Morgunblaðið - 20.07.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 20.07.1999, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nancy Ruwe fyrrum sendiherrafrú vígir minningarskjöld um eiginmann sinn við Höfða Átti stóran þátt í vali á fundarstað Reagans og Gorbatsjovs Síðdegis í gær fór fram athöfn við Höfða, þar sem Nancy Ruwe, ekkja Nicholas Ruwe fyrrum sendiherra -------------------7--- Bandaríkjanna á Is- landi, vígði skjöld til minningar um eigin- mann sinn. Nicholas Ruwe var sendiherra hér árin 1985 til 1989 og lék lykilhlutverk í að fá leiðtogafundinn 1986 til landsins. Morgunblaðið/Jim Smart NANCY Ruwe sagðist vera afar þakklát fyrir þann heiður sem eigin- manni hennar hefði verið sýndur. NICHOLAS Ruwe var einkavinur Ronalds Reagans og reyndar líka Richards Nixons. Reagan bauð hon- um sendiherrastöðu á sínum tíma og vildi hann þá helst fara til Reykjavík- ur. Þegar ákveðið var að Reagan og Gorbatsjov myndu hittast á vinnufundi haustið 1986 vó vinátta Ruwes og Reagans, auk mikillar reynslu sendiherrans, þungt í þeirri ákvörðun að halda fundinn hér á landi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arstjóri, bauð gesti velkomna við at- höfnina í gær. „Nancy Ruwe tók á móti Reagan forseta ásamt eigin- manni sínum er hann kom til leið- togafundarins. Margir íslendingar kynntust henni þá, en aðrir, þeirra á meðal ég, kynntust henni þegar hún kom hingað árið 1996 í tilefni tíu ára aftnælis fundarins,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Djúpt snortin í ræðu sinni sagðist Nancy Ruwe vera djúpt snortin af þeim heiðri sem eiginmanni sínum væri sýndur með athöfninni og skildinum. „Skjöldurinn heiðrar minningu manns sem fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George Schultz, sagði að hefði verið arkitekt undirbúnings leiðtogafund- arins í Reykjavík og hefði lagt mikið af mörkum til hans. Við vitum öll að hér, í október 1986, hittust Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov á leið- togaíúndi sem margir sagnfræðingar vilja meina að hafi átt mikinn þátt í að binda enda á kalda stríðið. Sem sendi- herra Bandaríkjanna bar eiginmaður minn ábyrgð á því að undirbúa leið- togafundinn _ ásamt fulltrúum Sovét- ríkjanna og íslands," sagði Nancy. Nancy sagði að ákveðið hefði verið að halda fundinn í Höfða eftir miklar vangaveltur, þar sem til hefði staðið að halda hann á Hótel Sögu. „Ruwe, ásamt borgarstjóranum Davíð Odds- syni, var þeirrar skoðunar að Höfði myndi ljá fundinum alvarlegra og há- tíðlegra yfirbragð en aðrir íúndar- staðir. Auðvitað höfðu þeir rétt fyrir sér,“ sagði hún. Reagan var bálreiður Að sögn Nancy er einn atburður októbermánaðar 1986 ógleymanleg- ur. „Ég man eins og gerst hafi í gær, þegar Nicholas fylgdi Reagan til sendiherrabústaðarins eftir margra klukkustunda erfíðar samningavið- ræður með Gorbatsjov. Eins og öllum er kunnugt er Reagan ljúfur og hlýr að eðlisfari, en þetta kvöld var hann bálreiður. Ég man hvað hann sagði við eiginmann minn: „Trúirðu þessu, Nick? Hér var ég, reiðubúinn til að undirrita mikilvægustu afvopnunar- samninga veraldarsögunnar. Ég var með pennann í hendinni, en Gorbat> sjov leit á mig og sagði: .Auðvitað hættirðu við geimvamaráætlunina.“ Ég sagði við hann: „Það kom aldrei til greina.“ Ég setti pennann niður, stóð upp og gekk á dyr.