Morgunblaðið - 20.07.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 20.07.1999, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uppsprengd leiga og hundruö manns slást um íbúöir sem losna: ÞAÐ kemur sér að Palli P. er orðin vel skóaður í að taka á móti flóttafólki og koma því fyrir þar til úr rætist með húsnæði. Miðfjarðará á góðu róli PRÝÐISGÓÐ veiði hefur verið i Miðfjarð- ará síðustu daga og virðist sem talsvert af laxi hafi komið í síðasta straumi, mest smálax, en einnig slangur af vænni fiski, samanber að Bandaríkjamaðurinn Nick Mariner veiddi 22 punda hæng í Ármótum Austurár og Vesturár á föstudagsmorgun. Var sá lax grálúsugur, sem sagt nýkom- inn úr hafinu. Yfir 300 laxar eru komnir úr Miðfjarð- ará og er þessi veiði eigi á ósvipuðum nói> um miðað við sama tíma í fyrra. Smálax hefur verið að ganga og menn fengið góð skot, t.d. veiddi einn Bandaríkjamaður níu smálaxa í beit á stuttum tíma í Stóreyrar- hyl í Vesturá. Stóri lax Mariners er þriðji 22 punda laxinn í sumar, en enn sem komið er hafa ekki komið stærri laxar á land. Á óvart kæmi þó ef ekki veiddist stærri lax fyrir vertíðarlok. Hinir laxarnir tveir voru úr Laxá í Aðaldal og Þverá í Borgarfirði. Nick Mariner með 22 punda hænginn. Full búð af nýjum vörum Tilbúnir eldhústaukappar frá kr. 650 metrinn Falleg stofuefni frá kr. 980 metrinn. Tilbúnir felldir stofutaukappar frá kr. 1.790 metrinn. Nýkomid mikíd úrval af vaxdúkum. Einníg undirlagsdúkur í metratali. Z-brautír & gluggatjöld, Faxafcni 14, símar 533 5333/533 5334. Þjóðhátíðarsjóður Frábær kennslu- aðferð sem virkjar nemendur Guðrún Pétursdóttir egar Herdís Egils- dóttir, kennari við Isaksskóla, bauð foreldrum til þjóðhátíðar með börnum sínum fyrir rúmu ári kom í ljós að hún var að láta áf störfum sem kennari eftir 40 ára starf. Foreldrar nemenda í þessum síðasta árgangi hennar vildu sýna henni þakklæti og hlýhug. Þeg- ar það kom á daginn að hún hafði ákveðið að eyða síðustu starfsárum sínum í að miðla til annarra, einkum kennara, þeirri aðferð sem hún hafði þró- að og notað í áratugi vaknaði hugmyndin að Þj óðhátíðarsj óðnum. Guðrún Pétursdóttir er foreldri barns sem var í þessum síðasta bekk Her- dísar við Isaksskóla. „Meginhlutverk Þjóðhátíðar- sjóðsins er að safna fjármagni til að unnt sé að koma á framfæri kennsluaðferð Herdísar sem er hreint út sagt frábær og árang- ursrík.“ -Hvernig er kennaluaðferðin sem um ræðir? „Hún er í því fólgin að búa til með börnunum land, alveg frá grunni. Herdís býr til eyju með nemendum sínum og börnin nema síðan eyjuna sem er óbyggð. Eyjaskeggjar byggja eyjuna upp með þeim lífsgæðum, væntingum, kröfum og siðmenn- ingu sem nútíma samfélag krefst. Þau búa til kort af lands- lagi eyjunnar, staðháttum, veð- urfari, jarðhita og merkja á kort- ið aðrar auðlindir sem þau eiga. Með þessu átta þau sig á mikil- vægi jökla, hraunfláka, víka, voga og fjarða, áa og fallvatna.