Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 4 38 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1999 Á 1» Af spiki sálarinnar Hvert er form hamingju? Hverju líkist hún? Hamingjan er umgjörb. Hamingj- an er hlý og skjólgóð flík. Hamingjan er spik. Hamingjan er spik sálarinnar. Hún fœst með púli án strits. Eftir Gunnar Hersvein Hvernig er ham- ingjan? Hvaða líf- emi er eftirsókn- arverðast? „Það lífemi sem leiðir til hamingju,“ er líklegt svar ef lokatakmarkið er hamingja. En hvers vegna hamingja? Því ef við eram hamingjusöm, þurfum við ekki á neinu öðra að halda. Hamingjan er fullnægjandi, að- eins þarf að keppa að henni, og allir stefna leynt eða ljóst að hamingju. Eða hvað? Sá sem ekki er sáttur við sjálfan sig, VIÐHORF getur sett sér markmið, bæði stór og smá, skammtíma- og langtíma- markmið. Og hann þokast nær, leiði markmiðin til góðs. Hægt og bítandi, markmið eftir mark- mið, ár eftir ár, færist hann í áttina að takmarkinu. Hamingj- an er ekki auðfengin. Það ligg- ur strit bak við hamingju sér- hvers manns, blóð, sviti og tár. Samt er hún höndluð án áreynslu, þarfnast jafnvægi hugans, og gleði. Hamingjan er eins og hús, sem tekur langan tíma að reisa. Hún er safn markmiða sem hefur verið náð, eða ekki náð, því bak við hamingjuna hvílir líka lærdómur af því sem ekki varð. „Sá sem setur sér engin markmið er fífl.“ - Hann ráfar stefnulaust um í lífinu og Ufir sennilega tilgangslausu og hamingjusnauðu lífi. Hamingj- an er nefnilega margra ára púl án strits. Hún er það besta og þess vegna er erfiðast að öðlast hana, jafnvel þótt það fehst endanlega í því að nema staðar og anda djúpt. Hamingjan er rósemd hjart- ans, hamingjan er gleðin sem sprettur af verkunum og Uka heppninni. Hamingjan er safn. Hamingjan er hamur. Hún er ekki óljós tilfínning. Hún er ekki stundin sem er að líða, ekki gleðin sjálf, hún er ham- urinn sem fólk íklæðist. Hún er traust og öragg vöm sem fólk getur öðlast. Hún er faUn í hegðun og viðhorfi til sjálfs sín, annarra og umhverfis. Vegur hennar er langur en ferðalang- urinn er samt á veginum. Það er kostur. Hamingjan er umgjörð. Hamingjan er hlý og skjólgóð flík. Hamingjan er spik. Ham- ingjan er spik sálarinnar. Ef til vill fæst hamingjan með visku og réttlæti. Ef til vill fæst hún af gæsku, dyggðum, ef til vill réttri breytni, ef til vill af hreinni gleði yfir dásemdum. Ef til vill drengskap, ef til vill trúmennsku. Ef til vill ekki, a.m.k. er uppskriftin ekki fól. Gerð hamingjunnar, lögun hennar, form, það er spuming- in. Best er að líkja henni við spik, þétt og þykkt spik sálar- innar. Eftirsóknarvert spik sem safnast á sálina með áranum. Spiki sálarinnar þarf að safna með hugsun, viðhorfi og réttum ákvörðunum í lífinu. Og verða feitur. Hamingjuspik sál- arinnar ver gegn skakkaföllum og er vemdarvættur manneskj- unnar. Líkamlega feitur maður verður ekki grannur í einu vet- fangi. Eins hverfur spik sálar- innar ekki á hverjum degi. Hamingjusamur maður verður ekki auðveldlega óhamingju- samur. Hann verður dapur um stundarsakir, leiður og óánægð- ur, en hann fellur ekki. Sál hans tapar spiki en verður ekki berskjölduð. Sá, á hinn bóginn, sem ekki safnar hamingjuspiki, er í hættu. Ef til vill lifir hann í sjálfsblekkingu og verður af- hjúpaður annaðhvort af sjálfum sér eða öðram. Hann er varnar- laus gagnvart áföllum og fellur. Hann lifír ef til vill á megranar- fæði sálarinnar. A í ekkert hamingjuhús að venda, engan ham, aðeins sjálfsblekkingar- hjúp. Annar hefur ekki fundið hamingjuveginn sinn og heldur skjóllaus eitthvert áfram. Hamingjan er óháð ýmsum ytri þáttum, bæði fátækir og ríkir geta öðlast hana, bæði trúaðir og trúlausir, gáfaðir og vitlausir. Hún er óháð heimin- um, nema hvað vondir, ranglát- ir og lygarar eiga erfitt með að höndla hana einfaldlega vegna þess að þeir búa við hættu á af- hjúpun, vegna þess að þeir byggja á fölskum forsendum. Þeirra epli era súr en ekki sæt. Lífið er hlaðið safaríkum ávöxtum, kolvetnaríkri fæðu og tækifærðum