Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Veðdeild Landsbankans hafiaar lánsumsókn Þingeyrings: * * -.—- HANN lemur bara hausnum við steininn eins og forverinn, hann fattar það ekki heldur að kvótakerfíð gerir eignir okkar verðlausar. sem er komið til að vera! Þú þarf ekki að bfða eftir næsta tilboði. Þú færð okkar lága INDESIT - verð alla daga Kæliskápur RG 1145 • Kælir 114 Itr. • Klakahólf 14 Itr. • Mál hxbxd: 85x50x56 Kæliskápur RG2190 • Kælir 134 Itr. • Frystir 40 Itr. • Sjálfvirk afþýðing i kæli Mál hxbxd: 117x50x60 Kæliskápur RG 2250 - Kælir 184 Itr • Frystir 46 Itr • Sjálfvirk afþýðing i kæli • Mál hxbxd: 139x55x59 (!) inDesu ' f i rr-1 ú • Kælir 211 itr. • Frystir 63 Itr. D**3 • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Mál hxbxd: 164x55x60 Kæliskápur RG1300 • Kælir 298 Itr. • Sjálfvirk afþýðing • Mál hxbxd: 150x60x60 Kæliskápur CG 1275 • Kælir 172 Itr. • Frystir 56 Itr. B**3 • Tvær grindur • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Mál hxbxd: 150x55x60 BRÆÐURN IR lágmúlo 8 * Sími 533 2800 ÍTÖLSK HÖNNUN- ÍTÖLSK G Æ 20 punda lax úr Svalbarðsá ÞOKKALEGA veiddist fyrstu dag- ana í Svalbarðsá í Þistilfírði, en hópurinn sem opnaði ána veiddi frá 1. júlí til 4. júlí. Alls veiddust sex laxar, allir stórir, eða 12 til 20 pund, en menn áttuðu sig ekki vel á laxa- magninu þar eð áin var afar vatns- mikil og nokkuð skoluð. Svartur Tóbíspónn gaf flesta laxana. Miðá í Dölum var einnig opnuð 1. júlí og það með nokkrum glæsi- brag. Fimm laxar veiddust, þar af einn 18 punda og tveir 10 punda. Menn fengu einnig nokkrir vænar sjóbleikjur neðst í ánni. Skot í Soginu Skot kom í Sogið um helgina, en þá veiddust 7 laxar á tveimur dög- um í Alviðru, fimm annan daginn tveir hinn. Alls voru þá komnir 14 laxar af svæðinu. I Asgarði höfðu veiðst 6 laxar og 3 í Bfldsfelli. Nokkrir hafa einnig veiðst í Þrast- arlundi. Silungsveiði hefur verið hverfandi og veldur það mönnum heilabrotum. Á silungasvæðinu höfðu t.d. aðeins verið bókaðir 10 fiskar síðan 15. júní. Slök veiði hefur verið í Ölfusá við Selfoss, á „Pallinum" svokallaða. Á þriðjudag voru aðeins komnir 17 laxar í veiðibókina og áin hefur verið ófögur yfir að líta að undan- fömu, full af aur og drullu úr Hagavatni. Leiðrétting Það er rangt sem sagt var í frétt um útleigumál Miðfjarðarár síð- asta laugardag, að ferðaskrifstofan Vulkan Reiser hefði keypt mikinn hluta veiðileyfa á silungasvæði Víðidalsár. Hið rétta er að stofan leitaði eftir því en fékk eigi. Svæðið var uppselt. Slær með orfi og Ijá Listin er að brýna ljáinn rétt Þeir eru ekki margir sem nota orf og ljá við að slá hjá sér blettinn. Hann Guðmund- ur Árni Ásmundarson notar aldrei rafmagnsorf eða rafmagnssláttuvél en hann býðst til að slá fyrir þá sem vilja með orfi og Ijá. , „Eg er fæddur norður í Fljótum í Skagafirði og þegar ég var sjö ára fór ég í heyskapinn með föð- ur mínum, Ásmundi Jós- epssyni. Eg hafði auðvit- að oft séð hann beita ljá og orfi en hann kenndi mér síðan réttu hand- brögðin þegar ég byrjaði að hjálpa til við sláttinn." Guðmundur segir að í fyrstu hafi faðir hans þurft að búa ljáinn í hendumar á sér og lagði á ljáinn fyrir hann á hverfi- steininum til að brýna, en hann gekk þá ekki fyrir rafmagni. „Hverfisteinninn var handsnúinn og það þurfti að setja á hann vatn þegar ljárinn var lagður á. Til vora líka fótstignir hverfistein- ar.“ Guðmundur segir að faðir sinn hafi látið sig hafa lítið stein- brýni, sem hann notaði til að brýna með úti á túni. -Er erfítt að slá með orfí og ljá? „Nei, alls ekki, þ.e.a.s. svo framarlega sem bitið er gott. Að- almálið er að læra að brýna rétt. Ég man þegar ég var að byrja þá var ég alltaf að skera mig í putt- ana. Listin við að brýna er að læra að strjúka brýninu á réttan hátt eftir egginni á ljánum og langar strokur era bestar." - Þarf oft að brýna ljáinn? „Þegar ég var í slætti með föð- ur mínum þurfti oft að leggja ljá- inn á hverfisteininn eða að minnsta kosti tvisvar á dag. Síð- an var alltaf af og til verið að skerpa með litlu brýni.