Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fallegft frí- merkjablað Fi-fmerkl Málgagn frfmerkja- safnara og íslands- pósts hf. FYRIR nokkrum mánuðum frétt- ist það, að samkomulag hefði orð- ið milli íslandspósts hf. og Lands- sambands íslenzkra frímerkja- safnara um sameiginlega útgáfu sérstaks málgagns fyrir frí- merkjasafnara. Nú hefur þetta málgagn séð dagsins ljós. Er því sjálfsagt að fara nokkrum orðum um það og vekja um leið athygli áhugamanna um frímerki á því og efni þess. Eg vil þá fyrst óska aðstand- endum þess til hamingju með óvenju glæsilegt blað og að mín- um dómi vel hannað og prentað. Er vissulega ánægjulegt að hafa orðið vitni að því, að frímerkja- safnarar hafí loks eftir allt of langt hlé á tímaritsútgáfu sinni fengið í hendur jafn eigulegt blað. Verður í þessum þætti og hinum næsta fjallað um blaðið og efni þess. Engin hætta er á því, að blað þetta fari fram hjá söfnurum, bæði hér heima og erlendis, þar sem Pósturinn hefur tekið að sér alla útgerð þess og eins dreifingu til áskrifenda sinna að íslenzkum frímerkjum. Þannig berst blaðið út um allar álfur. Um leið er vandinn líka mikill að gera það sem bezt úr garði, jafnt yzt sem innst. Það heyrir til allri umsögn um blöð og bækur að segja á þeim bæði kost og löst. Þess vegna hlýt ég að taka tillit til hvors tveggja í því, sem ég segi um hið nýja blað. Fyrst vil ég minnast á heiti blaðsins. Eg neita því ekki, að mér finnst það fremur fátæklegt og lýsa ekki mikilli hugmyndaauðgi þeirra, sem að því standa. Nafn- orðið frímerkjablað er að sjálf- sögðu svokallað samnafn, en ekki sérheiti. Þess vegna hefði ég kosið eitthvert snjallt sémafn á ritið. Ég man það vel, þegar LÍF hóf útgáfu sérstaks blaðs 1976, að menn leituðu að sjálfsögðu eftir slíku nafni. Einhverjum hug- myndaríkum datt þá í hug nafnið Grúsk, og á það féllust allir sam- stundis. Undir það heiti mátti sem sé setja ýmislegt annað en frímerkjasöfnun. Menn grúska í svo mörgu, eins og alkunna er. Sumir safna frímerkjum og stimplum, aðrir mynt, þriðju kortum, svo að eitthvað sé nefnt. Öll þessi söfnun og margt fleira gat rúmazt undir einum hatti, Grúskinu. Þetta er ekki eins auð- velt með því að tengja heiti blaðs- ins beint við frímerki, enda má vera, að sú stefna hafi verið þegar tekin upp, að einskorða blaðið við frímerkjasöfnun og önnur þau söfnunarsvið, sem henni eru ná- tengd. Það er vissulega sjónar- mið, en aðra söfnun hefði að mín- um dómi einnig mátt hafa í huga að einhverju leyti. Þetta breytir því ekki, að ég hefði kosið eitthvert snjallara heiti á blaðið en kalla það blátt áfram Frímerkjablaðið. En þetta er svo sem ekki nýtt í blaðaheim- inum eða án samanburðar við virðuleg blöð. Er nærtækast að minna á blaðið, sem þessi þáttur birtist í, Morgunblaðið. Hönnun haussins, FRÍMERKJAblaðið, bætir nokkuð úr og er einkar smekkleg. Þegar ég hafði flett blaðinu og kynnt mér lauslega efni þess, skynjaði ég þann vanda, sem rit- nefndin hlýtur fljótlega að standa frammi fyrir, þ.e. að halda uppi sams konar staðli og þetta fyrsta eintak býður okkur upp á. Hér eru þrjár fræðilegar greinar, sem verulegur fengur er í fyrir frí- merkjasögu okkar. Skilst mér, að þær hafa raunar alllengi beðið þess að koma fyrir augu safnara. Trúlega verður þess vegna ekki auðhlaupið að því fyrir ritstjóm- ina að fá jafngóðar og áhugaverð- - - - B FORSÍÐA hins nýja blaðs frímerkjasafnara. ar greinar í næstu blöð. En vissu- lega er af mörgu að taka, þegar vel er leitað, svo að óþarfi er að örvænta strax í upphafi. Hins veg- ar þekki ég það sjálfur af eigin reynslu, að