Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR
ÞORSTEINN
GUÐMUNDSSON
+ Signrður Þor-
steinn Guð-
mundsson fæddist í
Hrísey 13. desem-
ber 1940. Hann lést
27. maí síðastliðinn.
Utfor hans fór fram
3. júní.
^ ^ Þegar ég og María
konan mín vorum að
draga okkur saman í
kringum 1980, var
hann Sigurður Þ.
Guðmundsson, bróðir
hennar, að hefja nýtt
skeið í lífi sínu með henni Ingi-
björgu sinni. Hann hafði kynnst
Ingibjörgu fyrst er hann lá á spít-
ala með föður hennar. Ari faðir
hennar lá banaleguna, en leist
svona ljómandi vel á stofufélagann
og þar voru lögð drög að góðu
hjónabandi og eins og fyrr segir
að hefjast nýtt tímabil í lífi Sigga,
sem hafði fram að því kannski
ekki gengið alveg eins og hann
^ldi.
Þau Ingibjörg giftu sig svo á
fertugsafmæli Sigga og það var
held ég í þeirri brúðkaupsveislu í
Rjúpufellinu, sem brúðguminn
dansaði manna mest og þótti saga
til næsta bæjar er
Jakobína mágkona
hans, kasólétt, varð
blóðrisa á iijunum eft-
ir dansinn við brúðgu-
mann. Siggi var þessi
skemmtilega blanda
af fornkappa, Stjána
bláa og Presley
töffara. Hann gekk
jafnan á því sem í
mínu ungdæmi voru
kallaðir bítlaskór,
uppháir með rennilás,
enda voru það bestu
dansskórnir. En hann
var líka allra manna fyrstur á fæt-
ur og búinn að sýsla ýmislegt þeg-
ar hann mætti fýrir allar aldir í sitt
daglega morgunkaffi í Kaffivagn-
inn á Grandagarði. Þar hélt hann
tengslum við sjóinn og sjómennsk-
una, sem hafði verið svo stór þátt-
ur í lífi hans fram að því. Það var
varla það skip í íslenska flotanum
sem hann kunni ekki full skil á.
Þegar svo til hans var leitað t.d.
þegar einhver í fjölskyldunni var
að flytja eða þurfti að mála, þá var
hann fyrstur á staðinn og oft búinn
að rúlla heilu herbergin áður en
hinir voru búnir að koma sér að
verki. Hann var reyndar í þeim til-
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁGÚSTA AMALÍA FRIÐRIKSDÓTTIR,
Dvalarheimili aldraðra,
Siglufirði,
verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar-
daginn 10. júlí kl. 14.00.
Sigurbjörn Víðir Eggertsson, Katrín K. Karlsdóttir,
Friðrik Eggertsson, Una Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir okkar,
GUÐSTEINN ÞORSTEINSSON
frá Köldukinn, Holtum,
er lést á Sólvangi miðvikudaginn 30. júní sl.,
verður jarðsunginn frá Stórólfshvolskirkju
föstudaginn 9. júlí kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrkt-
arfélag Krabbameinssjúkra barna.
Sigríður Þorsteinsdóttir,
Svava Þorsteinsdóttir
og aðrir aðstandendur.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐNÝ KRISTÍN HARTMANNSDÓTTIR
frá Melstað,
verður jarðsungin frá Viðvíkurkirkju laugardaginn 10. júlí kl. 14.00.
Hartmann Haildórsson,Guðný Sturludóttir,
Dóra Guðmundsdóttir, Einar Kristjánsson,
Loftur Guðmundsson, Ásdís Kjartansdóttir,
Ragnar Guðmundsson, Anna Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
HELGU BJÖRNSDÓTTUR,
Litlu Grund.
