Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 5
auglýsing
Fréttir
SÁÁ - Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann - Ármúla 18-108 Reykjavík - Sími: S81 2399 - Fax: 568 1552 - www.saa.is - 4. tbl. júlí 1999 - Ábm.: Theódór S. Halldórsson
Ríkisstjórnin leqqur til aðqerðir í vímuvarnarmálum:
SÁÁ fagnar átaki stjórnarinnar
Þórarinn Tyrfingsson, formaöur SÁA, hitti Davíð Oddsson forsætisráðherra i stjórnarráðinu. Þar afhenti Þórarinn Davíð bréf stjórnar samtakanna
þar sem lýst er yfir stuðningi við stefnu rlkisstjórnarinnar i vímuvarnarmálum. Bréfið má lesa i heild sinni á vefsetri SÁÁ; www.saa.is
Framkvæmdastjórn SÁÁ fagnar áherslu
núverandi ríkisstjórnar á aðgerðir til
vímuefnavarna sem koma fram í
stjórnarsáttmála frá 28. maí sl. Þórarinn
Tyrfingsson, formaður samtakanna, gekk
á fund Davíðs Oddssonar forsætisráðherra
í vikunni, afhenti honum bréf frá
samtökunum og greindi honum við sama
tækifæri frá stuðningi SÁÁ við hið breiða
átak.
Samvinna lausnin
Þórarinn sagði Davíð frá því að frá upphafi
hefði SÁÁ lagt á það áherslu að áfengis-
og vímuefnafíkn sé sérstakur sjúkdómur
sem þyrfti sérstakrar meðferðar við.
Stærstur hluti af þjónustu SÁÁ er þvf
heilbrigðisþjónusta og sá hluti
stefnuyfirlýsingarinnar sem snýr að
heilbrigðismálum er því mjög
áhugaverður fyrir samtökin.
Þórarinn lýsti yfir vilja SÁÁ til að vinna
með ríkisstjórninni. Sagði hann samtökin
geta lagt ýmislegt af mörkum svo vel
mætti til takast. Sagði hann SÁÁ finna
til mikillar ábyrgðar í þeirri umræðu sem
fram fer í þjóðfélaginu og bauð fram
þátttöku samtakanna við að móta
Sumarskóli SAA
Nýtur alþjóölegrar
viöurkenningar
Á fimmta tug Islendinga og útlendinga
hefur skráð sig (sumarskóla SÁÁ.
Skólinn hefst í dag. Þetta er í fjórða
skiptið sem boðið er upp á nám af
þessu tagi en til þessa hafa margar
stéttir sem vinna með áfengis-
sjúklingum sótt skólann. Má þar nefna
lækna, hjúkrunarfólk, sálfræðinga,
presta, og stjórnmálamenn. Að þessu
sinni verður skólahaldið tvískipt. Fyrstu
tvo dagana verður það í Reykjavík en
á laugardag flyst það í Galtalæk þar
sem útihátíðin Úlfaldinn veróur haldin.
Námið er liður ( endurmenntun
áfengisráðgjafa SÁÁ. Það er metið til
eininga hjá stærstu amerísku
samtökunum á meðferðarsviðinu.
Nánari upplýsingar um skólahaldið má
finna á vefsetri SÁÁ; www.saa.is
heildstæða stefnu í vímuvarnarmálum
til að ná þeim árangri sem allir vilja stefna
að. Benti hann loks á að opinber framlög
dyggðu hvergi nærri til að fjármagna
starfsemi samtakanna. Því hefði SÁÁ á
undanförnum sex árum lagt rúman hálfan
milljarð króna af sjálfsaflafé sínu til
forvarnar- og meðferðarstarfs.
Umræða um úrræðaleysi í vímuvarnar-
málum ungmenna hefur verið áberandi
í fjölmiðlum upp á síðkastið. SÁÁ hefur
haldið sig til hlés í þeirri umræðu en
við það hefur gleymst að samtökin eru
atkvæðamest allra meðferðaraðila á
þessu sviði. Það skýtur einnig skökku
við þegar sagt er að ekkert sé gert í
þessum málum að bið eftir innritun fyrir
ungmenni 17 ára og yngri er einungis
frá tveimur dögum upp í eina til tvær
vikur. Þó má gera betur og er því ekki
úr vegi að minna á að SÁÁ mun taka I
notkun nýja deild fyrir unglinga við
Sjúkrahúsið Vog í haust.
Gæðaeftirlit lykilorðið
Á fundinum ræddi Þórarinn um mikilvægi
þess að þeir sem veiti vímuefnasjúklingum
meðferð fari að lögum um sjúkrarekstur,
lyfjaeftirlit og greiðslu lyfjakostnaðar og
að meðferðin sé undir stjórn fagmenntaðs
fólks. Ennfremur að gerð verði sú krafa til
allra þeirra sem stundi áfengis- og
Aukið aðgengi, bættur efnahagur
Faraldsfræðilegar kannanir sýna að fjöldi
ungra vfmuefnaneytenda hefur
tvöfaldast á síðustu fimm árum. Flestir
eru sammála um að aukið aðgengi að
áfengi og auknir fjármunir í umferð ráða
þar miklu. Á síðasta ári komu til dæmis
93 ungmenni, 17 ára og yngri, á
Sjúkrahúsið Vog í 122 skipti.
