Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 56
^56 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
Sifjarlykill
en ekki sóley
Frá Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur:
EFTIR síðasta Matarlistarpistil,
sunnudaginn 4. júlí, barst mér
ábending frá Hafsteini Hafliðasyni.
Eg þakka honum kærlega fyrir hana
og hlý orð í minn garð.
Þannig er að í pistlinum rugla ég
saman tegundum og fjarskyldum
ættkvíslum jurta. Ruglingurinn ligg-
ur í því að ég tala um sóleyjar
^ (túnsóleyjar) og Primula veris sem
sama hlutinn en það er vitaskuld
rangt hjá mér. Sóleyjar bera ætt-
kvíslarheitið Ranunculus, eru eitr-
aðar og alls ekki ætlaðar til matar-
gerðar séu þær notaðar ferskar,
bendir Hafsteinn á, því í þeim er að
fínna heilsuspillandi alkalóíða. Hann
segir enn fremur að þeir eyðist við
þurrkun og valdi því ekki tjóni á bú-
fé sem fær sóleyjablendna töðu. Ég
bið lesendur innilega afsökunar á
þessum mistökum. Primulaættkvísl-
in er hins vegar af Lyklaætt og vil
ég mæla með Primula veris (stund-
um Primula officinalis) til matar-
gerðar. Hún er algjörlega skaðlaus
fólki og fénaði, ber íslenska heitið
. Sifjarlykill og vex hér einungis í
görðum. Haldið því sóleyjum sem
lengst frá eldamennskunni en
Sifjarlyklinum sem næst. Hér að
neðan fylgja leiðréttar uppskriftinar
úr pistlinum síðan á sunnudag.
Sifjarlykilsvín
Sifjarlykilsblóm skulu sett ofan í
flösku með víðum hálsi, svona upp
að flöskuhálsinum. Þar næst er góðu
hvítvíni hellt saman við, þar til næst-
um flæðir yfir blómin. Látið drykk-
inn síðan standa í um tvær vikur í
góðri birtu, helst í sól. Þá eru blómin
síuð frá og víninu hellt á flösku(r).
Siijarlykilssulta
Setjið 350 g af Sifjarlykilsblómum
í matvinnsluvél, ásamt 2 msk. af
sykri, og hakkið vel. Hellið 900 g af
sykri og einu glasi af vatni saman í
pott, látið suðuna koma upp og látið
blönduna verða að þykku sírópi.
Takið því næst pottinn af hellunni,
blandið hökkuðum blómunum sam-
an við, auk hnefafylli af ósnortnum
blómum. Sjóðið við vægan hita í 20
mínútur. Þegar sultan er tilbúin skal
henni hellt á krukkur meðan hún er
enn heit.
ÁLFHEIÐUR HANNA
FRIÐRIKSDÓTTIR
Listaskrif í litlu broti
Frá Jóni B. Gunnlaugssyni:
EKKI fæ ég stillt mig um að stinga
niður penna til að vekja athygli á
bók Ama Kristjánssonar píanóleik-
ara um pólska
tónskáldið Chop-
in og verk hans
sem nýlega er út
komin. Nefnist
hún „Um
Fryderyk Chop-
in, ævi hans og
einstök verk“ og
er útgefandi
hennar Stapa-
prent í Reykja-
nesbæ. Ekki er
hún mikil um sig, né ríkulega um
hana slegið, enda hefur innreið
hennar á íslenskan bókamarkað far-
ið með eindæmum hljótt. Svo er
raunar um önnur skrif Árna og þýð-
ingar hans á verkum um líf og störf
nokkurra stórmenna tónlistarsög-
unnar, s.s. þeirra Bachs, Mozarts og
Nielsens. Onefnd eru skrif hans um
ævi Beethovens og þýðingar úr
bréfum tónskáldsins sem enn bíða
síns vitjunartíma í handriti - og er
sú staðreynd fráleitt nein fjöður í
hatt íslenskra bókaútgefenda.
