Morgunblaðið - 20.07.1999, Side 18

Morgunblaðið - 20.07.1999, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Brimborg í ný.jum aðalstöðvum og stefnir að 20% veltuaukningu á árinu Hagnaður- inn látinn ráða bygg- ingarhraða A 35 ára afmælisári sínu hefur Brimborg flutt alla starfsemi sína í nýtt hús við Bfldshöfða og er þar á alls 10.500 fer- metrum. Jóhannes Tómasson hitti for- ráðamenn fyrirtækisins í nýju aðalstöðvun- um og segn'ast þeir nú tilbúnir til nýrrar markaðssóknar. Morgunblaðið/Golli HÉR standa þeir Egill Jóhannsson (t.v.) og Jóhann Jóhannsson þar sem sjá má vel yfir hluta sýningarsalarins. RIKHARÐUR tílfarsson (t.v.) stýrir þróunar-, áaetl- ÓLAFUR Árnason stjórnar þjónustu- og sölusviði ana- og gæðasviði og Gísli Jón Bjarnason sölusviði atvinnutækjanna. fólks- og sendibíla. BRIMBORG ehf. sem hefur meðal annars umboð fyrir bfla frá Ford, Daihatsu, Volvo og Citroén ásamt umboði fyrir atvinnutæki frá Volvo, svo sem vinnuvélar, bátavélar, rút- ur, strætisvagna og vörubfla og ann- ast þjónustu við þessi merki, sam- einaði starfsemi sína fyrir nokkru í nýjum aðalstöðvum fyrirtældsins við Bfldshöfða 6 í Reykjavík. Upphaf Brimborgar má rekja til ársins 1964 þegar tveir félagar stofnuðu þjón- ustuverkstæði fyrir bíla sem nefnt var Ventill. Fyrirtækið fagnaði 35 ára afmæli sínu 27. aprfl síðastliðinn. I dag eru starfsmenn rúmlega 100 að meðtöldum þeim sem starfa hjá Þórshamri á Akureyri sem er í eigu Brimborgar og er veltan á þessu ári áætluð um fjórir milljarðar króna. Forráðamenn Brimborgar eru feðgamir Jóhann Jóhannsson for- stjóri og Egill Jóhannsson, fram- kvæmda- og markaðsstjóri. Nýlega lét einn stofnendanna, Sigtryggur Helgason, af störfum hjá fyrirtæk- inu sökum heilsubrests en hann hafði starfað hjá því í 30 ár. Á síð- asta aðalfundi var kosin ný stjóm sem í sitja Jóhann Jóhannsson, Egill Jóhannsson og Svala Guðmunds- dóttir. Byggingarsaga hússins að Bflds- höfða 6 er orðin nokkuð löng og er Jóhann spurður hvað hafí ráðið því að sá staður varð fyrir valinu: „Þeg- ar við tókum við Velti í júlí 1988 var þegar komið hér verkstæði fyrir fólks- og vörubíla og fyrirtækið átti hér stóra lóð. Það var því sjálfgefíð að halda áfram að nýta fjárfesting- amar hér og næsti áfangi í fram- kvæmdum hófst árið 1991 þegar við byggðum húsnæði fyrir lagerinn. Síðan tók hver áfanginn við af öðr- um, þeir teknir í notkun samhliða og við fluttum hingað að lokum í mars. Staðurinn er vel í sveit settur og lóð- in ágæt og með góðu skipulagi emm við með næg bílastaeði," segir Jó- hann. Framkvæmdahraði hélst í hendur við hagnað Framkvæmdir héldu áfram næstu árin og Jóhann segist sannfærður um að þeir hafí farið rétt að við bygginguna. „Við ákváðum að ráð- ast í þá áfanga sem við réðum við með þeim fjármunum sem fyrirtæk- ið gat skilað í fjárfestinguna. Akveð- ið var í byrjun árs hve áfangamir yrðu stórir hverju sinni. Bílainn- flutningur er sveiflukenndur og þess vegna vildum við stíga lítil skref með öryggi frekar en stór með til- heyrandi áhættu og lánum. Það sýn- ist okkur hafa verið rétt stefna." Misjafnlega mikið fjármagn hefur verið lagt í byggingarframkvæmdir á hverju ári, allt frá um 15 mflljón- um króna upp í rúmar 86 mflljónir. „Við ákváðum seint á árinu 1997 að flytja hingað snemma árs 1999 og því var ljóst að í fyrra