“„ Nancy sagði að þetta kvöld hefði markað tímamót í veraldarsögunni. „Sovétmenn höfðu lagt undir og tap- að. Með því að neita að hætta við geimvarnaráætlunina sá Ronald Reagan í gegnum ráðabrugg þeirra og stóð fast við sitt. Og það gekk upp. Málstaður friðar sigraði og seinna var komist að samkomulagi. Það sam- komulag hefur haldið og gert heiminn öruggari en áður,“ sagði Ruwe. „Ef Nicholas Ruwe væri nú á lífi þætti honum heiður af því að tengjast svo mikilvægum viðburðum í mann- kynssögunni. Nick var eftirminnileg- ur maður, sem vildi ekki draga at- hygli að eigin verkum. Hann þurfti þess ekki. Hann var ekki þeirrar skoðunar að lýðræði væri eins og íþrótt sem áhorfendur ættu að fylgj- ast með,“ sagði Nancy Ruwe. Engin tilviljun að Island varð fyrir valinu Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði að tilviljun hefði ekki ráðið stað- setningu leiðtogaíúndarins árið 1986. „Ronald Reagan valdi Reykjavík þeg- ar Gorbatsjov stakk upp á tveimur borgum. Ekki bara vegna þess að ís- land var mitt á milli Moskvu og Was- hington, heldur ekki síst vegna þess að hann vissi að á staðnum, í Reykja- vík, væri maður sem hann þekkti per- sónulega og gæti treyst fyrir að skipuleggja viðburð af þessari stærð- argráðu á aðeins 10 dögum. Það kom í ljós að traust Reagans til vinar síns, Nicks Ruwe, var á traustum grunni byggt,“ sagði Davíð. Að sögn Davíðs var þáttur Nancy FRÚ RUWE, Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir virða fyrir sér minningarskjöldinn. NICHOLAS Ruwe, lengst til hægri, fylgir Ronald Reagan Bandaríkja- forseta út úr flugvélinni við upphaf leiðtogafundarins 1986. Neðst er Þórður Einarsson siðameistari. Ruwe í íúndarhaldinu stór, ekki síður en eiginmannsins. „Við erum þakklát fyrir hennar verk, jafnt sem verk eig- inmanns hennar. Hann var alla tíð vinur íslands og kom hingað oft á 25 ára tímabili, ásamt föður sínum, til að stunda laxveiðar. Eftir lát hans hefur Nancy haldið áfram góðu sambandi við Island og alls staðar verið góður sendiherra fyrir ísland. Hún mun ávallt vera traustur vinur íslands og íslendinga,“ sagði Davíð. Þú kemst í sól 300 viðbótarsæti! Höfum fengið 300 viöbótarsæti til Benidorm og Mallorca í ágúst og byrjun september. Þú átt enn kost á að komast í sól í sumar. to;- Samvinnuferðir Landsýn Á verði fyrir þigi Samtök stofnuð til verndar Laugardalnum MEIRIHLUTI skipulags- og um- ferðamefndar Reykjavikur sam- þykkti í gær að nýtt deiliskipulag fyrir Laugardal verði lagt fram til kynningar en þar er gert ráð fyrir tveimur lóðum. Önnur lóðin er ætluð undir höfuðstöðvar Lands- símans en hin undir kvikmynda- hús o.fl. í eigu Jóns Ólafssonar. Að fengnu samþykki borgarráðs verður tillagan lögð fram til kynn- ingar hjá borgarskipulagi í fjórar vikur. Til stendur að stofna samtök á móti deiliskipulaginu. í samtali við Morgunblaðið segir Guðlaugur Þór Þórðarson að fólk úr öllum flokkum hafi verið að hittast að undanfömu. „Fólk hefur áhyggjur af þróun mála í Laugardalnum. Þetta er allt í burðarliðnum, en á næstu dögum mun heyrast með formlegri hætti frá samtökunum," segir hann. Að sögn Guðlaugs Þórs verður markmið samtakanna að vemda Laugardalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni lögðu fram bókun, þar sem nýju deiliskipulagi Laugar- dals er hafnað og harmað að skipulagið sé hvorki í takt við tím- ann né endurspegli það jákvæða framtíðarsýn. Þá segir: „Skipulag tveggja stórra lóða undir risavaxnar byggingar í dalnum er umhverfis- og skipulagsslys sem ekki verður hægt að leiðrétta síðar. Við teljum að Laugardalurinn eigi að byggj- ast upp með útivist og íþróttir að leiðarljósi auk þeirrar fjölbreyti- legu fjölskylduskemmtunar sem felst í Grasagarðinum, Húsdýra- garðinun og Fjölskyldugarðinum. Talsvert er farið að þrengja að möguleikum á áframhaldandi uppbyggingu í dalnum og því enn brýnna að vanda alla skipulags- vinnu og fara varlega með það land sem enn er óráðstafað." Bent er á að vinsældir dalsins hafi auk- ist með hverju ári, sem ætti að vera skipulagsyfirvöldum hvatn- ing til þess að fylgja eftir farsælli mannlífsþróun og auðga þannig dalinn með hagsmuni allra Reykvíkinga að leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.