Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Framtíð friðarumleitana á Norður-Irlandi í óvissu OSCAR Ramirez Durand, leið- togi Skínandi stígs, einnar af herskáustu uppreisnarhreyf- ingum Suður-Ameríku, var handtekinn í fi-umskógi í Perú í fyrradag. 1.500 hermenn höfðu leitað hans í skóginum með aðstoð orrustuþotna og þyrlna. Nítján ára skæruhern- aður hreyfíngarinnar hefur kostað um 30.000 manns lífið. Marklaust samkomulag? STJÓRNVÖLD í Eþíópíu og Erítreu samþykktu í fyrradag friðaráætlun Einingarsamtaka Afríku (OAU) sem miðar að því að binda enda á landamæraátök ríkjanna. Ólík- legt þykir þó að friðaráætlun- inni verði komið í framkvæmd því tæpum sólarhring síðar tóku ríldn strax að deila um hvað þau hefðu samþykkt og saka hvort annað um óheilindi. Leki olli elds- voða í ferju ELDURINN í vélarrými norsku ferjunnar Prinsesse Ragnhild í vikunni sem leið or- sakaðist að öllum líkindum af leka í eldsneytisröri, að sögn eigenda ferjunnar í gær. 1.300 manns var bjargað frá borði þegar eldurinn kom upp. Vill ekki emb- ætti Solana GERHARD Schröder, kansl- ari Þýskalands, sagði í fyrra- dag að Rudolf Scharping, varnarmálaráðherra landsins, vildi ekki taka við embætti framkvæmdastjóra NATO af Javier Solana og þýska stjórn- in vildi halda honum. Embætt- ismenn NATO höfðu lýst yfír eindregnum vilja til að Scharp- ing tæki við af Solana. Saksóknari sviptir sig lífí HUBERT Massa, belgískur saksóknari sem rannsakaði mál bamaníðingsins Marcs Dutroux, sem varð fjórum ung- um stúlkum að bana, hefur svipt sig lífi. Massa rannsakaði einnig morðið á Andre Cools, leiðtoga Sósíalistaflokksins, en sú rannsókn varð til þess upp komst um mútuþægni belgískra stjórnmálamanna. Spillingar- málið varð til þess að Willy Cla- es, fyrrverandi aðstoðarforsæt- isráðherra Belgíu, sagði af sér sem framkvæmdastjóri NATO. Stríðsglæpa- dómur þyngdur STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓL L Sameinuðu þjóðanna í Haag hafnaði í gær áfrýjun Bosníu- Serbans Dusans Tadic, sem var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir rúmum þremur árum fyrir stríðsglæpi, m.a. tvö morð, í Bosníu árið 1992. Dómstóllinn dæmdi hann einnig sekan um fimm önnur morð, sem bætt var við ákæruna í gagnáfrýjun sak- sóknaranna. Engin heimastjórn tók við á Norður-írlandi í gær, eins og stefnt hafði verið að, og ljóst er að friðarsamkomu- lagið frá því í fyrra hangir á biáþræði. Dav- íð Logi Sigurðsson segir í grein sinni að enginn viti í raun hvað næstu vikur og mánuð- ir beri í skauti sér og erfítt sé að sjá hvernig bresk og írsk stjórn- völd hyggjast knýja friðarumleitanir áfram í héraðinu. Leiðtogi Skínandi stígs hand- tekinn AP DAVID Trimble, leiðtogi Sambandsflokks Ulsters (UUP), og John Taylor, varaleiðtogi UUP, greina blaða- mönnum frá því í gær hvers vegna þeir ætluðu ekki að tilnefna fulltrúa í heimastjórn á N-írlandi. ÓHÆTT er að segja að friðarum- leitanir á Norður-Irlandi séu í al- geru uppnámi. I stað þess að í gær væri sett á laggirnar heimastjórn með aðild bæði kaþólikka og mót- mælenda varð uppi fótur og fit, sambandssinnar neituðu að til- nefna sína fulltrúa í stjórnina og í kjölfarið varpaði Seamus Mallon, varaleiðtogi flokks hófsamra kaþ- ólikka (SDLP), sprengju þegar hann sagði af sér aðstoðarforsætis- ráðherraembættinu sem hann var valinn til fyrir tæpu ári. Lét Mallon ekki þar við sitja heldur hvatti for- sætisráðheiTann David Trimble, leiðtoga Sambandsflokks Ulsters (UUP), til að gera slíkt hið sama. Heimastjórnarþingið í Belfast, sem íbúar Norður-írlands kusu fulltrúa sína á fyrir rúmu ári, kom saman