Morgunblaðið - 20.07.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.07.1999, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli ÞÆR voru þreyttar en ánægðar stelpurnar í Þór/KA við komuna til Akureyrar í gær. Afhending hefur tafíst TAFIR hafa orðið á afhendingu nýrrar Hríseyjarferju, en sam- kvæmt fyrstu áætlunum átti að af- henda ferjuna 15. júlí síðastliðinn. Pétur Bolli Jóhannesson sveitar- stjóri í Hrísey sagði að skrokkurinn sem kom frá Póllandi hafi verið af- hentur nokkru seinna en gert var ráð fyrir og þá hafi vélin í ferjuna einnig komið seinna en gert var ráð fyrir. Nýjustu áætlanir gera ráð fyrir að ferjan verði afhent 5. ágúst næst- komandi, en verktaki hefur mánuð upp á að hlaupa þannig að ný Hrís- eyjarferja verður í síðasta lagi kom- in í gagnið 5. september næstkom- andi. „Við erum að vona að ferjan verði tilbúin um miðjan næsta mán- uð,“ sagði Pétur Bolli. Fleiri ferðamenn Hann sagði að aukinn straumur ferðamanna hefði verið út í Hrísey í sumar og því hefði vissulega verið gaman ef nýja ferjan hefði verið til- búin á réttum tíma. Hún er nokkru stærri en Sævar, núverandi ferja, lengri og breiðari. Tvö dekk eru á nýju ferjunni og komast allir far- þegarnir í sæti. Ferjan tekur alls 70 farþega. Fengu verð- laun í Banda- ríkjunum STELPURNAR í öðrum og þriðja flokki Þórs/KA gerðu góða ferð til Bandaríkjanna á dögunum. Þær tóku þar þátt í USA-cup sem er stærsta knattspyrnumót ung- linga í Bandaríkjunum. Skemmst er frá því að segja að 16-ára liðið varð í öðru sæti í B-úrslitum og komu þær heim með forláta bik- ar. Stelpurnar í 17-ára liðinu féllu út úr B-úrslitum en spiluðu þá í sex manna móti, ásamt öðr- um liðum sem fallið höfðu úr keppni, og unnu það mót. Að sögn Jónasar Sigursteinssonar, þjálfara stúlknanna, þá stóðu stúlkurnar sig nyög vel, en þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fé- lag tekur þátt í mótinu. VARÐSKIPIÐ Óðinn kemur með norska loðnubátinn til hafnar á Akureyri. Norskum loðnubát vísað til hafnar á Akureyri Ákæra vegna ólög- legra veiðarfæra FULLTRÚI sýslumanns á Akur- eyri vann við það í gærdag að setja saman ákæru á hendur skipstjóra norska loðnubátsins Österbris H- 127-AV og verður hún send Héraðs- dómi Norðurlands eystra í dag. Málið verður tekið fyrir í dómnum eftir hádegið. Við eftirlit varðskipsmanna á varðskipinu Óðni á sunnudag um borð í norska loðnubátnum mældust möskvar í poka loðnunótarinnar að meðaltali 17,4 miilimetrar eða 11,2% undir löglegri möskvastærð. Samkvæmt reglugerð á iágmarks- möskvastærð í loðnunót að vera 19,6 millimetrar. Skipið var statt um 80 sjómílur norður af Grímsey eða um 46 sjó- mflur inni í íslenskri lögsögu. Öster- bris var vísað til hafnar á Akureyri og sigldi það þangað í fylgd Óðins. Eyþór Þorbergsson, fulltrúi sýslumanns, sagði að með málið væri farið sem sakamál og vann hann að því að útbúa ákæru á hend- ur skipstjóra Österbris í gærdag og hugsanlega gegn útgerð skipsins vegna notkunar ólöglegra veiðar- færa. Óskað var eftir því að dómskvaddh’ matsmenn myndu meta afla og veiðarfæri skipsins og voru þeir Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri Krossaness, og Júlíus Kristjánsson, netagerða- meistari, fengir til verksins. Fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey Um tvö þús- und gestir UM 2000 manns heimsóttu Hrís- ey um helgina, en þá var efnt til fjölskylduhátíðar fullveldisins og er það í þriðja sinn sem Hríseyingar efna til slíkrar full- veldishátíðar í eynni. „Við feng- um mun meiri aðsókn en við áttum von á, það var straumur fólks hingað út í eyju bæði á laugardag og sunnudag og veðrið lék við hátíðargesti," sagði Pétur Bolli Jóhannesson, sveitarstjóri í Hrísey. Hann kvað fólk af Eyjafjarðarsvæð- inu áberandi meðal gesta og eins þyrptust brottfluttir Hríseyingar út í eyju af þessu tilefni og er þá gjarnan slegið upp ættarmótum í leiðinni. Allir gestir fengu afhent vega- bréf og fóru í gegnum tollinn þar sem stimplað var í vegabréf þeirra. Leiktæki voru sett upp fyrir bömin og þá brugðu marg- ir sér í ökuferðir á dráttarvéla- vögnum út í vita eða skoðuðu það sem í boði var á markaðs- torginu. Farið var í ýmsa leiki og keppt í akstursleikni á dráttar- vélum og einnig var kvartmflu- keppni á þessu ástsæla ökutæki Hríseyinga. Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson Hraðkaup kaupir verslunina Valberg- Ólafsfírdi. Morgtinblaðið. HRAÐKAUP hefur keypt verslunina Valberg við Aðal- götu 16 í Ólafsfirði og mun taka við rekstri hennar 1. október næstkomandi. Verslunin Valberg var stofn- uð árið 1961 og hefur verið í eigu sömu manna alla tíð, Eign- arhaldsfélagsins Valbergs ehf., en það félag er í eigu Gunnars Sigvaldasonar, Jóns Þorvalds- sonar, Sigurðar Guðmundsson- ar og dánarbús Sigvalda Þor- valdssonar og dánarbús Guð- mundar Þorsteinssonar. Val- berg hefur einnig verið með byggingavöru- og útgerðar- vöruverslun að Strandgötu 4. Hún fylgir ekki með í kaupun- um og verður áfram rekin undir merkjum Valbergs. Samkeppni nauðsynleg Að sögn Jóns Þorvaldssonar eins eigenda Valbergs hefur af- koma reksturs verslunarinnar frá upphafi verið jákvæð. Allt starfsfólks verslunarinnar Val- bergs sem þess óskar mun áfram starfa í versluninni undir merkjum Hraðkaups. „Það er auðvitað mikil eftirsjá í verslun- inni enda höfum við rekið hana í 38 ár,“ segir Jón Þorvaldsson. „Við erum hins vegar ánægð með að þetta öfluga fyrirtæki tekur nú við versluninni. Þannig má treysta því að áfram verði veitt góð þjónusta og boð- ið upp á gott vöruúrval og sam- keppni viðhaldið. Það er nauð- synlegt fyrir Ólafsfirðinga,“ segir Jón. Söngvaka SÖNGVAKA verður í Minja- safnskirkjunni á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöldið 20. júlí. Dagskráin hefst kl. 21. Flutt verða sýnishom íslenskrar tón- listarsögu, svo sem rímur, tví- undarsöngur, sálmar og eldri og yngri sönglög. Flytjendur eru Kristjana Amgrímsdóttir og Hjörleifur Hjartarson úr Tjam- arkvartettinum. Miðaverð er 700 krónur og er innifalinn aðgangur að Minjasafninu sem opið er sama kvöld frá kl. 20 til 23. Smiðir ætla að hætta að vinna yfirvinnu Kolólögleg aðgerð ÁSGEIR Magnússon, forstöðu- maður Skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri, segir augljóst að um kolólöglegar aðgerðir sé að ræða hjá trésmiðum sem fyrir skömmu tilkynntu vinnuveitend- um sínum að þeir hyggist ekki vinna yfirvinnu frá og með næstu mánaðamótum. Mikil óá- nægja er meðal smiða í bænum með launakjör sín og hafa þeir bent á að mun hærri laun séu greidd fyrir sömu vinnu á höfuð- borgarsvæðinu. Hafa þeir gert kröfu um að fá greiddar 1.000 krónur á tímann fyrir dagvinnu. Ásgeir sagði að hver og einn starfsmaður gæti ákveðið að hann muni ekki vinna yfirvinnu og tilkynni það þá til síns meist- ara. Síðustu misseri hafi verið talsvert um yfirvinnu hjá bygg- ingafyrirtækjunum og starfs- menn hafi fram til þessa ekki haft á móti því að vinna yfir- vinnu. Þegar hins vegar allir réttindastarfsmenn mæti með nákvæmlega eins undirskrifuð blöð til allra verktaka á svæðinu, þá sé um að ræða ólöglega að- gerð. „Þarna er um að ræða sömu vinnubrögð og t.d. kennarar og fleiri hafa beitt, að segja upp störfum til að þrýsta á um breyt- ingar á kjörum,“ sagði Ásgeir og benti á að ákveðin friðarskylda væri í gangi milli kjarasamninga °g byggingameistarar óskuðu eftir því að hún yrði virt. Byggingameistarar á svæðinu ætluðu að hittast í gærkvöldi til að fara yfir stöðu mála.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.