Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 &
■ Kristjana Elías-
| dóttir fæddist á
Neðri-Vaðli á
Barðaströnd 27.
júlí 1914. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur í Fossvogi 15.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Elín
Kristín Einarsdótt-
ir, f. á Görðum í
Önundarfirði 12.
júlí 1883, d. 9.
ágúst 1979 á Pat-
reksfirði, og Elías
Ingjaldur Bjarnason, bóndi á
Neðri-Vaðli á Barðaströnd, f. á
Siglunesi 16. ágúst 1888, d. 31.
des. 1952 í Reykjavík. Alsystk-
ini Krisljönu voru: Sigríður
Valdís, f. 16. sept. 1909, d. 2.
ágúst 1994, Sumarrós, f. 9. maí
1911, d. 19. júní 1998, Jón, f.
17. okt. 1912, d. 9. febr. 1970,
Ásnögguaugabragði
afskorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgr. Pét)
Enginn hlutur er vísari en dauð-
inn, samt kemur hann þeim nán-
ustu sífellt á óvart og mann setur
hljóðan, jafnvel þótt viðkomandi
hafí náð háum aldri. Þannig varð
mér við er Steinunn sagði mér lát
Kristjönu Elíasdóttur fóstursystur
minnar og móður sinnar. Foreldrar
Kristjönu, Elín og Elías, hófu bú-
skap á Neðri-Vaðli 1911. Þrem ár-
um síðar fæddist Kristjana. Hún
var fjórða barn þeirra og kom í
þennan heim þá sláttur og hey-
skapur stóðu sem hæst. Sólin
brosti við Jönu og sendi birtu og yl
í lágreistu bæina á Barðaströnd.
Sandurinn í sjávarmálinu var sem
gulli sleginn í kvöldsólinni og eyj-
arnar á Breiðafirði virtust fljóta á
sjónum.
Kristjana ólst upp með foreldr-
um og systkinum við öll þau störf
er sinna þurfti til sveita, naut far-
skólakennslu í einhverjum mæli.
Hún var vinnukona í Sauðeyjum,
Hergilsey og víðar, þar þurfti nú
að kunna áralagið og fórst henni
það vel, enda komin af breiðfírsk-
um sjósóknurum og Vestfirðingum.
Síðar lá leiðin suður. Hún var
vinnukona í Hafnarfirði og þar
kynntist hún Jóni Jóhannessyni
trésmíðameistara, hinum mætasta
manni, sem varð eiginmaður henn-
ar. Þau bjuggu lengi á Austurgötu
23 í Hafnarfirði, þá að Móabarði og
síðast á Hjallabraut í Hafnarfirði.
Þau eignuðust þrjú mannvænleg
börn, Pálma Birgi og Jóhannes,
sem báðir eru skipstjórar, og
Steinunni hjúkrunarfræðing.
Þegar ég kom fyrst suður var ég
til heimilis hjá Jóni og Jönu á Aust-
urgötunni og naut þar umhyggju
þeirra þann vetrartíma. Margs
er að minnast úr sveitinni
þótt aldursmunur nokkur hafi skil-
ið á milli. Ég man þó eftir hve mik-
ill dugnaðarforkur hún var við hey-
skapinn. Ég man hve hún var fund-
vís á ber í Vaðalsdal og varð best
ágengt með krækiber fyrir framan
Þverá en aðalbláber neðan við
Stórubrekku inni í hrísinu.
Eftir að hún giftist var heimilið
hennar starfsvettvangur, umsýsla
með mann og börn. Þegar börnin
voru vaxin úr grasi vann hún utan
heimilis, hjá Frosti h.f., og síðar í
Sundhöll Hafnarfjarðar.
Þau hjón voru trúhneigð og trú-
rækin og voru í Hvítasunnusöfnuð-
inum og sóttu þangað samkomur.
Jana var fríð og glæsileg kona,
höfðingleg í fasi og framkomu, vel
gefin, glöð og gamansöm í vina
hópi. Hún hafði gott lag á að segja
skemmtilega frá því er á daga
hennar hafði drifið. Hún var trygg-
lynd, vinföst og gestsrisin með af-
brigðum.
Helgi, f. 18. apríl
1917, d. 4. okt. 1978.
Hálfsystkini hennar
eru: Bjarnfríður Ein-
arsdóttir, f. 11. sept.
1903, d. 7. ágfúst
1945, Margrét Ein-
arsdóttir, f. 24. okt.
1904, d. 31.12. 1998,
Una Elíasdóttir, f.
