Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GEYSIR GJOSI ÁNÝ GEYSIR GÝS EKKI í sumar að sögn Árna Bragason- ar, forstöðumanns Náttúruverndar ríkisins, og ástæðan er sú að rannsóknum á hvernum, sem hófust vet- urinn 1997-1998, er ekki lokið. Árni segir að vegna fjár- skorts hafi ekki verið unnt að ljúka rannsóknunum. „Við erum að vona, að Orkustofnun taki þetta inn á rannsókn- aráætlun hjá sér, en það hefur því miður ekki orðið enn- þá,“ segir Árni og bætir því við að Náttúruvernd sé ekki tilbúin að veita leyfi fyrir einu né neinu í sambandi við Geysi fyrr en menn viti meira um hann. Skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins, Ingimar Sigurðsson, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um frekari rannsóknir á Geysi, til þeirra þurfi að tryggja fjármagn og spurningin sé, hvað ríkisstjórnin vilji gera í þessum málum. Pað er með ólíkindum, hvernig málefni Geysis hafa þvælzt um í kerfinu áratugum saman og ummæli embætt- ismannanna, sem hér er vísað til, benda til þess að svo verði áfram. Tilvísunin um frekari rannsóknir á hvernum halda ekki vatni því fá, ef nokkur, náttúrufyrirbrigði á landinu hafa verið rannsökuð jafn oft og jafn lengi og Geysir í Haukadal. Minna má á að ísleifur Jónsson, verk- fræðingur og sérfræðingur í jarðborunum, hefur ítrekað lagt til að borað verði til að auka vatnsrennsli inn í hver- inn. Með því sé hægt að endurvekja Geysi án nokkurra spjalla á honum eða umhverfi hans. Isleifur hefur rannsk- að Geysi áratugum saman og það var hann sem endur- vakti Strokk með borun á sínum tíma. Án Strokks væri hverasvæðið fyrst og fremst náttúruminjar. Forstöðumaður Náttúruverndar bendir á það í frétt hér í blaðinu, að Geysissvæðið „skilar þjóðarbúinu kannski einum milljarði eða hátt í það í ferðamannatekj- ur“ og „fjöldi manna kemur til Islands nánast eingöngu til að skoða þetta fyrirbæri“. Þetta er að sjálfsögðu hárrétt og það er merkilegt miðað við það að Geysir er ekki gos- hver heldur lygn pollur. Ljóst er að stóraukning verður á ferðamannastraumnum verði farið að tillögum Isleifs Jónssonar því þá gysi hverinn af sjálfsdáðum á hverjum degi. Hér eru svo miklir hagsmunir þjóðarbúsins og ferða- þjónustunnar í húfi að ríkisstjórnin má ekki láta Geysis- málið flækjast lengur um í hringekju stjórnkerfisins. Það þarf að höggva á hnútinn og leyfa Geysi að gjósa á ný. TÆKIFÆRI í MIÐ- AU STURLÖNDUM EHUD Barak, sem á þriðjudag tók við embætti forsætisráð- herra ísraels, hefur lýst því yfir að meginverkefni hans verði að koma friðarumleitunum í gang á nýjan leik. Á næstu dögum mun Barak eiga fúndi með Hosni Mubarak Egypta- landsforseta, Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna og Abdúilah Jórdaníukonungi. Einnig hefur hann gefíð í skyn að hann hafí hug á að leysa deilur Israela við Sýrlendinga eins fljótt og auðið er. Auðvitað eiga fæstir von á því að Barak muni takast að fram- kvæma kraftaverk. Deilumálin fyrir botni Miðjarðarhafs eru jafnflókin og áður. Hins vegar standa vonir til að honum muni takast að rjúfa þá sjálfheldu er samskipti ísraela og arabískra nágranna þeirra voru komin í. Hann orðaði það þannig sjálfur, er hann ávarpaði Knesset eftir að hafa svarið embættiseið sinn, að ísraelum hefði „verið veitt sögulegt tækifæri til að koma á friði“. Fyrsta verkefni Baraks verður væntanlega að hrinda ákvæðum Wye-samkomulagsins, er undirritað var í Bandaríkj- unum sl. haust, í ft-amkvæmd. Forveri hans í embætti, Benja- min Netanyahu, frestaði framgangi ákvæða Wye-samkomu- lagsins einungis nokkrum mánuðum eftir að það hafði verið undirritað. Með því að taka upp þráðinn að nýju sem fyrst gæti Barak sýnt viðsemjendum sínum að honum er alvara og hægt yrði að huga að næstu skrefum. Þar með gæfist Israelum og aröbum einnig tækifæri til að einbeita sér að öðrum brýnum vandamálum, ekki síst efna- hagslegri uppbyggingu. Reynsla