Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 8. JIJLÍ 1999 UR VERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Rússar hafa ekki staðfest „Smugusamninginn*4 Fjölmörg íslensk skip vilja hefja veiðarnar RÚSSNESK stjómvöld hafa enn ekki undirritað samning Islands, Noregs og Rússlands um veiðar í Barentshafl, hinn svokallaða „Smugusamning“. Alþingi Islend- inga og norska stórþingið hafa þeg- ar staðfest samninginn og er því beðið eftir staðfestingu Rússa svo að veiðar geti hafist. Formaður LÍÚ segir óþolandi hve lengi stað- festingin hefur dregist, enda bíði fjölmörg íslensk skip eftir því að komast á veiðar samkvæmt samn- ingnum. Samkvæmt samningnum mega Is- lendingar veiða 8.900 tonn af þorski í Barentshafi á þessu ári, sem skiptist til helminga milli lögsögu Noregs og Rússlands, auk 30% aukaafla. Pai- af þurfa Islendingar að kaupa 1.669 tonn af kvótanum innan rússnesku lögsögunnar á markaðsvirði. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir slæmt að ekki fáist staðfesting frá Rússum, enda séu margir íslenskir togarar tilbúnir að halda á veiðar í Barentshafi. „Það hentar íslenskum útgerðum mjög vel að halda á veiðarnar núna. Margir togarar eru langt komnir eða búnir með kvótann og því eru verkefni sem þessi vel þeg- in. Auk þess er nú að fara í hönd besti veiðitíminn á þessu svæði. Okkur er því óskiljanlegt hvers vegna það hefur dregist svona að staðfesta samninginn, sérstaklega í ljósi þess að það er liðinn mánuð- ur síðan okkur var sagt að bæði Norðmenn og Rússar væru búnir að staðfesta hann. Það er óþolandi að skrifræði komi í veg fyrir að samningurinn komi til fram- kvæmda. Við þurfum að fá úthlut- unina strax því það eru fjölmörg skip sem fá úthlutað aðeins örfáum tonnum sem ekkert vit er í að sækja. Það tekur því tíma að sam- eina heimildir og þess vegna verð- ur eitthvað að fara að gerast í þessum málum,“ segir Kristján. Gerist vonandi á næstunni Arni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra segist eiga von á því að Rúss- ar staðfesti samninginn fljótlega. „Við höfðum búist við að fá staðfest- inguna fyrr og engar skýringar fengið á því hvers vegna það hefur ekld gerst ennþá. Við erum daglega í sambandi við sendiráð okkar í Moskvu sem aftur er í tengslum við stjómkerfið vegna þessa. Okkur sagt að þetta gerist á næstunni," segir Ami. Rólegft á loðnumiðunum LOÐNUVEIÐI hefur verið dræm það sem af er sumri og skipin leitað að stóru svæði. Undanfaraa daga hefur loðnan einkum fengist um 90 mílur norðaustur af Langanesi. Astandið á loðnumiðunum er líkt því sem hefur verið síðastliðin sumur. Veiði gýs upp öðru hveiju á smá- blettum en þess á milli er lítið að ger- ast. Lítið er um stór köst og era skip- in yfirleitt nokkra daga að fylla sig. Grindvíkingur GK landaði fullfermi hjá SR mjöli hf. á Siglufirði í gær. Auk þess vora Víkingur AK og Björg Jónsdóttir ÞH á leið í land með fullfermi. Að sögn sjómanna er loðnan mun vænni í ár en í fyrra og vekur það bjartsýni um framhaldið en oft hefur loðna sem veiðst hefur á þessum tíma árs verið mögur og þótt lélegt hráefni.Frá upphafi sumarver- tíðar hafa loðnuverksmiðjur tekið á móti rúmum 44 þúsund tonnum af loðnu, þar af 38.500 tonnum af ís- lenskum skipum. Mest hefur verið landað hjá verksmiðju SR mjöls hf. á Siglufirði eða 10.406 tonnum en um 7.474 tonnum hjá Síldarvinnslunni hf. á Neskaupstað og 5.500 tonnum hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. r m I Wt- I 1 M. J AP YFIR sex þúsund manns komu saman í fyrrakvöld í bænum Uzice, um 200 km suðvestur af Belgrad, og kröfðust afsagnar Milosevics forseta. Kröfur um afsögn Milosevics æ háværari Hvatt til alls- herj arverkfalls Belgrad, Nis, Uzice, Leskovac. Reuters, AFP. STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í Serbíu láta nú með