til að safna sálar- spiki. Söfnum spiki, hamingju- spiki. Hámark hamingjunnar er svo að vera öldungur í raggustól og líta í rólegheitun- um yfir farinn veg. Sál hans er feit eins og selur og spikið er hamur hans og hús. Hann sér líf sitt sem sögu, sögu sem er um eitthvað og að lokum grun- ar hann um hvað sagan er. Old- ungur sem rær í hamingjuspik- inu og lifir ævilokin. Hamingjuspikið fæst með því að öðlast þekkingu á möguleik- unum, setja sér höndlanleg markmið og ná árangri. Þessu fylgir sjálfsagi, einbeitni, þor og líka tillitssemi. Svarið við spumingunni „Er ég hamingju- samur?“ sighr svo um hugann og kemur e.t.v. ekki í ljós fyrr en í mótbáranni. Hamingjan berst við mótvindinn. Hamingjan er víð, hún er safn margra þátta og þekkist þegar þeir renna saman og skapa skjólgott hús, sterkan ham eða gott og mikið spik. Hamingjan er ekki annars staðar. Hún er spunnin úr aðstæðum sérhvers manns og kjarki hans til að taka ákvarðanir um líf sitt. Þannig verður hann feitur. LISTIR Leiksýningar á fimm sviðum og landamæri á milli Fyrsta norræna kvennaleikhúshá- tíðin var haldin á landamærum Sví- þjóðar og Finnlands, í Lapplandi, í byrjun júní. Þangað lagði Vala Þórsdóttir leið sína og segir frá. Eg ákvað að taka lest frá Helsinki til Tornio og skoða Finnland þær níu klukku- stundir sem ferðin tæki. Af ein- hverjum völdum á ég alltaf erfitt með að trúa því sem sagt er um út- lönd að óreyndu, enda verð ég ávallt hissa, þegar ég kem á leiðarenda og sé að hlutimir era stundum eins og þeim hefur verið lýst eða ég hef séð þá í sjónvarpinu. I fyrsta sinn, sem ég kom til Englands varð ég mjög hissa á að sjá að umferðin er í raun vinstri umferð og að leigubílarnir líta eins út í raunveruleikanum og í bresku sjónvarpsmyndunum... þeir era ekki plat, eða hluti af leikmynd eins og ég hafði ímyndað mér ... Eg var spennt að vita hvort Finnland væri í raun land trjáa, vatna, gufu- baða og farsíma en kannski ekki eins spennt að vita hvort það væri satt að Finnar drykkju mikið, segðu fátt og berðu fólk í morgunsárið ... Það var sól og blíða og ég fékk að sjá mikið af trjám og vötnum. Ferð- in var fremur tilbreytingarlítil og mér var farið að þykja nóg um öll þessi tré sem fela landslagið. Er til Tomio kom biðu mín tveir starfs- menn hátíðarinnar, Merja Ruth, sem er ljósamaður, listamaður og ein fjögurra kvenna sem skipulagði þennan stóra viðburð, og Timo Hannelin, sem er tæknimaður og fjöl-listamaður. Þau komu á forláta sendiferðabíl að sækja mig og sam- ræðurnar hófust samstundis, þöglir Finnar era þau ekki... Við höfðum ekki ekið lengi, þegar símarnir fóra að hringja, en í Finnlandi er fólk hætt að hafa heimasíma, enda far- símarnir ódýrari og hentugri, eftir því sem mér skildist. Finnland er farsímaland. Timo og Merja Ruth era einstak- lega skemmtilegt og opið fólk, enda áttum við eftir að eyða miklum tíma saman. Við branuðum tU Tomio, sem er lítill bær við landamæri Finnlands og Svíþjóðar, en hátíðin var líka haldin í Haparanda, smábæ Svíþjóðar megin. I Tornio var mið- stöð hátíðarinnar iðandi af spenn- ingi og lífi. Leikhúskonur að koma frá öllum Norðurlöndunum, á öllum stundum sólarhringsins. Reyndar var ekki einungis hópur leik- húskvenna á leiðinni, heldur var von á allstóram hóp af mótorhjóla- og „húðflúr“-fólki tU miðstöðvarinnar því að á sama tíma var haldin mót- orhjóla- og húðflúrhátíð. Þetta átti eftir að vera forvitnUeg og skraut- leg blanda. Fullt af leikhúskonum og mótorhjólatöffuram í bland, eins konar ying og yang-mót í Lapp- landi. Merja Ruth kynnti mig fyrir hinum þremur kjamakon- unum sem stóðu að hátíð- inni, Katariina Salo, Marja-Terttu Huotari og Mari Hanski. Þær fjórar stofnuðu leikfélagið Elamys Eukot, sem hefur sýnt víða um Finnland við feiknagóðan orðstír. Þær var farið að þyrsta í að hitta fleiri konur af Norðurlöndum og heyra og sjá hvað þær eru að gera í leikhúsinu og þeyttust þess vegna af stað með að skipuleggja þessa hátíð. Þær hafa unn- ið þrekvirki því þær lögðu