Er hér þó ekki í neitt kot vísað, því
öll gefa þessi rit glögga og greinar-
góða lýsingu á þeim tónskáldum og
verkum þeirra sem um er fjallað -
og ekki spilHr tungutak Árna Krist-
jánssonar fyrir, enda má með sanni
segja að tök hans á móðurmálinu séu
ekki síðri en á slaghörpunni. Stíll
hans er myndríkur, einlægur og per-
sónulegur í senn svo lesandinn hlýt-
ur að hrífast með. Og málauðgin er
slík að helst verður jafnað til tóna-
ljóðs í orðum. Þar sem hefðbundið
mál þrýtur, grípur höfundurinn til
nýyrða sem þó eru svo gegnsæ og
skýr af lesandinn þarf aldrei að
velkjast í vafa um merkingu þeirra.
Er ekki að sjá að þar haldi öldungur
á tíræðisaldri um penna.
Ég vil hvetja alla aðdáendur tón-
skáldsins Chopins - og íslenskrar
tungu og stflbragða - tfl að kynna
sér skrif völundarins Ama Krist-
jánssonar um hann - og einnig um
aðra tónjöfra liðinnar tíðar. Það er
næsta víst að þeim lestrarstundum
er ekki á glæ kastað.
JÓN B. GUNNLAUGSSON
þýðandi.
Árni
Kristjánsson
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-13
frá mánudegi til föstudags
Landssíminn í
Laugardalnum
NÚ ÞEGAR Guðrún
Ágústsdóttir er hætt í
borgarstjóm og Helgi
Hjörvar tekinn við gefst
gullið tækifæri til að leið-
rétta einu alvarlegu mistök
Guðrúnar, en það er út-
hlutun hennar á eina
óskipulagða blettinum í
Laugardal til Þórarins V.
Þórarinssonar og Jóns
Ólafssonar.
Aðsóknin að Fjölskyldu-
garðinum hefur margfald-
ast og er orðin tugþúsund-
um meiri en áætlað var.
Það þarf að stækka Fjöl-
skyldugarðinn hið allra
fyrsta. Eini stækkunar-
möguleikinn er nýúthlut-
aða Landssímalóðin. Ég
trúi ekki að Helgi Hjörvar
taki fjármagnið fram yfir
fólkið og láti hákarlana
tvo, Þórarin og Jón, taka
ánægjuna af bömunum
okkar og nýta sér í hagn-
aðarskyni. Það getur ekki
verið tilgangur R-listans.
Fólkið hlýtur að vera í fyr-
irrúmi - eða hvað?
Björgum Laugardaln-
um.
BB
Akstur í Viðey
ÉG FÓR í Viðey á sl.
sunnudag ásamt eigin-
manni og tveim börnum,
tveggja og fimm ára. I
annars ágætri ferð var þó
tvennt sem mig langar til
að nefna og tel aðfinnslu-
vert. Sérstaklega ber að
nefna aksturslag manns
sem ég held að búi á
staðnum, en hann ók
þarna á milli íbúðarhúss
og kirkju á töluverðum
hraða. Að mínum dómi var
aksturslag hans vítavert
því hann virtist ekki taka
neitt tillit til þess að hann
væri að aka þarna innan
um fólk á gangi. Enginn
átti von á bifreiðum á
miklum hraða á þessum
stað og hafði fólk orð á
því.
Þá langar mig til að
minnast á það að við fór-
um á veitingastaðinn sem
þarna er og var boðið upp
á hlaðborð. 850 krónur
kostaði fyrir manninn, og
fórrnn við eina ferð og
settum hæfilega á diskana.
Þegar við ætluðum að fá
okkur ábót var allt búið af
hlaðborðinu og ekki var
boðið upp á neitt meira.
Þetta fannst okkur því
fremur dýrt kaffi og með-
læti. Þetta skipti okkur þó
ekki eins miklu máli og
aksturslag mannsins á
staðnum.
Maríanna
Brynhildardóttir
Góð grein
MIG LANGAR að vekja
athygli á greininni List-
nautnin frjóa eftir Ellert
B. Schram, en greinin birt-
ist í Morgunblaðinu sl.
sunnudag. Ég má til með
að minnast á þetta vegna
þess að mér finnst þetta
alveg frábær grein og orð í
tíma töluð.
Lesandi
Tapað/fundið
Guðniog Unnur
ARMBAND er í óskilum,
merkt Guðni og Unnur.
Armbandið fannst 15. jan-
úar á Amtmannsstíg. Úpp-
lýsingar í síma 4822381.
