Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 5 7* í DAG KIRKJUSTARF BBIBS Umsjón (íuðmundur Páll Arnarson PÓLVERJINN Pszczola fann ekki réttu vörnina gegn fjórum hjörtum Frakkans Mari í viðureign þjóðanna á EM. Lesandan- um er boðið að setjast í sæti Pszczola í austur: Norður gefur; enginn á hættu. Vestur * V ♦ Norður A D764 ¥ ÁK54 ♦ G3 ♦ D95 Austur A 5 ¥ 107 ♦ ÁK10854 * K842 Suður A ¥ ♦ * Veslur Norður Austur Suður Kwieden Multon Pszczola Mari 1 lauf 1 tígull 1 kjarta 2tíglar 2 työtUi 3tíglar 4kjörtu Pass Pass Pass Frakkarnir spila Stand- ard og suður lofar aðeins fjórlit í hjarta með fyrsta svari sínu og gæti þess vegna átt báða háliti. Útspil makkers er tígultvistur, sem sýnir fjórlit (Pólverjar spila almennt út öðru og fjórða hæsta). Lesandinn á slaginn á tígulkóng og nú er spurt: Hvað næst? Óneitanlega er spaða- fimman lokkandi, og líklega er það spilið sem flestir myndu velja við borðið. En af því spilinu er stillt upp sem þraut gæti lesandinn íhugað aðra möguleika. Svona var spilið í heild: Norður * D764 V ÁK54 ♦ G3 * D95 Vestur Austur ♦ G832 * 5 VG93 V 107 ♦ D762 ♦ ÁK10854 *Á3 * K842 Suður ♦ ÁK109 ¥ D862 ♦ 9 ♦ G1076 Pszczola skipti yfir í spaðaeinspilið og Mari var þá ekki lengi að vinna spilið. Hann tók þrisvar tromp og sótti laufið. Augljóslega tapast spilið ef vörnin tekur stunguna í laufi, en það dugir líka að halda áfram með tígul. Suð- ur þarf að tvísækja laufið og missir því vald á spilinu ef hann tekur þrisvar tromp áður en hann fer í laufið. Og ef suður skilur eitt tromp eftir úti áður en hann spilar laufinu getur vörnin tekið stunguna. Þetta er ekki einfóld vörn, en það mælir gegn spaðan- um að ekki er vist að það dugi vörninni í fjóra slagi að makker eigi spaðaásinn. Þá á sagnhafi örugglega laufás- inn, sem gerir kóng austurs verðminni og hugsanlega gagnslausan. Því er kannski betra að spila makker upp á laufásinn. Ast er... ... að klóra henni á bakinu áður en hún sofnar. TM Reg. U.S. Pat. Ofl. — all rights reserved (c) 1999 Los Angeles Times Syndicate Árnað heilla n fT ÁRA afmæli. f dag, I t) fimmtudaginn 8. júlí, verður sjötíu og fimm ára Rannveig Böðvarsson, Vesturgötu 32 Akranesi. Eiginmaður Rannveigar var Sturlaugur H. Böðvarsson, útgerðarmaður Akranesi. Hann lést árið 1976. Rann- veig tekur á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 18 í dag. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Lágafellskirkju 8. maí sl. af sr. Jóni Þorsteins- syni Þórdís Helgadóttir og Birkir Halldórsson. Heimili þeirra er í Hjallabrekku 47 í Kópavogi. Hlutavelta ÞESSAR stúlkur héldu á dögunum tombólu og færðu Rauða krossi fslands 920 kr. að gjöf af því tilefni. Stúlkurnar eru systur og heita Snæbjört Pálsdóttir 6 ára og Hugrún Pálsdóttir 2 ára, þær búa á Sauðárkróki. Á myndina vantar Silju Rut Sigurfinnsdóttur úr Garðabæ og Þórunni Ólafsdóttur, Hellulandi í Skagafirði. COSPER COSPER. ÞARNA er konan sem ég lá með á fæðingardeildinni. ALSNJÓA Eilífur snjór í augu mín út og suður og vestur skín, samur og samur út og austur; einstaklingur! vertu nú hraustur. Dauðinn er hreinn og hvítur snjór, hjartavörðurinn gengur rór og stendur sig á blæju breiðri, býr þar nú undir jörð í heiðri. Víst er þér, móðir, annt um oss; aumingja jörð með þungan kross ber sig það allt í ljósi lita, lífið og dauðann, kulda og hita. Ljóðið Alsnjúa Jónas Hall■ grímsson (1807-1845) STJÖRNUSPA ef(ir Frances Drake KRABBI Þú ert traustur vinamargur og þeir eru ófáir sem leita skjóls hjá þér. Hrútur (21. mars -19. apríl) Það væri ekki úr vegi að að skipuleggja samveru- stund meðal fjölskyldunn- ar og gefa ungum sem öldnum tækifæri til að bregða á leik saman. Naut (20. apríl - 20. maí) Það skiptir miklu að hafa jafnvægi á milli starfs síns og einkalífs því þá geturðu rækt- að hvoru tveggja og notið þess um leið. Tvíburar _ (21. maí - 20. júní) nA Þeir eru margir sem keppast um athygli þína og það reynir á þolinmæðina. Gefðu fólki þann tíma sem til þarf og sjálfum þér um leið. