Morgunblaðið - 20.07.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 20.07.1999, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Ásdís SAMSTARFSSAMNINGUR íslandspóst hf. og Þjóðminjasafnsins und- irritaður á gönilum póstbfl við Sjóminjasafnið í Hafnarfirði. Undir samninginn skrifuðu Einar Þorsteinsson (t.v.), forstjóri íslandspósts hf., og Þór Magnússon þjóðminjavörður. Islandspóstur hf. og Þjóðminjasafnið undirrita samstarfssamning Póstsögunni gerð skil á safninu ÍSLANDSPÓSTUR hf. og Þjóð- minjasafn Islands undirrituðu á föstudag samstarfssamning. I honum felst að íslandspóstur veitir fé til starfsemi Þjóðminja- safnsins, sem aftur mun taka að sér að gera póstsögunni skil. Samningurinn var undirritað- ur í Sjóminjasafni íslands í Hafnarfírði og fór vel á því að gamall póstbill gegndi hlut- verki samningaborðs. í frétta- tilkynningum frá íslandspósti og Þjóðminjasafninu kemur fram að samningurinn kveður m.a. á um að Þjóðminjasafnið skrái og varðveiti póstminjar í eigu íslandspósts, en einnig er gert ráð fyrir því að minjarnar verði til sýnis í nýjum sýningum safnsins sem opnaðar verða ár- ið 2001. Þá mun Þjóðminjasafn- ið setja upp sérstaka sýningu um póstsögu á þriggja til fimm ára fresti. Hlutur íslandspósts í samn- ingnum er að leggja árlega eina milljón króna til fræðslustarfs Þjóðminjasafnsins og taka þátt í kostnaði við sérsýningahald. Einnig mun Islandspóstur að- stoða Þjóðminjasafnið við end- uruppbyggingu á pósthúsi á Grenjaðarstað í Aðaldal með því að veita þremur milljónum króna til verkefnisins. Jólafrímerki ársins kynnt Samhliða undirritun samn- ingsins voru kynnt jólafrímerki þessa árs. Eru þau prýdd ís- lensku jólasveinunum 13, íklæddum nýjum búningum sem valdir voru í sérstakri sam- keppni. Varð hugmynd Bryn- dísar Guðmundsdóttur, kennara og brúðugerðarmanns, þar hlutskörpust og er nú unnið að framleiðslu búninganna með fjárstuðningi frá Islandspósti. Rannsókn á voðaverkum Serba í Kosovo Þrír íslenskir sér- fræðingar til aðstoðar ÞRÍR íslenskir sérfræðingar verða sendir til Kosovo innan skamms til að aðstoða við rannsókn alþjóðalög- reglunnai’ Interpol á meintum voða- verkum Serba í héraðinu. íslend- ingamir, þeii- Bjami Bogason, yfir- maður tæknistofu Ríkislögreglu- stjóra, Gunnlaugur Geirsson, pró- fessor í réttarlækningum, og Svend Richter tannlæknir, sem allir sitja í ID-nefnd Ríkislögreglustjóra, munu greina dánarorsakir og bera kennsl á lík sem fundist hafa. Að sögn Guðmundar Guðjónsson- ar, formanns ID-nefndarinnar, barst beiðni um aðstoð frá Interpol og var hún samþykkt á ríkisstjórn- arfundi fyrir skömmu. Send hefur verið staðfesting þess efnis til Interpol og er nú beðið svara þaðan. Ekki hefur verið ákveðið hvenær Islendingamir fari af stað. Guðmundur segir að ekki hafí verið gerð nákvæm kostnaðaráætl- un en að utanríkisráðuneytið hafí sl. föstudag samþykkt að gangast í ábyrgð fyrir allt að þremur milljón- um króna vegna málsins. Verða ytra í tvær vikur Islendingamir verða sennilega í Kosovo í tvær vikur og munu nota aðrar tvær vikur til að skrifa skýrsl- ur um rannsóknh’ sínar, og verður sú vinna hugsanlega einnig unnin erlendis. Fulltrúar frá ýmsum löndum, meðal annars frá bandarísku alrík- islögreglunni, FBI, hafa verið við rannsóknarstörf í Kosovo að undan- förnu. Guðmundur segir að þau verkefni sem íslendingarnir munu fást við séu á byrjunarstigi, enda þurfi að ljúka ýmsum öðram þáttum áður. Hlutverk íslensku ID-nefndar- innar hér á landi er að bera kennsl á lík eftir stórslys eða náttúrahamfar- ir, eða þegar óþekkt lík eða líkams- leifai- finnast. Henni er einnig ætlað að varðveita gögn sem geta varpað ljósi á orsakir óhappa eða hver beri ábyrgð á þeim. Morgunblaðið/Golli ÞEIR Gareth White og Robert Stoke, borgarstjóri í Belfast, skoða sig um á sýningunni. Forvarnarstarf fjallalögreglu ber áraiignr Enginn staðinn að ölvunarakstri Hægt að kafa að flaki Titanic Kio Briggs fer í skaða- bótamál BRETINN Kio Alexander Briggs mun höfða skaðabóta- mál gegn íslenska ríkinu í framhaldi af dómi Hæstaréttar í síðustu viku þar sem hann var sýknaður af ákæra ríkis- saksóknara um innflutning á 2031 e-töflu í september á síð- asta ári. Lögmaður