Gætum barnanna
Sérfræðingar eru sammála um að þeim
sem eru á þrítugsaldri og þurfa á
áfengis- og vfmuefnameðferð að halda
eigi eftir að fjölga á næstu árum. Þvf er
nauðsynlegt að bregðast við með öflugu
vímuefnameðferð að þeir hafi aðgengilegar
upplýsingar um rekstrarkostnað og tölulegar
upplýsingar um hversu margir einstaklingar
njóti þjónustunnar og hversu miklu sé eytt
á hvern einstakan sjúkling. í þvf væri fólgið
mikið gæðaeftirlit sem SÁÁ leggur áherslu
é í starfi sfnu. Bréf SÁÁ til forsætisráðherra
má lesa í heild sinni á vefsetri samtakanna;
www.saa.is.
forvarnarstarfi en SÁÁ hefur átt náið
samstarf við sveitarfélög á þvf sviði
samkvæmt sérstöku samkomulagi við
heilbrigðisráóuneytið. En betur má ef
duga skal. Hjá SÁÁ er nú tækifæri til að
sinna sérstöku verkefni sem hefur beðið
allt of lengi vegna fjárskorts. Það er að
bjóða börnum þeirra fjölmörgu sem
leita meðferðar hjá SÁÁ upp á sérstaka
greiningu og í framhaldi af þvf
viðeigandi meðferð og þjónustu. Þessi
fjölmörgu börn vímuefnaneytenda eru
f sérstakri áhættu og slík forvarnarvinna
með þeim væri miklu markvissari og
skilaði mun betri árangri en flest það
sem nú er gert í forvörnum.
Ánetjast fyrr
Vfðtækt net trúnaðar-
manna starfar á vegum
SÁÁ úti um allt land.
Einn af þeim er Pétur
Sigurðsson, forseti
Alþýðusambands Vest-
fjarða. Hann segir
augljóst að aukin
áfengisneysla í yngri aldurshópum hafi
haft vandamál f för með sér. „Hér á
árum áður byrjaði fólk mun sfðar að
neyta áfengis og var kannski ekki orðið
háð því fyrr en á þrítugs- eða
fertugsaldri. Núna byrjar fólk mun yngra,
þannig að ég held að fleiri ánetjist og
það fyrr á ævinni. Þetta þýðir að vandinn
er stærri, þrátt fyrir að SÁÁ og aðrir hafi
unnið árangursríkt starf á undanförnum
árum."
Öflugt umhverfisstarf SÁÁ:
Bjarni Finnsson, formaður stjórnar Umhverfissjóðs
verslunarinnar, afhendir Sigurði Gunnsteinssyni,
dagskrárstjóra á meðferðarheimilinu Vik, styrk
til áframhaldandi skógræktar.
Hálf milljón úr
Umhverfissjóði
SÁÁ hefur frá upphafi verið umhugað
um umhverfið og staðið að uppgræðslu
og skógrækt í landi Víkur og Staðarfells.
Umhverfissjóður verslunarinnar hefur
á undanförnum árum stutt myndarlega
við bakið á samtökunum við þetta starf
með fjárstyrkjum. Síðasta föstudag var
úthlutað úr sjóðnum í fjórða sinn og
fékk SÁÁ hálfa milljón króna í styrk
til áframhaldandi skógræktar.
Göngudeiidarþjónusta
5ÁÁ býður upp á fræðslu
fyrir almenning
Upplýsingar um
meóferðarúrræði, fundi
og ráðgjöf er að finna á
vefsetri SÁÁ www.saa.is
eða í síma 581 2399
SÁÁ atkvæðamest í meðferðarmálum unqmenna:
Aðeins nokkurra daga
bið eftir meðferðarplássi
Pétur Sigur&sson
Úlfaldinn 99 - útihátíð með fiölda skemmtikrafta:
Fjörið er í Galtalækjarskógi um helgina
Eins og sex undanfarin ár stendur SÁÁ
fyrir fjölskylduskemmtun í Galtalækjar-
skógi um næstu helgi. Hátíðin, sem
kallast Úlfaldinn 99, verður sett annað
kvöld og dagskráin hefst með
stórdansleik, þar sem Stjórnin leikur fyrir
dansi. Undirbúningur og skipulagning
hátíðarinnar hefur verið I höndum Hjalta
Þórs Björnssonar, dagskrárstjóra á Vogi,
en alls taka um 40 manns þátt f
framkvæmd Úlfaldans. Hjalti segir að
aðsóknin hafi aukist með hverju árinu.
„I fyrra komu rúmlega þúsund
manns í Galtalækjarskóg og
skemmtu sér konunglega. Við sjáum
sama fólkið ár eftir ár og það er ekki
óalgengt að sjá fjölskyldur, vini og
vandamenn, sem koma frá öllum
landshornum, þannig að úr verður
lítið ættarmót á hátfðinni."
Örugg skemmtun fyrir unglinga
Að sögn Hjalta er stærstur hluti
gestanna fólk sem tengist á einhvern
Rúmlega þúsund börn, ungllngar og fullorönir komu á
Úlfaldann f Galtarlækjarskógi f fyrra og skemmtu sér
konunglega.
hátt starfsemi SÁÁ. Hann segir hins
vegar að hátíðin sé opin öllum sem
vilji skemmta sér á heilbrigðan hátt
án vfmuefna. „Unglingar hafa í
auknum mæli komið á Úlfaldann
vegna þess að þeir vilja sækja
útihátfð þar sem áfengi er ekki haft
um hönd."
Fjölbreytt dagskrá
Dagskrá Úlfaldans er byggð upp
með það fyrir augum að þar finni
allir eitthvað við sitt hæfi. Systkinin KK
og Ellen Kristjánsdóttir munu halda
tónleika, leikkonan vinsæla Helga Braga
Jónsdóttir verður með skemmtun,
Magnús Scheving kemur öllum í gott
skap, listmálarinn Tolli verður með
listasmiðju fyrir unga fólkið og börnum
gefst kostur á hestaferðum. „Við bjóðum
alla velkomna í Galtalækjarskóg og
vonumst auðvitað til að sjá sem flesta
velunnara SÁÁ um helgina," segir Hjalti
Þór Björnsson.