Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 44
^44 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sonur minn og faðir okkar, ARNALDURVALDEMARSSON, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 7. júlí. Jóhanna Björnsdóttir, Arnhildur Arnaldsdóttir, Óttar Arnaldsson, Gauti Arnaldsson, Daði Arnaldsson. + Eiginmaður minn, BIRGIR STEINDÓR KRISTJÁNSSON, Dynskógum11, lést þriðjudaginn 6. júlí. Sigríður Einarsdóttir. + LILJA ÞORVARÐARDÓTTIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis í Eskihlíð 33, lést sunnudaginn 4. júlí. Aðstandendur. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, JÓHANNS STEINASONAR, hæstaréttarlögmanns, Grenimel 46, Reykjavík, fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 9. júlí kl. 13.30. Marfa S. Finsen, Karl F. Jóhannsson, Bergljót Aradóttir, Steini B. Jóhannsson, Gunnar Jóhannsson, Anna G. Jóhannsdóttir, Steinunn Jóhannsdóttir, Kristrún Gunnarsdóttir Ari Karlsson, Hanna María Karlsdóttir, Davíð Ágúst Sveinsson, og barnabarnabörn. + Hjartkær bróðir okkar og mágur, ÁRNI SIGURJÓNSSON bankafulltrúi, Laugarásvegi 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstu- daginn 9. júlí kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á KFUM og Kristniboðssambandið. Þorbjörg Sigurjónsdóttir, Friðrik Vigfússon, Jóna Sigurjónsdóttir, Svanlaug Sigurjónsdóttir, Heiðar Haraldsson, Vilborg Jóhannesdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY EYSTEINSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kóþa- vogi sunnudaginn 4. júlí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. júlí kl. 15.00. % Haukur Karlsson, Marinó Bóas Karlsson, Sigfrið Elín Sigfúsdóttir, íris Karlsdóttir, Guðmundur Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. ÁSDÍS GUÐRIJN KJARTANSDÓTTIR + Ásdís Guðrún Kjartansdóttir fæddist 8. júní 1930 í Reykjavík og lést á Landsspítalanum að morgni 1. júlí síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Kjart- an Reynir Péturs- son, f. 4.1. 1907, sjó- maður og stýrimað- ur í Reykjavík, d. 1.12. 1930 er togar- inn Apríl fórst, og kona hans, Valgerð- ur Sigurgeirsdóttir, f. 18.7.1906, d. 16.8. 1984. Ásdís ólst upp frá eins árs aldri hjá föðurforeldrum sínum, Pétri Sigurðssyni, trésmiði og sjómanni, og konu hans Guð- rúnu Gróu Jónsdóttur, og föð- ursystur sinni, Friðmeyju Ósk, fyrstu árin á Vesturgötu 51 og síðan á Hávallagötu 51. Alsystk- ini Ásdísar eru Valborg Sigur- ey, f. 4.7. 1931, gift Stan Clark, f. 6.2. 1928, d. 11.5. 1998, búsett í Bandaríkjunum, og Kjartan Reynir Pétur, f. 4.7.1931, d. 9.6. 1984, var kvæntur Sjöfn Janus- dóttur (skildu) og síðar Elvu Steinsdóttur (skildu). Valgerð- ur, móðir Ásdísar, giftist 1944 Ólafi Halldórssyni, bifreiða- stjóra frá Varmá, og eignaðist með honum tvær dætur, Erlu Ólöfu, f. 24.10. 1945, gift Garð- ari Siggeirssyni, kaupmanni, og Halldóru Þorbjörgu, f. 27.5. 1951, gift Kristni Guðmunds- syni, veitingastjóra. Eftir að Ásdís lauk kvenna- skólaprófi 1948 starfaði hún fyrst á skrifstofu Ræsis hf., og síðar á skrifstofu Véladeildar SÍS við Hringbraut. Eftir að hún giftist lauk hún kennara- prófi frá KÍ 1967 og BA-prófi í dönsku og norsku frá HI 1978. Hún tók leiðsögumannspróf 1973 og vann mörg sumur sem leiðsögumaður erlendra ferða- manna. Hún var kennari við Barna- og Gagnfræðaskólann í Hveragerði 1967-1977, við Iðn- skólann á Selfossi, framhalds- deildir gagnfræðaskólanna á Selfossi og í Hveragerði og Öld- ungadeildina í Hveragerði 1977-1981 og við Fjölbrautaskóla Suðurlands, Sel- fossi, frá 1981 þar til haustið 1994, að hún sagði upp stöðu sinni vegna veik- inda. Eftir það dvaldi hún fyrst heima við, en er veikindin ágerðust lagðist hún inn á sjúkrahús og dvaldi síðustu árin á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Ásdís giftist 22. ágúst 1952 Valgarði Runólfs- syni, f. 24. apríl 1927, fyrrv. skólastjóra Barna- og Gagn- fræðaskólans í Hveragerði og framkvæmdastjóra Ferða- og upplýsingaþjónustu fyrir ferða- fólk í Hveragerði. Foreldrar hans voru Runólfur Kjartans- son, frá Holti á Síðu, V-Skaft., f. 30.11. 