urðum við að leggja í meiri fjárfestingar og er það eina árið sem við höfum tekið lán tfl framkvæmdanna,“ segir Jóhann. Kostnaður við bygginguna með framreiknaðri byggingavísitölu er kringum 430 mifljónir króna og er húsið svo tfl fullbúið, aðeins er minni háttar frágangur eftir svo sem merkingar, gólflistar og fleira slíkt. Þetta þýðir að kostnaður er kring- um 53 þúsund á hvem fermetra en alls er húsið 8 þúsund fermetrar. Að meðtöldu verkstæðinu og hjólbarða- verkstæði sem er handan götunnar er starfsemi Brimborgar nú á um 10.500 fermetra gólffleti. Arkitekt mótaði hugmyndir eigenda Arkitekt hússins er Jón Róbert Karlsson hjá teiknistofunni Arko og byggingameistari Haukur Hannes- son en fleiri iðnmeistarar hafa einnig komið við sögu. „Við höfðum sjálfír ákveðnar hugmyndir um hvernig húsið ætti að vera sem arki- tektinn mótar og lagar,“ segja feðgamii'. „Það sjónarmið var haft að leiðarljósi að inn í húsið væri einn aðalinngangur og þaðan skyldi mönnum beint í allar defldir. Menn koma því hér fyrst að móttöku og geta tekið stefnuna þaðan til sölu- manna nýrra og notaðra bfla, verk- stæðismóttöku, varahlutaverkstæðis og skrifstofu og þannig mætti áfram telja. Aðeins móttaka vörubílaverk- stæðis hefur sér inngang. Þetta er svipað sjónarmið og ríkir víða er- lendis.“ Meginbreytingin í starfseminni er að hún er nú sameinuð á einum og sama staðnum en bflasalan og yfir- stjóm hefur mörg undanfarin ár ver- mmr M .taJ ' ' 'Á'Ji- ' *. ] , Ti ! _ ^ - ■ \. !fl'/ 1 • i Morgunblaðið/J6n Svavarsson ÞJÓNUSTU bflaverkstæða og varahlutasölu stýrir Siguijón Ólafsson. ið í Faxafeni og verkstæði, lager og standsetning við Bfldshöfða. Egfll segir þetta muna gífurlega miklu og hafa komið strax fram í daglegu starfí. „Þetta hefur sparað ómældan tíma í ferðum. Starfsmenn í stand- setningunni við Bfldshöfða sóttu bfla í toll og komu þá við í Faxafeni til að ná í pappíra. Síðan vom bílamir skráðir og standsettir við Bfldshöfða, komið með þá í Faxafen tfl afhend- ingar, gamli bíllinn tekinn uppeftir í eftirlit og þrif og sendur að því loknu í Faxafen og þannig voru þetta enda- lausir snúningar. Það munar um það þegar við erum að tala um þúsund nýja bfla og hátt í það svipað af not- uðum. Munurinn kom að mínu viti vel fram strax og við fluttum hingað í mars. Það var einn stærsti mánuð- urinn hjá okkur en samt fannst okk- ur ekkert mjög mikið að gera! Einnig emm við þegar farin að sjá verulegan spamað í rekstrarkostn- aði með því að vera á einum stað og augljósasta dæmið er auðvitað að losna úr dýra leiguhúsnæði. Og við sjáum framhald á þessum spamaði sem gerir okkur kleift að taka þátt í samkeppninni af rneiri hörku.“ Nýtt skipurit Brimborgar tók gfldi um síðustu áramót og meðal nýjunga þess má nefna að stofnað hefur verið þróunar-, áætlana- og gæðasvið sem Ríkharður Úlfarsson stýrir og mörkuð hafa verið skýrari skil milli einstakra deflda og verk- efna. Önnur svið era sölusvið fólks- og sendibfla, sem Gísli Jón Bjama- son stýrir, Siguxjón Ólafsson stýrir þjónustu-, varahluta- og aukahluta- sviði fólksbíla og sendibfla, Ólafur Ámason þjónustu- og sölusviði at- vinnutækja og Þórshamri, dóttur- fyrirtækinu á Akureyri, stjómar Þorkell Guðjónsson. Aðstaða starfsmanna orðin mun betri Aðspurðir segja þeir að rúmir 10 þúsund fermetrar fyrir sölu og