fyrir hádegi í gær en þá lá reyndar fyrir að Trimble myndi ekki tilnefna fulltrúa fyrir hönd UUP í heimastjórnina. Þetta hafði orðið ljóst kvöldið áður þegar Trimble lýsti því yfir að UUP teldi sig ekki hafa fengið nægflegar tryggingar fyrir því að Irski lýð- veldisherinn (IRA) myndi byrja af- vopnun innan skamms og því væri afstaða flokksins sú sem hún hefði alltaf verið, að sambandssinnar gætu ekki sest í heimastjórn með fulltrúum Sinn Féin, stjómmála- arms IRA. Trimble og félagar mættu ekki til fundar Trimble og félagar gerðu hins vegar enn betur. Þeir mættu ekki einu sinni til þingfundarins sem hafði verið boðað til og í staðinn skýrði Trimble frá því fyrir framan höfuðstöðvar UUP að flokkurinn myndi ekki tilnefna sína fulltrúa í stjórnina. í þinghúsinu við Stor- mont-kastala stóðu því auðir 28 stólar þingflokks UUP og enginn varð til svara þegar Ald- erdice lávarður, þingfor- seti heimastjórnarþings- ins, bað UUP að tUnefna sína fulltrúa. Alderdice bað þá John Hume, leiðtoga SDLP, að tilnefna sína fulltrúa í stjórn og það gerði hann og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, fylgdi í kjölfarið og út- nefndi m.a. Martin McGuinness, sem sagður er sitja í herráði IRA, til að fara með landbúnaðarmál í stjóminni. A því augnabliki er Ian Paisley, leiðtogi Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), neitaði hins vegar að tilnefna sína fulltrúa í stjórn varð opinbert það sem allir vissu íyrir; að heimastjórnin yrði ekki sett á laggirnar - enda þarf hún að innihalda fulltrúa bæði sambandsflokkanna og kaþólikka - og að friðarsamkomulagið sem kennt er við föstudaginn langa væri rannið út í sandinn. Efnt til endurskoðunar á friðarsamkomulaginu Framtíð friðaramleitana á N-ír- landi er í raun óráðin eftir þessi tíðindi. Bresk stjórnvöld viður- kenndu að atburðir gærdagsins væra þeim áfall. Mo Mowlam N-ír- landsmálaráðherra sagði að það væri „kjánalegt" að neita því að þetta væri áfall en það væri einnig „kjánalegt" að gefa í skyn að þetta markaði endalok friðaramleitana; mikill árangur hefði náðst á undan- förnum áram og að áfram yrði haldið í leit að þeirri sátt á N-ír- landi sem íbúar héraðsins þrá. Tony Blair forsætisráðherra tók í sama streng og sagði grátlegt að leiðtogar stríðandi fylkinga skyldu ekki hafa getað byggt upp það trúnaðartraust sem á vantaði til að tryggja stoðir friðar á N-írlandi. Hann kvaðst ekki vUja kenna nein- um um hvemig fór heldur lagði hart að leiðtogum að byggja nú grunn að trausti sín á milli þannig að þoka mætti málum áfram í næstu lotu. Bresk stjórnvöld hafa nú boðað tU endurskoðunar á friðarsam- komulaginu og að þráðurinn í frið- arumleitununum verði tekinn upp í haust. í þessari endurskoðun verð- ur ekki hróflað við friðarsamkomu- laginu sjálfu heldur farið yfir hvaða ákvæði samkomulagsins hafa þeg- ar komist til fram- kvæmda og eins hin sem enn strandar á. Þetta er að mörgu leyti sú „mjúka“ lend- ing sem David Trimble hefur um langa hríð talið nauðsyn- lega, í ljósi þess að ekki hefur tek- ist að leysa deilur um afvopnun öfgahópa og myndun heimastjórn- arinnar. Kaþólikkar eru hins veg- ar allt annað en ánægðir með þessa þróun og telja að enn sé ver- ið að leyfa sambandssinnum að bei_ta neitunarvaldi á framþróun á N-írlandi í ljósi meirihlutastöðu sinnar. Reiði Gerrys Adams, leið- toga Sinn Féin, í gær er til marks um þetta, sem og afsögn Seamus Mallons. Aukinheldur benda margir á að fyrst ekki náðist saman núna séu engar líkur á að það gerist í haust. Þvert á móti sé verið að bjóða hættunni heim því öfgamenn báð- um megin víglínunnar