1889, d. 23.4. 1961, kaup- maður í Parísarbúðinni í Reykjavík, og kona hans, Lára Guðmundsdóttir frá Lómatjörn í Höfðahverfi, S-Þing., f. 31.10. 1896, d. 10.1. 1968. Börn Ásdísar og Valgarðs eru: 1) Vera Ósk, f. 3.2. 1953, frönskukennari við Fjölbrauta- skóla Suðurlands, Selfossi; gift Guðjóni Sigurðssyni, skóla- sljóra Grunnskólans í Hvera- gerði; börn þeirra a) Júlía Valva, maki: Torfi Pálsson, íþróttakennari, dóttir þeirra: Fanney Sif; b) Þórhildur Rún og c) Sigurður Gísli; 2) Kjartan Valgarð, f. 13.7. 1957, fram- kvæmdastjóri í Rvík, maki: Nína Helgadóttir, starfar hjá Rauða krossi íslands, sonur þeirra: Hallgrímur; 3) lítil dótt- ir, Lára, dó í fæðingu 1958; og 4) Bolli Runólfur, f. 18.12. 1961, framkvæmdastj. Tann- læknafélags Islands, kvæntur Hrafnhildi Hauksdóttur, mark- aðsfulltrúa hjá Toyota, börn þeirra: a) Eyja Eydal og b) Eg- ill Logi. Útför Ásdísar verður gerð í dag, fimmtudaginn 8. júlí, frá Fossvogskirkju og hefst at- höfnin kl. 15. Kallið er komið, kærkomið en sárt. I dag er til moldar borin tengdamóðir mín Ásdís Guðrún Kjartansdóttir. Minningarnar hrannast upp. Fæstar verða hér settar á blað. Ungur að árum, að afloknu há- skólaprófi, kom ég á heimili Ásdísar og Valgarðs að Reykjamörk 12 í Hveragerði. Erindið var að kanna hvort not væru fyrir mig við kennslu í Hveragerði. Skemmst frá að segja var ég ráðinn. Ekkert okk- ar óraði fyrir því þá hversu tíður gestur ég átti eftir að verða á þessu smekklega heimili sem bar Asdísi glöggt vitni. Það var oft glatt á hjalla á kennarastofunni í „gamla Gaggó“. Þegar sá gállinn var á Ás- dísi var hún hrókur alls fagnaðar enda frásagnargáfa hennar og húmor einstök. Sínum einstaka húmor hélt hún til hinstu stundar. Á kennarastofunni bar hross og kind- ur gjaman á góma og annað það er búskap tengdist og þótti Ásdísi oft nóg um og vildi hún lyfta umræð- unni á æðra plan enda var hún heimsborgari. Eftir að Ásdís varð þess áskynja að ég og Vera, augasteinn móður sinnar, vorum farin að gefa hvort öðru hýrt auga fór hún að veita mér meiri athygli en áður. Tvennt var það í mínu fari sem hún horfði gagnrýnum augum á. Ég var bóndi og þar að auki framsóknarmaður. Það var ansi stór biti að kyngja, einkum framsóknarmennskan, því í Vesturbænum gamla voru menn ekki framsóknarmenn. En hún sætti sig þó við það að lokum og virti er fram liðu stundir. En fljót- lega tók hún til sinna ráða með að hafa tilvonandi tengdason sinn ekki eins og sveitadurg til fara og fór með hann suður í fatakaup í fínustu fataverslanir í bænum. Bóndinn varð á skömmum tíma smart til fara enda var Ásdís mikil smekkmann- eskja á föt. Sjálf var hún alltaf vel klædd og glæsileg á velli. I blóma lífsins varð Ásdís að hætta kennslu við Fjölbrautaskól- ann á Selfossi vegna heilsubrests. Orð fá ekki lýst aðdáun minni á þeirri umhyggju, umönnun og ástúð sem tengdafaðir minn sýndi Ásdísi á þessum síðasta hluta æviskeiðs hennar. Það var gæfa Ásdísar að búa við bamalán. Barnabömin voru auga- steinar hennar. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Ásdísi að tengdamóður og ömmu barna minna. Mér þótti vænt um hana. Það segir allt á kveðjustund. Megi Guð geyma hana og alla henn- ar niðja um eilífð. Guðjón Sigurðsson. Amma Ásdís er horfin á vit nýrra ævintýra, til nýrra heimkynna þar sem henni líður vel og er laus við þær þjáningar sem hún hefur mátt þola hin síðustu ár. Dauðinn er ætíð óvæntur og kemur alltaf aftan að manni en í ömmu tilfelli var hann líkn í þraut. Við huggum okkur við það. Amma Ásdís var fastur punktur í lífi okkar alla tíð. Hún tók virkan þátt í uppeldi okkar, siðaði okkur til og agaði. Og hún stjanaði einnig við okkur á allan hátt. Amma var ákaf- lega hreinskilin kona allt fram á síð- ustu stundu og gat komið með meinlegar athugasemdir varðandi útlit og fleira en yfirleitt orðaði hún það þannig að maður gat ekki annað en brosað. Einhverju sinni kom önnur okkar systra, þá svarthærð, til ömmu og spurði hana hvemig henni litist á nýja útlitið. Svarið var stutt og laggott: „Ljótt.