Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 59f Leikritið Ormstunga kvikmynda Má ekki blóðmjólka hláturinn Allra síðustu sýningar á leikritinu Ormstunga eru haldnar um þessar mundir og verða þær kvikmyndaðar. Birna Anna Björnsdóttir fór á æfíngu hjá Benedikt Er- lingssyni, Halldóru Geirharðsdóttur og leikstjóranum Peter Engkvist og spjallaði við þau um frásagnarlist, áhorfendur og leikstjórn í Svíþjóð. LEIKRITIÐ Ormstunga er byggt á Gunnlaugs sögu Ormstungu sem fjallar um skáldið Gunnlaug Orms- tungu sem berst við kappann Hrafn um ástir Helgu hinnar fögru. Leik- ritið fylgir sögunni eftir í stórum dráttum en þó spinna leikaramir hina ólíklegustu þræði út frá henni. Eins og íslendinga sögurnar, sem voru upphaflega munnmælasögur, varðveittust þegar þær voru skráð- ar á skinn, mun hið síbreytilega leikrit Ormstunga nú geymast því til stendur að festa það á filmu. Lítil skynsemi í upphafi Meira en 150 sýningar hafa verið haldnar á Ormstungu en verkið var frumsýnt í Skemmtihúsinu við Laufásveg 1. ágúst 1996. Þá var Benedikt búinn að ganga með hug- myndina í maganum í tvö ár. Sýnt var fyrir fullu húsi í tvö ár og einnig hafa þau ferðast um öll Norðurlönd- in með sýninguna. „Ef til vill var þetta framkvæmt af lítilli skynsemi og rökvísi í byrj- un,“ segir Benedikt. „Þannig er það nú oftast með hluti sem eru ein- hvers virði. En það er kominn tími til að binda enda á þetta og kvik- myndatakan er þannig hugsuð.“ Verður ekki erfítt að kvikmynda sýningu sem þessa? „Jú, en sýningamar verða aðlag- aðar því að verið er að taka þær upp, án þess þó að þær gjaldi fyrir það,“ segir Peter. „Við látum auð- vitað ekki eins og myndavélamar séu ekki þama, það væri lygi,“ segir Halldóra. „En samt verða sýning- arnar ekki sérstaklega^ hannaðar fyrir myndavélarnar." „Áhorfendur þurfa sem sagt ekki að upplifa sig eins og gesti hjá Hemma Gunn,“ bætir Benedikt við. „Þetta er frá- sögn fyrir áhorfendur og myndavél- ur, það er raunvemleikinn sem verður tekinn upp og munu sýning- amar alveg standa fyrir sínu.“ Heimurinn er til Eru sýningarnar ekki allar gjöró- líkar? „Jú, en við höldum okkur samt við ákveðinn kjarna sem er sagan sjálf, svo em auðvitað staðir þar sem við sleppum okkur,“ segir Hall- dóra. „Við látum ekki eins og áhorf- endur séu ekki á staðnum og við lát- um heldur ekki eins og heimurinn sé ekki til utan leiksviðsins og sam- þykkjum allt sem kemur upp á. Ef það kæmi vörubill og keyrði óvart á Skemmtihúsið þá myndum við ekki láta eins og ekkert væri heldur bregðast við.“ „Þetta er auðvitað mjög vand- meðfarið og stundum fömm við yfir strikið," segir Benedikt. „Peter sá einmitt myndbandsupptöku af einni sýningu sem við héldum fyrir heymarlausa og fléttuðum táknmál- stúlkana inn í sýninguna. Eftir að hafa horft á upptökuna sagði Peter: „Þetta var skemmtilegt, en þetta var ekki Ormstunga.“ Þetta er nefnilega hættan því við Dóra emm svo miklir brandarakallar. Hlátur- inn er svo gefandi fyrir mann sem leikara að maður fer alltaf að mjólka og elta hláturinn." „Já, og maður fer að gera ráð fyr- ir hlátrinum,“ segir Halldóra. „Svo kemur kannski minni hlátur en í gær og þá smyrðu á til að fá eins mikinn hlátur og þá ertu búinn að gleyma sögunni og af hverju þú ert í þessu leikhúsi að leika þetta leik- rit.“ „Þetta er okkar glíma,“ bætir Benedikt við. „Við emm svo lítil í okkur að við viljum alltaf að allir hlæi að okkur, en við þurfum stund- um að gleyma því og segja bara söguna; það er líka oft þakklátara. Þó að fólk hlæi ekki eins mikið finn- ur það eitthvað annað og þögnin getur oft verið jafn dýr og hláturinn þegar hún er algjör í leikhúsinu.