gætu tekið þann kost að fylla upp í tómarúmið með ódæðisverkum. Mallon harðorður í garð Trimble Afsögn Mallons kom nokkuð á óvart en hann sagði í ræðu sinni að það væri skylda sín að láta af emb- ætti í ljósi þess að búið væri að hindra frekari framgang ákvæða friðarsamkomulagsins. Hann gagn- rýndi Trimble harðlega og sakaði UUP um að reyna að „mjólka" írek- ari tilslakanir úr breskum og írskum stjórnvöldum. „UUP stendur við fyrri kröfur um að afvopnun skuli fara frarn áður en heimastjóm er mynduð, skilyrði sem er hvergi að finna í friðarsamkomulaginu, skil- yrði sem er alls ekki í anda grand- vallaratriða þess,“ sagði Mallon. Mallon hvatti David Trimble til að fylgja fordæmi sínu og segja af sér, enda gæti hann ekki tekið þátt í því endurskoðunarferli sem nú hæfist sem forsætisráðherra, slíkt yrði hann að gera einungis sem leiðtogi UUP. Virtist Mallon vera að gefa í skyn að frekari tilraunir til að ná sáttum á milli kaþólskra og mótmælenda á grandvelli frið- arsamkomulagsins væru tilgangs- lausar. Paisley ánægður með atburði dagsins Ekki vora allir jafn óánægðir með atburði gærdagsins. Ian Paisley lýsti því yfir að lýðræði hefði borið sigur úr být- um og sagði að fall hins „hræðilega" friðarsamkomulags væri góð tíðindi, komið hefði verið í veg fyrir að „morðingjar“ kæmust að kjötkötlunum. Virtist sem Pa- isley hefði unnið sigur í kappleik og kannski var það ekki svo fjarri lagi, enda hefur klerkurinn alla tíð verið á móti friðarsamkomulaginu og ætíð neitað að setjast við sama borð og Sinn Féin. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, óskaði Paisley enda til hamingju á fréttamannafundi sem hann hélt. Sagði hann „nei“-mennina enn hafa borið sigur úr býtum, sambands- sinnar hefðu enn fengið að komast upp með að neita kaþólskum um jafnrétti og sanngjarnt samfélag á N-Irlandi. Adams var einnig harð- orður í garð Trimbles og sagði að Tony Blair bæri að reka hann úr embætti. Adams hét því hins vegar að starfa áfram að friðsamlegri lausn deilnanna á N-írlandi og sumir fréttaskýrenda meta stöðuna þannig að staða Sinn Féin sé að mörgu leyti sterk. Flokkurinn geti kennt sambandssinnum um hvern- ig fór, þeir hafi verið hinir óbil- gjörnu en lýðveldissinnar viljað ná árangri. Leitað leiða til að höggva á hnútinn Á hinn bóginn liggur auðvitað ljóst fyrir að David Trimble átti af- ar óhægt um vik. Fréttaskýrend- um ber saman um að Trimble hafi raunveralega viljað setja heima- stjómina á laggimar en liðsmenn UUP fylgdust vel með að leiðtog- inn gengi ekki of langt í samkomu- lagsátt við Sinn Féin. Hefði Trimble látið slag standa hefði flokkurinn sennilega verið búinn að velta leiðtoga sínum úr sessi innan nokkurra daga og þá hefði niður- staðan orðið sú sama hvort eð var. En þótt atburðir gærdagsins séu mikið áfall fyrir friðaramleitanir á N-írlandi er Ijóst að ekki er hægt að hætta leitinni að varanlegum friði í héraðinu. Vekur það nokkrar vonir að þrátt fyrir að ásakanir gengju á víxl í gær hétu allir flokkar því að starfa áfram í þágu friðar. Hvað gerist er hins veg- ar með öllu óljóst. Fer klofningshópum úr IRA að leiðast þófið; og fremji einn öfgahópanna á N- írlandi fylgja þá allir hinir í kjölfarið? Þessum spurningum er ósvarað en í gær lýsti leiðarahöfundur síð- degisblaðsins The Belfast Tel- egraph þeirri von, sem flestir geta líklega tekið undir, að reynt yrði að koma í veg fyrir að vargöld brysti á að nýju á N-írlandi á meðan leitað væri nýrra leiða til að höggva á hnútinn. Afsögn Mallons kom á óvart Fylla öfga- menn tóma- rúmið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.