menn vilja fá í hend- urnar svipað rit og við höfum nú fengið, en svo kemur annað hljóð í strokkinn, þegar þeir hinir sömu eru beðnir um að skrifa eitthvað um frímerki - því miður. Ritstjóri Frímerkjablaðsins er Svanur Valgeirsson og er þar í ritnefnd með tveimur öðrum full- trúum íslandspósts hf., þeim Eðvarði T. Jónssyni og Gylfa Gunnarssyni, sem er ábyrgðar- maður blaðsins. Af þessu eru ljóst, að Pósturinn ber alla ábyrgð á blaðinu og útgerð þess, enda eðlilegt, þar sem hann kost- ar útgáfuna að öllu leyti. Af hálfu LÍF sitja í ritnefnd Hálfdan Helgason, Sveinn Ingi Sveinsson og Þór Þorsteins. Enda þótt það sé ekki tekið beinlínis fram, má ljóst vera, að hlutverk þeirra þriggja verður það að safna sem mestu efni í blaðið. Er slíkt vita- skuld eðlileg verkaskipting, enda hafa þeir þá þekkingu, sem til þarf á vegum frímerkjasafnara, að öðrum alveg ólöstuðum. Ritstjórinn fylgir blaðinu úr hlaði með forystugrein eða leið- ara, eins og þeir kalla hana, undir heitinu: Eflum áhuga safnai’a. Hann minnist þar á fyrri tilraunir til þess að gefa út frímerkjablöð og að sú saga hafi „því miður ekki alltaf verið átakalaus". Satt er það og rétt hjá honum. Hann lætur svo í ljós þá frómu ósk, „að allir áhugamenn um frímerki muni ljá okkur lið til þess að búa til gott blað“. Vonandi verður það svo, enda hefur LÍF fengið hér slíkan bakhjarl, að óþarft virðist að ör- vænta um fjárhag blaðsins og eins útbreiðslu þess. Það mun m.a. berast til allra fastra áskrifenda Frímerkjasölunnar, en þeir skipta þúsundum hér heima og þó eink- um erlendis. Stefnuskrá Póstsins og þessa nýja málgagns er einnig fögur, hvemig svo sem gengur að efna hana í ljósi aðgerða hans í frímerkjamálum á liðnum mánuð- um og væntanlega á næstu árum. Eftirfarandi ummæli ritstjórans orka því miður á mig eins og öfug- mælavísa, þegar hann skrifar m.a. svo: „Tilgangur þess [þ.e. blaðs- ins] er að efla almennan áhuga á frímerkjasöfnun og bæta úr miðl- un upplýsinga til þeirra sem safna frímerkjum. Blaðinu er ætlað að efla áhuga og þekldngu þeirra sem stunda frímerkjasöfnun; að vekja áhuga bama, unglinga og annarra markhópa á söfnun al- mennt“ [Leturbr. hér]. Þetta eru falleg orð, en á sama tíma eru yf- irboðarar Póstsins að taka öll þau frímerki, sem Pósturinn sjálfur ætti að láta á sendingar frá sér á venjulegan póst til almennings og glatt gætu þlessuð bömin og auk- ið áhuga þeirra á frímerkjum, kerfisbundið frá þeim með gúmmístimplunum. Þetta má kalla að gefa þeim steina fyi-ir brauð. Hér verður umfjöllun minni um Frímerkjablaðið að ljúka, en hún heldur áfram í næsta þætti. Jón Aðalsteinn Jónsson FRÉTTIR Skógar- ganga í Höfðaskóg í Hafnarfirði SJÖTTA skógarganga sumarsins, í röð gangna á vegum skógræktarfé- laganna, í fræðslusamstarfi þeirra við Búnaðarbanka íslands, verður í kvöld, fimmtudaginn 8. júlí kl. 20:30, í Höfðaskógi í Hafnarfirði. I þessari sjöttu skógargöngu sumarsins, sem er í umsjón Skóg- ræktarfélags Hafnarfjarðar, verður lagt af stað frá Gróðrarstöð félags- ins við Kaldárselsveg. Gengið verð- ur um trjásýnilundinn í Höfðaskógi, þar sem getur að líta fjölmargar tegundir trjáa og runna. Genginn verður hringur um Hvaleyrarvatn, komið í Systkinalund og síðar í Ólafslund. Um leiðsögn sjá starfs- menn Skógræktarfélags Hafnar- fjarðar. Að göngu lokinni verður boðið upp á veitingar við Höfða, hús Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Þær eru í boði Fjarðarkaupa og skógræktarfélagsins. Boðið er upp á rútuferð á 500 kr. sem hefst kl. 20 frá húsi Ferðafé- lags Islands, Mörkinni 6. --------------- Ættarmót á Húnavöllum ÆTTARMÓT afkomenda Ingi- mundar Sveinssonar, f. 1842 d. 1929, hómópata, yfirsetumanns og bóndi að Tungubakka Laxárdal, fremri Húnavatnssýslu, og konu hans, Júlíönu Ingibjargar Ólafs- dóttur, f. 1837 d. 1916, húsfreyju að Tungubakka Laxárdal, fremri Húnavatnssýslu, verður haldið helgina 9.