“ Áhorfendur mikilvægir Peter leggur á það áherslu að það megi ekki gleyma því hverjum er verið að segja söguna. „Það að segja sögu er að hafa samskipti við áhorf- endur og hvemig sagan er sögð fer þar af leiðandi eftir áhorfendunum. Stór hluti af því að segja sögu er að átta sig á því hverjum maður er að segja hana, hverjir áheyrendur em, og aðlaga söguna eftir því. Ef fólk þekkir söguna er hægt að leika sér meira í kringum hana en ef fólk þekkir hana ekki þarf að halda sig meira við söguþráðinn og þannig breytist sýningin og það er gott því hún á að breytast og taka tillit til áhorfenda. Þess vegna þýðir ekkert að taka það sem þú gerðir í gær og nota það, því það var í gær og leik- húsið gerist alltaf í núinu, þar er alltaf nýr dagur og nýir áhorfend- ur.“ Lékuð þið á íslensku fyrir Norður- landabúa? „Já, við höfum sýnt á íslensku á öllum Norðurlöndunum og það gekk mjög vel upp,“ segir Benedikt. „Við höfum leikið okkur svolítið með tungumálið, og þegar við sjáum að „ingen forstár noget“ þá byrjum við jafnvel að tala um það og út- skýmm á þeirra máli.“ „Þetta virkar,“ segir Halldóra. „Þegar maður er að leika á íslensku fyrir útlendinga og finnur að þeir era hættir að skilja þá sýnir maður þeim athygli og segir: „Skiljiði ekki?“ Þá verða þeir svo glaðir, að maður skuli taka eftir þeim, að mað- ur skuli vera með þeim og finna fyr- ir þeim. Ég held að það geti verið erfitt að vera áhorfandi því maður hugsar um leikarana á sviðinu sem hafa allt þetta rými, allir horfa á og maður týnist á áhorfendabekkjun- um. Svo þegar maður finnur að leik- arinn þarf á manni að halda, þá er maður orðinn jafn mikilvægur og leikarinn og ég held að fólk átti sig FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Þorkell HALLDÓRA Geirharðsdóttir, leikstjórinn Peter Engkvist og Benedikt Erlingsson sem segir að tvöhundruð sænskar konur standi í röðum til að fá að leika hlutverk Halldóru. ekki alltaf á þeirri staðreynd að það er jafn mikilvægt og leikaramir." Leiksljóri í Svíþjóð Benedikt hefur starfað sem leik- stjóri í Svíþjóð undanfarið. Hann setti meðal annars upp lokasýningu Nemendaleikhúss leiklistarskólans í Malmö, Sumargesti, eftir Maxim Gorkí, við mjög góðan orðstír. Hon- um hefur boðist kennsla við skól- ann og einnig að leikstýra fleiri sýningum hjá Nemendaleikhúsinu en skólinn er einn virtasti leiklist- arskóli Svíþjóðar. Þetta mun hann gera þamæsta vetur en næsta vet- ur stendur til að hann verði hér á landi. Hann er því bókaður í útlönd- um langt fram á næstu öld og hefur það alltaf þótt góð staða fyrir lista- menn af öllu tagi hvort sem það em leikarar, óperasöngvarar eða aðrir. Til stendur að sýna Ormstungu í Svíþjóð allan næsta vetur og þá með sænskum leikumm. Leikritið verður sett upp í leikhúsinu hans Peters, Pero-leikhúsinu, í Stokk- hólmi, sem er að sögn Benedikts og Halldóm eitt af bestu leikhúsum Svíþjóðar. Peter segir að það hafi í fyrstu verið erfitt að ímynda sér að einhverjir aðrir en þau Benedikt og Halldóra geti leikið hlutverkin en að hann hafi nú fundið góða sænska leikara, þar með talinn leikara sem var búinn að vera í leikhúsinu hans Peters í mörg ár, sá leikritið og1# grátbað um að fá að leika í því. Svo vom haldnar prafur fyrir kvenhlutverkið og Benedikt segir að það hafi ótrúlegur fjöldi leikkvenna komið. Ömgglega hund- rað, ef ekki tvöhundmð, og blaða- maður spyr Halldóru hvort það sé ekki einstök tilfinning að svona margir sækist eftir því að leika hennar hlutverk. Halldóra hristir þessa spurningu af sér og svo er haldið áfram að æfa til að hægt verði að setja lokapunktinn á ævin- ‘ - týrið. Þú þarít ekki einu sinni skæri til að stytta þær Stuttbuxur, stuttermaskyrtur, bolir, regn- og öndunarfatnaður, buxur, tæknilegur fatnaður, gönguskór, sandalar, bakpokar og margt fleira. Opið í dag tíl kL .OO ^Columbia Sportswear Company® - fötin ífríið HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL --Skeiftjnni 19 - S. 568 1717- Convertible buxur Þú bara rennir skálmunum af og á allt eftir þörfum. 100% bómull, léttar og þægilegar. Kr. 5.990.- Opið mánud.- föstud. kl. 9 - 18, laugard. kl. 10 - 16 -r r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.