Nína Gísladóttir,
Sigrún Gísladóttir, Þorvaldur Einarsson,
Guðrún Gísladóttir, Júlíus Rafnsson,
Helga Gísladóttir, Richard Faulk,
ömmubörn og langömmubörn.
fellum oft að endurgjalda svipaðan
greiða, enda flutti hann sjálfur
manna oftast og Guðmundi syni
hans taldist til að hann hefði flutt
einum 10 sinnum á sinni ævi. Auð-
vitað voru þessir flutningar af
ýmsum rótum runnir og ekki alltaf
að óskum eða eftir hugdettum
hlutaðeigandi, en þetta var oft haft
í flimtingum í fjölskyldunni og
enginn hló hærra en Siggi þegar
um það var rætt. Hann tók svona
flutninga með sama kappinu og
allt annað í lífinu. Um leið og geng-
ið hafði verið frá kaupsamningum,
þá var hann byrjaður að pakka og
undirbúa búslóðina og það jafnvel
þótt margir mánuðir væru enn í
afhendingu.
Fyrir rúmum 10 árum vorum
við hjónin svo lánsöm að fara með
Sigga og Ingibjörgu í sólarlanda-
ferð til Spánar. Við höfðum strák-
ana okkar að sjálfsögðu með, þá
fimm og tveggja ára. Þessi ferð
tókst sérstaklega vel og kom oft til
tals síðar, ekki síst hjá strákunum,
sem undu sér sérstaklega vel með
Sigga frænda, sem alltaf var alveg
sérstaklega natinn við börn. Það
gilti jafnt um hans eigin börn og
barnabörn, sem og önnur. Það var
ásókn hjá mínum strákum í að fá
að gista eða fara í bíltúr með Sigga
frænda og það var alltaf eitthvað
sérstakt á milli þeirra. Ofannefnt
lýsir annrari hlið á kappanum og
sjóaranum en fyrr var nefnd.
Hann átti ríkulega góðmennsku og
samhug, sem kristallaðist kannski
í því hvernig krakkar hændust að
honum. En átti ekki síður við um
aðra, enginn tók nærri sér annarra
áföll en hann og þá gat þetta orðið
um of - hann var stundum of góð-
ur og tók of nærri sér annarra
sorgir, þá kom þetta niður á hon-
um sjálfum og hans lífi og hans
nánustu. Ég þekkti bara af af-
spurn fyrri tímabil í lífi Sigga Jör,
eins og þeir kölluðu hann víst fyrir
norðan. Ég hef heyrt prakkara-
sögur af honum og Ævari bróður
hans, en þeir voru alltaf mjög nán-
ir, stundum eins og tvíburar. Sag-
an af þeim í fylkingarbrjósti 1. maí
kröfugöngunnar á Akureyri í
æsku, með mink móður sinnar um
hálsinn og viðbrögðum útgerðar-
jöfursins Guðmundar Jörundsson-
ar og Mörtu Sveins konu hans við
uppátæki sona sinna er minnis-
stæð. Kom oft til tals og vakti
kátínu allra hlutaðeigandi í þess-
um dæmalaust skemmtilegu fjöl-
skylduboðum sem haldin voru í
hreiðri stórfjölskyldunnar í Úthlíð
12. Einnig sagan sem gerðist eftir
að þau fluttu suður um 1960, þegar
stakkettið á næsta húsi flaug á
braut með skiparakettunum úr
Narfa eitthvert gamlárskvöldið.
Þegar á hana var minnst þá gat nú
tíst í mínum. Ég veit að á öðru
tímabili lífs síns átti hann Siggi
góða konu, eignaðist mannvænleg
börn og síðar barnabörn, en það
setti mark sitt á hann að það gekk
ekki upp allt saman.
Eins og fyrr segir kynntist ég
Sigga Jör þegar hann hafði fundið
Ingibjörgu, sem var akkerið hans
til æviloka. Það var unun og lær-
dómsríkt fyrir okkur hin að sjá
hversu samhent þau gátu verið og
lagin að greiða úr málum og ein-
falda oft á tíðum flókin fjölskyldu-
tengsl með væntumþykju og gleði.
Marta Sveins er að missa frum-
burðinn og hennar missir er stór,
sem og missir Ingibjargar sem
alltaf var þó sterkust er á á bját-
aði.
En það er ljóst að öll getum við
tekið undir með þeim sem sagði er
hann frétti lát Sigurðar Þ. Guð-
mundssonar: „Þar fór góður
drengur."
Kjartan Jóhannesson.