þjónustu við bfla sé ekki of mikið. Hátt í þrjú þúsund era fyrir verk- stæðin, smur- og hjólbarðaþjónust- una, þúsund fermetrar fara undir skrifstofur og hitt era sýningarsalir, varahlutaverslun og lager, mötu- neyti, aðstaða starfsmanna og fleira. Starfsmenn verkstæða og varahlutadefldar hafa aðgang að sturtum og læstum skápum og segja forráðamenn fyrirtækisins mikið hafa verið lagt upp úr því að vanda sem mest til byggingarinnar og gera hana í senn bjarta og aðlað- andi. Ekki síst hefur aðstaða skrif- stofuhaldsins breyst frá því sem var í Faxafeni. Þar er átt við yfirstjóm, tolladefld, bókhald, gjaldkera, markaðsmál, launadeild, pantanir og fleiri og segja þeir þúsund fer- metra ekki hátt hlutfall undir skrif- stofur í fyrirtæki sem þessu. Hægt hefði verið að komast af með um 700 fermetra en hér sé því mögu- leiki á stækkun. Á skrifstofuhæð- inni er allmikið rými þar sem koma má fyrir gömlum eða nýjum bílum til sýnis tímabundið eða setja upp sýningar og kynningar af sérstöku tflefni. „Þá má líka nefna sem dæmi að við kölluðum alla starfsmenn saman nýlega og grilluðum og þessi aðstaða gerir okkur þannig kleift að gera eitt og annað sem lífgar upp á hversdagsleikann. Við eigum öragg- lega eftir að gera meira slíkt í fram- tíðinni því möguleikamir era ótelj- andi,“ segja feðgamir. Síðasta deildin tfl að flytja á nýja staðinn er sala á notuðum bílum sem verður komin þangað síðar í mánuðinum en bflasalan Evrópa hefur þegar tekið á leigu hluta hús- næðisins sem Brimborg hafði við Faxafenið. Hún mun reyndar áfram að nokkra leyti annast sölu notaðra bíla frá Brimborg en Brimborg er ekki eigandi bflasölunnar. Sala not- aðra bíla verður á neðstu hæðinni í nýja húsinu og segir Egill ætlunina að hafa þar 20 til 30 nýjustu bflana innan dyra, bfla sem era það nýlegir að erfitt sé að sjá mun á þeim og nýjum bflum. Mflli 60 og 70 bflar verða úti við en þeir era undir þaki og verður því mun þægilegra fyrir viðskiptavini að skoða bflana þar en á bersvæði. „Við ætlum okkur enn stærri hluti á þessum tímamótum, sérstak- lega með Ford en þaðan hafa komið margar nýjungar að undanfömu og fleiri koma á næstu misseram. Við teljum fyrirtækið því vel í stakk bú- ið tfl að hefja nýja og öflugri mark- aðssókn." Fjögurra milljarða velta Að lokum eru feðgamir spurðir hvaða væntingar fyrir framtíðina tengist hinu nýja aðsetri Brimborg- ar: „Við sjáum fyrir okkur að geta á ákveðnari hátt haldið áfram þeirri sölu- og veltuaukningu sem verið hefur hjá fyrirtækinu síðustu árin. Árið 1996 seldum við rúmlega 700 bfla og atvinnutæki, þar með taldar vélar, árið 1997 911 og í fyrra 1.111 bíla og tæki. Á þessu ári er gert ráð fyrir að selja 1.368 bfla og tæki og að veltan verði rétt um fjórir millj- arðar króna. Við höfum farið ofan í saumana á ýmsum þáttum í starf- seminni með endurbætur í huga og teljum okkur nú geta boðið betri þjónustu en áður við betri aðstæður fyrir starfsmenn okkar sem og við- skiptavini," segja þefr og segjast næstum því hafa áhyggjur af því hversu starfsfólkið hefur langan starfsaldur og Jóhann segir að hann þekki marga starfsmennina jafnvel og eigin afkvæmi. „En að sjálfsögðu hafa öll fyrirtæki gott af því að hafa ákveðna starfsmannaveltu, hún má þó hvorki vera of hröð né of hæg.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.