Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/JBG GARY Filmon, forsætisráðherra Manitóba, Eric Stefanson heilbrigðis- ráðherra og Neil Bardal, ræðismaður íslands á Gimli. FILMON skrifar undir ávísun sem var framlag héraðsins til íslenska menningarsetursins. Manitóba gefur Vestur-fslendingum fimmtíu milljónir Vesturfarasafn rís á Gimli FYRSTA skóflustunga íslensks menningarseturs og vesturfara- safns var tekin á Gimli síðastlið- inn laugardag. Við það tækifæri afhenti Gary Filmon, forsætis- ráðherra Manitóba, eina milljón dollara til byggingarinnar sem nemur rúmlega fimmtíu miHjón- um íslenskra króna. Davíð Odds- son forsætisráðherra er einn af verndurum verkefnisins og til stendur að ísland leggi fram Ijóra og hálfa milljón króna til byggingarinnar. „Þetta er afrakstur níu ára vinnu og það er stórkostlegt að sjá þetta verða að veruleika," sagði Irvin Olafson sem hefur lagt einna harðast að sér við að gera þessa byggingu að veru- leika. Húsið er viðbygging við elli- heimilið Betel og hluti af bygg- ingunni verður íbúðir fyrir aldr- aðra. í hinum hlutanum verður safn um vesturfarana, skrifstofur ýmissa vestur-íslenskra samtaka svo sem Þjóðræknifélagsins og fslendingadagsins. Einnig er gert ráð fyrir að þar verði ritstjórnar- skrifstofur Lögbergs Heimskringlu og skrifstofa ræð- ismanns fslands á Gimli. Menningarmiðstöð „Við erum íslendingar þó svo að við séum fædd í Kanada. Is- lendingum kemur ekki alltaf saman um alla hluti. Hér munum við geta hist yfir kaffibolla og rætt málin. Safnið og menningar- miðstöðin munu hjálpa til við að viðhalda menningararfleifð okk- ar og það er þörf á því. íslenskan er að hverfa og sögumar af gamla landinu sem við ólumst upp við heyrast ekki eins oft og áður. Við verðum að varðveita þær og sögumar af Iandnáminu hér til að vita hvaðan við komum. Davíð Oddsson hefur verið okkur hliðhollur en framlag íslenska ríkisins snýst um meira en pen- inga. Það sýnir að það em sterk bönd sem tengja íslendinga þar og hér,“ sagði Irvin. „Það er sérstaklega ánægju- legt að fslendingar skuli taka þátt í að byggja þetta safn og menningarsetur með okkur,“ sagði Eric Stefanson, heilbrigðis- ráðherra Manitóba. „Það má bú- ast við að margir Islendingar sem hingað koma heimsæki safn- ið til að fræðast um frændfólk sitt sem flutti til Kanada. Ég get vart hugsað mér betri leið til að styrkja tengsl okkar. Það er ann- að sem við þurfum að vinna að og það em viðskiptatengsl á milli landanna og ég hef áhuga á að ræða þau mál við Svavar Gests- son. Það þarf að sýna atvinnulíf- inu fram á þá viðskiptamögu- leika sem era fyrir hendi og hver þörfin er í hvora landinu fyrir sig. Ég tel að Svavar geti sinnt því hlutverki vel. Sjálfur var ég á fslandi nýlega og veit að það hafa til dæmis verið þróuð tölvu- forrit á heilbrigðissviði sem gætu nýst okkur í Manitóba. Það er eitt dæmi um hugsanleg viðskipti milli landanna." IRVIN Oiafson heldur á veggspjaldi sem sýnir byggingu sem hýsa mun minjasafn og menningarmiðstöð Nýja-Islands. „íslendingarnir tóku þátt í opnun vestursins og stækkun Manitóba. Þess vegna er menn- ingararfleifð fslendinganna mik- ilvæg fyrir okkur öll. Þetta safn mun einnig laða að ferðamenn víðsvegar úr Norður-Ameríku og frá Islandi," sagði Gary Filmon, forsætisráðherra Manitóba, eftir að hann hafði afhent ávísun upp á eina milljón dollara til Betel- stofnunarinnar. „Islendingar era sannarlega áberandi meðal okkar. Ekki alls fyrir löngu gegndi íslendingur embætti forseta hæstaréttar, bróðir hans var fjármálaráð- herra og er nú heilbrigðisráð- herra, þriðji bróðirinn er yfir- maður símafélags Manitóba og fslendingar hafa gegnt ýmsum mikilvægum störfum innan hér- aðsins; aðstoðarráðherrar, lög- reglustjórar og fleira. Ég sagði í gríni á einhveijum fundi að mað- ur gæti haldið að hér væri ís- lensk mafía á ferð því þeir sfjórnuðu í raun Manitóba. Á landsvisu era svo þingmenn og einn öldungadeildarþjngmaður af íslenskum ættum. íslendingar ættu að geta nýtt sér þessi sam- bönd á