“ Guðrún segir þessa kennsluað- ferð ótrúlega árangursríka og hún segir að Herdís hafi ekkert síður verið með foreldrana í þessu námi í tvo vetur. „Börnin eru mjög áhugasöm og fræðast af kostgæfni um alla mögulega hluti í daglega lífinu. Þegar þau eru að velja sér búsetustað á kortinu sjá þau að það er ekki auðvelt að byggja hús í miðju hrauni. Það þarf að leggja veg að því og það kostar bæði fyrirhöfn og mikla fjármuni. Börnin þurfa því að velta fyrir sér kostnaðar- samri vegagerð og brúargerð því þau eru með margar straum- harðar ár. En hvar fá þau fjár- magn til að byggja brýr? Eiga þau að veiða físk og selja eða prjóna lopapeysur? Borgar sig að taka lán? Börnin eru ekki öll sömu skoðunar og oft myndast fjörugar umræður þegar ákvarð- anataka er framundan." Með þessum hætti fer Herdís með nemendum sínum í gegnum nútímasamfélag. Á eyjunni rís banki, pósthús, verslanir, kirkja, skattstofa og svo mætti áfram telja. Herdís kom einnig með glæp í samfélagið þrátt fyrir mótmæli bamanna. Þar var sauðaþjófur á ferð. Hann átti fjölskyldu og börnin hans voru svöng. Mátti hann taka lambið? Hún kom með áleitnar spurning- ar í þessu sambandi sem fékk börnin til að íhuga glæp og refs- ingu.“ Guðrún segir að nemendurnir hafi hannað þjóðbúning sinn og verið þingmenn á eyjunni. í einu horni stofunnar var kjörklefi. Ef börnin komust ekki í skólann var kosið utankjörstaðar, þ.e. heima ►Guðrún Pétursdóttir er for- eldri sem hefur átt böm í bekk hjá Herdísi Egilsdóttur í Isaks- skóla. Hún nam sálarfræði við Háskóla Islands og lífeðlisfræði við háskólana í Oxford og í Ósló þaðan sem hún lauk doktors- prófi með þroskun taugakerfis- ins sem sérgrein. Hún hefur um árabil starfað hjá Háskóla ís- lands, er dósent í frumulíffræði og fósturfræði við námsbraut í hjúkmnarfræði. Frá árinu 1995 hefur Guðrún verið forstöðu- maður Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Islands. Eiginmaður hennar er Ólafur Hannibalsson og eiga þau tvær dætur, Ásdísi og Mörtu. og foreldrarnir fylgdust með að allt færi fram samkvæmt reglun- um. -Hefur Herdís ekki líka haft fyrir sið að kenna eyjaskeggjum esperantó? „Hún hefur kennt börnunum esperantó því hún segir að það gefi góða möguleika á að skýra lýsingarorð, nafnorð og sagnir. Með þessum hætti kennir Herdís þeim grundvallaratriði í mál- fræði. Börnin yrkja þjóðsönginn sem er þýddur á esperantó og syngja hann síðan á þjóðhátíðinni sem er lokahátíð. Þá fá foreldr- arnir að vera þátttakendur líka.“ -Fengu foreldrar að fylgjast með uppbyggingu eyjunnar? „Já, börnin hafa verið mjög áhugasöm og foreldrarnir fylgst með þeim og verið gjörsamlega heillaðir. Þetta er frábær kennsluaðferð sem virkjar nem- endurna. Krakkamir hafa fengið að vera þátttakendur en ekki bara viðtakendur. Við erum öll svo þakklát fyrir að börnin okkar hafa orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að hafa Herdísi sem kennara." -Hvernig verður fé sjóðsins varið í að miðla þessari kennsluaðferð Herdís- ar? „Þegar er komin út bókin Nýtt land - ný þjóð sem fjallar um kennsluaðferðina sem um ræðir og verið er að þýða hana á ensku. Nú stendur til að koma efninu á Netið með myndefni og bæði á ís- lensku og ensku. Frumgerð þess- arar vefsíðu verður tilbúin í ágúst á slóðinni www.centrum.is/land- nam. Þjóðhátíðarsjóðurinn verð- ur notaður til að þróa þessa vef- gerð og koma henni á geisladisk." Þjóðhátíðarsjóðurinn er í Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis og númerið er 1150-05-405491.“ Vefsíðan verður tilbúin í ágúst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.