Barnaskór
fannst
SVARTUR nýlegur barna-
skór fannst á Hrafns-
skagahlíð á Vestfjörðum
sl. sunnudag. Upplýsingar
í síma 456-2212.
Lesgleraugu
í óskilum
LESGLERAUGU, kven-
manns, eru í óskilum. Upp-
lýsingar í síma 5539574.
Dýrahald
Gefíns kettlingur
SVARTUR og hvítur 2ja
mánaða fresskettlingur
fæst gefins. Mjög blíður og
góður. Upplýsingar í síma
5546887 og 6968132.
Kettlingar fást gefíns
KETTLINGAR um 8
vikna gamlir fást gefins á
góð heimili. Upplýsingar í
síma 5675420.
Kettlingur tapaðist
FJÖGURRA mánaða gul-
ur fresskettlingur tapaðist
frá Garðaholti við Garða-
kirkju í Garðabæ fyrir
u.þ.b. viku. Kisi er mjög
gæfur og hefur það ein-
kenni að það var búið að
bíta hann í báða afturfætur
og sáust þau meiðsl ennþá.
Hafi einhver orðið ferða
hans var er hann vinsam-
lega beðinn að hringja í
síma 698-1542 eða 565-
0692.
NKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
STADAN kom upp í síðustu
umferð á ofursterka Siem-
ens-atskákmótinu í Frank-
furt í sumar.
Indveijinn An-
and (2.780)
hafði hvítt og
átti leik gegn
FIDE-heims-
meistaranum
Karpov
(2.710). Hvítur
á unnið tafl og
lauk skákinni
einkar snotur-
lega:
45. Dxh5! og
Karpov gaf,
því 45. - Dxhð
46. Bg7 er
Gary Kasparov, stiga-
hæsti skákmaður heims,
sigraði örugglega á mótinu
með 7!4 vinning af 12 mögu-
legum, þeir Anand og Rúss-
inn Kramnik komu næstir
með 6 vinninga, en Karpov
rak lestina með 4lA> vinning.
Úrslitin voru í samræmi við
væntingar flestra sérfræð-
inga.
mát.
HVITUR leikur og vinnur.
HOGNI HREKKVISI
„£*/'/snifrur,Jcra.kl:ar/ eghe/venð rjenchr
Hjólreiðar á þjóðvegum
Víkverji skrifar...
Frá Jóni Gröndal:
ÞAÐ er hressandi að hjóla rösklega
í ljúfri sunnanáttinni og úrkomu-
vottinum sem alloft umlykur okkur
á suðvesturhominu. Það er
hressandi og hjartastyrkjandi að
öllu nema einu leyti. Þegar minnst
' varir getum við átt von á því að
framhjá þjóti bfll alveg rétt við síð-
una á okkur svo hratt að gusturinn
sviptir okkur til og frá. Á slíkri
stundu hættir hjartað að slá um
tíma og við íorum að hugsa um
nauðsyn þess að leggja hjólreiða-
stíga til þess að það sé hægt að ferð-
ast á hjólinu og njóta útiveru og
hressandi hreyfingar í friði.
Akið varlega
Að sumu leyti eru þessar hug-
renningar eðlilegar og vissulega
væri best að geta aðskilið mismun-
andi umferð með því að leggja sér
bflvegi, reiðvegi og hjólabrautir. En
á meðan það er ekki komið í fram-
kvæmd verðum við að búa við það að
þurfa að samnýta vegina fyrir alla
umferð. Hjólreiðamenn þurfa að
gæta þess að hjóla vel úti á hægri
vegarbrún og hleypa hraðfleygari
% umferð framhjá. Hjólreiðamenn eru
viðkvæmir og lítt varðir ef þeir
lenda í samstuði við bfla. Þeir eru
líka mjög viðkvæmir fyrir því ef ekið
er mjög nærri þeim og ef gusturinn
af bflunum nær taki á þeim, þá geta
þeir misst jafnvægið og dottið jafn-
vel þótt bfllinn hafi ekki snert þá.