hverjum degin- um sem líður æ meira að sér kveða í baráttunni fyrir afsögn Slobodans Milosevic Júgóslavíuforseta og era fjöldamótmæli í serbneskum borg- um orðin daglegt brauð. Zoran Djindjic, leiðtogi Lýðræð- isflokksins, sem nýkominn er úr sex vikna dvöl í Svartfjallalandi, þar sem hann dvaldi í eins konar útlegð frá Serbíu vegna ótta um öryggi sitt á meðan á loftárásum Atlantshafs- bandalagsins (NATO) stóð, tjáði þúsundum manna á útifundi í bæn- um Uzice í vesturhluta Serbíu á þriðjudagskvöld, að það eina sem dygði til að bola Milosevic frá væri allsheijarverkfall og látlaus mót- mæli. „Við sjáum næstu tvo-þrjá mán- uði fyrir okkur á þessa leið: fólkið hópast út á götumar (...) Serbía verður í lamasessi vegna verkfalla almennings. Hann tekur pokann sinn,“ sagði Djindjic. I gær sagði hann að mótmælafundir gegn Milosevicstjóminni, sem hófust fyrst í síðustu viku, myndu verða kallaðir saman út um allt landið. I samtali við CNN-sjónvarpsstöð- ina sagði hann að í lok þessa mánað- ar eða í byrjun ágúst yrði serbnesk- ur almenningur orðinn reiðubúinn til að fara í allsherjarverkfall til að þvinga forsetann frá völdum. Vladan Batic, sem sér um sam- hæfingu aðgerða á vegum Breyt- ingabandalagsins, samstarfsvett- vangs hinna ýmsu hópa serbnesku stjómarandstöðunnar, samsinnti Djindjic. Róttækar aðgerðir af þessu tagi væra líklegastar til að skila árangri. „Óánægðir verkamenn og bænd- ur era svo að segja komnir í verkfall nú þegar. Þess er að vænta að þetta ástand ágerist enn frekar og endi í allsherjarverkfalli," sagði Batic. Draskovic lýsir stuðningi við mótmæli í Leskovac Einn stærsti flokkur stjórnarand- stöðunnar, Serbneska endurreisn- arhreyfingin (SPO), sem Vuc Dra- skovic hefur farið fyrir, hefur hing- að til hafnað þátttöku í Breytinga- bandalaginu, en í gær lýsti Dra- skovic yfir stuðningi við opinber mótmæli íbúa bæjarins Leskovac, sem er 170.000 manna bær um 250 km suður af Belgrad. Mótmælaöldu var hrandið af stað í Leskovac fyrr í vikunni, þegar sjónvarpstæknimaðurinn Ivan Novkovic gekk fram fyrir mynda- vélina í beinni útsendingu og hvatti til þess að helzta fulltrúa Milosevic í þessum landshluta, Zivojin Stefanovic, yrði bolað úr embætti. 20.000 manns hlýddu kalli tækni- mannsins og flykktust út á götur bæjarins, sem fram að þessu hafði verið álitinn áreiðanlegt vígi Milos- evic og flokks hans. Samkoman þró- aðist yfir í kröfugöngu gegn forset- anum, þar sem fólk hrópaði vígorð sem þessi: „Hypjaðu þig, Slobo“ og „Við viljum breytingar". Undirskriftasöfnun í Nis I borginni Nis í suðurhluta Ser- bíu hófu stjómarandstæðingar í gær - í trássi við opinbert bann - undirskriftasöfnun fyrir áskoran um afsögn Milosevics. Vora stöðvar til söfnunar undirskriftanna settar upp á tíu stöðum í borginni, þar sem borgarstjórinn er samflokksmaður Zorans Djindjic í Lýðræðisflokkn- um. „Að Milosevic verði leystur af er ekki pólitísk spuming lengur, held- ur varðar hún tilvist okkar. Nú er tími til kominn að ákveða hvort við kjósum Serbíu eða Slobodan. Við ættum að ganga alla leið,“ sagði leið- togi stúdenta við háskólann í Nis. I Novi Sad, héraðshöfuðborg Vojvodinu í norðurhluta Serbíu, krafðist borgarstjórnin, sem stjórn- arandstaðan hefur tögl og hagldir í, afsagnar Milosevic á þriðjudag og sakaði hann um „hörmulega utan- ríkis- og innanlandsmálastefnu und- anfarinn áratug“. Fréttaskýrendur benda á, að mikill munur sé á þeirri mótmæla- öldu sem nú sé komin af stað í Ser- bíu og þeim mótmælum gegn stjórninni sem 'gætti í landinu í vet- ur og áttu upptök sín í Belgrad. Mótmælin nú nærist á djúpstæðri óánægju fólks, sem hefur þurft að láta óhugnað og skort stríðstíma yf- ir sig ganga, en hefur einnig mátt þola tilfinnanlegan missi pólitískra réttinda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.