tak- marka- lausa vinnu á sig með ákaf- lega litla peninga á milli handanna til að spila úr. Hátíðin sem varð að vera- leika fyrir tilstilli hörkudugnaðar þeirra var í alla staði sérstaklega vel skipu- lögð og sýningamar mjög vel heppnaðar. Því miður vora kraftakonurnar fjórar sívinnandi á hátíðinni og gátu mest lítið svalað þörf sinni; að horfa á aðra leikhópa, en voru glað- ar yfir að koma á mikilvægum tengslum milli leikhúsa og leikfé- laga innan Norðurlandanna. Það var alveg sérstakur andi á meðal starfsfólksins og ég komst að því að allir starfsmenn hátíðarinnar vora sjálfboðaliðar. Þetta var fólk úr öll- um starfsgreinum sem tók höndum saman til að gera hátíðina sem besta. Sumar kvennanna keyrðu 200 kflómetra til að bjóða fram að- stoð sína. Eiginmenn og aðrir fjöl- skyldumeðlimir og vinir vora að skutla leikhúsfólki fram og til baka milli Svíþjóðar og Finnlands, redda leikmunum og redda ljósum, hinu og þessu og allir á eigin bflum. Það kom nokkram sinnum fyrir að bfl- amir urðu bensínlausir nú eða hreinlega gáfust upp, því sumir þeirra vora eins og bfllinn minn, góðir en gamlir og lúnir. Það var mjög fallegt að sjá þessa miklu sam- stöðu sem ríkti í bænum og væri gaman ef maður yrði oftar vitni að slíku. Leikfélögin sem tóku þátt í hátíð- inni komu á eigin vegum, en flest reyndu að fá styrki frá heimalönd- um sínum. Ég var fulltrúi íslands á hátíðinni og fékk styrk frá Félagi ís- lenskra leikara og menntamála- ráðuneytinu til ferðarinnar. Hátíðin skiptist í tvennt. Ann- ars vegar aðal leikhúshátíð- in, en til hennar voru valdir 13 leikhópar af Norðurlöndum úr 54 umsækjendum. Hins vegar vora svo 10 áhugaleikhópar á svokölluðu „off stage“ en þar var frjáls þátttaka. Sýningamar dreifðust á þrjá daga og fimm svið, sem vora hvert sínum megin við landamærin og var reynt að tímasetja þær þannig að áhorf- endur gætu séð sem mest. Það var svolítið fyndið að rölta þennan stutta spöl yfir landamærin og þurfa alltaf að stilla klukkuna sína aftur vegna tímamismunar. Fjórir gagnrýnendur vora fengn- ir til að horfa á sýningarnar og gagnrýna þær, en í lok hátíðarinnar veitti þessi nefnd gagnrýnenda verðlaun þeim leikhóp sem þeim fannst standast best listrænar kröf- .;*x /■ < MERKI hátíðarinnar í Finnlandi. ur. Áhorfendur fengu líka að velja sitt uppáhaldsverk, en það var gert með könnun eftir hverja sýningu og gaf maður þá verkinu einkunn frá einum upp í fimm. Það var áhuga- vert að útkoman úr könnuninni og svo mat gagnrýnendanna fór ekki saman. Verkin vora margvísleg, í fjölmennustu sýningunni voru átta leikarar, en annars vora flestar sýn- ingarnar fámennar og mikið um ein- leiki. Hátíðin var sett með ræðu og ljóðaflutningi. Þegar ég kom inn í salinn, gat ég ekki varist brosi því að í þessum stóra sal vora raðir af risatrjám í pottum. Ég gat ekki að því gert að mér varð hugsað til lestarferðarinnar og allra þessa trjáa allsstaðar... meira að segja inni í leikhúsinu ... Ég leit í kringum mig til að leita eftir stöðuvatni, full- um Finna og gufubaði... en far- símunum heyrði ég í... Eftir opnunina hófust leiksýn- ingar vítt og breitt um bæ- inn. Mig langar að segja frá nokkram sýningum en byrja á að nefna God nat mor, eftir Marsha Norman sem Tystteater, frá Ríkis- leikhúsinu í Stokkhólmi, setti upp. Þetta er leikhópur, sem leikur á táknmáli, og era meðlimir hans heyrnarlausir. Leikfélagið fékk Stóra gagnrýnendaverðlaunin frá Gagnrýnendafélagi Svíþjóðar 1997, fyrir mikilvægt og nýstárlegt fram- lag til sænsks leikhúss. En leikritið hafði fengið Pulitzer-verðlaun árið 1983. Það fjallar um mæðgur, sem eiga í samskiptaerfiðleikum, og er komið að uppgjöri þeirra á milli, þegar sýningin hefst. Verkið er mjög dramatískt og átakanlegt og endar með sjálfsmorði; dóttirin skýtur sig. Ég var mjög spennt að sjá þetta leikrit því að ég hef aldrei séð tákn- málsleikrit áður. AJlt í einu vora ljósin í salnum slökkt og leikritið byrjaði, ég varð svolítið hissa á að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.