Morgunblaðið - 20.07.1999, Page 16

Morgunblaðið - 20.07.1999, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDSMÓT SKÁTA EMMA Marshall sá um uppvaskið þetta kvöldið fyrir hressan skátahóp frá Skotlandi. MÖRGUM þótti gott að skella sér í leðjubað í sólinni um helgina. FRISKIR drengir takast á í einu af þeim leiktækjum sem reist voru á staðnum af skátunum. Morgunblaðið/Arni Sæberg fgc'ýJS pgjlll .... BÍ*ts$ÍÉj Wk BREKKAN iðaði af lífi á laugardag þegar þds- undir skáta og gestir þeirra sungu skátalögin í kvöldsólinni. BENJAMÍN Axel Arnason mótsstjóri landsmótsins. Fjölmennasta landsmóti skáta á Úlfljótsvatni lýkur í dag Hefur gengið ótrúlega vel SKÁTAR og gestir þeirra skemmtu sér vel á laugar- daginn þegar ríflega 5.000 manns tóku lagið við varð- eldinn á landsmótinu við Úlfljóts- vatn. Þetta fjölmennasta landsmót skáta hingað til hefur gengið ótrú- lega vel, að sögn Benjamíns Axels Árnasonar mótsstjóra. Að baki er rúmlega tveggja ára skipulags- vinna og var mótið markaðssett á nýstárlegan hátt erlendis. Á mót- inu voru yfir 1.000 erlendir gestir sem settu alþjóðlegan blæ á mótið og var ekki annað að heyra en þeim líkaði vistin vel. Tjaldbúðimar iðuðu af lífi á laugardaginn en þá var heimsókn- ardagur og fjöldi gesta og fjöl- skyldur skátanna í helgarheim- sókn. Ylfingarnir, yngstu skátam- ir, voru í heimsókn og ætluðu að gista eina nótt á tjaldsvæði sínu við Fossá. Veðrið lék við mótsgesti um helgina ásamt mýflugunum sem gerðu mörgum lífið leitt, án þess þó að spilla ánægjunni af vel heppnuðu móti. Það ríkti kamivalstemmning á svæðinu á laugardaginn. Skáta- flokkarnir kynntu starfi sitt eða heimbyggð, sett vom upp leiktæki og ýmislegt gert sér til skemmtun- ar. Landsmót skáta á Úlfljótsvatni hefur gengið mjög vel og sóttu yfír eitt þúsund erlendir gestir mótið, að því er fram kemur í frásögn Eiríks Jör- undssonar. Hápunktur dagsins var síðan varðeldurinn um kvöldið. Það var tilkomumikil sjón að sjá þúsundir skáta ganga fylktu og litríku liði með flokkum sínum og koma sér fyrir í brekkunni framan við sviðið og varðeldinn. Að því loknu hófst dagskráin með því að landsmóts- lagið var sungið og síðan var trall- að, leikið og hlegið fram eftir kvöldi. Það ríkti svo sannarlega ósvikin skátastemmning þegar brekkan valt og rúllaði og klappaði og söng í kvöldsólinni. Ekki var annað að heyra en menn væru á einu máli um að mót- ið hefði gengið vel. Veðrið var þó fremur rysjótt framan af mótinu. Erlendu gestunum var sumum kalt fyrstu dagana en þeir vöndust fljótt íslenska veðrinu. Benjamín sagði að krakkarnir frá Hong Kong hefðu verið teknir inn í hús eina nóttina til að koma í þá hita og klæða almennilega upp. Síðan hefði það verið í lagi. Skipulagið gengið upp Að baki landsmótinu liggur rúm- lega tveggja ára vinna en skipu- lagning hófst í ársbyrjun 1997. Á mótinu var rúmlega 300 manna starfslið sem m.a. sá til þess að all- ir fengju nóg að borða. Matarút- hlutunin var viðamikið verk og telja þurfti ofan í hvern einasta skátafiokk á svæðinu. Skátaflokk- arnir sáu síðan um að elda hver íyrir sig og ganga frá. Benjamín sagði að þetta hefði allt gengið snurðulaust. Það hefði líka verið sett í forgang að allir væru ánægðir með matinn. Þá var talsverð vinna lögð í að útbúa góð vatnssalemi á svæðinu því góður matur og salemi væra undirstaða þess að öllum liði vel á mótinu. „Þetta er komið í þá stöðu að þó að rigndi hér eldi og brennisteini og allt fyki um koll myndi mótið samt takast vel. Staðan er bara TJALDBÚÐIRNAR voru líflegar á að líta með fánurn blaktandi við himin. orðin þannig,“ sagði sallarólegur mótsstjórinn á laugardaginn. Fjöldi erlendra skáta Landsmótið hefur stækkað vera- lega frá fyrri mótum. Þar munar mest um fjölgun erlendra gesta sem nú voru rúmlega 1.000, en voru um 300 á síðasta landsmóti. Að sögn Benjamíns var landsmótið markaðssett erlendis á nýstárlegan hátt. Mótið var að langmestu leyti kynnt á Netinu og taldi Benjamín að þetta væri í fyrsta skipti sem þessi leið væri farin í alþjóðlegu skátastarfi. Auglýst var í erlendum skátablöðum þar sem vísað var á vefsíðu landsmótsins og fjöldi fyrir- spurna barst í tölvupósti. Þetta skilaði sér í ríflegri þreföldun er- lendra gesta og taldi Benjamín verulega möguleika fólgna í mark- aðssetningu mótsins erlendis. Nú er í gangi kynning og skipu- lagning á stóru alþjóðlegu skáta- móti á næsta ári sem haldið verður hérlendis. Þetta er samnorrænt skátamót undir forystu íslendinga og er ætlað skátum á aldrinum 15-30 ára. Ráðgert er að dagskráin verði eitt samfellt ævintýri og svað- ilfarir víðs vegar um landið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.