“ Guðmundur segir að hér áður fyrr, áður en byrjað var að nota hverfisteina, hafi ljáir verið klappaðir. „Ljárinn var klappað- ur með hamri sem var mjög þunnur í endann og ekki nokkur leið að reka með honum nagla. Ég man eftir að hafa klappað með þessum hætti.“ - Hvernig ber maður sig að við sláttinn með orfi ogljá? „Orfið er svipað á lengd og maður sjálfur. Á því em tveir hælar sem em settir í orfið og annar hællinn er útstæður. Á orf- inu em síðan tveir járnhólkar og þjóinu á ljánum er stungið í hólk- ana. Hólkamir klemma síðan ljá- inn að orfinu og þannig er hann fastur í orfinu að neðan. Þegar búið er að setja ljáinn í orfið er tekin sveifla út á við frá hliðinni og orfinu slegið í hálfhring.“ Það hefur verið mikil ----------- vinna að slá öll túnin með orfí og ljá? „Já, dagarnir voru oft langir í heyskapn- um en ef ljárinn bítur Guðmundur Arni Asmundsson ► Guðmundur Árni Ásmundar- son er fæddur á Stóru-Reykjum í Flókadal í Vestur-Fljótum hinn 19. febrúar árið 1929. Hann bjó á Stóru-Reykjum fram til 27 ára aldurs en hélt þá til Reykjavíkur og vann verkamannavinnu um árabil. Hann réðst til Islenska pökkunarfélagsins á Keflavíkur- flugvelli og starfaði þar tvo ára- tugi eða þangað til hann fór á eftirlaun. Guðmundur býðst nú til að slá fyrir fólk með orfi og ljá. Eigmkona hans er Thora Priebe og eiga þau fjögur börn og þijú barnabörn. erfitt að eiga við það með raf- magnssláttuvél. „Ég fór svo að gera meira af þessu þegar ég komst á eftirlaunaaldur og bjóða fram þessa þjónustu." -Ertu þá með hverfístein til að brýna með? „Já, þetta er að vísu ekki hand- snúið brýni heldur gengur steinninn minn fyrir rafmagni." Hann segir misjafnt hversu oft hann þurfi að brýna. „Ef það er grjót og sandur í grasi þarf ég að brýna oftar en ella.“ - Er mikið um að fólk biðji þig að slá fyrir sig með orfí og ljá? „Það er ekki mikið um það en þegar gras hefur fengið að vaxa lengi óáreitt ráða rafmagns- sláttuvélarnar illa við það. Slátt- ur með orfi og ljá virkar miklu betur.“ Ertu aldrei beðinn að slá með rafmagnsorfí eða sláttuvél? „Nei, sem betur fer, enda á ég hvoragt. Ég á bara orf og ljá og þótt það sé miklu auðveldara að slá með rafmagnsorfi þá held ég mig við þetta gamla.“ - Hefurðu átt mörg sett af orf- um ogljám um ævina? „Já, ég hef ekki tölu á þeim lengur. í bernsku minni vom allir með íslensk tréorf en síðan fóru að koma orf úr áli og ég held að flestir hafi farið yfir í að nota þá -------------- tegund. Þau voru Aðalmálið léttari og stinnari. Ég að Ijárinn á báðar tegundir en bíti vel nota orfið úr áli við ___________ vinnuna." -En tóku Ijáirnir vel er þetta ekkert mjög erfitt engum breytingum? starf. Við vorum aldrei skemur „í fyrstu vora allir með ljái sem en 10-12 tíma í einu og það vora smíðaðir hér á landi. Síðan þekktist ekki að vera að taka varð gjörbylting þegar Árni G. pásur nema í kaffi og mat.“ Guðmundur segir að eftir að hann flutti svo suður og settist að í Kópavoginum hafi það æxlast þannig að nágrannar og kunn- ingjar voru að biðja hann að slá fyrir sig. „Það var sérstaklega þegar grasið var orðið mikið og Eylands fór að flytja inn norska ljái úr áli. Þá var ekki hægt að klappa lengur heldur var farið að brýna á hverfisteini. Þessir norsku ljáir vora með snarpara biti og miklu betri. Ég held að flestir bændur hafi skipt yfir í þessa norsku mjög fljótlega."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.