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það kemur upp ágreiningur milli ástvina sem þarf að leysa hið snarasta. Það gerist aðeins ef menn taka tillit til skoðana hvors annars. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú hefur unnið vel að undan- förnu og mátt vera ánægður með sjálfan þig. Taktu það ekki nærri þér þótt það fari framhjá öðrum. Meyja (23. ágúst - 22. september) ©ÍL Þú verður beðinn um að taka þátt í að leggja góðu málefni lið svo leggðu þitt af mörkum því þú færð þín laun þegar árangurinn kemur í ljós. (23. sept. - 22. október) Þú hefur mikla þörf fyrir það að hlúa að öðrum og skalt bara leyfa þér það. Leyfðu líka öðrum að umvefja þig þegar þú þarft á því að halda. Sþorðdreki (23. okt. - 21, nóvember) Þú ert eitthvað viðkvæmur og þarft umfram allt að halda sjálfsstjórn innan um aðra. Leitaðu þér aðstoðar og komdu lagi á tilfmningalíf þitt. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ntSr Þú ert í góðu jafnvægi og allt virðist vera með kyrrum kjörum í kringum þig. Njóttu þess og efldu styrk þinn fyrir átakameiri tíma. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú ert á góðri leið með að ná þvi takmarki sem þú settir þér fjárhagslega og munt ná því ef þú lærir að þekkja veikleika þinnog sigrast á honum. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) CSol Nú er kominn tími til þess að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni hvort sem er heima eða heiman. Láttu ekkert spilla því. Fiskar m( (19. febrúar - 20. mars) >♦•«• Þín sérgrein er að skipu- leggja svo þú skalt vera órag- ur við að flagga þeim hæfi- leika þínum. Gefðu þér tíma til að hitta vini og félaga. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altaris- ganga. Léttur málsverður í safnað- arheimOi eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 21. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbæna- efnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 sam- koma. Björg Pálsdóttir talar og tónlistarfólk Kefas leiðir í lofgjörð. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 helgistund í sjúkrahúsinu í setustofu á 2. hæð. Allir hjartan- lega velkomnir. Kl. 20.30. opið hús í KFUM&K húsinu fyrir unglinga. Áskirkja ÚTSALA Jakkar og stuttkápur úr leðurlíki, kr. 5.900. Regnkápur, kr. 12.900. Opið á iaugardögum frá kl.10-16. Mörkinni 6, sími 588 5518 UTSALA 1 Gæðavörur úr góðum efnum Allar stærðir Opið á laugardögum frá kl. 10-16 Laugavegi 46 Sími 561 4465^11® IHJ Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni. Skuldabréf Sparisjóðs Vestmannaeyja, 1. flokkur 1998, á Verðbréfaþing íslands. Verðbréfaþing hefur ákveðið að taka skuldabréf Sparisjóðs Vestmannaeyja, 1. flokk 1998, á skrá. Skuldabréfín eru eingreiðslubréf og vaxta- laus. Skuldin er verðtryggð og bundin vísitölu neysluverðs. Skuldin verður endurgreidd í einu lagi 1. nóvember 2003. Bréfin verða skráð föstudaginn 16. júlí nk. Skráningarlýsingu má nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Kaupþingi hf. Hjá Kaupþingi hf. er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni. KAUPÞING HF Ármúla 13A, 108 Reykjavík Sími 515-1500, fax 515-1509
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.