Briggs, Helgi Jó- hannesson hæstaréttarlög- maður, staðfesti við Morgun- blaðið í gær að gerð yrði skaðabótakrafa á hendur ríkis- sjóði, en ekkert lægi fyrir á þessu stigi málsins annað en að verið væri að vinna í því að forma kröfuna. í tíu mánuði í gæslu- varðhaldi Briggs sat í gæsluvarðhaldi í tæpa tíu mánuði á meðan rannsókn málsins stóð yfir og hlaut sjö ára fangelsisdóm við fyrstu meðferð málsins í hér- aði í vor. Hæstiréttur ómerkti dóminn og sendi heim í hérað til nýrrar málsmeðferðar þar sem Briggs var sýknaður. Hæstiréttur staðfesti síðan þann dóm á föstudag. UM NÝLIÐNA helgi var fjallalög- reglan á ferðinni um hálendið sunn- an jökla aðra helgina í röð og hafði eftirlit með ölvunar- og utanvega- akstri. Var enginn ökumaður stað- inn að ölvunarakstri að þessu sinni og sömu sögu var að segja um utan- vegaakstur. Meðal viðkomustaða fjallalög- reglunnar vora Veiðivötn, Land- mannalaugar og Hveravellir og að sögn lögreglunnar var hún ánægð með ástand mála. Hefðu ökumenn víðast hvar átt von á að sjá lögregl- FIMM fíkniefnamál hafa verið upp- lýst hjá rannsóknardeild lögregl- unnar á Akureyri síðustu daga, eða um helgina og í gær, mánudag. Alls vora um 15 manns handtekn- ir vegna þessara mála að sögn Daní- els Snorrasonar lögreglufulltrúa, en 9 vora kærðir í kjölfar þeirra. Þeir era á aldrinum frá 16 ára og upp í rúmlega tvítugt. una á hálendinu og þvi hefði hálend- iseftirlitið haft ótvírætt forvamar- gildi. Til samanburðar má nefna að helgina sem hálendiseftirlitið hófst voru þrír ökumenn teknir ölvaðir. Hálendiseftirlitið er unnið með tilstyrk ríkislögreglustjóra og í samvinnu við Umferðarráð og lög- regluembættin á Selfossi, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal. Um næstu helgi er röðin komin að lögreglunni á Hvols- velli að fara um hálendið. í hverri ferð era tveir lögreglumenn og einn læknir. Þá hafði lögregla afskipti af stór- um hópi ungmenna, eða 30 til 40 manns um helgina, en eftirlit með neyslu fíkniefna hefur verið stór- aukið á Akureyri. Fíkniefnamálum hefur fjölgað stórlega frá síðasta ári, en á árinu hefur rannsóknar- deild lögreglunnar á Akureyri haft 29 slík mál til meðferðai’, en þau vora 13 á sama tíma á síðasta ári. SÝNING um sögu og örlög Titan- ic var opnuð í Hafnarfirði á fostudag. Það var bæjarsljórinn í Hafnarfirði, Magnús Gunnarsson, sem opnaði sýninguna, en hún er í salarkynnum Hafnarfjarðar- leikhússins. Á sýningunni má sjú ýmsa muni og myndir sem tengjast skipinu og smíði þess, auk þess sem gestir geta spreytt sig á því að „kafa“ niður að flakinu með tölvubúnaði. Framkvæmdastjóri sýningarinnar, Baldvin Björns- son hjá Expo Islandia, segir hug- myndina að henni hafa kviknað þegar kvikmyndin Titanic var sýnd hér á landi við fádæma vin- sældir. „Það komu 135.000 gestir að sjá hana og ég hugsaði með mér að landinn gæti haft gaman af sýningu sem þessari. Baldvin fékk Ulster Folk og Transport Museum á Norður-Ir- landi til samstarfs en Titanic var smíðað í Belfast. Fljótlega komst hann því í tengsl við Gareth White hjá „Belfast Visitor og Convention Bureau," sem er nýtt fyrirtæki í Belfast sem sér um markaðssetningu á Belfast og loks við borgarstjórann, The Right Honourable Lord Mayor Councillor Robert Stoker. Átak í að kynna Belfast sem ferðamannaborg Þeir voru báðir viðstaddir opn- unina en undanfarið hefur verið gert átak í því að kynna Belfast sem ferðamannaborg sem er þrautin þyngri enda fáir sem tengja Belfast við skemmtiferðir. „Fjölmiðlar hafa dregið upp dökka mynd af borginni sem á ekki við rök að styðjast," segir borgarstjórinn og bætir við að í mörgun amerískum borgum séu framin tvö morð á dag án þess að það þyki fréttnæmt. „Irar eru vingjarnlegir og góðir heim að sækja og mjög afslappaðir sem mér sýnist Islendingar einnig vera. Við vonumst til að Islend- ingar geti hugsað sér að ferðast til Belfast í framtíðinni.“ Undir þetta tekur Gareth White sem segir að Belfast muni vonandi fá nýja ímynd á næstu árum. „Við höfum svo margt upp á að bjóða fyrir erlenda gesti, t.d. er Belfast ódýr og þar er mikið og fjörugt skemmtana- líf.“ Fimm fíkniefnamál upplýst Níu kærðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.