viðskiptasviðinu og ég tel að það séu miklir möguleikar á auknum viðskiptum milli Islands og Manitóba." Kynslóðabilið brúað með nýju samstarfsverkefni Ræktun manneskj- unnar með sameig- inlegum verkefnum NÝJU samstarfsverkefni milli Reykjavíkurborgar, Islands án eit- urlyfja og framkvæmdastjómar árs aldraðra var hleypt af stokkunum í gær. Hefur verkefnið það að mark- miði að brúa bilið milli kynslóða og af því tilefni var hópur unglinga og eldri borgara samankominn í Hvammsvík í Hvalfirði til að planta út trjám og skemmta sér, eða rækta manneskjuna með sameiginlegum verkefnum, eins og Anna Þrúður Þorkelsdóttir hjá Öldrunarþjónustu Reykjavíkurborgar komst að orði í gær. Reykjavíkurborg hefur tekið á leigu land til ræktunarstarfsins og verður það klætt skógi á næstu ár- um, en fyrsti gróðursetningardag- urinn var í gær. Samstarfsaðilarnir hafa tekið höndum saman um að efna til ýmiss konar annarra verk-. efna sem geta orðið til þess að efla tengsl og samskipti milli kynslóð- anna og má þar m.a. nefna tölvu- kennslu, félagsstarf í gegnum fé- lagsmiðstöðvar auk ræktunarstarfs- ins; I ávarpi Sólveigar Pétursdóttur, dóms- og kirkjumálaráðherra, í gær kom fram að meginmarkmið Islands án eiturlyfja, sem hrundið var af stað í framhaldi af stefnu- mörkun ríkisstjórnarinnar frá því á fyrri hluta síðasta kjörtímabils, væri að sameina krafta þjóðarinn- ar, virkja þjóðfélagið í heild í bar- áttunni gegn ólöglegum fíkniefnum og stofna í því sambandi til sam- vinnu við alla þá sem vOja leggja baráttunni lið. „Það er ekki hlaupið að því að virkja heilt þjóðfélag í þessari bar- áttu,“ sagði ráðherra. „Til að það takist þarf m.a. að breyta viðhorf- um fullorðinna til áfengisneyslu barna og unglinga, virkja sveitarfé- lög til aðgerða, vekja fjölmiðla, stofnanir og samtök til vitundar um ástandið og gera baráttuna sýni- lega. Til að svo geti orðið þarf sam- starf og samvinnu enda era það lykilorðin í starfi Islands án eitur- iyfja.“ Sólveig sagði að í tilefni af al- þjóðlegu ári aldraðra hafi Island án eiturlyfja ákveðið að leita eftir sam- starfi við framkvæmdanefnd árs aldraðra. „Skemmst er frá því að segja að verkefnið sem hér er kynnt er afrakstur þessa. Verkefn- ið hefur það að markmiði að gera eldri kynslóðina, ömmur og afa, langömmur og langafa, meðvitaðri um vímuefnavandann og fá hana til liðs við okkur í baráttunni við þenn- an vágest. Með þessu verkefni vilj- um við byggja brú milli kynslóða, treysta og styrkja böndin milli Morgunblaðið/Halldór Kolbeins SAMVINNA unglinga og aldraðra brúar bilið milli kynslóða og af því tilefni var hópur unglinga og eldri borgara samankominn í Hvamms- vík í Hvalfirði í gær til að planta tijám og skemmta sér. ungra og aldinna í samfélagi okk- ar,“ sagði ráðherra. Að sögn Jóns Helgasonar, odd- vita framkvæmdastjórnar um ár aldraðra, verður lögð áhersla á það við framkvæmd verkefnisins, að brúa kynslóðabilið og brjóta niður múra á milli kynslóða, enda sé þörf- in á því orðin mikil í ljósi breytinga á þjóðfélaginu sem orðið hafa að undanfömu. „Öldraðum fjölgar svo ört, víða í Evrópulöndum eru eftir- launaþegar að verða þriðjungur þjóðfélagsins og því verður að breyta viðhorfinu til aldraðra,“ sagði Jón. Dögg Pálsdóttir, formaður verk- efnisstjómar Islands án eiturlyfja, sagði verkefnið mikilvæga viðbót við foreldrasamstarfið sem unnið hefur verið, því afar og ömmur hefðu oft öðravísi skilning á málum ungmenna en foreldrarnir. Hún sagði einnig að mikilvægt væri að beina athyglinni að þeim hópi unglinga sem stæði sig vel í tómstundastarfi og í skóla í stað þess að einblína á þann litla hóp unglinga, sem væri í vandræðum, þótt vissu- lega þyrfti sá hópur hjálpar við. „Við þurfum að undirstrika það að 95% unglinga er í heilbrigðu og góðu starfi og er að sinna fjölskyldu sinni, áhugamálum sínum og námi og það er það sem við viljum fara að beina augum að fremur en að tala sífellt um unglinga sem vandamála- hóp í heild,“ sagði Dögg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.