Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 23 Dýrt að hringja úr almennum síma í GSM-sima Samtengigj öld ástæða hærra verðs ÞAÐ er mun dýrara að hringja úr almenna símakerfinu í GSM-síma heldur en að hringja úr GSM í GSM-síma. Að sögn Olafs Stephen- sen, forstöðumanns upplýsinga- og kynningarmála Landssíma íslands, er ástæðan fyrst og fremst sú að það er meiri kostnaður við að flytja símtalið milli símakerfa. „GSM-kerfið er mun dýrara í rekstri en almenna símakerfið. Þegar símtal er flutt á milli kerfa koma jafnframt til sögu svokölluð samtengigjöld, þ.s. hvert símakerfi þarf að fá sinn skerf.“ Það kostar alltaf 18 krónur á mínútu að hringja úr almenna símakerfinu í GSM-kerfi Lands- símans en verð venjulegra innan- landssímtala er 78 aurar-1,56 á mínútu. Það kostar hins vegar 21,90 krónur að hringja úr al- menna kerfinu í GSM-kerfi Tals. GSM fær stærstan hluta gjaldsins Ólafur segir að þegar hringt sé úr almenna kerfinu í GSM-kerfi sé það eðli málsins samkvæmt að GSM-kerfið kerfið fái stærstan Morgunblaðið/Golli hluta gjaldsins sem símnotandinn greiðir. Þannig fær almenna kerfi Landssímans jafnmikið í sinn hlut hvort sem hringt er úr því í GSM- síma hjá Landssímanum eða Tali. Það munar tæpum fjórum krón- um á mínútu hvort hringt er í GSM-kerfi Tals eða Landssímans og segir Ólafur muninn liggja í því að GSM-kerfi Landssímans taki minna i sinn hlut en kerfi Tals.“ Hagstæðast að tala innan sama kerfis Ólafur segir að mörg símafélög hafi farið þá leið að veita ríflegan afslátt af símtölum innan GSM- kerfis síns, einkum til að örva við- skipti og gera t.d. starfsmönnum fyrirtækja, fjölskyldum eða vinum auðveldara fýrir að hafa samskipti í gegnum GSM-síma með því að kaupa áskrift hjá sama fyrirtæki. „Þannig býður Landssíminn símtöl innan kerfis á 12-16 krónur í al- mennri áskrift en það kostar 13-18 krónur að hringja út úr kerfinu í almenna kerfið eða NMT. Mínútu- gjöld geta verið enn lægri í frí- stundaáskrift eða stórnotendaá- skrift.“ Ólafur segir að það séu ekki allir sem átti sig á að ódýrara er að hringja milli tveggja GSM-síma hjá sama fyrirtæki en að hringja úr al- mennum síma í GSM-síma. „Ef það eru t.d. fleiri en einn GSM-sími á heimili, borgar sig að nota GSM- Hvað kostar símtal í mismunandð kerfum? Hvernig símtal: Verð á mínútu: Athugasemdir: Úr almennum heimilissíma - í almennan heimilissíma Úr almennum heimilissíma - í GSM-kerfi Landssímans/*; Úr almennum heimilissíma 0. - í GSM-kerfi Tals 0,78-1,56 kr. 18,00 kr. 21,90 kr. Ur GSM-kerfi Tals - í almennan heimilissíma Úr GSM-kerfi Tals - í GSM-kerfi Tals i Úr GSM-kerfi Tals - í GSM-kerfi Landssímans Úr GSM-kerfi Landssímans - í almennan heimilissíma Úr GSM-kerfi Landssímans - í GSM-kerfi Landssímans Úr GSM-kerfi Landssímans - í GSM-kerfi Tals 4Z 19,00 kr. 10,00 kr. 19,00 kr. 18,00 kr. 16,00 kr. 21,90 kr. Dagtaxti Dagtaxti WM Altal + dagtaxti Alltafsama verð Altal + dagtaxti Alm. áskrift - dagtaxti Alm. áskrift - dagtaxti Alm. áskrift - dagtaxti Ymsar afsláttarleiðir eru i boði hjá Tali og Landssímanum-GSM sem ekki er getið hér. síma til að hringja í GSM-síma frekar en nota heimilissímann.“ Jónína Birna Björnsdóttir, starfsmaður hjá Tali, segir að það kosti alltaf 10 krónur mínútan inn- an Tals, sama um hvaða þjónustu- leiðir er að ræða. Þess vegna segir hún að það borgi sig fyrir fjöl- skyldur, vini eða fyrirtæki að vera með síma innan sama kerfis. I grunnleið Tals sem heitir Altal kostar mínútan 19 krónur á daginn hvort sem hringt er í venjulegan heimilissíma eða annað GSM-kerfi. „Við höfum á hinn bóginn verið að bjóða pakka með inniföldum 30-1.000 mínútum. Þá eru við- skiptavinir okkar að fá innifaldar mínútur á föstu og lægra verði en í almenna taxtanum. Tökum dæmi. Þjónustuleiðin Tímatal 30 kostar 990 krónur á mánuði. Inni í því gjaldi eru 30 fríar mínútur og mánaðargjald. Þá eru viðskipta- vinir að borga fyrir fyrstu 30 mín- úturnar 13 krónur á mínútu. Eftir það gildir verðskráin í Altali. Þá stendur einnig til boða að fá Tíma- tal 60, 200 og 500 svo dæmi séu tekin og eftir því sem talan hækk- ar því hagstæðara er mínútuverð- ið.“ k ■ Nissan Double Cab E MÍi Sniðinn að þínum þörfum Níssan pallbílarnir eru sniðnir að þörfum athafnafólks, hvort sem er í starfi eða leik. Nissan Double Cab E er með 2.5 lítra TDI. 104 hestafla díselvél með forþjöppu og millikæli. Glæsileg og vönduð innréttingin genr þennan 5 manna pallbíl kjörinn valkost fyrir fólk sem þarf mikla flutningsgetu en er jafnframt rúmgóður og þægilegur fjórhjóladrifinn ferðabíll. Verð kr. 2.390.000,- Staðaibúnaður: Álfelgur • Só|lúga • Gangbretti • Veltigrind Krómgrill • Krómaðir speglar • Plussáklæði Rafstýrðar rúður • Rafstýrðir speglar Fjarstýrðar samlæsingar Hjólbarðar 255/70/15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.