-11. júlí á Húnavöllum í Húnavatnssýslu. Börn þeirra voru: Sveinn, Svein- bjöm, Guðrún, Guðbjörg, Ingibjörg og Halldóra. Laugardaginn 10. júlí verður sjálft ættarmótið haldið með fjöl- skylduleikjum o.þ.h. og matarveislu um kvöldið. TILKYNNINGAR 11 i iddd nn UHHö U tJ í BÍLAR r Olafsvíkurvegur og Útnesvegur á Snæfellsnesi Bjarnarfoss að Egilsskarði Mat á umhverfisáhrifum — frumathugun Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningarfrá 7. júlítil 11. ágúst 1999 á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar á Hellissandi, sýsluskrifstofunni í Ólafsvík og á Hótel Búðum. Ennfremur í Þjóð- arbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 11. ágúst 1999 til Skipulagsstofnunar, Lauga- vegi 166,150 Reykjavík. Þarfást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- TÓhrifum, nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifslofu embættisins að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi þriðjudaginn 13. júlí 1999 kl. 11.00 á eftirfarandi eignum: Bankastræti 14, eignarhl. gerðarþola, þingl. eig. Signý Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Kreditkort hf. Flúðabakki 1,0106, Blönduósi, þingl. eig. Kristín Halldórsdóttir og Gestur Pálsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Flúðabakki 3,0108, Blönduósi, þingl. eig. Jökull Sigtryggsson og Valgerður Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verka- manna. Garðavegur 28, eignarhl. gerðarþola, Hvammstanga, þingl. eig. Aðal- steinn Tryggvason, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi. Hafrún, HU 12, þingl. eig. Vík sf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Hlíðarbraut 14, Blönduósi, þingl. eig. Þorsteinn Högnason og Helga Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Norðurlands. Kaldakinn 1, Torfalækjarhreppi, þingl. eig. Finnur Karl Björnsson, gerðarbeiðandi Islandsbanki hf. Litla-Hlíð, Húnaþingi vestra, þingl eig. Jóhann Hermann Sigurðsson, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins. Snæringsstaðir, 2/3 hluti, Svínavatnshreppi, þingl. eig. Benedikt Steingrímsson, gerðarbeiðandi Búnaðarsamband Austurlands. Túnbraut 7, efri hæð, Skagaströnd, þingl. eig. Sigrún Benediktsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður verkalf. Norðurl. vestra. Sýslumadurinn á Blönduósi, 7. júlí 1999, Kjartan Þorkelsson. Peugeot 406 2.01 Til sölu Peugeot '97; 135 hö.; beinskiptur; grænn; ekinn 41.000 km 5:893-1195 Verð: 1.420.000 FÉLAGSLÍF fonihjÁlp FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MOfíKINNI S - SlUI S68-2S33 Helgarferðir 10. —11. júlí Brottför laugard. kl. 8.00. A. Þórsmörk — Langidalur. B. Yfir Fimmvörduháls. Gist f Skagfjörðsskála. Miðar á skrifst. Laugardagur 10. júlí kl. 9.00. A. Elliðahamar — Furudalur, gönguferð. B. Staðarsveit, skeljasands- fjörur (Básendaflóðið 200 ára). Verð 3.500 kr. Sjá ferðir á textavarpi bls. 619 og heimasíðu, www.fi.is. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Fjölbreyttur söngur. Samhjálp- arkórinn tekur lagið. Ræðu- menn: Björg Lárusdóttir og Þórir Haraldsson. Kaffi að lok- inni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Kl. 20.00. Samkoma. Björg Páls- dóttir talar og tónlistarfólk Kefas leiðir í lofgjörð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.