Það er því mjög mikilvægt að öku-
menn sýni hjótreiðamönnum tillits-
semi og aki framhjá þeim með það í
huga að valda sem allra minnstum
óþægindum. Það geta þeir gert með
því að draga úr ferð og gæta þess að
fara ekki mjög nærri þeim. Öku-
menn bflanna þurfa ekki síður að
sýna tillitssemi og draga úr ferð
þegar þeir fara fram hjá hjólreiða-
mönnum og gæta þess að gefa þeim
svolítið svigrúm. Þetta á sérstaklega
við um ökumenn stórra bfla, en
gusturinn af stórum bfl sem geysist
framhjá litlum hjólreiðamanni getur
auðveldlega feykt honum um koll og
valdið meiðslum og jafnvel varan-
legu hjartastoppi. Þess vegna vil ég
biðja ökumenn og sérstaklega öku-
menn stóru bflanna að muna eftir að
draga úr hraða og gefa hjóleiða-
mönnum svigrúm þegar þið farið
framhjá, þvi „hjólreiðamenn eru líka
vegfarendur".
JÓN GRÖNDAL,
umferðaröryggisfulltrúi Suðumesja.
Iumræðuþætti í Ríkisútvarpinu
um fréttir liðinnar viku lýsti
Guðrún Ágústsdóttir, fráfarandi
forseti borgarstjórnar Reykjavík-
ur, yfir mikilli andstöðu við að
Landsvirkjun fengi að virkja jök-
ulámar fyrir norðan Vatnajökul.
Viku áður hafði Helgi Pétursson,
borgarfulltrúi R-listans, lýst sömu
afstöðu til málsins. Það er í sjálfu
sér athyglisvert að fulltrúar sveit-
arfélags sem á tæpan helming í
Landsvirkjun gefi svo afdráttar-
lausa yfirlýsingu sem gengur
þvert á stefnu fyrirtækisins. Ef
þessi afstaða á sterkan hljóm-
grunn meðal ráðamanna borgar-
innar vaknar sú spurning hvers
vegna þessa sér ekki stað í stefnu-
mörkun Landsvirkjunar. Liggur
ekkert á bak við þessar yfirlýsing-
ar? Eru þessi sjónarmið borgar-
fulltrúanna ekki jafnhávær þegar
þeir eru að fjalla um stefnu Lands-
virkjunar innan borgarkerfisins og
þegar þeir eru að ræða um fyrir-
tækið á opinberum vettvangi? Það
hlýtur að skipta einhverju máli ef
fuUtrúar Reykjavíkurborgar og
fulltrúar stjórnarandstöðunnar í
stjóm Landsvirkjunar taka hönd-
um saman og leggjast gegn virkj-
anaáformum. Ekkert hefur hins
vegar komið fram um annað en að
full eining ríki innan stjórnar
Landsvirkjunar um markaða
stefnu.
xxx
Ein sterkustu rök þeirra sem
barist hafa fyrir því að Fljóts-
dalsvirkjun fari í umhverfismat
era að viðhorf í umhverfismálum
hafi breyst mikið á þeim áram frá
því ákvörðun var tekin um að und-
anskilja virkjunina lögformlegu
umhverfismati. Guðrún Ágústs-
dóttir vísaði m.a. til þessara raka í
fyrrnefndum útvarpsþætti. Það
var þvi merkilegt að heyra hana
rökstyðja nauðsyn þess að byggt
verði bíóhús og skrifstofuhús í
Laugardal. Rökin voru fyrst og
fremst þau að þarna hefði fyrir
mörgum árum verið búið að skipu-
leggja byggingarlóð. Það virtist
ekki hvarfla að henni að í þessu
efni eins og sumum öðram hefði
orðið viðhorfsbreyting í umhverf-
ismálum.
XXX
að virðist annars oft vera
þannig að íbúar á höfuðborgar-
svæðinu, sem berjast hvað harðast
fyrir verndun hálendisins, gleyma
þeim umhverfisspjöUum sem þeir
sjálfir era að vinna á SV-horni
landsins. Það er t.d. makalaust að
ekki skuli hafa risið upp hreyfing
til að mótmæla því hvernig búið er
að fara með Kapelluhraun. Það er
eins og allir telji sjálfsagt að þetta
fallega hraun sé notað sem sorp-
haugur og sem eins konar æfinga-
svæði fyrir ýtustjóra. Álverið við
Straumsvík er hreint augnayndi
samanborið við þá sjón sem blasir
við hinum megin við Keflavíkur-
veginn þar sem sjá má mikið rusl
og ófrágengin hús og lóðir.