Morgunblaðið - 16.07.1999, Page 19

Morgunblaðið - 16.07.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 19 AKUREYRI Ráðstefna um aðlögnn samfélaga FJÖLÞJÓÐLEG ráðstefna um sögulega aðlögun samfélaga, at- vinnuhætti og umhverfisbreyting- ar við norðanvert Norður-Atlants- haf verður haldin á Akureyri um helgina. Að henni standa Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, North Atlantic Biocultural Organiza- ation (NABO) í samvinnu við Há- skólann á Akureyri. NABO eru þverfagleg samtök náttúruvísinda og félagsvísindamanna sem stunda rannsóknir sem beinast að umhverfi og menningu fólks við Norður-Atlantshaf. Að samtökun- um standa fleiri en sextíu stofnan- ir í fjórtán löndum. Fyrirlesarar á ráðstefnunni koma frá fjölmörgum háskólum og rannsóknastofnunum í Evrópu og Bandaríkjunum auk Islend- inga. Rástefnan skiptist í fjóra þætti með áherslur á fornleifa- fræði, fornmannavistfræði og lýð- fræði, gerð landfræðilegra líkana og gagnabanka og áhrif loftslags- breytinga. Ráðstefnan fer fram á ensku og verður í aðalsal Háskól- ans á Akureyri að Sólborg. í tengslum við ráðstefnuna mun Stofnun Vilhjálms Stefánssonar standa fyrir opnum fyrirlestri gistifræðimanns á vegum stofnun- arinnar á morgun, laugardaginn 17. júlí, kl. 14 í aðalsal háskólans við Sólborg. Fyrirlesari er dr. Daniel Vasey, sem er prófessor í mannfræði við Divine Word College í Iowa, Bandaríkjunum og Fulbrigth- styrkþegi (Fulbright Distinguis- hed Scholar). Hann hefur m.a. unnið að rannsóknum með gagna- grunn um lýðfræði íslendinga sem bandaríski vísindasjóðurinn og Háskóli Islands hafa kostað og byggir á gögnum Ættfræðifélags- ins í Utah. Erindið verður flutt á ensku og er titill þess: „Fire, Iee and the Trade Monopoly versus Peace and Isolation; The Demography of Early Modern Iceland." Fyrirlesturinn er öllum opinn. POLLINN' Föstudags- og laugardagskvöld Danssveitin Kos Sunnudagskvöld Kind ‘99 Djasstónleikar Id. 21.00 Óskar Guðjónsson Einar Valur Scheving Þórður Högnason Aðsendar greinar á Netinu vTg) mbl.is _ALLT/\f= e/TTH\SA£} /S/ÝTT /a^arud Ekki tefja þig í stórmarkaðnum. A Select-stöóvunum færöu grillkjötiö, kartöflurnar, grilliö, salatiö, leikföngin, veiöivörurnar og áb sjólfsögöu allt fyrir bílinn! SPORT í farangurinn fró Select Maarud skrúfur..................139 kr. Rifter Sport................... 119 kr. Pepsi 1/2 I plast....................85 kr. PikNik............................. 145 kr. Grillkol og grillvökvi..............298 kr. Feröagasgrill.................. 4690 kr. Grill í dag kl. 16-19 • Select Vesturlandsvegi • Select Suðurfelli Ö Select Alltafferskt... Fylltu skottið Upplýsingamiðstöðin Lm - þar sem íslenska er líka töluð ertu nokkuð að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.