Að heilsast og kveðjast, það er
lífsins saga. Alit okkar á sam-
ferðafólkinu mótast oft af fyrstu
kynnum og það að kynnast góðu
fólki göfgar og er mannbætandi.
Af öllum mönnum er eitthvað
hægt að læra og ef við lærum að
meta mismunandi eiginleika fólks,
eykst vonandi með okkur þroski
og við verðum víðsýnni. A þessum
tímamótum þegar mágur minn,
Sigurður Þorsteinn Guðmunds-
son, er kvaddur leita margar
minningar á hugann. Minningar
um skemmtilegar samverustund-
ir, treginn vegna þess sem aldrei
verður meir og þakklætið yfir að
hafa fengið að kynnast mannkost-
um hans. Eiginleikum sem eru
ekki öllum gefnir, en gerðu hann
svo sérstakan. Góðar eru minn-
ingar um fyrstu kynni þar sem
Siggi tók á móti mér, konuefni
bróður síns, með þeirri hlýju sem
ávallt einkenndi hann. Gestrisinn
var hann með afbrigðum og hafði
þann eiginleika að bera að fólki
leið strax vel í návist hans. Lítil
börn sem komu í heimsókn fengu
alltaf sérstaka athygli og gleymd-
ust aldrei. Gjafmildi hans átti sér
ÞÓREY BJÖRK
INGVADÓTTIR
+ Þórey Björk
Ingvadóttir
fæddist á Akureyri
27. okt. 1966. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsi Akur-
eyrar 15. maí síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Akureyrarkirkju
21. maí.
Mig langar að minn-
ast vinkonu minnar,
Þóreyjar Bjarkar
Ingvadóttur, með nokkrum orðum.
Ég kynntist Þóreyju þegar við
unnum saman í KEA í Hrísalundi
og urðum við góðar vinkonur. Við
vorum þá innan við tvítugt og
eyddum mörgum kvöldum í að
rúnta um bæinn eins og jafnaldrar
okkar á þessum tíma. Þegar ég fór
svo til Bandaríkjanna að vinna sem
au-pair árið 1988 var ég ekki búin
að vera þar lengi þegar ég fann
starf handa henni þar nálægt.
Þetta ár okkar þarna er mér alltaf
mjög kært í minningunni og er
Þórey þar í stóru hlutverki. Ég
kynnti hana fyrir þeim vinum sem
ég var þegar búin að eignast og
urðu þeir fljótlega ekkert síður
hennar vinir en mínir og urðu þær
Nanna sérstaklega
góðar vinkonur. Það
voru mörg ævintýrin
sem við lentum í og
skemmtum okkur yfir
og voru það einnig
margar stundirnar
sem við spjölluðum
saman um allt sem
okkur lá á hjarta. Við
vorum alltaf til staðar
hvor fyrir aðra enda
þótt við værum ekki
ávallt sammála um alla
hluti. Skildu svo leiðir
þegar ég fór heim að
ári loknu en Þórey var úti miklu
lengur og því miður urðu samskipti
okkar ekki mikil eftir þetta. Þegar
Þórey kom til landsins komum við
saman og spjölluðum, rifjuðum upp
gamla tíma og fengum nýjustu
fréttir hvor af annarri.
Öll þessi ár sem ég þekkti
Þóreyju spáði ég aldrei í að hún
gæti verið með sama sjúkdóm og
systir hennar hafði, hún minntist
aldrei á það svo að ég varð fyrir
miklu áfalli þegar ég sá Þóreyju
fyrst eftir að hún veiktist. Hún
var þá orðin svo ólík sjálfri sér.
Ég upplifði mikla sorg þá og
fannst eins og ég hefði misst vin-
konu mína. Þegar Þórey dó svo
um tveimur árum seinna kom yfir
engin takmörk. Alltaf var hann að
gefa og það með svo mikilli gleði,
ekki voru það eingöngu verald-
legu gjafirnar sem glöddu heldur
líka sú gleði sem hann veitti fólki
með nærveru sinni, þegar hann
birtist óvænt hjá þeim sem þurftu
á mannlegri hlýju að halda. Dans-
ari var hann góður, rokkari mikill
og hver sú kona sem sveif um
dansgólfið í örmum hans varð að
fisléttri dansmey. I fjölskyldunni
mun lifa sagan um Sigga er hann
sveiflaði ónefndri mágkonu
bálófrískri í dansi, hún á sokka-
leistunum og varð blóðrisa á fót-
um á eftir og átti barnið nokkrum
dögum síðar.
