of margir áhyggjutaus í fríi Þú velur greiðsludaginn - Heimilisbankinn borgar reikninginn rjnsaa^xz'ss^m ®BÚNAÐARBANKINN Traustur banki dagar fyrir verksmiðjuna og efnið var byrjað að skemmast og því kom þessi lykt,“ sagði Gunnlaugur. „Að okkar mati höfum við verið með starfsemina í ágætum gangi í tvö ár, við fengum athugasemdir í ágúst 1997 þegar hingað kom mjög stór farmur af átuloðnu, sem var í fyrsta sinn sem við unnum slíka loðnu. Það voru mjög erfíðir dagar, en síðan teljum við að starfsemin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig og við höfum lagt metnað okkar í að hafa starfsemina í lagi.“ Samtök ferðaþjónustunnar hafa i bréfi til fjölmiðla, dagsettu í gær, gert alvarlegar athugasemdir við borgaryfirvöld og heilbrigðisyfirvöld vegna ólyktarinnar sem barst yfir borgina umrædda daga. „Mikill fjöldi ferðamanna var í borginni, skemmtíferðaskip lá við bryggju og erlendir blaðamenn voru hér staddir til að skrifa um borgina fyrir erlend tískutímarit. Að sögn hótelstarfsmanna voru ferðamenn mjög undrandi, þar sem Reykjavík- urborg hefur verið markaðssett sem hrein borg, og spurðu hvort þessi lykt væri algeng," segir í bréfinu. „Samtök ferðaþjónustunnar lýsa furðu sinni á því að þetta fyrirtæki skuli ítrekað komast upp með að brjóta starfsreglur sem því hafa ver- ið settar og valda með því tjóni í öðr- um atvinnugreinum, en búið er að verja miklum fjármunum í að kynna Reykjavíkurborg sem hreina og fagra borg.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.