Evrópu sýnir að með því að auka efnahagsleg tengsl og samskipti geta þjóðir er skömmu áður háðu blóðuga styrjöld náð saman á grundvelli sameigin- legra efnahagslegra hagsmuna. ÞÚSUNDIR UNGRA HEIÐAGÆ HORFT yfir Eyjabakka og í baksýn má sjá Eyjabakkajökull. ÍSÁRUM Á EYJA- BÖKKUM Þúsundir geldgæsa halda nú til á Eyjabökk- um norðaustan Vatnajökuls og bíða þess að verða fleygar á ný. Það tekur flugfjaðrir þeirra 3-4 vikur að vaxa, og á meðan halda þær til í stórum hópum eins og sést á meðfylgjandi myndum Ragnars Axelssonar ljósmyndara sem var á ferðinni á Eyjabökkum fyrr í vikunni. FUGLALÍFIÐ á Eyjabökk- um er ansi líflegt um þessar mundir. Á þessum tíma árs- ins safnast þúsundir ókyn- þroska heiðagæsa saman og fella flugfjaðrir sínar. Fjaðrirnar vaxa aft- ur á þremur til fjórum vikum svo gæsimar verða fleygar á ný í byrjun ágúst, að sögn Kristins Hauks Skarp- héðinssonar, líffræðings, sem segii- að hvergi annars staðar í heiminum komi saman jafn mikiil fjöldi heiða- gæsa í sárum og á Eyjabökkum. Heiðagæsimar sem fella flugfjaðrir á Eyjabökkum era 1-3 ára gamlar unggæsir sem ekki em orðnar kyn- þroska. „Þær byrja að tínast inn á Eyjabakka í lok júní og fella flug- fjaðrir í byrjun júlí. Þær missa allai' flugfjaðrir samtímis og verða ófleyg- ar, og er það kallað að vera í sárum,“ segir Kristinn. Nálægt vatni ef hætta steðjar að Kristinn segir að á meðan gæsimar séu í sárum haldi þær sig helst á jök- ullónum við jökulsporð Eyjabakka- jökuls eða við kvíslir Jökulsár þar sem hún kemur upp í Eyjabakkajökli. Þær séu einnig á tjömum á Eyja- bökkum, svo þær eigi í öraggt skjól að venda ef hætta steðjar að. Þær era venjulega í stórum hópum, hundruð- um eða jafnvel þúsundum saman, segir Kristinn, en í stærstu hópunum geta verið milli 3-4.000 gæsir. Undanfarin ár hafa verið 9-10.000 heiðagæsir á Eyjabökkum en flestar urðu þær 13.000 í kringum árið 1991. Kristinn segir að gæsimar dreifist út af Eyjabökkum þegar þær verði fleygar í byrjun ágúst, svo stærð hópanna sem þær era í era í hámarki núna. „Gæsirnar þjappa sér saman á Eyjabökkum við fjaðrafellingu, og eru þeir langstærsti fjaðrafellistaður í heimi, en aðiir staðir eru við Þjórsár- ver, Hvítárvatn og Guðlaugstungur norðvestan Hofsjökuls,“ segir Krist- inn. Hann segir einnig að á Norðaust- ur-Grænlandi sé stórt fellisvæði geld- gæsa en ekki sé þekkt hvað gæsirnar séu margar þar. Árið 1990 vora taldir alls 30.000 fuglar á Norðaustur- Grænlandi en sama ár voru á íslandi um 20.000 gæsir, svo fjöldinn sem fer tO Grænlands er töluverður. Fara til Englands í lok september Að sögn Kristins yfirgefur hluti geldgæsanna ísland í lok júní, skömmu áður en þær fella fjaðrir, og fljúga þá til Grænlands og fella fjaðrir þar. Áð loknum fjaðrafellitíma á Grænlandi snúa þær aftur hingað í lok ágúst og eru hér á landi fram und- ir mánaðamótin september/október þegar þær fara tO Englands þar sem þær hafa vetrarsetu. Allur gæsahóp- urinn hefur því viðkomu hér, bæði á leiðinni til og frá Grænlandi. En hvers vegna fer hópur fuglanna til Grænlands? Kristinn segir að ein helsta kenningin um það sé sú að geldfuglinn færi sig tO, tO þess að láta varpfuglinum eftir bestu svæðin. Eyjabakkar er hentugt svæði fyrir geldgæsir vegna þess að sumar á svæðinu er tiltölulega stutt, en samt sem áður er jarðvegurinn frjósamur. Svæðið kemur seint undan snjó en sumarið er þó það langt að geldgæs- irnar geta verið þar í friði. Hins vegar er svæðið óheppilegt fyrir varpfuglinn sem þarf að treysta á svæði þar sem sumarið er lengra til þess að koma ungum sínum á legg. „Með því að stór hópur geldfugla fer tO Grænlands dregur úr samkeppni mOli þeirra og varpfuglanna og hefur það verið talið lflílegasta skýringin á því af hverju geldgæsirnar fara til Grænlands," segir Kristinn að lokum. EINS og sjá má geta gæsahó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.