I einkahfi hans skiptust á skin og
skúrir eins og gengur og gerist.
Stuttu eftir að ég kynntist Sigga
gekk hann í gegnum skilnað sem
var honum erfiður eins og slíkir at-
burðir hljóta alltaf að vera báðum
aðilum, en stuttu síðar varð hann
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast
eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu
Aradóttur, sem stutt hefiir mann
sinn í gegnum súrt og sætt. Sam-
rýmdari hjón var varla hægt að
hugsa sér og eru minningar um það
þegar hann kynnti okkur fyrir
konuefni sínu minnisstæðar því
mikil var hamingja þeirra. Einstak-
lega gott var að vera í návist þeirra
því þau höfðu lag á því að njóta
augnabliksins og minnumst við með
þakklæti allra góðu samverustund-
anna víðs vegar um landið. Bræð-
umir Siggi og Ævar voru alla tíð
miklii- mátar og leið varla sá dagur
að ekki hefðu þeir samband sín á
milli enda búnir að bralla margt um
dagana. Kom hjálpsemi Sigga í
garð bróður sins fljótlega í ljós því
hann tók að sér það hlutverk í for-
eldrahúsum að smakka allan mat
áður en yngri bróðirinn borðaði
hann. Ef Siggi samþykkti matseld-
ina þá var öllu óhætt. Kannski var
þar lagður grunnur að ólíku holdar-
fari bræðranna.
Nú er komið að kveðjustund.
Fyrstu kynnin lofuðu góðu og var
Ijúfmennska hans söm alla tíð. Oft
var lífsbaráttan erfið því Siggi var
mjög viðkvæmur maður en á öðru
tilverustigi verður örugglega vel
tekið á móti honum. Hans er sárt
saknað í fjölskyldunni en sárust er
sorgin hjá Ingibjörgu og bömum
þeirra beggja, móður hans Mörtu
og öllum bamabörnunum sem
honum þótti svo vænt um.
Blessuð sé minning hans.
Sigrún F. Óladóttir.
mig skrítin tilfinning, ég upplifði
ekki þessa sorg sem ég fann fyrir
fyrst þegar ég sá hana eftir að
hún veiktist heldur fann ég fyrir
miklum friði. Loksins er Þórey
laus úr fjötrum sjúkdómsins, loks-
ins líður henni betur. Mig
dreymdi Þóreyju stundum á nótt-
unni áður en hún dó og hún var
svo falleg og friðsæl og við vorum
svo áhyggjulausar og frjálsar í
draumnum. Ég samgleðst henni
núna því að ég trúi því að loksins
sé hún frjáls og líði betur. Ég er
þakklát fyrir það að hafa kynnst
henni og ánægð með að hafa feng-
ið hana til mín til Bandaríkjanna,
því ég veit að hún var hamingju-
söm þar og eignaðist þar marga
góða vini.
Þórey mun alltaf verða til staðar
í mínu hjarta svo lengi sem ég lifi
sem góð vinkona og heilstæð per-
sóna. Ég vildi óska þess að hennar
hefðu ekki beðið svona grimmileg
örlög en ég trúi því að hún hafi átt
mikilvægari hlutverki að gegna og
hún mun vera hjá okkur þó svo að
við verðum hennar ekki vör. Ég
vildi að ég hefði komið oftar í heim-
sókn síðasta árið en það er mér
mjög mikilvægt að ég kom í heim-
sókn stuttu áður en Þórey dó. Fjöl-
skyldan hennar Þóreyjar á alla
mína samúð enda hefur hún þurft
að ganga í gegnum allt of margt.
Guð blessi ykkur öll og ég vona
að þið getið fundið frið innra með
ykkur þrátt fyrir alla þá sorg sem
þið hafið gengið í gegnum.
Kristín Sveinsdóttir.