1912, og Áslaug Elí-
asdóttir, f. 5. nóv.
1916, d. 1. sept. 1989.
Hinn 19. desember
1936 giftist Krisijana
Jóni Inga Jóhann-
essyni trésmíðameistara, f. í
Hafnarfirði 21. maí 1912, d. 28.
sept. 1995 í Hafnarfirði. Foreldr-
ar hans voru hjónin Jóhannes
Vilhelm Pétur Einarsson,
bryggjuvörður í Hafnarfirði, f.
5. des. 1870 í Hafnarfírði, d. 10.
apríl 1942 í Hafnarfirði, og
Steinunn Pálmadóttir, f. 3. mars
Ævisól hennar er nú til viðar
gengin. Ég og fjölskylda mín þökk-
um henni samfylgdina og óskum
henni guðs blessunar. Birgi, Jó-
hannesi og Steinunni, svo og böm-
um og barnabömum og öðmm að-
standendum sendum við innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hannes Vigfússon.
Að lifa þér, Jesús, mín löngun er,
að létta þeim sporið, sem þreyttur fer,
að sýna þeim veginn, sem villtan finn,
svo vermt hann sig geti við kærleik þinn.
(T.0. Chisholm)
Þegar yndislegur vinur kveður
þetta jarðlíf, verður fátt um orð hjá
manni, og líkt og brostið hafi
strengur í dýrmætu hljóðfæri og
hjarta manns grætur.
I fáum fátæklegum orðum lang-
ar mig að þakka og minnast elsku-
legrar vinkonu minnar og næsta
nágranna, Kristjönu Elíasdóttur.
Hún og eiginmaður hennar, Jón I.
Jóhannesson, vom næstfyrstu íbú-
ar hússins á Hjallabraut 33 í Hafn-
arfirði, sem þá var í byggingu, en
fyrstu íbúar þess þó að byrja að
flytja inn. Jón og Kristjana fluttu í
íbúð sína að Hjallabraut 33 hinn 15.
des. 1988.
Fljótt mynduðust traust og
gagnkvæm vinabönd milli heimila
okkar hér. Kristjana var mér kær
og göfug vinkona sem ljúft er að
minnast. Hún var glaðsinna og
traust, og í hennar orðum og gerð-
um bjó kærleikur. Sem dæmi þar
um vil ég nefna t.d. ef veikindi
vom, maður var með flensu, kom
hún með líknandi hendur sínar,
hjúkraði manni, fór aftur inn til sín,
kom til baka eftir stutta stund og
kom þá gjarnan með heitt hollustu-
te og gaf manni að drekka, og með-
lætið var fögur orð og góðar óskir
um bata - og auðvitað kom þá
heilsan fljótt aftur. Annað dæmi
langar mig að nefna um hjarta-
hlýju hennar og kærleika. Þegar
dauðinn knúði dyra á heimili mínu
kom hún til mín og sat alllengi við
hlið mína, ræddi við mig og af
tungu hennar og vöram féllu mörg
athyglisverð orð. Já, Kristjana
reyndist mér sem besta og göfug-
asta móðir. Við hana var gott að
blanda geði, og af fundi hennar fór
ég alltaf ríkari af gleði, hamingju
og andlegum auði. Hún var hinn
miskunnsami samverji. Hún átti
lifandi trú á Frelsara sinn, Jesúm
Krist, og veit ég að vel hefur verið
á móti henni tekið þegar hún kom
heim í ríki Guðs. Ég þakka henni
allt sem hún gerði fyrir mig.
Blessuð sé minning hennar.
Kæru börnin hennar, Birgir, Jó-
hannes, Steinunn og fjölskyldur
ykkar allra og kæra Guðfinna,
mágkona Kristjönu, ég votta ykkur
öllum einlæga og innilega samúð
mína. Guð varðveiti ykkur og
blessi.
MINNINGAR
1882 á Skinnastöðum, Tor-
fulækjarhr. í A-Hún, d. 4. apríl.
1946 í Hafnarfirði. Krisljana
og Jón bjuggu allan sinn bú-
skap í Hafnarfirði, síðustu árin
á Hjallabraut 33. Börn þeirra
eru: 1) Pálmi Birgir, f. í Rvk.
26. des. 1936, skipstjóri og út-
gerðarmaður, kona hans er
Margrét Arnbjörg Vilhjálms-
dóttir, f. 3. júlí 1940, og eiga
þau sjö börn. 2) Jóhannes, f. í
Hafnarfirði 8. ágúst 1941, skip-
stjóri og útgerðarmaður, kona
hans var Margrét Þorláksdótt-
ir, f. 20. des. 1940, d. 18. jan.