“ Nokkm síðar var búið að lýsa hárið og sú gamla var aftur spurð. Enn var svarið stutt og laggott: „Skárra." En það var fleira sem einkenndi ömmu. Hún var gjafmild kona sem tjáði gjaman tilfinningar sínar með gjöfum og hún var alltaf snyrtileg og fín til fara. Minningamar um ömmu era margar. Við munum þegar hún fór til Spánar með vasaljós í farteskinu til að skoða froskana, við munum eftir ömmu við bridsborðið í F.su., við munum eftir ömmu þegar hún var að lauma peningi í vasann hjá okkur, við munum þegar lögreglan stöðvaði hana fyrir of hægan akstur en amma notaði eingöngu fyrsta og annan gír, við munum eftir ömmu í garðvinnu klukkan sex að morgni, við munum eftir Danmerkurferð með ömmu, við munum eftir ömmu að mála sig fyrir framan spegilinn með tilheyrandi geiflum, við munum eftir ömmu að sauma, við munum eftir ömmu sofandi, við munum eftir ömmu í dragt, við munum eftir glottinu hennar ömmu og lúmskum brönduram, við munum eftir ömmu. Minningamar era dýrmætar og þær eru vel geymdar. Elsku afi, þú varst einstakur í umönnun ömmu og við dáumst að þér. Haltu í góðu minningamar. Júlía, Þórhildur Rún og Sigurður Gisli. Enn einu sinni horfum við á bak einni af bekkjarsystrum okkar, nú við fráfall Ásdísar. Hugurinn hvarfl- ar til baka tU ársins 1948 er við á björtum vordegi útskrifuðumst úr Kvennaskólanum í Reykjavík, eftir fjögurra ára skólasetu. Við blasti framtíðin björt og spennandi. Nú var komið að því að takast á við lífið og þau störf er biðu okkar. Ein úr hópnum hafði þá framtakssemi að kalla okkur saman ári eftir útskrift og var það upphafið að hálfrar aldar vináttutengslum. Fyrstu árin hittumst við á veitinga- stað en ungu stúlkurnar stofnuðu hver af annarri til hjónabands og eignuðust heimUi og „fundirnir" sem verið hafa fimm tU sex sinnum árlega, fluttust inn á heimUin. í fyrstu var hópurinn allfjölmennur og oft þröngt setinn bekkurinn, en við nutum þess að koma saman, ræða um störfin innan heimUis sem utan. Það fækkaði örlítið í hópnum, sumar settust að í útlöndum, aðrar á landsbyggðinni og enn aðrar hurfu í bili til framhaldsnáms. Ásdís lét ekki Kvennaskóla- menntunina nægja, hún settist í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi vorið 1967. Hún hóf fljótlega eftir það kennslu við grannskólann í Hveragerði, en þar var eiginmaður hennar, Valgarð, skólastjóri. Ásdís stefndi hærra og settist í Háskólann og lauk B.A. prófi þaðan í norsku og dönsku. Kenndi eftir það við ýmsa framhaldsskóla á Sel- fossi, s.s. Iðnskólann o.fl. og síðustu starfsárin við Fjölbrautaskóla Suð- urlands. Við bekkjarsysturnar undir- bjuggum 40 ára útskriftarafmæli pkkar og stefndum á utanlandsferð. I þeim undirbúningi var Ásdís aðal- hvatamaður og skipuleggjandi að ferðinni okkar til Vínarborgar. Ferð sem við minntumst ætíð með sér- stakri gleði. Lífsgangan endar ekki ætíð jafn björt og bein og við myndum óska. Sjúkdómar og afleiðing þeirra setja strik í reikninginn. Þannig fór lífið með bekkjarsystur okkar, Ásdísi. Hún þurfti að glíma við Parkisons- veild síðasta áratug ævi sinnar. Ásdís varð að hætta kennslu árið 1994 og sjúkdómurinn ágerðist hratt og varð erfíður. Ásdís kom einstaka sinnum síðustu árin á „fundi“ okkar en gat aðeins dvalið stutta stund í hvert sinn, en við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.