1990, þau áttu þijú börn.
Seinni kona Jóhannesar er
Þórunn Gísladóttir, f. 6. febr.
1941. 3) Steinunn, f. í Rvk. 27.
mars 1951, hjúkrunarfræðing-
ur, var gift Ragnari Danielsen
lækni, þau skildu og eiga þau
eitt barn. Sambýlismaður,
Gunnar S. Guðmundsson
prentsmiður, f. 6.7. 1949.
Útför Kristjönu fór fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu
frá Fíladelfíukirkjunni í
Reykjavík 23. júní.
Ó, Jesús Kristur kæri,
ég kem í dag til þín,
þér vil svo feginn fylgja,
þér fela skrefin mín,
þérgefavitundvilja
og verða aðeins þinn.
Til frelsis mér að fóm þig gafst,
þér fylgi, Drottinn minn.
(T.0. Chisholm)
María Guðnadóttir.
Óvænt kom fregnin um andlát
mágkonu minnar, Kristjönu Elías-
dóttur. Er ég skrifa þessar fáu lín-
ur, sem hinstu kveðju til elskulegr-
ar mágkonu minnar, streyma
minningarnar að margar og bjart-
ar.
Mikil glaðværð fylgdi Jönu. Hún
var sérstaklega létt í lund og bros-
ið og hláturinn vörpuðu birtu.
Eg þakka Guði fyrir mörgu góðu
árin sem ég fékk að njóta tryggðar
og gestrisni á heimili Jóns bróður
míns og konu hans, Jönu. Ég veit
að mikill tómleiki mun gera vart
við sig þegar Jana er ekki lengur á
meðal okkar.
Jana var frábær húsmóðir og
mér er minnisstætt hve gott var að
koma heim í sumarleyfi og njóta
vináttu og góðmennsku á heimili
bróður míns og Jönu.
Jana hafði mikið yndi af að ferð-
ast. Það var ánægjulegt að fá að
taka á móti henni á heimili mínu í
Noregi. Mér er minnisstæð síð-
asta ferðin hennar er hún kom í
fyrravor. Erindi hennar var að
vera viðstödd fermingu barna-
barns síns. Ég fékk að njóta góðs
af að hún dvaldi hjá mér í stuttan
tíma. Þær stundir sem við áttum
saman í þessari síðustu ferð henn-
ar til Noregs eru eftirminnilegar.
Sama glaðlynda, góða og þakkláta
Jana.
Síðustu árin eftir að Jana varð
ekkja og heilsan ekki alltaf jafn
góð, þá var það yndislegt að upplifa
hversu bjargföst Jana var í trúar-
lífi sínu. Hún gaf sterkan vitnis-
burð um trá sína á Jesúm Krist
sem frelsara og einkavin í hverri
þraut. Gaf það henni sálarstyrk og
gleði.
Við nánustu ættingjar Jönu urð-
um á sérstakan hátt vitni að sann-
leiksgildi ritningarinnar sem sann-
aðist í lífi hennar. Orðið segir:
„Þeir sem treysta Drottni fá nýjan
kraft.“ (Jes.)
Með þessum fáu línum þakka ég
minni kæra mágkonu Jönu fyrir
allar góðu samverustundirnar sem
við áttum.
Missir ættingja og vina Jönu er
mikill, en þó er hann mestur fyrir
börnin hennar þrjú sem hún veitti
mikla ástúð og umhyggju. Megi al-
góður Guð styrkja þau og blessa á
komandi tímum.
Blessuð sé minning þín, elsku
mágkona. Hafðu þökk fyrir allt.
Guðfinna Jóhannesdóttir.
KRISTJANA
ELÍASDÓTTIR
LOUISA GUÐRÚN
SNORRADÓTTIR »
+ Louisa Guðnín
Snorradóttir
var fædd í Skörðum
í Suður-Þingeyjar-
sýslu 7. júní 1911.
Hún lést 11. júní
síðastliðinn. For-
eldrar Louisu voru
Jóhanna Þórðar-
dóttir f. 16.8. 1884,
d. 18.10. 1975, og
Snorri Kristjánsson,
f. 25.9. 1889, d. 6.2.
1966. Böm þeirra
era: Kristján, Lou-
isa og Hilmar.
Fyrri eiginmaður Louisu var
Benedikt Þorsteinsson, f. 7.10.
1903, d. 4.2.1973 og
áttu þau einn son,
Viðar Benedikts-
son, f. 13.11. 1932.
Kona hans er Anna
Bára Jóhannsdóttir,
f. 28.11. 1935. Böra
þeirra era Louisa, f.
19.10.1955 og Anna
Björg, f. 15.4. 1964.
Seinni eiginmaður
Louisu var Jósep
Flóventsson, f.,^.
19.11. 1914, d. 11.5.
1978.
Útför Louisu fór
fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Elsku amma mín, nú ert þú
komin á þann stað sem þú óskaðir
að vera komin á fyrir þó nokkra
síðan.
Ég veit að þú ert glöð að vera
komin á þennan nýja stað og ég
veit líka að Jósep afi hefur teldð á
móti þér opnum örmum og umvaf-
ið þig ást sinni, eins og hann var
vanur að gera hér í heimi okkar.
Ég var svo heppin að eiga þig
að, amma mín, í tæp 44 ár, og þyk-
ir það nú svolítið merkilegt að eiga
ömmu á þessum aldri, og bömin
mín rík að eiga langömmu og
barnabarnið mitt að eiga langa-
langömmu og vorum við öll montin
yfir því.
Ég man svo vel eftir þér og afa
þegar ég var fimm til sex ára göm-
ul. Þið vorað alltaf svo falleg og
glöð saman. Bæði voruð þið lág-
vaxin og þú, amma mín, svo fínleg,
með svart hár, sem alltaf var svo
vel til haft, eins og allt annað sem í
kringum þig var.
Foreldrar mínir bjuggu fyrst í
Mávahlíð 39 og þið í númer 37.
Pabbi er einkabarn þitt, og var því
mikill samgangur á milli heimil-
anna, og naut ég góðs af því, þar
sem ég var lengi eina barnabarnið
ykkar eða þangað til Anna Björg
systir mín fæddist árið 1974. Ég
hafði þau forréttindi að hafa ykkur
því svona nálægt mér á mínum
æskuáram, og þótti mér afskap-
lega gott að skjóta mér inn til þín
og fá eitthvað gott að borða, og oft
var ég búin að hlýja holuna hans
afa þegar hann kom úr vinnu á
kvöldin. Ég man svo vel eftir
mörgum jólum sem við eyddum
saman, og var alltaf gaman að
koma til ykkar afa. Ég stóð á kafi í
smákökuboxunum og þá sérstak-
lega í boxinu með anískökunum
sem fengu fallegasta boxið til að
búa í.
Þegar ég eltist fannst mér alltaf
jafngott að koma til ykkar og eftir
að þið fluttust á Laugarnesveginn
átti ég mitt sérherbergi með
saumavélinni þinni. Þú varst mjög
myndarleg í höndum, saumaðir öll
þín fót og mörg krosssaumssporin
varst þú búin að sauma og telja út.
Þegar þið afí eltust þá fluttuð
þið í Sporðagrann, í litla og sæta
íbúð, sem fór ykkur vel, og kölluð-
um við því ykkur „litlu hjónin í
litlu íbúðinni.“ Þið voruð búin að
ferðast mikið, bæði hér innanlanffi
og erlendis og gera mikið saman,
enda vorað þið samrýnd hjón og
bar afi þig á höndum sér alla tíð og
varst þú alltaf hans stolt. Það var
því mikið áfall fyrir þig, amma
mín, þegar þú misstir afa árið
1978. Þú misstir mikið þá, og var
það þér mjög erfitt. En þú reyndir
að láta þér líða vel í litlu íbúðinni
þinni. Þú varst mjög hógvær kona
og vildir ekki láta hafa mikið fyrir
þér, enda varstu sjálfri þér nóg^
með þína handavinnu, þangað til
sjónin fór að gefa sig, en þá fékkst
þú áhuga á að hlusta á spólur, og
stytti það þér stundir undir það
síðasta.
Elsku amma mín, ég kveð þig og
þakka þér fyrir góðar minningar.
Louisa Viðarsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengL-
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðufl*
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blómabuði
m
C\av£ sk«
,om
v/ Possvo0skipU.jugcu*ð
Sími: 554 0500
LEGSTEINAR
í rúmgóðum sýningarsölum okkar
eigum við ávallt fyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða úr
íslenskum og erlendum steintegundum
Verið velkomin til okkar eða
hafið samband og fáið myndalist;
Íi S.HELGASON Hl
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 841